Vísir - 15.03.1940, Síða 1

Vísir - 15.03.1940, Síða 1
Ritst jóri: KRISTJAN GUÐLAUGSSON. Riotst jórnarskrifstof ur: félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla Reykjavík, föstudaginn 15. mars 1940. 63. tbl. Svíar og Norðmenn æskja skýringa af Rússum. Svíar óttast ad jápnbpautin í Mid-Finn— landi veröi notuð til tierflntninga. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Mikils kvíða gætir nú á Norðurlöndum um fram- tíðina. Er það aðstaða sú, sem Rússar fá vegna friðarsamninganna við Finnland, sem veldur.' Einkanlega hefir það vakið mikinn ugg í Svíþjóð, að eitt friðarskilyrðanna er það, að járnbraut verður lögð næstum að Helsingjabotni vestur yfir miðhluta Finn- lands. Verður þessi járnbraut síðar notuð til herflutn- inga af Rússum? spyrja Svíar. Hefir sænska stjórnin nú gert fyrirspurn varðandi þessa fyrirhuguðu járn- braut, í Moskva. Norðmönnum er einnig illa við ákvæð- ið um tollfrjálsa flutninga yfir Finnland til Norður- Noregs og frá. Hefir norska stjórnin ákveðið, að taka ppp umræður um þetta atriði við Sovét-stjórnina. — NORÐMENN ÓTTUÐUST ÞJÓÐVERJA. Það er farið að koma enn greinilegra í ljós, að það hefir verið óttinn við afskifti Þjóðverja, sem olli því, að Norðmenn og Svíar vildu ekki leyfa herflutninga yfir lönd sín til Finnlands. Koht utanríkismálaráðherra Norðmanna sagði í gær, að ef Norð- menn hefði leyft herflutninga yfir Noreg hefði afleiðingin getað orðið heimsstyrjöld, því að Þjóðverjar hefði vafalaust gripið inn í ef til þessa hefði komið, en þá hefði Noregur orðið orustu- völlur í heimsstyrjöld, og væri þá vafasamt hver hagur Finnum hefði orðið að hjálpinni — ef til vill hefði hún gert ilt verra. Svipaðar skoðanir hafa verið látnar í ljós af Gunther, utanríkis- málaráðherra Svíþjóðar. Hann hefir neitað því, að Þjóðverjar hafi beitt Svía nokkurri þvingun, en fregnir frá Bretlandi og Frakklandi herma, að um öll lönd gangi sterkur orðrómur um það, þrátt fyrir neitun Gunthers, að Þjóðverjar hafi beitt þving- unaráhrifum við Svía í Finnlandsmálinu. Brottflutningur fólksins frá finsku héruðunum, sem Rússar fá, er þegar hafinn. Brottflutningurinn frá þeim liéruðum Finnlands, sem Finn- ar láta af hendi við Rússa, er að byrja. Það er búið að senda mikið af járnbrautarvögnum og bifreiðum til þess að flytja fólk- ið þaðan. Það mun vera um 400.000—500.000 manns, sem sjá þarf fyrir heimilum ann- arsstaðar í landinu, og bíður ríkisstjórnar Finnlands þar risastórt blutverk. \ Með varnarbandalagi Norður- landa er gerð „bylting", að því er stefnu í utanríkis- málum snertir. Þótt bandalag það, sem fyrir- hugað er, milli Norðmanna, Svía og Finna sé varnarbanda- lag aðeins, er með því gerð bylt- ing, að því er snertir utanríkis- málastefnu Norðurlanda, sem hafa fylgt hlutleysisstefnu, og marglýst yfir því, að «þau myndu fylgja henni, og ekki taka á sig hernaðarlegar skuld- bindingar hvert fyrir annað. Nú hefir óttinn við framtíðina sam- einað þær, en víða kemur fram sú skoðun, að Norðurlanda- þjóðunum sé miklu minni liag- ur að þessu varnarbandalagi nú heldur en ef það hefði verið gert fyr, því að þá hefði Finnar haldið hinum ramgeru Manner- heimvíggirðingum, en þar sem þær eru tapaðar er aðstaða allra Norðurlanda til varnar mikl.u verri. Þáð er alment viðurkent, að Sviþjóð sé í miklu meiri hættu nú en áður, eftir friðar- samningana, því að varnarað- ;staða Pinna veikist stórkostlega vegna friðarsamninganna, en Svíþjóð var ekki minni hagur í sterku Finnlandi en eigin landvörnum, að margra ætlan. Hið sanna mun, að Svíum mun ekki liafa dottið í liug, að frið- arsamningarnir yrði eins liarð- ir og raun varð á, og vöktu þeir hina mestu furðu í Svíþjóð. Þjóðin vaknaði með skelfingu við þá tilhugsun, að Rússar hefði fengið járnbraut að landa- mærum Svíþjóðar að kalla. Á hinni fyrirhuguðu ráð- stefnu Norðmanna, Svía og Finna verður gerður sáttmáli, þar sem tekið verður fram und- ir livaða kringumstæðum hver þjóðin kemur hinni til hjálpar. Rússar eru sagðir sætta sig við þennan varnarsáttmála og þyk- ir sumum það furðulegt, en aðr- ir liyggja, að þeir þykist nú hafa ráð Norðurlanda í hendi sér og megi láta sér á sama standa um varnarbandalag smá- þjóða. Olympisku leik- arnir verða ekki haldnir í Finnlandi. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Samkvæmt fregnum frá Hel- singfors í gær, er talið ólíklegt, að ólympisku leikarnir verði haldnir í Finnlandi. — Meðlim- ir finsku Olympiunefndarinnar gegna allir viðreisnarstörfum, og að þeim verður unnið af svo miklu kappi á næstu mánuðum, að óliklegt þykir, að unt verði að vinna að undirbúningi Olym- ]>iuleikanna. Gremja yfir seinlæti Bandamanna stórum vaxandi í Frakklandi og Bretlandi.. Fundur I öldungfudcild fran§ka þjóðþing:§iii§. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í morgun. Fyrirspurnir voru bomar fram í öldungadeild franska þings- ins í gær af allmörgum þingmönnum varðandi Finnland og var einn fyrirspyrjandinn Laval, sem oft hefir verið ráðherra í Frakklandi, m. a. forsætis- og utanríkismálaráðherra. Daladier kvaðst fúslega vilja svara öllum fyrirspurnum, sem fram hefði komið, en að því tilskildu, að fundurinn færi fram fyrir luktum dyrum. Þegar fundi var slitið í gærkveldi hafði fundurinn stað- ið í 3 klst. og verður umræðunum haldið áfram í dag. Frönsk blöð eru afar harðorð í garð Norðmanna og Svía, eink- anlega Svía, fyrir að leyfa ekki herflutninga yfir Noreg og Sví- þjóð til Finnlands. Frönsk blöð segja jafnvel, að Bandamenn hefði ekki átt að virða hlutleysi Norðurlanda svo sem þau hefði gert. Þegar um annað eins ofbeldi sé að ræða og innrás Rússa í Finnland, sé skylt að grípa til hverskonar ráðstafana til þess að koma í veg fyrir það. Frönsku blöðin láta í Ijós mikla óþolin- mæði yfir því hversu seinir Bandamenn eru til og sterk gagn- rýni kemur fram, einnig í Englandi, á því hversu mikið hik sé ríkjandi, þegar grípa þurfi til skjótra ráðstafana. Sum frönsku blöðin krefjast þess, að Bandamenn geri nú á- rásir á óvinina hvar sem þeir geta komist að þeim. Það er vegna megnrar óánægju meðal almennings og blaða, og franskra stjóntimálamanna, að fyrirspurnirnar voru bomar fram í öldungadeildinni í gær. 340 MM. FALLBYSSURNAR FRÖNSKU. Þetta er ein af mestu fallbyssum Frakka. Eru þær kall- aðar 340 mm. fallbyssurnar, af því að þær liafa 340 mm. hlaupvidd. Fjölda margar fallbysur af þess- ari gerð eru á vígstöðvunum og liafa títt verið í notkun, en eins og kunnugt er, tilkynna Þjóðverj- ar og Frakkar næstum daglega, að stórskotahríð liafi verið á einhverjum hluta vígstöðvanna. En alt er það í smáum stíl enn sem komið er og ber frekast að líta á viðureignina á vesturvígstöðvunum ;nn sein komið er sem undirbúning undir þann hildarleik, sem óhjákvæmilega hlýtur að bvrja með vorinu. Banflamenn bufla Noregi og Sviþjóð fulla aðstoð, eí til styrjaidar kæmi - - En Norðmenn og Svíai' »gerðu ekkert«. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Stjórnmálafréttaritari Lundúnardagblaðsins Daily Mail skýr- ir frá því, að Chamberlain muni skýra frá því í neðri málstof- unni, næstkomandi þriðjudag, að breska ríkisstjórnin hafi til- kynt ríkisstjórnum Noregs og Svíþjóðar fyrir tveimur mán- uðum, að ef afleiðing þess að Norðmenn og Svíar hjálpuðu Finnum, yrði styrjöld við Sovét-Rússland, myndi Bandamenn koma Norðurlöndum til aðstoðar með öllum þeim meðulum, sem þeir hefði j’fir að ráða. Hefði Bandamenn tekið þessa á- kvörðun af því, að þeim var ljóst, að sjálfstæði Finnlands var mál, sem varðaði framtíð allrar álfunnar. En þrátt fyrir þetta loforð Bandamanna um stuðning gerðu Norðmenn og Svíar ekkert, segir Daily Mail. i MENZIES FORSÆTISRÁÐH. ÁSTRANÍU TALAR UM FRIÐAR- SAMNINGA FINNA OG RÚSSA. Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, hefir haldið ræðu og talað um friðarsamninga Finna og Rússa. Hann segir m. a., að það væri óhyggilegt að álykta, að friðarsamningarnir hefði ekki mikla þýðingu annarstaðar en á Norðurlöndum. Áhrifa þeirra, sagði hann, kann að gæta lengi, og aðstaða Norðurlanda hefir breyst þeirra vegna. Og vér skulum heldur ekki, sagði Menzies, draga úr mikilvægi þess, sem gerst hefir. Það er alveg skakt, að álykta, að vér stöndum ekki ver að vígi. Vér skulum gera oss ljóst, að erfiðleikar vorir hafa vaxið, en þar fyrir munum vér halda að settu marki, þar til vér höfum sigrað. Sú skoðun hefir komið fram í blöðum Bandamanna, að hem- aðarleg aðstaða þeirra hafi ekki breyst til hins verra, vegna frið- arsamninganna. Menzies forsætisráðherra, sem er maður hrein- skilinn og djarfmæltur, er fyrstur leiðandi manna í löndum Bandamanna, til þess að benda á vaxandi erfiðleika vegna þess hversu hildarleiknum í Finnlandi lyktaði. Líkurnar eru nú þær, . að styrjöldin milli Bandamanna og Þjóðverja standi lengur en nokkurn óraði fyrir. Enginn ítalsk'rússneskur verslunarsamningnr. Einkaskeyti frá United Press. K-höfn í morgun. Rússar þeir, sem búsettir eru i Rómaborg og hafa samband við sendisveitarskrifstofuna rússnesku hafa borið það til baka, aS brotiS liafi veriS upp á því, aS ítalir og Rússar gerðu með sér nýjan verslunarsamn- ing. Hinsvegar væri nú meiri likur fyrir þvi, að slíkur samn- ingur myndi takast, vegna frið- arsamninga Finna og Rússa. Þá liefir heldur ekkert gerst, ý flngvél veröur smíðuö fyr- ir Fluyfélag Isiánds Eins og frá var skýrt í blaS- inu í gær var aðalfundur Flug- félags Akureyrar settur á Akur- eyri í fyrradag, en honum var ekki lokið og var frestað þar til siðar. Á fundinum var sú ákvörðun tekin að breyta nafni félagsins í Flugfélag íslands li.f. Örn Johnson flugmaður legg- ur annað kvöld af stað áleiðis til Bandaríkjanna til að annast kaup og sjá um smíSi á nýrri flugvél fyrir félagið. Flugvélin verður mjög áþekk gömlu vél- inni, en lítið eitt stærri og með enn fullkomnari tækjum. Það tekur 6 vikur að smíða hana, því að verksmiðjan verð- ur að smíða hana sérstaklega fyrir okkur og okkar staðliætti, því hún smíðar aðeins landflug- vélar með hjólum, en þessi vél verður að hafa flotliolt í stað hjóla. Auk þess verður hún út- búin ýmsum tækjum fyrir okk- ar staðhætti. Er búist við að hún komi hingað í byrjun maímán- aðar. Gjaldeyris- og innflutnings- leyfi er fengið fyrir hinni vænt- anlegu flugvél, en þess má einn- ig geta, að vátryggingarfé fyrir gömlu vélina — en hún var trygð hjá Lloyds í London — fæst í erlendum gjaldeyri og það auðveldar mjög kaupin á þeirri nýju. Flugvélin mun kosta með nauðsynlegum varahlutum um 70 þús. ísl. krónur. sem bendir til þess að sendi- herra Rússa í Róm fari þangað aftur, eða sendiherra Itala i Moskva, fari þangað. 1660 .... er síraanúmer yísis.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.