Vísir - 19.03.1940, Side 1

Vísir - 19.03.1940, Side 1
a* Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Riiitst jórnarskrifstof ur: f'élagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 19. mars 1940. 66. tbl. BREM£RO.FUM>UBEIN Því er enn haldið fram, að tilraun verði gerð til þess að koma á friði, en Bretar segja, að ekki sé hægt að semja við nazista Rafmagnsbilnn enn. Rafmagnið bilaði enn einu sinni í morgun og var allur bær- inn rafmagnslaus frá kl. 8.50 til kl. langt gengin eitt. Báðir jarðstrenginiir biluðu að þessu sinni, en þeir eru of mjóir til þess að þola það mikla álag, sem þarf til þess að full- nægja rafmagnsþörf bæjarbúa á þeima tíma (lags, sem raf- magnið er mest notað. Verður að gera gangskör að því, að þessu verði kipt í lag, svo að örugt verði. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Mussolini og Hitler hittust í gær, eins og ráðgert var, í Brennerskarði, í smáþorpinu Brennero, og fóru viðræðurnar fram í hinni skotheldu einkalest Mussolini. í Rómaborg hefir ekkert verið til- kynt um fundinn opinberlega, enn sem komið er, en í þýsku útvarp hefir verið skýrt frá því, að viðræðurn- ar hafi farið mjög vinsamlega fram og af gagnkvæmri hreinskilni, og núverandi viðhorf í álfunni rætt frá öllum hliðum. Lundúnablöðin bentu á það þegar í gær, að það sé ógerlegt að semja frið við nasistastjórn- ina þýsku, og Bandamenn muni ekki hlusta á friðarumleitanir Hitlers. Það kemur fram í sumum blöðunum, að menn búast við, að viðræðumar kunni að leiða til þess, að ríkisstjómir Italíu og Bandaríkja og páfi, geri tilraun til þess að koma á friði. En ut- anríkismálaráðherra Bandaríkjanna, Cordell Hull, hefir þó lýst yfir þvi opinberlega, að hlutverk Sumner Welles sé að eins að kynna sér skoðanir stjómmálamanna og viðhorf, og skýra Roo- sevelt forseta frá viðræðum sínum við stjórnmálamenn Evrópu. Sumner Welles talaði við páfa og utanríkismálaráðherra hans í gær, og í dag mun hann ræða við Mussolini og Ciano greifa. 1 London er lögð áhersla á það hversu mikið ósamræmi sé í fregnum þeim, sem nú koma frá Berlín, og Italir bíði átekta og vilja sem minst um Brennerofundinn segja að svo stöddu. Bretar hallast enn að þeirri skoðun, að til standi að gera tilraun til þess að koma á þeim friði, sem nasistar þarfnast svo mjög. I þýsk- um fréttum er gefið í skyn, að m. a. hafi verið rætt um þátttöku Ítalíu í styrjöldinni síðar, samvinnu Þýskalands og Ítalíu á Balk- an og jafnvel forgöngu ítala og Þjóðverja í, að koma á nýrri skip- an í Evrópu. I þýskum. fréttum er lögð mikil áhersla á, að samvinna ítala og Þjóðver ja hafi aldrei verið. traustari en nú. Hinar þýsku fregnir hafa vakið nokkura undrun í Rómaborg, þar sem menn eru þeirrar skoðunar, að Ítaiía muni verða hlut- laus áfram, og enginn áhugi fyrir því, að Italir fari í styrjöldina með Þjóðverjum. Af hálfu stjómarinnar hefir enn ekkert verið sagt, sem bendir til, að nein breyting hafi orðið. En nú er beðið með mikilli eftirvæntingu að í ljós komi hvaða ákvarðanir voru teknar í Brennero. \ FREGN UM AÐ DALADIER FARI TIL FUNDAR VÐ MUSSOLINI BORIN TIL BAKA. Daladier, forsætisráðherra Frakklands, ræddi við Lebrun rík- isforseta í gær. Nokkuru eftir viðræður þeirra komst á kreik orð- rómur um, að Daladier ætlaði sér til Genúa til fundar við Musso- lini. Þessum orðrómi var opinberlega neitað í París í gærkveldi. Breytingar á frönsku stjóminni em sagðar standa fyrir dyrum. TELEKI GREIFI FER TIL ÍTALÍU. Það var tilkynt í Budapest í gær, að Teleki greifi, forsætisráð- herra Ungverjalands, mundi fara til Ítalíu sér til hressingar inn- an skamms, en hann ætlaði að nota tækifærið um leið til þess að ræða við Mussolini og Ciano greifa. London á hádegi. Samkvæmt seinustu fregnum frá Rómaborg er talið ekki ó- líklegt, að árangurinn af Bren- nero-fundinum verði sá, að lagðar verði fram friðartillög- ur, í 11 Ijðum, og eru lielstu tillögurnar þessar: 1. Stofnað verði óháð pólskt ríki, er liafi um 10 miljónir íbúa. 2. Stofnað verði Dónárríkja- samband og verði í því þessi ríki: Jugóslavía, Rú- menía, Bæheimur, Slóvakía og Ungverjaland. 3. Þýsku nýlendunum verði skilað aftur á næstu 25 ár- um. 4. Allsherjar afvopnun állra þjóða samtimis á landi, í lofti og á sjó. Tillögur þessar, sem eru gerðar að umtalsefni í hresk- um blöðum í morgun, fá kulda- legar móttökur. Leiða hlöðin athygli að því, að Bretar verði að krefjast þess, að svo tryggi- lega verði frá friðarsamning- um gengið, áð eklci þurfi að óttast, að þeir verði rofnir. Bandamenn liafi ekki neina tryggingu fyrir þvi, að Þýska- land standi við samninga sína, og geti þeir ekki samið við hina nazistisku stjórn, sem þar fer með völd. Bandamenn vilja heldur herjast þar til yfir lýkur, segja blöðin, heldur en friður verði Finnar óttast drepsóttir vegna hermannalíkanna sem ekki hefir tekist að jarða. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. Eitt af mestu vandamálunum, sem Finnar verða að fást við i vor strax þegar snjóa fer að leysa, er að koma í veg fyrir að drepsóttir geti brotist út á þeim stöðum í landinu, þar sem mest hefir verið barist og flestir fallið og í næstu héruðum þar í grend. Eru þar tugir þúsunda hermannalíka, sem enginn kostur hefir verið á að grafa, sérstaklega i Mið-Finnlandi. Aðallega rúss- neskir hermenn. Þetla eru aðallega rússneskir liermenn, sem hér um ræðir, því að bæði liefir mannfall ver- ið mörgum sinnum meira í liði þeirra og svo hafa Finnar jafn- an talið það skyldu sína, að bjarga líkum fallinna félaga sinna úr valnum og senda ætt- ingjum og vinum liinar jarð- nesku leifar þeirra, sem fallið hafa fyrir föðurlandið, svo að þeir sé ekki grafnir á víðavangi, þar sem grafir þeirra hverfa með tímanUm. Flest eru lík rússnesku her- mannanna í skógunum í Mið- Finnlandi, þar sem Rússar mistu þrjú herfylki — 44., 163. og 164. stórfylkin — eða um 50—60 þús. manna. Þar liggja lílcin sumstaðar í hrönnum, því að fent liefir yfir þau og vetrar- hörkurnar komið í veg fyiár að hægt væri að koma þeim niður í jörðina. Jörðuðu aðeins yfirmennina. Víða þar sem Rússum hefði gefist nægt tækifærí til þess að jarða liina föllnu, voru aðeins foringjar jieir, sem létu lifið, grafnir. Líkum allra óbreyttra lier- manna var kastað í ár, sem ekki saminn, sem verður sem hót á gömlu fati. Samkvæmt símfregnum frá Berlín er talið, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, að tilgangurinn með viðræðufundi Hitlers og Mussolini hafi verið að efla sem mest þýsk-ítalska samvinnu á grundvelli gildandi samninga Þýskalands og Italíu. Stjórnmálamenn, sem best fylgjast með, segja að Þýskaland geri ekki tilraun til þess að fá frið með því að leggja fram friðarskilmála. Er þvi lialdið fram af leiðtogum Þýskalands, að Þjóðverjar hafi bolmagn til þess að vinna sigur i styrjöldinni við Bandamenn. voru lagðar, eða vakir sprengd- ar í stöðuvötn og líkUnum kast- að i þær. Varúðarráð- stafanir Finna. Finska heilbrigðismálaráðu- neytið liefir tilkynt, að það hafi þegar liugleitt, hvernig beri að bjarga þessari yfirvofandi hættu, en hinsvegar liggur ekk- ert fyrir um það, að Rússastjórn ætli að gera líkar ráðstafanir og þá hverjar, ef einhverjar verða. Búast menn við að heilbrigð- ismálaráðuneytið sendi flokka manna til vígvallanna og' láti þá sprauta sótthreinsandi efnum yfir líkin, til þess að tef ja fyrir rotnun þeirra, áður en tekst að grafa þau. Bresk-danskur ve rslunarsamningur. Opinberlega hefir verið til- kynt í Danmörku, að ríkis- stjórnir Dana og Englendinga hafi s.l. þriðjudag gert með sér verslunarsamning, sem gilda skal meðan styrjaldarástandið er í álfunni. Þessi samningur er gerður með það sama fyrir augum og margir aðrir samningar, sem Bretar hafa gert, að auka versl- unarviðskiftin eins og hægt er eftir því sem núverandi kring- umstæður leyfa. Sérstök nefnd mun skera úr ágreiningsmálum, sem rísa kunna út af þessum nýja samn- ingi og er þetta sama nefndin, sem fjallaði um lík mál í sam- handi við fyrra verslunarsamn- ing Dana og Breta. Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ver'b'ur haldinn kl. 8í kvöld á venjulegum sta'Ö. Jakob Möller, fjármálaráðherra, segir fréttir frá Alþingi, en sí'ðan verða teknar á- kvar'ðanir viðvíkjandi breytingum á reglugerð fulltrúaráðs og loks kosnar tvær nefndir. Næturakstur. Litla bílstö'ðin, Lækjartorgi, sími 1380, hefir opið í nótt. Fiskimálanef nd lætur gera tilraun til síldveiða Nú er svo komið að alger beituskortur er yfiryofandi á ver- stöðvum, ef gæftir verða góðar og bátar geta stundað veiðar reglulega. Hefir Fiskimálanefnd þvi verið falið af atvinnumála- ráðherra að gera tilraunir með aði veiða síld til beitu og verður sú tilraun hafin á morgun. Beitubirgðir eru nú til sem hér segir (miðað við 15. 3.) : í Vestmannaeyjum 550 tunnur. Við Faxaflóa 8255 — Á Vesturlandi 1800 —• Á Norðurlandi 810 Á Austurlandi 150 — Mest er þetta sild, en nokkuð af kolkrabba, t. d. 240 tn. á Norðuriandi. Gert er ráð fyrir að við Faxaflóa fari um 300 tn. í róður, svo að beitubirgðir á verstöðvum við Faxaflóa ættu e.t.v. að nægja, en Vestmanna- eyingar hafa alls ekki nóg. Eiga þeir von á síld frá Noregi, en hún er bæði dýr og lök að gæð- um. Fiskimálanefnd lét gera til- raun til síldveiða í beitu í fyrra, eu sú tilraun bar ekki árangur. Ekki þarf það þó að vera til þess, að sú tilraun, sem nú verð- ur gerð, geti ekki gengið betur, því að tilraunin í fyrra var gerð í febrúar, eða mánuði fyr en nú. Getur sá timi nægt til þess, að nú sé komin síld liér í Faxa- flóa og næstu mið við hann. Tilraunir þessar gerir v.b. Dagsbrún, RE 47, 29 smál. br. að stærð. Verður liann látinn leita um allan Faxaflóa, norður i Jökuldjúp og suður fyrir Reykjanes. Fer hann að likind- um út á morgun. F.r vonandi að þessi tilraun beri tilætlaðan árangur, þvi að öðrum kosti verður að leita til Noregs um beitukaup, en ekki að vita liversu vel það muni ganga, né kaupin verða hag- stæð, ef beita er fáanleg þar, eins og nú er ástatt í heiminum. 1,LÍ* -ll fr 8 Þ. 15. þ. m. voru vélbátar landsmanna búnir að, afla um 4500 smál. — miðað við full- verkaðan fisk, en mest af þeim fiski hefir verið flutt út í ís. Um sama leyti í fyrra var fiskaflinn orðinn 9838 smál. og er þá tal- inn með afli togaranna, en hann er ekki talinn með í skýrslunni fyrir þetta ár. Auk þessa aflamagns, sem að ofan getur, hafa verið lagðar á land 154 smál. af ufsa til herslu og 51 smál. af ufsa til flökunar. Hafa togarar veitt hvorttveggja. Á veiðistöðvunum í Sunn- lendingafjórðungi hefir aflinn orðið þessi: Smál. Vestmannaeyjar ........ 1838.0 Þorláksh., Selv........... 6.0 Grindavík................ 55.5 Hafnir ........!....... 24.0 Sandgerði .............. 474.0 Garður, Leira .......... 108.0 Keflavik, Njarðvikur .. 593.0 Vatnsleysustr., Vogar .. 63.0 Hafnarfj. (togarar) .. 38.0 (ufsi) — önnur skip........ 35.0 MaDur slasast í Grindavík. Varð undir bát. Um 2—3 leytið í gær yoru 2 menn í Grindavík að setja róðr- arbát, og féll báturinn ofan á annan manninn — á bafe hans og slasaðist maðurinn mjög. Átti Vísir tal við Sigvalda Kalda- lóns, lækni, í morgun og skýrði hann blaðinu svo frá þessu: Mennirnir tveir voru hvor sinu megin við bátinn, er hann sviftist á hliðina og féll á bak Sæmundi Níelssyni, formanni. Kramdist Sæmundur mjög og brákaðist hryggurinn svo, að Sæmundur er máttlaus fyrir neðan mitti. Voru honum strax gefin kvalastillandi meðul, þegar náð- ist til læknis og var síðan flutt- ur í sjúkraliús í Hafnarfirði. Leið honum eftir vonum í morgun, liafði sofið vel í nótt, en engin breyting á máttleys- inu. Er ekki að fullu rannsk- að, hvort meiðslin sé viðtæk- ari, en talið var i fyrstu. Sæmundur er maður 45—50 ára að áldri og alþektur dugnað- armaður. Islensk ulL Þær frúrnar Laufey Vilhjálms- dóttir og Anna Ásmundsdóttir hafa undanfarin ár beitt sér fyr- ir þvi að íslenslc ull yrði unnin og seld hér á markaði i liöfuð- staðnum. Hafa þær keypt band- ið að mestu frá sveitalieimilum, en þvi næst hafa ýmsar konur hér í bænum tekið við og prjón- að margvíslega muni, og eru þeir nú til sýnis að Suðurgötu 22, uppi. Það, sem aðallega hefir unnið verið að undanförnu eru skíða- föt, vetlingar, peysur, sokkar, nærföt sjóvetlingar o. m. fl. Er allur frágangur þessa varnings hinn prýðilegasti og ætti fólk að nota tækifærið og kynnast sýn- ingu þessari, sem er sölusýning einnig. Fyrirtækið liefir um 400 við- skiftamenn í sveitum og konur, sem unnið hafa á vegum þess hér í bænum, og er þvi aUðsætt að hér er um þarft fyrirtæki að ræða, sem verðskuldar fullan stuðning. Reykjavik (togarar) .. 3.0 — önnur skip......... 76.0 Akranes................ 604.0 Alls hefir aflinn í Sunnlend- ingafjórðungi orðið 4088 smál., Vestfirðingafjórðungi 420 smál. og Austfirðingafjórðungi 39 smál.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.