Vísir - 16.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 16.03.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÖLAUGSSON. k Riíitst jórnarskrif stof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. VI Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla Reykjavík, laugardaginn 16. mars 1940. 64. tbi. Finska þingið samþykkir j OoððfflSS fHÍ (Éí f riðarsamningana með 145 |fjj || YOfR ffí 611 gegn 3 atkvæðum ~^~~ |íÉiii 8f leyst Ryti forsætisrádlierra flutti aðalræduna. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Finska þingið kom saman í gær til þess að ræða fullnaðarsamþykt (ratifikation) friðarsamn- inga Finna og Rússa. Umræður stóðu liðlega hálfa þriðju klukkustund og voru friðarsamningarnir samþyktir að þeim loknum með 145 gegn 3 atkvæðum. Þeir, sem ræður fluttu, gerðu grein fyrir atkvæði sínu og samf lokksmanna á einn veg, að Finnum hef ði verið nauðugur einn kostur, að hætta vörninni, þar sem þeim barst ekki næg hjálp að, og var þá ekki nema um eina leið að ræða, að ná samkomulagi við Rússa, Það kom fram í ræðu Ryti forsætisráðherra, sem f lutti aðalræðuna, að finska stjórnin haf ði oftlega reynt að koma því til leiðar, að samkomulagsumleitanir yrði haf nar, en því var neitað með skírskotun til yf irlýsingar sovét-stjórnarinnar, að hún viðurkendi að eins Kuus- inen-stjórnina, sem Rússar settu á stofn í Teriyoki, en eftir því sem stríðið stóð lengur og Rússum gekk erfið- legar á ýmsum vígstöðvum þóttu líkurnar batna fyrir, að hægt yrði að f á Rússa til þess að ræða við Helsing- forsstjórnina, og tókst það að lokum með aðstoð Svía. Friðarsamningarnir, sem liggja hér f yrir framan mig, eru árangurinn af þessum samkomulagsumleitunum, sagði Ryti, og gerði því næst grein f yrir því, hvers vegna Finnar urðu að hætta stríðinu, þ. e. vegna þess að þeim barst ekki nóg og skjót hjálp erlendis frá, en finski her- inn var uppgefinn orðinn eftir mánaða hvíldarlitla bardaga. í ræðulok hvatti Ryti finsku þjóðina til þess að vinna samhuga að viðreisninni, með sverð í annari hendi og reku í hinni, og glata ekki trú sinni á f ramtíðina. Hið fyrirhugaða varnarbandalag: Finna, $vía ogr Norðmanna aðalnm- ræðuefni heimsblaðanna, Enn hefip ad eins náðst samkomu- lag um að athuga skilyröin til ad stofna slf fct bandalag. Um gervöll Norðurlönd og raunar um heim allan var mest rætt í gær um hið fyrirhugaða varnarbandalag Norðurlanda- þjóða. Fregnin um það, að finska stjórnin hefði snúið sér til ríkisstjórna Noregs og Svíþjóðar með tilmæli um, að athuguð væri skilyrðin til þess að koma á slíku bandalagi, vakti svo mikla eftirirtekt, að aðrar fregnir dagsins þóttu lítilfjörlegar í sam- bandi við hana. Það verður að viðurkenna, að aðstaða Noregs og Svíþjóðar hefir versnað eftir friðarsamningana, og það mælir með því, að Noregur og Svíþjóð athugi skilyrðin til þátttöku í slíku varn- arbandalagi, að skoðun norskra stjórnmálamanná, en málið er varhugavert að mörgu leyti, a. m. k. frá sjónarmiði Norðmanna, sem yrði að endurskipuleggja allar landvarnir sínar. Ennfrem- ur er tekið skýrt fram í Svíþjóð, að svo sé litið á, að það ákvæði finsk-rússnesku friðarsamninganna, að Finnar skuli ekki taka þátt í neinum samtökum gegn Rússum, hindri ekki að þeir taki þátt í varnarbandalagi. Koht utanríkismálaráðherra Norðmanna sagði í útvarpsræðu í fyrrakvöld, að hin opinberá fyrirspurn Vesturveldanna um hvort. Noregur vildi veita leyfi til herflutninga til Finnlands, hefði ekki borist fyrr en daginn áður en samkomulagið náðist í Moskva. Ennfremur upplýsir Koht, að norska stjórnin hafi ekki feng- ið nein tilmæli varðandi varnarbandalag Norðurlandá fyrr en 11. mars. Sé það því ekki rétt, að slík tilmæli hafi komið fram áður en finsku samningamennirnir fóru til Moskva. Norska stjórnin hefir ekki skuldbundið sig til annars en að athuga skil- yrðin til þess að koma á slíku varnarbandalagi, og enn liggur ekki fyrir uppkast að neinum samningi. Hinsvegar, sagði Koht, að margt mælti með því, að málið væri tekið til alvarlegrar íhug- unar. — NRP.—FB. Finskir fióttamenn til Kanada. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í Kanada hafa komið fram tillögur ,um, að verja fé því sem safnað hefir verið þar i landi til stuðnings Finnum vegna styrjaldarerfiðleika þeirra, verði varið til þess að flytja finska flóttamenn til Kanada og koma þeim þar fyr- ir. Uppástunga þessi hefir feng- ið góðar undirtektir meðal þeirra, sem stóðu að fjársöfn- uninni, og stjórnarvalda lands- ins. 240:0 London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Umræðunum í öldungadeild frakkneska þjóðþingsins er nú lokið. Eins og áður var símað var rætt um Finnland og styrj- öld Bandamanna og Þýska- lands. Daladier forsætisráð- herra flutti langa ræðu og gerði grein fyrir gangi styrjaldarinn- ar. Ennfremur fyrir afstöðu Bandamanna til Finnlands. Lét hann í ljós aðdáun og samúð í garð Finna. Umræðunum, sem hófust í fyrradag, lauk með þvi, að deildin samþykti ályktun, þar sem látin var i ljós aðdáun á Finnum fyrir frækilega vörn Samningar Bretlands og Bandaríkjamanna. Krafa Breta um eftirlit með póstsendingum að og frá Ameríku, virðist ætla að leiða til nokkurra átaka milli þeirra og Bandaríkjastjórnar og til margvíslegra óþæginda fyrir hlutlausu löndin, ef ekki rætist úr. Bandaríkin hafa þegar svarað kröfu þessari með því, að banna öllum Skandinav- iskum skipum að -halda úr höfnum, nema því aðeins að þau flytji með sér póst, Bret- «ir kref jast. Mnsvegar að UH þau skip, sem amerískan póst taka, komi í breska eftirlits- höfn tíl skoðunar. Um þetta standa nú yfir samningar millum stjórna Brctlands og Bandarík janna, en ómögulegt er að vita hve lengi þeir kunna að dragast, með því að hér er um erfitt deiluefni að ræða. Goðafoss átti að fara frá New York kl. 5 sd. í gær, en vegna þessarar deilu liggur hann þar enn, og lætur ekki úr höfn fyr en deilan er leyst. Kann alt þetta að valda hin- um mestu erfiðleikum fyrir viðskifti okkar íslendinga við Vesturheim. þeirra og mikil samúð þeim til handa, og ríkisstjórninni vottað traust með 240 atkvæðum gegn engu. Fionar sópast burtúr hér aðunum, sem Rússar fá. Enrinn Finni viU búa við rússneska stjórn. Flutningar frá Kyrjálanesi og öðrum landsvæðum í Finnlandi, sem Rússar fá, eru þegar hafnir í stórum stíl. Allir íbúarnir á þessum svæðum ætla á brott þaðan. Enginn Finni vill ala aldur sinn þar sem sovét-stjórn- in tekur við völdum. ÖIl flutningatæki landsins hafa verið tekin til notkunar við flutningana. Hlutverk stjórnarinnar er að sjá yfir 400.000 manns fyrir nýjum heimilum og skilyrðum til þess að komast af. Fólk- ið úr Viborgarléni verður flutt til Mið-Finnlands, en fólkið frá Hangö til Vestur-Finnlands. — NRP.—FB. Edward Beattie fréttaritari United Press í Finnlandi, símar í morgun: 70.000 FJÖLSKYLDUR FÁ NY HEIMKYNNI. Fólkið streymir nú i þúsunda- tali frá þeim landsvæðum Finn- lands, sem Bússar fá samkvæmt friðarsamningunum, til annara landshluta. Hersveitir fara hægt eftir og eru fólkinu til margvís- legrar aðstoðar, m. a. við flutn- ing á búsmunum þess. Rússneskar skriðdrekasveitir og hersveitir eru nú á förum frá Norður-Finnlandi. Finskir flóttamenn frá Norð- ur-Noregi eru nú famir að flykkjast heim. 011 flutningatæki landsins hafa verið tekin í notkun við f lutningana, j árnbrautarlestir, vöruflutningabílar og einkabíl- ar. MESTA TJÓNIÐ AÐ MISSA SKÓGANA. Það er talið, að mesta tjón Finna vegna friðarsamninganna sé að missa skógan á Kyrjála- nesi, en þar eru fjölda margar sögunarmylnur og verksmiðjur. Hinsvegar halda þeir kopar- og nikkelnámum sínum. HEIFTARLEGAR ÁRÁSIR A SANDLER, FYRRVERANDI UTANRÍKISMÁLARÁÐHERRA SVlA, 1 ÞÝSKU BLAÐI. Völkischer Bebachter ræðst Frh. á 2. bls. KRONBORG SÉÐ FRÁ GULLFOSSI. Vegna ísalaga i dönsku sundunum gekk ferð Gullfoss, hin síðasta, mjög erfiðlega. Fór hann héðan hinn 6. febrúar, en kom til Kaupmannahafnar eftir 20 daga, en þar af hafði hann verið 8 sólarhringa frá Porsgrund. Naut skipið aðstoðar ísbrjóta til þess að komast leiðar sinnar, og gekk ferðin að lokum greiðlegar en hjá mörgum öðrum skipum, sem orðið höfðu samflota er ísbrjótarnir komu til sögunnar. Visir hitti m. a. einn farþegann að máli í gær, og fékk hjá honum mynd þá, sem hér biriist og gefur hún góða hugmynd um hvernig isinn hefir brotnað og haldist upp i sundunum. Myndin er tekin af þilfari Gullfoss. — Ófært upp ad 1"7"_/¦ • >l .w j> m • Hríðarveður það, sem verið hefir hér í bænum í morgun mun að líkindum breiðast um alt landið, að því er Veðurstofan tjáði Vísi í morgun. Má e. t. v. búast við að veðurhæðin aukist eitt- hvað. Hinsvegar bjóst Veðurstofan við því að hríðinni slotaði bráðlega hér í bænum og nágrenni eins og nú hefir komið á daginn. Ófært er nú orðið að Kolvið- arhóli og var þar i morgun tals- verð hríð. Enn er fært suður méð sjó og upp i Mosfellsdal. Var ætlunin að skíðamenn færi upp eftir kl. 10 fyrir há- degið, en þegar til kom varð ekkert úr þvi og er ólíklegt tal- ið, að skíðagangan geti farið r ¦ I. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Karl konungur i Rúmeníu og stjórn hans hafa tekið járpvarð- liðsmennina eða fascista i sátt. Félagsskapur þeirra hefir verið bannaður frá því er Kalinescu, forsætisráðherra Rúmeníu, var myrtur. I gær var Karli konungi af- hent bréf undirritað af 250 helstu stuðningsmönnum fé- lagsskaparins og hétu þeir kon- unginum hollustu sinni. Sam- timis gekk nefnd úr flokki járnvarðliðsmanna á fund Tat- arescu forsætisráðherra og ósk- aði þess, að fá leyfi stjórnarinn- ar til samvinnu við hana, með því að ganga i eina stjórnmála- flokk landsins, sem leyft er að starfa. Leiðtogum j árnvarðliðsmanna í Rúmeníu var nýlega slept úr fangabúðum og fangelsum, en þeir höfðu verið í haldi á slik- um stöðum víðsvegar um land- ið. Orðrómur gengur um, að þeim leiðtogum járnvarðliðs- manna, sem á sínum tíma tókst að flýja til Þýskalands, hafi ver- ið boðið að koma heim. Margir telja hina skyndilegu breytingu stafa af vaxandi þýsk- um áhrifum vegna finsk-rúss- nesku friðarsamninganna. fram í dag. Var beðið um að snjóbíllinn, sem er á Kolviðar- hóli, færi til móts við bíl, sem færi með keppendur og starfs- menn, en því var neitað, að hann færi út í hríðina —það væri engin leið að rata i sort- anum. Verði veður eða færð svo á morgun, að ekki verði hægt að láta neitt fara fram af þeim kappgreinum, sem keppni á að fara fram i á Thulemótinu, mun verða reynt að láta göng- una fara fram á mánudag til þess að hinir norðlensku skíða- menn fari ekki fýluferð hing- að, en þeir hafa verið að Kolvið- arhóli og i Skíðaskálanum und- anfarna daga. Mikill fjöldi bæjarbúa ætlaði upp i Hveradali um þessa helgi, en eins og nú horfir: eru ekki miklar likur á að margir kom- ist upp eftir. fjögrregrlan leitar §kotmanna. Kl. 10 í gærkveldi var lögregl- an beðin að hef ja leit að tveim unglingsmönnum, sem farið höfðu á „skytterí" út á sjó um daginn, en voru ekki komnir fraín. Brá lögreglan við, fékk bát lánaðan og hóf leitina. Fánn hún mennina og flutti til lands. Var þá klukkan um 2 eftir mið- nætti. Þegar lögreglan fann menn- ina voru þeir komnir upp i Ak- urey. Höfðu þeir brotið aðra ái- ina og þvi ekki getað haldið lengra, en á eyjunni fundu þeir kofa, þar sem þeir gátu látið fyrir berast. Voru þeir lagstir til svefns, þegar lögreglan kom að þeim, og leið vel, því að þeir höfðu fundið i kofanum spýtnarusl og sprek, sem þeir gátu kveikt i og yljað sér við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.