Vísir - 19.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 19.03.1940, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ l5tgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla': Hverfisgötu 12 (Gcngið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. FÓIagsprentsmiðjan h/f. Vesturheimsviðskifti. Thor Thors alþm. flulti er- intíi á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur um viðhorf Is- lendinga til Vesturheims, og ralcti viðskifti vor við Worður- og Suður-Ameríku síðustu 5 árin, en þau hafa stöðugt far- ið vaxandi. Komst ræðumaður að þeirri niðurstöðu, að þótt íslendingar vildu eiga góða sambúð við allar Evrópuþjóð- ir og til þess ræki brýn nauð- syn, lægi stefnan i viðskifta- og' menningarmálum til Vestur- heirns. Tvímælalaust er niðurstaða þessi rétt, og að þvi ber að vinna af kappi, að búa svo í haginn hér heima fyrir, að straumurinn geli gengið sem örast í rétta átt. Við verðum i fyrsta lagi að samræma fram- leiðsluliætti vora við þær kröf- ur, sem gerðar eru vestra til framleiðslunnar, en auk þess þurfum við að liafa öll skilyrði til þess að koma vörunum frá okkur, án óþarfa milliliða. — Lega íslands og einangrun hlýtur að leiða það af sér, að þjóðin verður að leita í vestur- átt, ekki aðeins þegar ófriðar- ástand er rikjandi á megin- landi Evrópu, heldur einnig á friðartímum. Að vísu er það svo, að í þessu efni hefir neyð- in kent naktri konu að spinna, og við höfum aðeins leitað til Vesturheims, þegar erfiðleik- arnir á Evrópumarkaðinum hafa neytt okkur til þess. — Þannig var það á ófriðarár- unum 1914—18, en þrátt fyrir f járskort og byrjunarerfiðleika við að vinna sig inn á nýja marltaði, gengu vesturheims- viðskiflin á þeim árum greið- lega, en lögðust þvi miður nið- ur að nýju að ófriðnum lokn- um. Til þess bar margt, en vel mættí þar nefna of einhæfa framleiðslu hér heima fyrir og ónógan skipakost, en þetta ætti hvort tveggja að vera úr sög- unni, nú, takist okkur aðeins að ná heppilegum viðskifta- samböndum veslra að nýju, sem unt er að byggja á til fram- búðar. Það mun síst of mikil bjartsýni, þótt fullyrt sé, að fyrir sjávarafurðir okkar sé ó- takmörkuð sala í Ameríku, ef núgildandi tollalögum þar fæst um þokað á viðunandi hátt fyr- ir okkur íslendinga, og þar get- um við aflað allra nauðsynja og orðið óháðir þeim stórfeldu truflunum, sem Evrópuófriður hlýtur að hafa á þjóðarbúskap okkar, meðan við erum háðir Evrópuþjóðunum um öll við- skifti. Sennilega er engin þjóð í Evrópu jafn illa sett á ófriðar- tímum og við íslendingar, ef eingöngu er miðað við Evrópu- markað okkar. Engin þjóð er jafn máttvana og litils megandi gegn hinum svo kölluðu hern- aðarréttindum ófriðaraðilanna og ávalt er sú hætta yfirvof- andi, að þeásir aðilar geti ekki miðlað öðrum nauðsynjum og Iivar stöndum við þá? Öll viðleitni okkar lilýtur að miða að því að efla sjálfstæði þjóðarinnar og bæta lífsskil- yrði hennar, en meðan ástand- ið í Evrópumálunum er jafn VÍSIR VAKA fcliig* lýðræði§ Niiiiiiiérii sitídeiita fifiniii arit. IfieliiiiÍBi^iBE' allra fylg’ir Vökn Fyrir rúmum 5 árum var svo komið, að helst leil úr fyrir, að æskulýður landsins yrði póli- tískum öfgastefnum að bráð að miklu leyti. Á þetta ekki síst við skólaajskuna. Kommúnistar voru farnir að leggja ríka áherslu að vinna skólaæskuna á sitt band. Þeir sáu, að ungir og óþroskaðir menn voru ginnkeyptir fyrir lcenningavaðli þeirra, og enn fremur, að ef það tækist, að sá illgresisfræi kommúnismans í brjósti þeirra ungra, væru mikl ar líkur til, að úr þeim yrði full- orðnum „fyrirtaks“ konimún- istar. Svo vel varð þessum flokki á- gegnl, að árið 1933 náði í Menta- skóla Reykjavíkur kommúnisti kosningu sem skólaumsjónar- maður. Með því var að vísu Iiá- markinu náð þar, en það hafði. aðra afleiðingu í för með sér. Mótvægið, sem skapaðist gegn kommúnismanum kom frá naz- istum. Og andúðin gegn yfir- gangi kommúnistanna varð til þess, að lyfta mjög undir naz- istana og skapa þeim fylgi í bili. Tókst þeim að ná kosningu í Mentaskólanum ein tvö ár í röð. Afleiðing þessa ástands í Menlaskólanum kemur fram í háskólanum, þegar kommúnista og nazista-frömuðirnir verða stúdentar. Mjög mikill hluti stúdenta skiftist á milli þessara tveggja stefna. Þeir stofna félög til að styðja stefnur sínar. Kommún- istar stofnuðu fél. róttækra stúdenta. Átti það að lelja með- al meðlima sinna kommúnista, jafnaðarmenn og framsóknar- menn. En kommúnistar réðu þar lögum og lofum, og svo Iangt gekk, að einn jafnaðar- maðurinn ritaði grein í málgagn þeirra róttæku til að afsanna tilverurétt jafnaðarmanna- flokks meðal stúdenta. En naz- istar stofnuðu félag þjóðernis- sinnaðra stúdenta. Hvorir tveggja gáfu út blöð. Svo varð þessum öfgafélög- um vel ágengt meðal stúdenta, að 1935 fengu kommúnistar hreinan meiribluta í stúdenta- ráði. Og útlit var fyrir það' um tíma, að nazistar efldust á sama hátt og í Mentaskólanum áður. Þannig var þá umborfs í fé- lagslífi stúdenta er „Vaka“ var slofnuð. Að stofnun „Vöku“, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, stóðu nokkrír stúdentar, sem komið höfðu auga á hættuna, sem á ferðum var. Hættuna á því, að þessar tvær öfgastefnur næðu stúdentum algerlega á vald sitt, og tækju þannig fyrir eðlilegan þroska í félagsmálum þeirra. Og tilgangur félagsins kemur t. d. fram í riti því, sem það gaf út 1937. Þar segir m. a.: „Markmið „Vöku“ er að efla lýðræði i félagsmálum og út- breiða þjóðfélagslegar lýðræðis- ótrygt og nú, hljótum við að leita öryggis þar, sem það er að finna. Munu þá allir að at- buguðu máli taka undir orð Tlior Thors, þau er hann lét falla á stúdentafundinum, að viðskifti vor hljóta að stefna í vestur, í þá sömu átt og ís- lenskir landkönnuðir leituðu til forna. iBáskoIastiiiSeiata saé EiiáluEir. JÓHANN HAFRTEIN STEFÁN SNÆVARR SIGURÐUR BJARNASON Eins og að framan er lýst var sist vanþörf á þvk,-að unnið yrði að hverju þessara takmarka.Víð sýni og frjálslyndi í stjórnmála- skoðunum fer ekki saman við kommúnisma og nazisma. Og aðaláhugaefni þeirra, sem þeim stefnum fylgdu var að flokks- merkja sér sem flesta slúdenta, fá þá stimplaða nazista eða kommúnista. Því var ekki van- þörf á að vinna að liagsmuna- málum stúdenta, með þvi að j lieita sér fyrir kosningu lýðræð- issinna í trúnaðarstöður meðal stúdenta. 5 ár verða varla talinn langur tími í æfi eins félags. Og sjaldan er hægt að ætlast til, að ljóst verði á svo skömmum tíma, að málstaður félagsins hafi sigrað. Þó er þetta svo um Vöku. Við fyrstu kosningarnar, sem Vaka tók þátt i, fékk liún tæp 30% greiddra atkvæða. En við kosningarnar síðastliðið haust fékk hún tæp 50% og hreinan meirihluta í stúdentaráði í ann- að sinn í röð. Áhrifa nazista gætir nú alls ekki meðal liáskólastúdenta. Félag þeirra er horfið af sjón- arsviðinu. Félag kommúnista er klofið, og framsóknarmenn farnir úr því og búnir að stofna nýtt félag. Áhrifavaldi kommúnista yfir þeim er því hnekt. En svo hefir af kommúnistum gengið, að ó- liklegt er talið, að þeir geti komið einum manni að í stúd- entaráð að liausti. Er Vaka var stofnuð, fylgdu 30% stúdenta lýðræðisfélagi að málum. En nú í dag fylgja a. m. k. 75% stúdentar hinum tveim félögum, sem starfa á lýðræðis- grundvelli. Þetta er svo stór- kostlegur árangur í þágu aðal- lilgangs Vöku — eflingar lýð- ræðisms og lýðræðislnigsjónar- AXEL TULINIUS hugsjónir, en vinna gegn hvers- konar áhrifum fró byltingar- sinnuðum ofbeldis- og öfga- stefnum“. t félagsmálum stúdenta setti Vaka sér þessi markmið: „Tilgangur félagsins er að efla og auka víðsýni og frjáls- lyndi í stjórnmálaskoðunum meðal háskólastúdenta, og starfa að hagsmunamálum þeirra. Markmiði sínu hyggst félagið að ná með því: I. að vinna að eflingu og út- breiðslu lýðræðis og lýðræðis- hugsjóna, II. að vinna gegn hverskonar áhrifum af byltingarsinnuðum ofbeldis og öfgastefnum á sviði félagsmála, III. að beita sér fyrir Icosn- ingu lýðræðissinnaðra fulltrúa í Stúdentaráð Háskóla íslands.“ Skíðafólk! Tryggið yður gegn mishepnuðu skíða- fríi. Það gjörið þér með því að nota CHEMIA-skíflaáburO CHEMIA-Ultra- CHEMIA-skíðaáburður: í dósnm í tóbum No. 1, fyrir nýjan snjó. No. 2, fyrir breytilegt færi. No. 3, klísturvax. Klístur, fyrir blautan snjó. Skaraklístur, fyrir harðfenni. Skíðasápa, losar skíðaáburð og allskonar óhreinindi. Leiöbeiningar í öllum umbúðum. CHEMIA-Ultra-sólarolía verndar húðina gegn hinum bættulegu hruna-geislum háfjallasólarinnar, og gerir húðina eðlilega brúna og fallega. CHEMIA il.l . Sími 1977 sm? • Kirkjustræti 8 B, Reykjavík. AKUREYRI: Umboðsm. Valgarður Stefánsson. ÍSAFIRÐI: Umboðsm. Gunnar Andrew. innar — að óliikað má telja, að stefna Vöku hafi sigrað. Til marks um þetta má enn- fremur geta þesS' að 1938, er vegur kommúnista er sem mest- ur í þjóðfélaginu, vinnur Vaka algeran sigur á félagi þeirra í Háskólanum, sem þó var stutt bæði af jafnaðar- og framsókn- armönnum. Framrás kommún- ismans var stöðvuð i Iláskólan- um, fyrr en nokkursstaðar ann- arsstaðar. Þýðing baráttu félags eins og Vöku verður þó ekki mæld í höfðatölu félagsmanna. Heldur hefir barátta þess og starf fyrst og fremst liaft þá þýðingu að bjarga miklum hluta þeirrar skólaæsku, sem kommúnistar voru búnir að ná einhverjum tölcum á, úr klóm þeirra. En enn má telja það þýðing- armikið hverja afstöðu háskóla- stúdentar taka til þjóðmála, því margir þeirra verða forystu- menn framtiðarinnar, og má fullyrða, að giftusamlega liafi tiltekist, að Vaka hefir einmitt unnið þá úr klóm öfgastefn- anna og fyrir lýðræðið og liug- sjón þess. Það er því óhætt í dag á 5 ára afmæli Vöku að óska henni til hamingju með farinn veg. Og Vökumenn horfa ókvíðnir til framtiðarinnar, og munu ó- trauðir stefna að settu marki, að vera á verði gegn hinum ó- þjóðlegu öfgastefnum og vinna að framgangi þjóðlegra fram- faramála meðal stúdenta, fyrst og fremst sjálfstæðismálunr þjóðarínnar. Og þeir vita, að á- hrif baráttu þeirra ná því betur út í þjóðfélagið, sem fleiri Vöku- menn útskrifast úr Háskólan- um. Páska-egg í þúsniidatali. Ödýr — §krantlegf — til sæl- gæti§, augrnaynilis og grain- an§. frá ¥ aiiriiin stykkið. Allskouar hátíðamatur heima eða lieimau Páskavikan er byrjuð, margir helgidagar. Hvað vantar í búríð ? Bara hringja, svo kemur það! i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.