Vísir - 03.04.1940, Síða 1

Vísir - 03.04.1940, Síða 1
jf 3» • Y- *•; ■<»- •’. - 6 Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. '4 Riitstjórnarskrif stof ur: t’élagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 3. apríl 1940. 76. tbl. HAFNBANNSYFIRLÝS- INGU BANÐAMANNA RÓLEGA TEKIÐ í ÞÝSKALANDI. Engar gag;nráðitaf- anir tílkyntar. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun. Yfirlýsingu forsætisráðherra Bretlands og Frakk- lands um auknar ráðstafanir til þess að herða á hafnbanninu, er rólega tekið í Þýskalandi. Ekkert hefir verið minst á gagnráðstaf anir, og ætla menn, að þýska stjórnin muni bíða átekta og sjá hversu yfirlýsingunni verður tekið með hlutlausu þjóðunum, og verði því engar hernaðarlegar eða stjórnmálalegar aðgerðir um að ræða vegna áforma Breta og Frakka, fyrr en séð verður hverjum breytingum það veldur, að þeir ætla að herða á haf nbanninu, RÆÐA CHAMBERLAINS í GÆR. Chamberlain forsætisráðherra flutti ræðu í neðri málstofunni í gær og skýrði hann þá m. a. frá gerðum yfirherráðs Banda- manna, sem kom saman á fund í London í fjnrri viku, svo sem fyrr var getið. Hann lýsti yfir því, að Bandamenn ætluðu að gera hafnbannið eins áhrifamikið og auðið væri og yrði siglingaeftir- litið hert, til þess að Þjóðverjar gæti ekki flutt til sín miklaí foirgðir af járnmálmi frá Svíþjóð, sem verið hefði, og ennfrem- ur hefði Bandamenn keypt mikið af hráefnum o. fl. í löndum í suðausturhluta álfunnar, til þess að koma í veg fyrir, að Þjóð- verjar gæti náð til sín miklum birgðum af þessum afurðum, sem allar eru mikilvægar fyrir þjóð, sem á í hemaði. Þá tilkynti hann, að Bandamenn hefði keypt alla hvallýsisframleiðslu Norð- manna. ¥IDSKIFTI BANDAMANNA OG HLUTLAUSRA ÞJÓÐA. Chamberlain mintist á það að Bretar hefði gert viðskiftasamn- inga við ýms hlutlaus lönd, Svíþjóð, Noreg, ísland, Holland, Belgíu, Spán og Tyrkland, en samkomulagsumleitanir færi fram við Svisslendinga o. fl., en verið væri að undirskrifa verslunar- samning við Dani.Chamberlain kvað svo verða um hnútana búið, að hlutlausar þjóðir gæti ekki flutt inn vörur frá breskum lönd- um nema til eigin nota. Var þeirri yfirlýsingu vel tekið. Samningar þeir, sem gerðir voru við Dani, miða að hinu sama og við önnur hlutlaus ríki, að tryggja það, að venjuleg viðskifti eigi sér stað meðan styrjöldin stendur, eftir því sem auðið er. í ræðu Chamberlains kom það fram, að Bretar eru ekki á- nægðir með hversu hlutlausu þjóðirnar framfylgja stefnu sinni. Mótmælin til Breta, ef eitthvað ber út af, væri hörð og ákveðin, og gætti Bretar þó þess að virða hlutleysi þeirra, en í garð Þjóð- verja, sem sökt hefði fjölda skipa hlutlausra þjóða, með þeim af- leiðingum, að fjöldi sjómanna hefði látið lífið, væri ekki borin fram ákveðnari mótmæli en til Bandamanna. Chamberlain vísaði á bug öllum ásökunum um, að Banda- menn hefði viljað koma því til leiðar, að styrjöldin færðist til annara landa, t. d. til Balkanskaga, en sáttmálinn við Tyrkland hefði aukið öryggið í suðausturhluta Evrópu og við Miðjarðarhaf Þýsk blöð saka Belgíu- menn um framkomu ósam- boðna hlutlausri þjóð. EINKASKEYTI frá United Press. K.höfn 'í morgun. Mikillar gremju gætir í þýskum blöðum gagnvart Belgíumönnum. Segja þýsku blöðin að framkoma Belg- íumanna og belgiskra blaða sé ekki þannig, að samboðið sé hlutlausri þjóð. Blaðið Zwölf-Uhr-Blatt birtir ákafa árás á Belgiu fyrir framkomu, sem sýni, að ekki sé fylgt hlutlausri stefnu. Bendir blaðið m. a. á, að belgiskir námumenn hafi safnað fé til þess að gefa Frökkum sjúkraflutningavagna. Þá er því haldið fram, að i belg- iskum blöðum komi fram mikil samúð í garð Banda- manna, en andúð í garð Þjóðverja. Fyrmefnt þýskt blað heldur því fram, að belgiska sjórnin haldi að sér höndunum, og liafi engin afskifti af þvi þótt þjóðin gæti ekki betur hlutleysis síns en þetta. Yerðlækkun sterlingspunds. Einkaskeyti frá United Press. Lndon í morgun. Að því er United Press í Washington hefir fregnað, hef- ir ríkisstjórnin til athugunar að ákveða tolla á breskar inn- flutningsvörur, samkvæmt sér- stakri gengisskráningu. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir að innflutningur á breskum vörum aukist óeðlilega vegna verðfalls sterlingspundsins. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn á hádegi í dag. Hitler boðaði GÖring, Brauch- itch og dr. Schacht á sinn fund í gær, og er talið að þeir hafi rætt gagnráðstafanir af Þjóð- verja hálfu vegna fyrirhugaðra hafnbannsáforma Bandamanna. Einkanlega munu þer hafa rætt um hvernig Þjóðverjar gæti trygt sér framhaldsaðflutning á sænskum járnmálmi og olíu frá „NOKKURIR FANGAR VORU TEKNIR“. — Við og við er sagt frá þvi í tilkynningum frá vesturvígstöðvunum, að nokk- urir fangar hafi verið teknir. Eins og kunnugt er hefir að eins komið til smá viðureigna á vígstöðvunum enn sem komið er, en daglega értl átök milli framvarða og þá iðulega teknir nokk- urir fangar. — Myndin er af frönskum föngum í þýskum fanga- búðum. Myndin er tekin í matmálstíma og sýnir, er matarskamti er úthlutað o. fl. Rúmeníu. Þá munu þeir einnig hafa rætt hvað unt sé að gera út af því, að Bandamenn leitast við að hafa aukin áhrif á Norður- löndum og að þeir auka kaup sín á afurðum í Balkanlöndun- um. Er það mikilvægt fyrir Þjóðverja, áð aðflutningar frá Norðurlöndum og Balkanlönd- um haldist, meðan þeir geta ekki fengið nægileg hráefni frá Rússlandi, og ekki framleitt sjálfir nægilegt til eigin nota. Skipatjon í mt y r | öldfimi Harðorð grein i Norges Handels og sjöfartstidemie Sldpatjón Bandamanna og lilutlausra þjóða vikuna 25. mars mars til 31. apríl er hið lægsta sem verið liefir síðan fyrstu viku ársins og fjórða lægsta frá byrjun ófriðarins. Samkvæmt til- kynningu breska flotamálaráðuneytisins, er gefin var út í gær, er tjónið ekki meira en sem svarar einum þriðja af meðaltali þeirra 30 vikna, sem liðnar eru frá ófriðarbyrjun og ekki nema sem svarar einUm tíunda af meðaltjóni fyrstu 7 mánaðanna af ár- inu 1917, þegar Þjóðverjar höfðu hafið hinn „ótakmarkaða kaf- bátaliernað“. Þessi bresk skip fói-ust: „Dag- hestan“, 5742 smálesta tank- skip, 25. mars, og „Barnhill“, 5439 smálestir. Þessi skip hlutlausra þjóða fórust: „Protinus“, hollenskt, 202 smálestir, „Britta“, danskt, 1146 smál., „Cometa“, norsld, 3974 smál. og „Burgos“, norskt, 3219 smál. Þessi sldp fórust öll 25. mars, nema „Burgos“, er sigldi í herskipafylgd og rakst á tundurdufl 28. mars. Þjóðverjar mistu eitt skip í þessari viku, „Minhorn“, 4007 smál., sem var á siglingum í norðurliöfum, þegar skipshöfn- in sökti því. Þegar þetta skip er talið með, hafa Þjóðverjar mist alls 303,946 smál. skipa, sem tekin hafa verið, sökt af skips- mönnum eða herskipum banda- manna. Á föstudagskvöld, 29. f. m., höfðu 29 skip farist, er notið höfðu herskipafylgdar, af alls 14,934. Til sama tíma höfðu að eins 3 slcip hlutlausra þjóða far- ist á sama hátt, af alls 2215 skipum. Þjóðverja á siglingar hlutlausra þjóða bæði ruddalegar og lieimskulegar, vegna þess, að þær geti ekki haft nein veruleg álirif á siglingar til Bretlands, og vegna þess, að mikill hlúti þeirra skipa, sem sökt hafi ver- ið, hafi verið á leið til heima- hafna með flutning lianda sín- um eigin landsmönnum. Blaðið bendir á það, að mik- ill sé munur á því, hvort brotið sé hlutleysi lands með því að ráðast inn í landhelgi þess, eða livort sjómenn þess séu drepnir unnvörpum án sakar. „Það er hörmulegt til þess að vita“, seg- ir blaðið að lokum“, að norslcir hafnsögumenn og norsk varð- skip skuli gera alt, sem i þeirra valdi stendur til að tryggja Þjóðverjum vernd innan norskrar landhelgi, og fá ekki aðrar þakkir en þær, að félagar þeirra utan landhelginnar verða fyrir loftárásum Þjóðverja eða skipum þeirra er sökt fyrir- varalaust af þýskum kafbát- um.“ Norska blaðið „Norges Hand- els og Sjöfarttidende“ hefir birt mjög harðorða grein í garð Þjóðverja, í tilefni af árásum þeirra á norsku skipin „Brott“, „Lysaker“, „Thora Elise“ og „Erling Lindö“. Skorar blaðið á allar hlutlausar þjóðir, sem at- vinnu hafi af siglingum, að sameinast gegn hinni sameigin- legu hættu. Blaðið telur árásir Frá Iiæstarétti Missir öku- leyfi í 6 mán. Ók út af við Elliðaárnar. 1 dag var í hæstarétti kveð- inn upp dómur í málinu vald- stjórnin gegn Einari J. Jónssyni og urðu úrslit málsins þau, að kærður var dæmdur til þess að greiða kr. 125,00 í sekt til ríkis- sjóðs og auk þess sviftur öku- leyfi í 6 mánuði. Tildrög málsins eru þau, að 29. ágúst f. á. keyrði kærður bifreiðina R. 82 út af þjóðvegin- um vestan við Elliðaárnar. Fór annað afturhjólið undan bifreið- inni og sat hún föst í skurði utan við veginn. Lögreglan, sem fann kærða um klukku- tíma eftir að hann keyrði út af, Annar var grunaður í fyrra, en ekkerf sann- aðist. Um miðjan janúar hófst hér í bænum réttarrannsókn í kyn- villumáli og hafa tveir menn verið dæmdir fyrir nokkuru í átta mánaða betrunarhúsvinnu hvor. Hinar mestu tröllasögur hafa gengið hér i bænum um þessi mál að undanförnu og margir saklaUsir menn verið bendlaðir við þessi málaferli af almanna- rómnum. Hefir verið álitið að þetta mál væri mjög viðtækt, en svo er ekki. Einungis þessir tveir menn, sem þcgar hafa ver- ið dæmdir og eru ahnenningi al- veg óþektlr, eru flæktir í málið ofl p.r hvi loliifr ~ö r ■- ------* Yísir leitaði sér unnlvsipga um málið hjá sakadómara í morgun og sagðist honum svo frá: 1 fyrra var annar þeirra manna, sem nú hefir verið dæmdur, grunaður pm kyn- villuafbrot og fór þá fram rann- sókn á því. En ekkert sannaðist á manninn og var rannsókninni þá hætt. Um miðjan janúar s. 1. var rannsókn hafin að nýju og sönn- uðust þá afbrot á þá tvo menn, sem dómar liafa nú verið kveðn- ir upp yfir. Drengir þeir, sem flæktir eru i miálið, eru um fermingaraldur og sá, sem mest er við það rið- inn er vandræðabarn, þjófur, sem nú hefir verið komið fyrir i sveit. Sögur þær, að þessir drengir hafi verið fluttir á sjúkrahús og liggi þar fyrir dauðanum hafa ekki við full rök að styðjast. Þeir munu eitt- hvað hafa skemst af meðferð- inni og einn fluttur i sjúkrahús, en ekki mun það að öllu leyti vera af þessum sökum. Mál það, sem nú er í rannsókn á Akranesi og sumir telja að sé af líku tagi og það, sem sagt hefir verið frá hér að ofan, mun vera nokkuð frábrugðið. Þar mun vera um misnotkun á böm- um að ræða eftir þvi sem Vísir hefir komist næst. fór með hann á Landspítalann til blóðrannsóknar og reyndist áfengismagn í blóði kærða vera 1.52%o. Kærður neitaði því liins- vegar staðfastlega, að hafa neytt áfengis nefndan dag. Héraðs- dómarinn taldi, að með nefndri blóðrannsókn, framburði 5 lög- regluþjóna, er báru að þeirn hefði virst kærði vera undir á- hrifum áfengis og með tilliti til þess, hvernig út af akstrinum liefði verið háttað, væru komn- ar fram nægar sannanir þess, að kærði liefði verið undir á- lirifum áfengis við akstur bif- reiðarinnar. Var kærði dæmdur í 125 kr. sekt og sviftur öku- leyfi í 3 mánuði. Staðfesti hæsti- réttur dóm þenna að öðru leyti en því, að hann svifti kærða ökuleyfi í 6 mánuði. Sækjandi málsins var hrm. Gunnar Þorsteinsson og verj- andi lirm. Guðm. Guðmunds- son.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.