Vísir - 14.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 14.03.1940, Blaðsíða 2
V í S I R DAG3LAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIIt II/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2250 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. ÖRLÖG FINNiL INN af stjórnmálamönn- Vesturlanda sagði í gær að vörn Finna væri einn af stór- viðburðum sögunnar. Þeir hafa barist við ofurefli i liálfan fjórða mánuð. í þeirri viðureign liafa jieir sýnt — ekki síður en Sveinn Dúfa, — að þeir bafa kunnað „vel til vígs“. En þeir hafa ekki einungis sýnt sama hugrekki og þessi sagnhetja þeirra. Vörn þeirra hefir verið borin uppi af þeirri hernaðar- ment, sem nútíminn á besta. Finnar geta ekki aðeins tekið undir með Agli: Börðumst einn við átta og við ellefu tvisvar. Þeir hafa allan tímann barist við þjóð, sem er fjörutíu eða fimmtíu sinnum fólksfleiri en þeir. Þegar liðsmunur er slikur verður undan að láta. Það er ekki að undra þótt ofureflið næði sigri. Hitt er undrunar og aðdáunarefni, hve lengi var staðið því í gegn. Aldrei hefir íslenska þjóðin fylgst af jafnmikilli athygli með erlendum atburðum og Finn- landsstyrjöldinni. Þegar innrás Rússa hófst, var fullveldishátíð- inni frestað. Fé var safnað til styrktar finsku þjóðinni. Flestir íslendingar lögðu eitthvað af mörkum í því skyni. Frá fá- mennum sveitafélögum víðsveg- ar um Iand bárust mörg hundr- uð krónur. Að tiltölu við fólks- fjölda hafa fáar þjóðir lagt fram meira fé en við. Og þetta er eðlilegt. Finnar máttu heita jafnaldr^g okkar í fullveldinu. Þeir höfðu eins og við notað fengið frelsi kappsam- lega. Menningarlegar og verk- legar framfarir voru mjög örar. Alþýðumentun þeirra hafði komist á hátt stig.-Þótt fámennir væru höfðu Finnar dregið að sér alheimsatliygli fyrir afrek sín i listum og íþróttum. Þeir kunnu að rneta frelsið og þau verðmæti, sem það hafði fært þeim. Þess vegna fórnuðu þeir blóði sínu til verndar því. Það hefir verið ráðist að ó- sekju á fleiri þjóðir en Finna. En fáar þjóðir hafa sýnt betur en þeir, að þær kynnu með frelsi að fara. Þess vegna er glæpur- inn, sem á þeim hefir verið framinn, augljósari, en flest önnur hermdarverk vorra daga. Þeir höfðu ekki annað til saka unnið en að vilja ráða sér sjálf- ir og vera minnimáttar. Þess vegna eiga þeir óskifta samúð allra þeirra, sem unna frelsi meira en ofbeldi. Þótt flestir íslendingar hafi verið einhuga í afstöðunni til Finnlandsst5rrjaldarinnar, hefir einn hópur manna skorið sig úr. Þeir, sem þann hóp fylla, hlakka nú yfir þvi, að þessi hrausta smáþjóð sætir ókjörum. Hugar- far þeirra liefir hirst með þeim hætti, að héðan af verða þeir vargar í véum meðal þeirra sem Unna frelsi og fullvekli þjóðar sinnar. í gær komu blöðin á Finn- landi út í sorgarumgerð. Fánar blöktu á hálfa stöng. í Moskva Búnaðamámskeið og nám- skeiðsfundir í Norður-Þing- eyjarsýslu, Austurlandi og V estur-Skaf taf ellssýslu. Undanfarna tvo mánuði hafa verið haldin búnaðarnámskeið á vegum Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga, Búnaðarsam- bands Austurlands og Búnaðarsambands Suðurlands (í Yestur- Skaftafellssýslu). Búnaðarfélag íslands sendi ráðunauta sína á námskeiðin, til þess að halda fyrirlestra og gefa bændum þær upplýsingar, sem þeir kynnu að biðja um. Nokkrir menn aðrir fluttu fyrirlestra á námskeiðunum. Námskeiðin voru ágætlega sótt. Fastir þátttakendur á námskeiðunum í N.-Þing. og Austur- landi voru um 1000, en í Vestur-Skaftafellssýslu nokkuru fleiri. — Tíðindamaður Vísis hefir haft tal af ráðunautum, sem fluttu erindi á námskeiðunum, og láta þeir í ljós ánægju yfir aðsókn- inni og áhuga bænda. var fögnuður „Vinir smáþjóð- anna“ höfðu borið hærri hlut í viðureign við eina af smáþjóð- unum. Hugur íslendinga hefir verið með Finnum undanfarna mánuði en aldrei af ríkari sam- úð en á þessari stundu. a TiluoiBdi Ipinili. • Það skyldi þó aldrei vera, að Jónas vinur okkar hafi hlaupið sVoIítið á sig, þegar hann stefndi mér. Hann talar grunsamlega mikið um það í fyrradag, að hann hafi gert mér einhvern greiða með því að stefna mér nú, í stað þess að bíða með það þangað til nýju hegningarlögin gangi í gildi. En eins og sagt hefir verið, stendur Jónas í þeirri sælu trú, að nýju heg-ningar- Iögin séu einskonar friðunar- lög fyrir ósannindamenn. Eins og menn vita, hefir Jónas hælt sér mjög af því, að hann fari aldrei í meið- yrðamál. Og víst er um það, að ekki stefndi hann Sigurði heitnum Þórðarsyni fjTÍr æðimikið sterkari ummæli en þau, sem eg viðhafði Hann lét það líka óátalið, þegar einn fyrverandi flokksbróðir hans tíndi sannleikskornin 71 — sjötíu og eitt — að tölu, upp úr einni og sömu blaða- greininni. Hver og einn getur nú gert það upp við sjálfan sig, hvort líklegra sé að. Jónas hafi höfðað meiðyrðamál nú en ekki síðar af eintómri hlífð við mig, ellegar hitt, að hann hafi blátt áfram haldið að hann væri kominn undir friðunarlög. Nýju hegningarlögin ganga ekki í gildi fyr en 1. júlí svo Jónas verður að hera sinn Itross þangað til. Kannske honum takist þá að hressa svo upp á mannorðið, að hann heiti bara „fyrverandi ósannindamaður“ upp frá því. Við skulum þreyja og vona. Árni Jónsson. ■ .anií Fjórða hefti siðasta árgangs er nú komið út. Efni: Steinþór Sigurðsson: Reikistjarnan Marz (útvarpserindi). — M. B.: Úr árbók fuglanna (Kaflar úr bréfi frá Kristjáni Geirmundssyni, Akurejrri). — Hjörtur Björns- son frá Skálabrekku: Fuglalíf í Kópavogi 1938 og 1939. Ingólfur Davíðsson: Gróður í Viðey, Eng- ey og Effersey (== Örfirisey). Skúli Pálsson: Rjúpnaræktun í Noregi. S. L. Tuxen: Randa- fluga. Á. F.: Randaflugan á Reykjum í Hjaltadal (Athuga- semd). Á. F.: Fiðrildi. — Nátt- úrufræðingurinn er gott rit og fróðlegt og hefir flutt margar prýðilegar ritgerðir. Meðal á- gætra greina, sem ritið hefir flutt, fyrr og síðar, má telja grein Steinþórs Sigurðssonar um reikistjörnuna Mars. Fram- setningin er glögg og greinileg og mjög við alþýðu hæfi. Er það ómetanlegur kostur að svo sé á haldið, þegar ritað er um vísindaleg efni fyrir alþýðu manna. Grein Sk. P. um rjúpna- rækt í Noregi er íhugunarverð fyrir okkur íslendinga. Hefir tilraun Norðmanna hepnastvon- um fremur. Mörgum mun og þykja fróðlegt að kynnast grein Námskeið voru haldin á tveimur stöðum á sambands- svæði Búnaðarsamh. Norður- Þingejinga, 14 á samhands- svæði Búnaðarsamhands Aust- urlands og 4 í Vestur-Skafta- fellssýslu. í Vestur-Skaftafells- sýslu fóru að tillilutun Búnað- arfélagsins þeir Gunnar Bjarna- son og Ragnar Ásgeirsson. Þeir voru einnig á námskeiðunum á Austurlandi, sunnan Breiðdals- heiðar. Pálmi Einarsson og Ilalldór voru á hinum nám- skeiðunum. Hver ráðunautur flutti að sjálfsögðu erindi til- heyrandi sinni sérgrein. Ragnar Ólafsson lögfr. var með þeim Pálma og Halldóri á námskeið- unum á Vopnafirði og Skeggja- stöðum á Héraði og flutti er- indi um samvinnumál, og Ás- geir Ólafsson dýralæknir flutti erindi á námsk. á Héraði, svo og Edwald Malmquist (um ali- fuglarækt og svínarækt). Nám- skeiðin stóðu í 2—3 daga hvert. í lok hvers námskeiðs var hald- in samkoma og rædd hags- munamál bændastéttarinnar o. fl. Margar tillögur voru sam- þyktar. Sumar þeirra hafa ekki verið birtar og þykir því rétt að koma þeim fyrir almennings- sjónir. Birtast hér á eftir tillög- ur, sem samþyktar voru á námskeiðsfundi á Vopnafirði, en tillögur, sem hnigu í sömu átt, voru samþyktar á Ketils- stöðum á Héraði: „Fundur búnaðarnámskeiðs á Vopnafirði 8. fehr. 1940 álykt- ar að lýsa yfir því, að hann tel- ur stefna í rétta átt þær óskir hins opinbera, að auka heri framleiðslu landbúnaðarins og gjöra hann færan til að taka á móti fólki úr kaupstöðum landsins og þar með draga úr at- vinnuleysi í landinu. Jafnframt vill fundurinn taka það fram, að hann telur nauðsynlegt: 1. Að stefnt sé að því að gjöra framleiðslu landbúnaðarins sem arðbærasta og tryggasta, svo að sem flestir sjái sér á- vinning í að reka sjálfstæð- an búrekstur. 2. Að hann telur óhjákvæmi- Iega nauðsyn aðendurskoðuð í. D. um jurtalíf á eyjunum þremur fyrir landi Reykjavíkur. Ámi Friðriksson hefir orðið fyrir því, að maður nokkur á Akurej’ri, er flestir ritstjórar hérlendir kannast við nú orðið, hefir sett saman og sent „Nátt- úrufræðingnum“ heilaspuna um „randaflugu á Reykjum í Hjaltadal". Á. F. varð það á, að birta samsetninginn, enda mun hann ekki hneigður fyrir, að ætla mönnum hrekki og svik- semi að raunalausu. En nú er í ljós komið, að sagan um randa- fluguna er uppspuni fná rótum. Þykir Á. F. höfundurinn verð- ugur þess, fyrir þvilík ritstörf, að hann sé tekinn af almanna- færi og látið í té fæði og hús- naéði á ríkisins kostnað. verði afurðasölulögin og framkvæmd þeirra, með til- liti til þess ástands, sem styrj- öldin hefir skapað. 3. Að hann telur það ekki geta samrýmst þeirri stefnu, að landbúnaðurinn sé rekinn á heilhrigðum grundvelli, er Alþingi hefir á sama tíma, sem verðhækkun liefir orðið á öllum nauðsjmjum er fram- leiðslan þarf með til að við- halda eðlilegum rekstri, lækkað framlög til landbún- aðarins. Af nefndum ástæðum skor- ar fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn: a. Að liækka aftur framlagið til Verkfærakaupasjóðs upp í 60 þús. kr. h. Að ríkið leggi fram fé til rekstrar áburðarsölunni, og auk þess sérstakt framlag til að draga úr verðhækkun til- húins áburðar á komandi vori. c. Að hændum verði á yfir- standandi ári selt síldarmjöl með svo vægu verði, að til- tækilegt sé að nota það sem fóðurbæti. En fari svo, að síldarmjöl verði svo hátt á útlendum markaði, að ávinn- ingur þætti að flvlja inn er- Ient lcjarnfóður, er komið gæti í stað þess að einhverju leyti, þá að leyfður verði inn- flutningur á slíkurn fóður- vörum.“ Tillagan var borin upp til at- kvæða og samþykt í einu hljóði. 1. „Fundur húnaðarnám- skeiðs á Vopnafirði 7. febrúar 1940 beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að í Mæði- veikinefnd verði skipaðir 1—2 fulltrúar búsettir í Austfirðinga- fjórðungi, er staðþekkingu hafa á svæði því, er garnaveikin nær til þar.“ Tillagan var borin upp til at- kvæða og samþykt með öllum samhljóða atkvæðum. 2. „F undur búnaðarnám- skeiðs á Vopnafirði 7. febr. 1940 beinir þeirri áskorun til Mæði- veikinefndar, að framkvæmdar verði rannsóknir á garnaveik- inni hér í hreppi á næsta liausti.“ Tillagan var horin upp lil at- kvæða og samþylct með öllum samhljóða atkvæðum. Á fundi í Bakkagerði var samþykt i einu hljóði eftirfar- andi tillaga: „Fundur húnaðarnámskeiðs á Bakkagerði í Borgarfirði bein- ir þeirri áskorun til Búnaðarfé- lags íslands, að það hlutist til um það við Alþingi og ríkis- stjórn, að bændum verði selt síldarmjöl við svo vægu verði, að framleiðsla þeirra þurfi ekki að dragast saman vegna vönt- unar á fóðurbæti. Ef verð á sildarmjöli yrði svo liátt á erlendum markaði, að það yrði þjóðhagslegur ávinn- ingur, að flytja það úr Iandi en flytja inn fóðurvörur, sem komið gætu í stað síldarmjöls, þá að leyfður yrði innflulningur á slíkum fóðurvörum.“ Á fundi i Borgarfirði var samþykt eftifarandi tillaga: „Fundur hændanámskeiðs á Borgarfirði beinir þeirri áskor- un lil Búnaðarfélags íslands, að heita sér fyrir þvi við Alþingi ! og ríkisstjórn, að lagt verði fé til relcstrar áhurðarsölunnar og framlag til að unt verði að draga úr þeirri verðhækkun til- búins áburðar, sem auglýst hef- ir verið.“ Samþykt með öllum greidd- um atkvæðum. Á Reyðarfirði voru samþ. til- lögur í nýbýlamálinu, sem hnigu í þá átt, að framlögin úr Nýbýlasjóði til hvers býlis yrðu | hækkuð, og ekki liöfð eins 1 ströng ákvæði um að verja fénu til húshygginga, heldur skuli þvi varið meira til bústofns- kaupa og rælctunar. Fjárpestirnar. Garnaveiki i sauðfé herjar á Austurlandi sem kunnugt er og hefir vaklið miklu tjóni og er uggur í hændum um framtíðina Tónlistarfélac Jö: Síðastliðinn vetur tók Tón- listafélagið upp á þeirri ný- hreytni, að lielga einn af sjö hljómleikum sínum á ári hverju einvörðungu íslenskum tón- verkum. Þetta mun hafa þótt mikið í fang færst, eins og segja má raunar um flest af því, sem það félag hefir tekið sér fyrir hendur, því ekki hefir þar verið um auðugan garð að gresja og síst að því er liljómsveitarverk snertir. En liljómleikarnir í gærkveldi benda til þess, að einnig þessi tilraun félagsins ætli að hepnast, og að þeim mönnum fjölgi nú með þjóð- inni, sem vald hafa á liinum stærri tónlistarháttum og húa kunna verk sin í hendur hljóm- sveita. Hljómleikar þessir voru lielg- aðir minningu prófessors Sig- fúsar Einarssonar, hins vinsæla tónskálds, sem um flesta hluti má teljast brautryðjandi í ís- lenskri nútímatónlist. Af því til- efni fylgdi efnisskránni ítarleg og skemlileg minningargrein um Sigfús eftir Emil Thorodd- sen, rituð af fullum skilningi og viðurkenningu á hinu mikla þjóðþrifastarfi Sigfúsar i þágu þjóðlegrar tónlistar. Hófust hljómleikarnir með því, að „Kátir félagar“ sungu, undir stjórn Halls Þorleifssonar, 3 lög eftir Sigfús. Fyrsta lagið, Þrá, mun sjaldan eða aldrei liafa verið sungið áður og er það mjög viðkunnanlegt lag. Annað lagið, Þei-þei og ró-ró, er skemti- j legur vöggusöngur, en ekki rit- J að fyrir karlakór og gætti þess j nokkuð, þrátt fyrir mjög hag- j lega raddsetningu Emils Thor- oddsen; það var sungið hér í fyrsta sinn. Síðast var hið al- kunna og fagra þjóðlag Sigfús- ar við „Eg veit eina baugalínu“. Loks söng kórinn nýtt lag, sér- kennilegt, eftir Karl Runólfs- son, Þjóðtrú, og féll það áheyr- endum vel í geð, en er mjög vandsungið. Annar þáttur á efnisskránni hófst með „íslenskri svítu" fyrir j hljómsveit, eftir Árna Björns- son. Er þetta mikið verk, samið yfir íslensk þjóðlög, af góðri kunnáttu og mjög áheyrilegt. Var það Ieikið hér í fyrsta sinn og fékk bæði verkið og tónskáld- ið hinar innlegustu viðtökur. Árni Björnsson er kornungur maður, að eins rúmlega þrítug- ur að aldri, fæddur að Lóni í Kelduhverfi, Norður-Þingeyjar- sýslu. Hann Iióf nám við Tón- listaskólann 1930 og er því einn af fyrstu nemendum skólans. í hennar vegna. Stórkostlegt tjórt hefir ekki orðið af völdum herinar, nema í Vopnafirði og; sumstaðar á Héraði. Reynt er að liefta útbreiðslu veikinnar með niðurskurði. Ljri, sem fæst frá Englandi og notað er til þess. að komast að raun um svo ó- yggjandi sé, hvort kindur hafi veikina, hefir ekki fengist í eins stórum stíl og þarf, en næsla haust er vonast eftir, að takast megi að lialda rannsóknunum áfram i fullum lcrafti og fram eftir vetri, og hafa hændur eystra mikinn áhuga fyrir því. Þessarar veiki hefir einnig orð- ið vart í Hjaltadal nyrðra og austan fjalls (Hreppum). — Lungnahólga í sauðfé hefir valdið miklu tjóni á Austur- landi í vetur. Hagur bænda. Hagur hænda á fyrrnefndum svæðum er yfirleitt góður, en uggur í mönnum út af verð- hækkun á aðkeyptum vörum., verðhækkun og fóðurbæti. byrjun lagði liann aðallega- stund á píanóleik, en síðar tók liann að stunda tónfræði af kappi og hélt því námi áfram fram á síðasta vetur. Hann hefir þegar samið fjölda danslaga og ÁRNI BJÖRNSSON. einsöngslaga, þótt fátt eitt af því sé enn kunnugt. Þá hefir hann samið píanósónötu og munu tveir nemendur skólans, þeir Árni og Hallgrímur Ilelga- son liafa orðið mjög samferða um að skrifa fyrstu íslensku pí- anósónöturnar. Þetta er fyrsta hljómsveitarverk Árna og spáir það góðu um áframhaldið. Hon- uin er lélt um að skrifa, er bjart- ur á hljómum og ljóðrænn í lag- línu. Mun verk þetta samið og húið út fyrir hljómsveit á að eins 3—4 mánuðum. Þá sungu „Kátir félagar“ með undirleik hljómsveitar hið til- komumikla lag Karls Ó. Run- ólfssonar, „Nú sigla svörtu slcip- in“. Hinn dramatíski þungi lags- ins krefst hljómveitarundir- leiks, enda var það þannig flutt mjög áhrifamikið. KARL RUNÓLFSSON. Síðasti þátturinn var íslensk svíta fyrir hljómsveit, .. Á kross- götum“, eftir Karl Ó. Runólfs- son. Var þetta veigamesta verk-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.