Vísir - 14.03.1940, Page 1

Vísir - 14.03.1940, Page 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Ri ttstjórnarskrifstof ur: iPélagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 14. mars 1940. 62. tbl. V arnapbandalag Norðuplanda. Óttinn við framtíðina sam- einar Norðmenn, Svía og Finna - - Ráðstefna um hernað- arbandalag byrjar eftir nokkra daga. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í morgun. TANNER, utanríkismálaráðherra Finnlands, flutti tvær ræður í gær. í hinni fyrri ávarpaði hann finsku þjóðina og gerði grein fyrir frið- arsamningunum og tildrögum þeirra, (sbr. annað skeyti hér í blaðinu) en í hinni, sem flutt var í gærkveldi, skýrði hann frá því, að í ráði væri, að Svíar, Norðmenn og Finnar kæmi saman á fund eftir nokkra daga, til þess að ræða varnarbandalag sín á milli. Hjá öllum þess- um þremur þjóðum kemur það hvarvetna fram, að menn líta svo á, að Finnar hafi orðið að ganga að miklu harðari kostum en menn bjuggust við, og það er ótt- ínn við framtíðina, sem hefir nú haft þau áhrif, að þessar þrjár þjóðir áforma varnarbandalag, sennilega á þeim grundvelli, að á hverja þeirra, sem ráðist verð- ur, skuli hinar hjálpa. 1 ræðu sinni mintist Tanner maklega þeirrar hjálpar, sem Norðmenn og Svíar hefði veitt Finnum, en slík hjálp hefði aldrei dugað til lengdar, Finnar hefði þurft hemaðarlega aðstoð, sem Norðmenn og Svíar neituðu um. Tanner neitaði því, að nokk- urri þvingun hefði verið beitt af Bretum og Frökkum gagnvart Finnlandi. 'Sænski utanríkismálaráðherrann, Gunther, flutti líka ræðu í gær, og sagði Svía að eins hafa stuðlað að því, að Finnar og Rússar gæti ræðst við, en Svíar hefði ekki beitt áhrifum sínum til þess að Finnar féllist á skilmála Rússa, sem Gunther kvað harðari en menn höfðu búist við. Mannerheim marskálkur hefir ávarpað her sinn og þakkað honum vasklega frammistöðu. Hjá honum eins og stjómmála- leiðtogum Finna komu fram vonbrigði yfir því, að Svíar og Norðmenn höfðu ekki veitt Finnum hernaðarlega aðstoð, en orsökina til þess, að Svíar vildi ekki veita slíka hjálp, að því er Gunther sagði, var sú, að Norðurlönd hefði orðið þátttakandi í heimsstyrjöld hefði þeir farið í stríð með Finnum. ÞJÓÐARSORG I FINNLANDI. Þjóðarsorg er ríkjandi í Finnlandi, símar Eduard Beattie, fréttaritari United Press. Fánar vom dregnir í hálfa stöng hvar- vetna í finskum borgum í gær, og blöðin voru prentuð með sorgarröndum, er þau tilkyntu efni friðarsamninganna. En þjóðin er einhuga og sameinuð og það er litið á það sem bestu tryggingu fyrir því, að hið mikla viðreisnarstarf, sem fyrir hönd- um er hepnist. Telja má víst, að Finnar fái mikinn stuðning er- lendis frá til viðreisnar-starfsins. MANNTJÓN FINNA OG RÚSSA. t ávarpi sínu til finska hersins, sagði Mannerheim marskálk- ur, að af Finnum hefði fallið um 15.000 hermenn, en af Rúss- um um 200.000. Finski herinn, sagði hann, hélt velli, og þrátt fyrir gífurlegan liðsmun, unnu Rússar aldrei neinn stórsigur á Finnum. Finski herinn kom ósigraður úr viðureigninni við óg- urlegan óvin. Á vígstöðvunum brást enginn hermaður skyldu sinni, sagði Mannerheim, og á „heimavígstöðvunum“ brást eng- inn, þrátt fyrir að reynt væri að lama viðnámsþrótt þjóðarinn- ar með hinum ógurlegustu loftárásum á finska bæi. „Vér erum stoltir,“ sagði Mannerheim, „af því að vér höfum gert skyldu vora til þess að vernda hinn aldagamla arf vorn — vestræna menningu“. Ennfremur sagði Mannerheim marskálkur: „Finska þjóðin mun verja vestræna menningu, land sitt og frelsi af sama eldmóði í framtíðinni eins og hún hefir gert nú“. TANNER TALAR VIÐ BLAÐAMENN. Tanner hefir sagt í viðtali við blaðamenn að undirbúnings- viðræður um varnarbandalag Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, séu þegar byrjáðar. Frumkvæði áð friðarumleitunum áttu Finnar sjálfir, sagðí Dómur fyrir brot á verðlagsákvæðinu. í gær var dæmdur hér í lög- reglurétti Magnús nokkur Jóns- son fyrir brot á gildandi verð- lagsákvæðum. Var Magnús dæmdur í 800 kr. sekt, en auk þess var ágóði sá, sem hann hafði fengið á þenna hátt, 1046.62 kr., gerður upptækur. BRESKU KVENNAHERSVEITIRNAR. — Fyrsta Heimsstyrja 1 darárið (1914) stofnaði lafði Lon- donderry kvennasveit, sem átti að verða landhernum breska til aðstoðar. Þetta varð upphaf þess, að stofnaður var heill kvennaher, sem tók að sér fjölda mörg störf í þágu atvinnuvega og land- varna. Konur tóku við störfum karla í landbúnaði og iðnaði og þær önnuðust flutninga fyrir herinn, heima fyrir og í Frakklandi. Nú endurtekur sagan sig og tugþúsundir breskra kyenna ganga í kvennahersveitir. Hér fer fram liðskönnun i einni bækistöð kvennahersveitanna í London. hann. Herstjórnin, segir hann ennfremur, lýsir vfir því að hægt sé að verja öll landamæri Finnlands. Það er nú búist við, að hálfur mánuður muni líða, áður en friðarsamningarnir fá fullnaðarsamþykt. RÚSSAR SEGJAST HAFA HERTEKIÐ VIBORG. Útvarpið í Moskva tilkynnir, að Rússar hafi hertekið Viborg á miðvikudagsmorgun kl. 7. KALLIO SÍMAR HOOVER, FYRV. BANDARÍKJA- FORSETA. Kallio Finnlandsforseti hefir símað Herbert Hoover, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, for- manni hjálparstarfseminnar vestra lianda Finnlandi, og beð- ið hann að beita áhrifum sínum til þess, að lialdið yrði áfram að vinna að þvi, að draga úr neyð og hörmungum finsku þjóðar- innar. „Vér undirskrifuðum nauð- ungarfrið“, símaði Kallio. HOOVERSVARAR. Herbert Ilover hefir tekið málaleitun Kallio hið besta og svarað þvi, að Bandarikjamenn muni gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hjálpa finsku þjóðinni. ROOSEVELT UM FINNLAND. Undirskrift finsk-rússnesku friðarsamninganna hefir orðið Roosevelt Bandarikjaforseta til- eni til þess, að leggja áherslu á það enn einu sinni, að Banda- ríkjamenn fylgi þeirri grund- vallarstefnu, að farið sé að lög- um og samþ. i öllum skiftum milli þjóða, að einstaklings- frelsi og trúarbragðafrelsi skuli i heiðri haldið o. s. frv., en Bandaríkjamenn sé mótfallnir ofbeldi og ágengni i hverslton- ar mynd og öllu er miðar að því, að taka af mönnum réttinn til þess að ráða sér sjálfir Mánari fregnir nm friðarsamnin^ana. Ávarp Tanners til finsku þjóðarinnar. leyfa herflutninga yfir lönd þeirra, en þeir hefði neitað að leyfa þá. Þá sagði Tanner, að Rússar hefði ekki »gert neinar kröfur um að liafa áhrif á finsk innan- ríkismál, né heldur utanríkis- málastefnu landsins. Tanner ræddi einnig, erfið- leikana við að koma fyrir fólk- inu frá þeim stöðum, sem Finn- ar yrði að láta af hendi. Fregnir frá Helsingfors herma, að Niukkanen land- varnarráðherra og Hannula mentamálaráðherra liafi beðist lausnar vegna ágreinings um á- kvörðun þá, sem tekin var. — NKP—FB. Samkvæmt einkaskeyti Uni- ted Press frá Kaupmannahöfn, mega Finnar ekki hafa neinar flugvélar i Petsamo. •— Járn- brautin frá Kandalaksja til Kemijárvi, sem Rússar og Finnar leggja sameiginlega, verður lögð næsta ár. Heimsfrægur alþjóða- lögfræðingur segir afstöðu Norðmanna hárrétta. Borcard, háslcólakennari við háskóla í U.S.A., — en Borcard er heimsfrægur maður fyrir þekkingu sína á alþjóðalögum, — hefir komist að þeirri niður- stöðu í ritgerð, sem liann hefir látið birta um Altmark-málið, að afstaða Norðmanna sé í öllu samkvæmt lögum. NRP—FB. ii siiii Bntir í Samkvæmt friðarsamningum Rússa og Finna láta Finnar af hendi við Rvissa alt Kyrjálaeiði að meðlaldri Viborg. Ennfrem- ur alla strancílengjuna með- fram Ladogavatni, en á hinu nýja svæði, sem Rússar fá við vatnið eru bæirnir Kexholm, Sordavala og Suojárvi. Þá fá Rússar nokkrar eyjar í Iiyrjála- botni, landið fyrir austan Márlci járvi að meðt. Kuolajárvi og nokkurn liluta Fiskimanna- skagans í Norður-Finnlandi. Um 30 ára skeið og gegn 8 milj. finskra marka árlega fá Rússar Hangö á leigu. Það er bæði höfnin og landsvæðið upp af Ilangö, sem leigt er, og hafa Rússar rétt til að hafa flotastöö í Hangö. Rússar kveðja á brott herlið sitt frá Petsamo. Rússar fá rétt til flutninga yfir Finn- land til Noregs og þaðan, án toll- eftirlils. Samningarnir eiga að fá fullnaðarsamþykt innan þriggja daga. Verður skifst á skjölum þar að Iútandi í Moskva. Vopnaviðskifti hættu kl. 11 í dag og landamæraverð- ir laka sér stöðu á hinum nýju landamærum þ. 15. mars kl. 10 árdegis. Samkomulagsumleitan- ir um viðskifti byrja þegar í stað. Tanner utanríkismálaráð- b.erra talaði i útvarpið í dag og ávarpaði finsku þjóðina. Hann sagði, að þrátf fyrir harða kosti hefði finsku samningamennirn- ir neyðst til þess að fallast á ])á, þvi að ella liefði orðið fram- hald á styrjöld, sem ekki gat farið nema á einn veg, þ. e. að Finnland yrði gersigrað. Tann- er upplýsti, að hin nýju landa- mæri að austanverðu yx*ðu næstum hin sömu og þau voru á 18. ökl. Hangö verður afhent Rússum innan 10 daga og rússnesku her- sveitirnar á Petsamosvæðinu eiga að vera farnar jxxðan fyrir 10. april. Tanner gerði að umtalsefni hjálp þá, sem Vesturveldin liefði lofað, og erfiðleikana á, að koma aðstoð til Finnlands. Norðmenil og Svíar hefði vérið spurðir að því, hvort þeir vildi 18111 Tilkynningar liafa borist um, að breskir livalveiðimenn liafi hrolið alþjóðasamþyktina um hvalveiðar, þar sem þeir hafi haldið áfram hvalveiðum eftir 7. mars, þegar vertíðinni á að vera lokið. Utanríkismálaráðu- neytið norska tilkynnir, að mál- ið hafi verið tekið til atlmgun- ar af breskum stjórnarvöldum, og leiddi atlmgun í ljós, að hvalveiðiskipin komu á miðin nokkrum dögum eftir að veið- arnar slcykli hætta. Með því að framlengja veiðitímann nokkra daga liefði þó ekki verið veitt lengur en þrjá mánuði, eins og alþjóðasamkomulagið gerir ráð fyrir að sé venjulegur veiðitími. -- Ulanríkismálaráðuneytið vill ekld viðurkenna þennan skiln- ing á hvalveiðisamkomulaginu réttan. Heldur ráðuneytið þvi fram, að engum sé heimilt að halda áfram veiði eftir 7. mars, og komi ekki til greina, þótt einliver leiðangur komi á miðin eftir að veiðitíminn byrjar. — Bresku stjórninni hefir verið til- kynt liverjum augum norska stjórnin lítur á þetta mál. NRP ftalir leita samvinnn við Tyrki gegn rauín 1<ettunni. K.liöfn í inorgim. Einkaskeyti frá United Press. Samkvæmt fregnum, sem borist hafa frá Istanbul, er fullyrt þar, eftir áreiðanleg- um heimildum, að iíalska stjórnin hafi snúið sér til tyrknesku stjórnarinnar og stungið upp á tyrk-ítalskri l samvinnu, ef Rússar gerði tilraun til árása á Balkanrík- in. Tillögur hér að lútandi ei*u sagðar liafa vei*ið afhentar stjórninni í Ankara. 35 um stolið. Á f jórða tímanum I nótt varð lögreglan vör við það, að rúða hafði verið brotin á sýningar- glugga í skartgripaverslun Árna B. Bjömssonar við Lækjartorg. Er rúða sú, sem brotin var, vinstra megin við dyrnar og kom í ljós við rannsókn að 36 gullhringum, sem þar var stilt út, hafði verið stolið. Einn hringurinn fanst þó innan um rúðubrotin á gangstéttinni og liefir þjófurinn þvi liaft á brott með sér 35 hringa, sem munu vera um 1200 króna virði. Sjálfblekungar voru og til sýnis í glugganum, en engum þeirra var stolið, né neinu öðru. Rannsóknarlögreglan hefir miálið til athugunar. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.