Vísir - 27.03.1940, Síða 1

Vísir - 27.03.1940, Síða 1
® Ritstjóri: ■ KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. í . lá* Rii:itstjórnarskrifstof ur: í’élagsprentsmiðjan (3. hæð). .** 30. ár. Frjálslyndi flokkurinn vann glæsilegan sigur í kosningunum í Kanada Allii* leiðtogfar frjálilyndra end- nrkoinir, en leiðtogi itjárnar* anditæðinga náði ekki koiiiingn. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Fregn frá Montreal hermir, að þátttakan í þing- kosningunum í Kanada hafi verið mjög mikil, þrátt fyrir það, að færð víða um land var mjög slæm. Sumstaðar voru 10 feta skaflar í sveitahéruðun- um, en þar fyrir sátu fáir heima. Kosningarnar fóru f riðsamlega fram. Frálslyndi flokkurinn, undir forystu McKenzie King forsætisráðherra, vann glæsilegan sigur. Allir ráðherr- arnir í stjórn McKenzie voru endurkosnir, en dr. Ma- nion, leiðtogi íhaldsflokksins, féll fyrir frambjóðanda frjálslyndra, síra Mclvor, í Fort William, Ontario. kað er þegar kunnugt, að frjálslyndi f lokkurinn hefir fengið 166 þingsæti af 245. Þannig hefir þjóðin vottað McKenzie og stjórn hans traust sitt. (Pyrir viku birtist grein um kosningarnar í Vísi. Eins og þar er tekið fram var samþykt vantraust á sambandsstjómina á fylkisþinginu í Ontario — ekki vegna ágreinings um styrjaldar- stefnu stjórnarinnar, heldur þótti þeim, sem vantraustinu greiddu atkvæði, stjómin ekki framfylgja þessari stefnu sinni nógu röggsamlega. Leiddi samþykt þessarar tillögu til þess, að McKenzie King ákvað að leita úrskurðar þjóðarinnar, spyrja hana hvort hún treysti honum og samstarfsmönnum hans til þess að framfylgja yfirlýstri stefnu í styrjaldarmálunum. Nú hefir kanadiska þjóðin svarað svo sem frá segir í skeytinu hér að ofan). Styrjöldin bakar Dönum mikil vandræði á sviði viðskifta og atvinnulífs. Nýjar skattaálögur. Kröíur sjómannaf élaganna KJiöfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Sjómannafélögin dönsku hafa tilkynt stjórnaryfirvöldunum. að þau neyðist til að gera kröfu til þess, að verndarskip verði látin fylgja dönskum flutninga- skipum yfir Norðursjó. Ef þessu fáist eklci framgengt muni meðlimum félaganna verða ráð- lagt að fara hvergi. Þetta er afleiðing þess, að hverju danska skipinu á fætur öðru hefir verið sökt fyrirvara- laust að undanförnu. Veldur þetta ríkisstjórninni og þjóðinni allri hinum mestu áhyggjum. Stauning forsætisráðlierra vék að þessu í ræðu á þingi x gær, og sagði, að ef siglingar Dana stöðvuðust og viðskifti við önn- ur lönd, væri framtíðin 1 voða. Stauning, sem er nýstaðinn upp úr legu, mintist sérstaklega hins mikla skipa- og manntjóns, sem Danir hafa orðið fyrir, og stóðu allir þingmenn upp úr sætum sinum, er liann hafði mælt nokkur oi-ð um þetta. Nýir skattar eru nú til um- ræðu á þingi Dana og nema skattaálögurnar 130 milj. kr. til 1. okt. næsta haust. Hafa út- gjöldin aukist gifurlega, vegna landvamanna og landbúnaðai'- ins, en útflutningur hefir mink- að mjög mikið síðan styrjöldin byrjaði. Verð á útflutningsvör- um hefir ekki hækkað að ráði, en innflutningsvörur mjög mikið. Eru viðskifta- og at- vinnulífshorfiir í Danmörku hinar alvaxdegustu. Teleki og Musso- lini á tveggja stunda við- ræðufundi K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Teleki greifi forsætisráðherra Ungverjalands, sem nú er stadd- ur í Rónxaborg, gekk á fund Mussolini í gæi', og ræddust þeir við í fullar tvær klukkustundir. Tilkynning var birt að fundin- um loknum og segir í henni, a'ð umræðurnar hafi verið liinar vinsanxlegustu, og enginn á- greiningur um neitt, sem um var rætt. Lögð var áliersla á það, að markmið beggja þjóða, Ungvei-ja og Itala, væx’i hið sama, að vernda friðinn í Dón- árlöndum og á Balkanslcaga, London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Flugvélastöðvarskipið Ark Royal, sem Þjóðverjar töldu sig liafa sökt, kom til Bretlands i gær, eftir fimm mánaða útivist. Á þessum tima tók Ark Royal þátt í leitinni að Graf von Spee, stöðvaði möi’g þýsk flutninga- skip o. s. frv. Power skiplien-a skýrði frá því í gær í viðtali, að Þjóðvei’j- ar hefði nokkrum sinnum gert árásir á skipið, en það hefði ald- rei verið í stórkostlegri hættu, og flugmaðurinn, sem fékk járnkrossinn fyi’ir að „sökkva Arlc Royal“ liefði ekki haft neina ástæðu til þess að ætla, að liann liefði sökt því. Árásir voru gerðar á slcipið er það var á Norðursjó, af Domier-flugvél- um og Heinkel-sprengjuflug- vélxim, en engin sprengja hæfði skipið. Einnig var skotið á það tundurskeyti, en það fór all- langt fyrir framan skipið. Power skipherra sagði, að það hefði um skeið verið besta skemtun skipverja dag hvern að lilusta á þýska útvarpið, er þului’inn spurði livað eftir ann- að: „Hvar er Ax’k Royal?“ og gaf þar nxeð í skyn, að Bretar gæti ekki svarað, af því að skip- ið væri á hafsbotni. En skip- verjar svöruðu með hlátri og glensyi’ðum. — Ark Royal fer í nýjan leiðangur bráðlega, en fyrst fá sjóliðarnir landleyfi. 100 ára gamall samn- ingur íekinn til endurskoðunar. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Það var tilkynt í London í gær, að viðræður væi-i byrjaðar milli breskix ríkisstjómai'innar og Venezuela, um endurskoð- un samningsins milli Stóra- Bretlands og Venezuela, en hann hefir vei’ið í gildi í lieila öld. svo og að efla samvinnu Itala og Ungvei’ja enn meira. I blöðum Balkanríkjanna er mjög mikið rætt um þennan viðræðufund og kemur þar fram, að Balkanþjóðirnar eru staðráðnar í að leggja öll sín deilumál til hliðar, og vinna að því, að friður haklist á Balkan- skaga. Ungverjar siaka til í bili. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í dag. Frá Rómaborg er símað, að Teleki greifi, foreætisráðherra Ungverjalands, hafi sagt í við- tali við blaðið La Tribuna, að Ungverjar hafi látið niður falla um stundarsakir allar kröfur en endurskoðun friðarsamninga. Kvað hann Ungverja ekki gei*a þetta vegna þess, að þeir ætluðu ekki að halda fram rétti sínum síðar,en núværi horfumarþann- ig, að þeir vildi ekkert gera, sem gæti orðið til þess að baka erfið- leika. Kröfum sínum vildu þeir fá framgengt á sínum tíma, með friðsamlegu móti. Nú væri mest um vert að varðveita friðinn — og ítalir og Ungyerjar væri stað- ráðnir í að vinna saman að því, að friður héldist í Dónár- og Balkanlöndum. Teleki greifi neitaði að ræða nánara sambúð, Ungverja og Rúmena. Hann kvað sambúð Rússa og Ungverja vera agnúalausa. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Paul Reynaud, forsætisi’áð- hei’i’a Frakklands, flutti út- varpsræðu í gærkveldi, og gerði styrjöldina að umtalsefni og horfurnar. Hann lýsti yfir þvi, að hin nýja stjórn hefði tekið við völdum til þess að halda á- fram styrjöldinni þar til sigur ynnist. Sá timi kemur bráðlega, sagði hann, er iHitler verður sigraður. Reynaud lofaði nxjög Daladier fyiTv. forsætisráð- hen-a, fyrir liin mikilvægu störf hans að undanförnu sem for- sætis-, utanríkismála- og hei’- málaráðheiTa. Enginn maður liefði gert meii’a til þess að sam- eina frönsku þjóðina og leiða í Ijós samheldni og kraft þann, sem franska þjóðin býi’ yfir. Reynaud rakti í höfuðatriðum hvernig hver ágengniÞjóðvei’ja í gai’ð annara þjóða hefði leitt af sér nýja ágengni, og þetta aftur leitt til innrásar Rússa í Finn- land, en Þjóðverjar liefði leitast við að fæi’a styrjaldarsvæðið út, svo að Balkanríkin yrði þátttak- andi. Þegar Frakkar liefði gi’ip- ið til vopna fyrrum sagði hann, hefði verið ráðist á land þeiri’a og stundum komið að þeim ó- vörum. Hvorugu væri til að dreifa nú, en Frakkar væi’i þrátt fyrir það að verja frelsi sitt og sjálfstæði í fi’amtiðinni, og allra þjóða, sem vildu búa að sínu, halda sjálfstæði sinu og lifa í sátt og samlyndi við nági’ann- ana. Nú eru það ekki að eins hex'ir sem berjast, sagði Reyn- aud, heldur heilar þjóðir. Frakk- ar munu ekki skii’rast við að inna af lxendi neinar skyldur, hversU þungbærar sem þær í’eynast, til þess að sigra, og alt það, sem Bandamenn hafa yfir að ráða, er ti’ygging fyrir því, að sigurinn fellur þeim í skaut að lokum. Vér sækjum fram þar til vér vinnum fullnaðarsigur, sagði lxann í lok ræðu sinnar. itaveitoskipifl komifl Vinna við uppskipun byrjar í dag. E.s. Randa, um 2000 smálestir, kom hingað í morgun, með márgskonar efni, pípur o. fl., til Hitaveitunnar. Vísir birti fregn um það laust fyrir miðbik fyrri viku, að skipið væri á leiðinni, og var það talið, að það kynni að koma hingað s. 1. föstudag eða laugardag. Það varð þó ekki, og þegar fregn var birt um það bændadagana, að skip væri í nauðum statt milli Færeyja og ís- lands, gaus upp orðrómur um það í bænum, að þetta væri Hita- veituskipið. Orðrómur þessi hafði ekki við neitt að styðjast, en það kom þá ákaflega greinilega í ljós, með hve mikilli óþreyju menn biðu komu skipsins, og hverau menn óskuðu þess, að ekkert hefði komið fyrir það. Mun óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi menn beðið skips með meiri eftirvæntingu en Hitaveitu- skipsins. Og það er eðlilegt. Því að ef ferð skipsins gengi að ósk- um var vitað, að mikið aukin vinna myndi hefjast þegar, en f jöldi starfsfúsra og þurfandi manna hefir beðið komu skipsins, til þess að taka til starfa þegar við komu þess. En það er ekki einasta mikilvægt fyrir þessa menn og f jölskyldur þeirra, held- ur og fyrir allan bæinn, því að því fyT sem nauðsynlegt efni til Hitaveitunnar berst til bæjarins, því fyrr vinst verkið, bænum og bæjarbúum til hinna mestu þæginda og blessunar. Að því er Vísi hefir verið tjáð mun vinna við uppskipun hef j- ast þegar í stað. Munu hennar verða aðnjétandi þeir, sem áður hafa verið starfsmenn Hitaveitunnar, en ekki hafa haft vinnn að undanfömu. Verður svo f jölgað enn meira í vinnunni, verði tíðarfar hagstætt, þegar upp úr mánaðamótunum. Skömtunarseðlarnir t Úthlutun fyrir apríl- mánuð hefst á morg- un. Úthlutun xnatvælaseðla fyrir Reykjavík byrjar á morgun og stendur yfir aðeins í þrjá daga, fimtudag, föstudag og laugai’- dag. Afgreiðslau fer fram eins og að undanförnu í Tryggvag. 28 og stendur yfir frá kl. 10— 12 f. h. og 1—6 e. h. alla dag- ana. Reynslan sýnir að minst er að gera fyi’sta daginn og fyrir hádegi daglega. Þeii', sem hafa nauman tíma ættu að koma þá. Annai’s er fólk ámint um að draga ekki að sækja seðlana franx á síðustu stundu. RÚSSNESKI SENDIHERR- ANN 1 PARÍS KVADDUR HEIM. London í morgun. Einlcaskeyti frá U. P. I simfregn frá Moskva er 6agt, að sovétstjórnin hafi kallað lxeim sendiherra sinn í París, Suritz. Er þetta gert eftir kröfu frönsku stjórn- arinnar. — Orsök þess, að franska stjórnin fór fram á þetta er sú, að Suritz sendi Stalin skeyti, þegar finsk- rixssneski fx’iðarsamningur- inn var undiiritaður, og talaði Sui'itz i skeyti þessu um tilraunir Frakka til þess að koma því til leiðar, að styi’jöldin færðist til norð- austurhluta álfunnar. Sumner Welles varð fyrír vonbrigðum. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. I fregn frá Haag segir, að Sumner Welles, einkaerindreki Roosevelts forseta, liafi sagt i einkaviðtali, að liann liefði sannfærst um það í Evrópufei'ð siiini, að styrjöldin mundi standa xnjög lengi. Kvaðst hann hvergi liafa mætt réttunx skiln- ingi og einlægum friðarvilja. — Bætti hann því við, að þetta væri sér persónulega lúð mesta hi’ygðai-efni. Póstur sendur hingað til lands frá Englandi þrisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frd póstmálaskrifstofunni hefir nú náðst fult samkomulag um það, að íslenskur póstur verð- ur afgreiddur frá póststöðinni í Liverpool þrisvar i vilcu, eða á þriðjudögum, fimtudögum og langardögum og verða þá væntanlega engin vandkvæði á póstflutningum hingað til lands úr þessu. I gær kom liingað póstur með togara, en það voru aðallega bréf og blöð frá Englandi, og væntanlega nxun frekari póst- ur berast hingað næstu daga. Allmikill misbrestur hefir til þessa verið á afgreiðslu pósts- ins frá Bretlandi, og vantar þannig blaðasendingar, nieð því að blöð hafa borist hing- að, senx siðar hafa verið útgef- in. Munu allir fagna því, að viðunandi leiðrétting liefir nú fengist á þessum málum, en einkunx liefir þetta haft alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir viðskiftalifið, og mun nú úr rætast einnig á því sviði. Friðun arnariiii næ§tu ÍO ár. Franx er komið á Alþingi frv. um friðun arna, en friðunar- tími þeirra var útrunninn 1. jan. s.l. Er í fi’v. gert ráð fyrir að em- ir og egg þeixra vei'ði alfriðaðir næstu 10 ár, eða til 1950, þvi áð þeir eru enn mjög fáir hér á landi, en þeim fækkaði mest, þegar eitrað var fyi’ir refi. Arnarlijón koma sjaldan upp fleii'i en einum unga á ári, þótt assa verpi stundum þrem eggj- um, en ungarnir geta ekki farið að auka kyn sitt fyr en eftir 5 ár. Brot gegn friðunarlögunum varða sektum, 500—1000 kr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.