Vísir - 02.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1940, Blaðsíða 2
VISIR VISIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Síðasta orðið Q ðam líður að þvi, að ís- lenska þjóðin geti haldið upp á árs afmæli þeirrar ríkis- stjórnar, sem tekið var með al- mennari fögnuði, en nokkurri annari stjórn, sem sest hefir að völdum hér á landi. Fylgi þessa óskabarns var prófað fyrstu dagana, sem það lifði. Kom þá í ljós að stjórnin liafði 44 stuðn- ingsmenn á þingi, en að eins 4 voru henni andstæðir. Loksins hafði þá íslenska þjóðin samein- ast í ást og eindrægni! Mörg fögur orð voru um það sögð, að nú væru sverðin sliðruð, nú hefðu bestu synir þjóðarinnar tekið höndum saman, nú loks væri hinn langþráði Fróðafrið- ur ranninn yfir sundraðan lýð. Menn gátu varla vatni haldið af hrifningu yfir því, að sjá forna andstæðinga fallast í faðma. Það var varla til kreptur hnefi á íslandi þá dagana. Það voru hér um bil eintómar „mildar hendur“, sem stunduðu það eitt, að slétta úr öllu því sem á milli hafði borið. Menn vildu helst gleyma því, að þeir hefðu nokk- urn tima verið í stjórnmála- flokki, sem barist hefði fyrir ákveðnum stefnumálum. Var ekki sjálfsagt að rífa niður allar varnarlínur, kasta frá sér öllum vopnum, láta hinn sameiginlega friðarvilja sjá fyrir sameiginleg- um landamærum? Jú, þannig hugsuðu margir hinn signaða Aprildag í fyrra, þegar þjóð- stjórnin sá fyrst dagsins Ijós. Ó, hvílik stund, hvilík stund! Það var nú raunar svo, að nokkurir sjálfstæðismenn, sem til samstarfsins gengu, höfðu verið svo tortrygnir, að þeir vildu heldur gera út um ágrein- ingsefnin fyrirfram, en eiga eftirkaup við forna andstæð- inga. En þessum mönnum var svarað því, að „þetta mundi alt lagast". Þeir sem helst gengust fyrir samstarfinu af hendi sjálfstæðismanna, voru öruggir um það, að takast mundu „ástir góðar“, ef samstarfið kæmist að eins á. Tortrygnu mennirnir hafa ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum, af því að þeir bjuggust ekki við miklu. Hinir hafa rekið sig á, að einlægnin í samvinnunni hefir verið minni, en þeir höfðu vænst. Sjjálfstæðisflokkurinn hefir sem heild lagt sig fram u'm það undanfarna tólf mánuði, að greiða úr öllum vanda á frið- samlegan hátt. Hann hefir fyrir sitt leyti viljað gleyma fortíð þeirra flokka, sem einir höfðu ráðið hér og regerað fullan tug ára. Hann hefir ekki haldið þvi á lofti, að því að eins var til hans leitað, að þessir flokkar voru að sigla öllu í strand. Hann hefir ekkert verið að rifja það upp, að meðan þessir floklcar voru og hétu, var það þegjandi samþykki þeirra að setja sjálf- stæðismenn utangarðs í þjóðfé- laginu. Sjálfstæðismenn hafa viljað gleyma því, að meðan öll- um dyrum var harðlæst fyrir þeim, stóðu kommúnistum hvarvetna opnar dyr. Sjálfstæð- isflokkurinn hafði tekið hönd- um saman við forna andstæð- inga og vildi fyrir sitt leyti gleyma gömlum ágreiningi, gamalli óstjórn, gömlu rang- læti. Hann vildi gleyma öllu nema því, að hann var sérstakur flokkur, með sérstök stefnu- mál. Hann fór fram á það eitt, að ranglætið héldi ekki áfram. Nú hefir flokkurinn teygt sig eins langt til samkomulags og unt er. Samstarfsflokkarnir verða að átta sig á því, að þótt Sjálfstæðisflokkurinn vilji flest á sig leggja til þess að halda friði við forna andstæðinga, verður ekki til þess ætlast að hann gleymi sinni sjálfstæðu tilveru. Floklcurinn hefir farið fram á það minsta, sem hægt er að komast af með í bili. Hann hefir sagt sitt síðasta orð. Ef samstarfsflokkanrir slcella við því skollaeyrunum, geta þeir prófað, hvort fylgi stjórnarinn- ar reynist hið sama og í síðast- liðnum Aprílmánuði. a Skákþingið Ásmundur vildi heldur tapa en þiggja jafntefli. 6. umferð í meistarflokki var tefld síðastliðinn sunnudag og fóru leikar sem hér segir: Árni Snævarr vann Jóhann Snorra- son, Áki Pétursson vann Sæ- mund Ólafsson, Hafsteinn Gislason og Sturla Pétursson gerðu jafntefli, en biðskák varð milli Ásmundar Ásgeirssonar og Einars Þorvaldssonar. Ef-tir mikil uppskifti hafði Einar boðið jafntefli í jafnri stöðu, en Ásmundur ekki þegið boðið, hugðist sennilega að vinna, þótt hann tapaði peði við þær vinn- ingstilraunir. í gær voru svo tefldar tvær biðskákir í meistaraflolcki og fóru þær þannig: Árni Snævarr vann Áka Pétursson og Einar Þorvaldsson vann Ásmund Ás- geirsson. Einar tefldi endatafl- ið mjög vel, með peðið yfir og vann á því eftir 67 leiki. Gat Ásmundur sjálfum sér um kent, þar eð hann ofmat stöðu sína, að hann þáði ekki á sínum tíma sanngjarnt jafnteflisboð. Kann- ske að hann láti sér þetta að kenningu verða í framtíðinni, jafnvel þótt vörn sem þessi sé alveg óskiljanleg, þegar um sjálfan íslandsmeistaratitilinn er að ræða. B. 300 þús. kr. í björgunarlaun. . í gær Voru varðskipinu Ægi dæmdar 300 þúsund krónur í björgunarlaun fyrir .að veita norska skipinu Dixie aðstoð og draga það til hafnar, er það hafði mist skrúfuna fyrir sunn- an Iand í des. s.I. Dixie var á leið frá Noregi til Bandaríkjanna með trjá- kvoðufarm, þegar það misti skrúfuna þ. 1. des. og töldu skipverjar að hún hefði rekist á flak. Var Ægir fenginn til þess að draga skipið til Reykjavíkur, fyrir milligöngu vátryggjenda skipsins. Samkomulag náðist ekki um björgunarlaunin og höfðaði þvi Skipaútgerðin mál gegn eigend- um og vátryggjendum, og voru þeir dæmdir til þess að greiða 300 þús. kr. í björgunarlaun, auk 5% vaxta frá 27. jan. s.l. Þá voru þeir og dæmdir til að greiða 12.500 kr. i málskostn- að. Er þar innifalinn matskostn- aður á skipi og farmi, 2500 kr., en það var metið með öllu á 2.226.293 krónur. Garðar Þorsteinsson hrm. flutti málið fyrir Skipaútgerð- ina, en Pétur Magnússon, hrm., fyrir eigendur og vátryggjend- Umræður á Alþingi í g*ær um lýðveldið og ofbeldissitefiiiiriior. »Maðnr líítn þér nær, ligrgiir í götuiiiii §teinn«. Svo sem getið var um hér í blaðinu fyrir helgina báru þeir Jónas jónsson, Pétur Ottesen og Stefán Jóhann Stefánsson félagsmálaráðherra fram tillögu til þings- ályktunar í sameinuðu þingi, svohljóðandi: Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að það telur ekki viðunandi, að þeir menn gegni trúnaðarstörfum fyrir þjóðfélag- ið, eða sé sýndur vottur um sérstakt traust og viðurkenningu ríkisins, sem vitanlegt er um að vilja gerbreyta þjóðskipulaginu með ofbeldi, koma íslandi undir erlend riki, standa í hlýðnisað- stöðu um íslensk landsmál við valdamenn í öðrum þjóðlöndum eða vinna á annan hátt gegn fullveldi og hlutleysi ríkisins, svo sem með því að starfa í pólitískum félögum með einræðisskipu- lagi, sem er ósamrýmanlegt efni og anda stjórnarlaga í lýð- frjálsum löndum. Kom tillaga þessi til umræðu í gær og báru þá þrír þingmenn, þeir: Vilmundur Jónsson, Árni Jónsson og Bergur Jónsson fram breytingatillögu við aðaltillöguna og leggja til að tillögugrein- in verði orðuð þannig: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram at- hugun á því, hvemig hið íslenska lýðræði fái best fest sig í sessi og varist jafnt áróðri sem undirróðri ofbeldisflokkanna og ann- ara andstæðinga lýðræðisskipulagsins, með sérstöku tilliti til þess, að einstökum mönnum, stofnunum, félögum eða flokkum haldist uppi að nota sér réttindi lýðræðisins til að grafa undan því og síðan tortíma því, en jafnframt með sem fylstu tilliti til þess, að lýðræðið beiti jafnan þeim aðferðum sér til varnar, er sem best fái samrýmst anda þess og því, að ekki leiði til þess, að það verði sér sjálfu að falli. Athugunum þessum verði lokið fyrir næsta Alþingi og svo frá þeim gengið, að þær geti orðið undirstaða löggjafar um þessi efni, ef tiltækilegt þykir. 1 sam- bandi við þetta láti ríkisstjómin endurskoða ákvæði íslenskrar löggjafar varðandi landráð og leggi niðurstöður sínar fyrir næsta AIþingi.“ Jónas Jónsson hafði orð fyrir þeim Ottesen og félagsmálaráð- herra og kom víða við. Þykir ekki ástæða til að rekja ræðu hans, en um það snérist hún að- allega, að lýðræðisþjóðunum stafaði hætta af ofbeldisstefn- unum, með þvi að þær ælu snáka við barm, er reyndu Ieynt og Ijóst að koma lýðræðisskipu- IaginU fyrir kattarnef. Gengi þetta jafnvel svo langt að enn væru til í Iandinu flokkar, sem hefðu gengið á mála hjá erlend- um valdhöfum, og vildu koll- varpa núverandi þjóðskipulagi með ofbeldi, og því yrði að gera ráðstafanir til varnar áróðri þessum. Félagsmálaráðherra tók því næst til máls og skírskot- aði m. a. til afstöðu þeirrar, sem Alþingi hefði tekið gegn komm- únistum, og kom fram í ræð- unni alt annar þankagangur en hjá flokksbróður hans, sem síð- ar talaði og rakið verður hér á eftir. Yilmundur Jónsson gerði grein fyrir seinni till. af hálfu flutningsmanna. Yakti ræða hans talsverða athygli, og með því að Alþðuþlaðið hefir nú smækkað svo í broti, að ós nt þykir hvort það muni sjá sér I fært að flytja þetta erindi flokksmanns síns, birtast hér nokkrir kaflar úr ræðu hans: Ræða Vilmundar Jónssonar. „Till. sú til þingsályktunar, sem hér liggur fyrir til umræðu og nú hefir verið mælt fyrir, hreyfir við svo þýðingarmiklu vandamáli, að hún er að mín- um dómi og ýmissa annara hv. þingmanna svo losaralega hugs- uð og orðuð af svo flausturs- legri og fyrirhyggjulausri létt- úð, að ekki hæfir jafn háalvar- Iegu úrlausnarefni og þvi, hvernig vernda skuli lýðræðið í landinu og sjálfstæði ríkisins gegn aðsteðjandi hættum. Lýðræði í ekki mjög rúmri merkingu er það, að sameigin- Iegum málum þjóðfélags ráði vilji meiri hluta þjóðarinnar eins og hann birtist við almenn- ar, frjálsar lcosningar, fram- lcvæmdur af rétt kjörnum full- trúum og framkvæmdunum hagað eftir þeim reglum, sem þeir setja, en þjóðinni gefst síð- an kostur á við hverjar kosning- ar að hafa áhrif á að breyta. Um lýðræði skilgreint á þenna hátt getur okkur, fylgjendum næsta óskyldra stjórnmálaflokka, komið saman — og vonandi meira en að nafni til. Þó að ýmsum okkar kunni jafnvel til skamms tíma að hafa fundist fátt um slíkt Iýðræði — sum- um fyrir það, hvers þvi væri vant, en öðrum þólt það um of ríflega skamtað — ætla eg, að atburðir síðustu tíma hafi mátt sannfæra olckur og margan hálfvolgan fylgjanda lýðræðis- ins um, hvað í húfi er, ef vikið er af grundvelli þess og horfið til mótsetningar lýðræðisins: einræðisins í einu formi eða öðru. Vissulega hafa þeir at- burðir mátt gera okkur um- burðarlyndari við sjálfsagða ó- fullkomleika og vankanta lýð- f ræðisins, sem eru ekki vand- I fundnir: margvíslegar mótsagn- ir þess varðandi ahnenn rétt- indi, seinagangur, skriffinska, orðaglamur, úlfúð og illdeilur, málamiðlanir, hálfverk i flest- um efnum og spilling í mörg- um greinum. Okkur hafa gefist gildar ástæður til að minnast þess, að þrátt fyrir alla sína veikleika, liefir lýðræðið til þessa dags reynst hvorttveggja í senn: öflugast í vörn og þegar til lengdar lætur drýgst í sókm fyrir þeim mannréttindum, sem ein eru fær um að tryggja til nokkurrar frambúðar friðsam- legt samfélag mannanna, er skilið eigi að lieita þjóðfélag — að eg tali ekki um menningar- þjóðfélag. Og þegar öllu er á botninn hvolft lofar lýðræðið enn bestu um, að þjóðfélögin nái undir merkjum þess Iengst í átt þeirrar fullkomnunar, sem bestu og réttsýnustu menn fyrr og síðar hefir dreymt um. Best^ horfir þetta með þeim þjóðum, sem kalla má að lýðræðishug- sjónin sé í blóðið borin, sum- part og sennilega fyrst og fremst vegna lyndiseinkunna þeirra, þ. e. skapfestu eða hæfi- leika til rólegrar, skynsamlegr- ar yfirvegunar, en óbeitar á geð- æsingum og loftköstum eftir dutlungum tilfinninganna, en einnig fyrir erfðavenjur og langa tamningu. Er hér ekki síst að geta Norðurlandaþjóðanna, sem við teljumst til, og má þvi segja, að við höfum ásamt þeim sérstakar skyldur að rækja, þar sem er varðveisla lýðræðisins og jafnframt, meðal annars fyrir smæðar sakir, besta möguleika til að gæta þess — ef við og þær fáum þá að vera í friði fyrir voldugri þjóðum, sem haldnar eru öðrum og verri anda. Þau mannréttindi, sem lýð- ræðið hefir einkum talið sér til gildis að tryggja, og við, sem teljum okkur fylgja lýðræði og órar fyrir því, hvað það þýðir, teljum að í Iengstu lög eigi að tryggja borgurum hvers lýð- ræðisþjóðfélags, eru hugsana- frelsi, skoðanafrelsi, þar með tahð frelsi til að láta í ljós hugs- anir sínar og skoðanir, atvinnu- frelsi og sem fullkomnast rétt- aröryggi. Þessi réttindi eru einkum dýrmæt pólitískum minni hluta í þjóðfélögunum, en það hafa þótt liöfuðeinkenni og aðalsmerki lýðræðisskipu- lagsins, að það trygði minni hlutanum slík réttindi, enda taki jafnan til hans sem fylst tillit. Nú bjóða nokkrir vinir lýð- ræðisins, og þar á meðal þeir, sem einna f jálglegast hafa barið sér á brjóst af umhyggju fyrir því, sjálfu liv. sameinuðu AI- þingi upp á að samþykkja að kalla má aðgæslulaust og fyrir- varalítið, líkt og væri húrrahróp fyrir konunginum, ályktun, sem stefnir berlega að því — hvetur til þess, að þurkuð verði út í einni stroku öll þessi réttindi lýðræðisins, er eiga að vera þrauttrygð í sjálfri stjórnar- skránni: hugsanafrelsi, skoð- anafrelsi, atvinnufrelsi og rétt- aröryggi. Mætti lýðræðið gera að sínum orðum hið forn- lcveðna: Guð verndi mig fyrir vinum mínum. í tillögunni eru fingurnir elcki lagðir í milli. Ef „vitanlegt“ er, segir þar. Hverj- um? Hverjum sem er: Pétri eða Páli, Jóni eða Jónasi. Ef „vitan- legt er“ — slíkt þarf ekki að viðurkennast og enn síður að sannast fyrir dómstólum — að þú eða eg hafi hættulegar skoð- anir, eða jafnvel hugsanir, að þú eða eg „vilji“ illa eða sé í vafa- sömum félagsskap, eða einum eða öðrum of auðsveipur — eða „á annari bylgjulengd“, eins og það hefir verið kallað, er það nægilegt til aðflæma þig eða mig frá atvinnu og bjargráðum og stimpla óverðugan alls „trausts og viðurkenningar“ þjóðfélags- ins. Hafi annar verið viðurkend- ur samviskusamur embættis- maður, skal sú viðurkenning af honum tekin. Sé hinn viðurkent þjóðskáld, skal hann elcki vera það lengur. Hafi hann ort kvæði á borð við Hulduljóð, skal það vera eftir ókunnan höfund. Við könnumst við fyrirmyndina. Að vísu er lálið í veðri vaka, að hér sé aðeins átt við kommúnista — og ef til vill nazista — sem nú er mjög mildð samkomulag um að hafi sérstaklega hættu- legar skoðanir, a. m. k. liinir fyrrnefndu — en að því ó- gleymdu, að jafnvel kommún- istar eru líka menn og borgarar þessa þjóðfélags, liver er örugg- ur um að ekki verði þá og þeg- ar, e.t.v. eftir viðeigandi snuður og njósnir ef ekki Ijúgvitni, „vit- anlegt“ um hann, ef á liggur að ýta við lionum, að hann sé kommúnisti? Eg ætla að ekki sé lengra síðan en í vetur, að sjálfur höfundur og liv. aðal- flutningsmaður þessarar tillögu, gaf það vel í skyn, bæði i ræðu og riti, að ekki aðeins eg og hv. 9. Iandkj. þingm. bersyndug- ir menn værum — ef ekki kommúnistar þá — þeim mjög nærri standandi, heldur mjög margir aðrir hv. þingm., til þess mun ólíklegri og þeirra á með- al hv. 4. þm. Rv., Pétur Hall- dórsson borgarstjóri, að eg ekki minnist á prófessor Sigurð Nor- dal og „skáldin sjö“. Og fyrir livað? Fyrir það, að við dirfð- umst að treysta Alþingi og þar á meðal sjálfum okkur ékki miður til að útliluta styrkjum til slcálda og listamanna en sjálfum honum! Þá mætti hv. aðalflutningsmaður vera minri- ugur þess, að árum ef ekki ára- tugum saman hefir hann sjálf- ur því nær daglega verið titlað- ur kommúnisti. Það hefir verið „vitanlegt“ um hann, eins og liann orðar það í tillögunni. Og liánn er jafnvel hvergi nærri laus undan þessum grunsemd- um enn. Nú er eg sannfærður um, að fyrr á, árum voru þetta staðlaus brigsl. Eg er þvi miður ekki öldungis eins öruggur um tilhæfuleysi bandalags hans við koinmúnista liin siðustu ár — honum að vísu óvitandi banda- lags. Það eru fleiri en kommún- istar, sem hafa orðið varir við og fengið á að kenna hinu hálf- og alnasistiska ófrelsi, ihlutun- arsemi, slettirekuskap, snuðri og jafnvel liótunum, sem virðist vera að leggjast eins og pestar- farg yfir alt andlegt líf í þessu landi. Og það fer ekki dult, hver hefir valið sig til þess að veifa þar þrælasvipunni, sem þessi til- laga er einn hnúturinn á. En þess háttar aridlegur „terror“ skapar framar öllu öðru konun- únismanum tilverumöguleika, skiftir ekki máli, þó að hann lcunni að hafa verið upphaflega vakinn af brekum kommúnista og komi þeim e. t. v. fyrst í stað einkum í koll. Hér er eg kominn að kjarna málsins og aðalatriði. Á að flana að því, að snúa allri pólitík í þessu landi upp í baráttu á milli kommúnisma annarsvegar og nasisma hins vegar þar til yfir lýkur í þeirri baráttu? Þetta skiftir öllu máli fyrir unnendur lýðræðisins, því að hvor sem sigrar, er því búinn fullkomina ósigur. Eg vil, að við grípum tækifærið, stöldrum við and- spænis þessari tillögu, tökum okkur umhugsunarfrest og at- hugum okkar gang. Eg get mér þess til, ef við svörum spurn- ingunni játandi, að einhverjum okkar veiti ef til vill ekki af að hugsa sig stundarkorn um, í hvorn óaldarflokkinn þeir eigi þá að skipa sér. Um mig er það að segja, að eg vil ekki gefa lýðræðið og helstu landvinninga þess að öllu óreyndu upp á bátinn, og hið sama veit eg um nokkra hv. þingmenn úr öllum stjórnar- flokkunum. Eg hefi jafnvel á- stæðu til að halda, að þeir séu ánægjulega margir. Mér er það Ijóst, sjálfsagt eins ljóst og hverjum öðrum, að lýðræðið hér á landi, eins og annars stað- ar á nú í vök að verjast og liið sama sjálfstæði rikisins. Steðja hættur að hvorutveggja úr ýms- um áttum. Er eg þannig ekki ugglaus um, að lýðræðinu og skipulagsháttum þess kunni að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.