Vísir - 04.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
KRISTJÁN guðlaugsson.
Rkitstjór narskr if stof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 4. apríl 1940.
77. tbl.
BREYTINGAR Á SKIPUN
BRESKU STJÚRNARINNAR
W. Churchill
falin yfirstjórn
landvarnanna.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun.
Tilkynning um breytingar þær á skipan bresku
stjórnarinnar, sem búist var við, að kunngerð-
ar yrði nú eftir mánaðamótin var birt í gær.
Er aðallega um innbyrðis breytirigar eða embættaskift-
ingar að ræða, en þó hefir einum nýjum manni verið
bætt í stjórnina, Woolton, sem tekur við af W. S. Mor-
rison matvælaráðherra, sem tók við póstmálaráðherra-
émbættinu. Chamberlain forsætisráðherra hefir lýst
yfir því, að breytingarnar hafi verið gerðar til þess að
koma f ullkomnari samvinnu á meðal þeirra ráðuneyta,
sem mest afskifti hafa af rekstri styrjaldarinnar.
Langsamlega mikilvægasta breytingin er sú, að Wins-
ton Churchill flotamálaráðherra er fengin yfirstjórn
landvarnanna í hendur, og tekur hann við af Chatf ield
lávarði, en Churchill gegnir flotamálaráðherraembætt-
inu áfram, og hefir því besta aðstöðu allra ráðherranna
til þess að láta til sín taka um alt, sem rekstri styrjaldar-
innar við kemur, enda þótt helstu ráðherrarnir taki á-
fram sameiginlegar ákvarðanir um allar hinar mikil-
vægustu fyrirætlanir. Að undanförnu hefir þess verið
kraf ist af æ meiri áhuga í breskum blöðum, að Churc-
hill fengi aukin völd í hendur. Býr hann að allra dómi
yfir þeim krafti og starfsf jöri, reynslu, hugkvæmni og
þekkingu, að sjálfsagt þótti, að hann fengi aðstöðu til
bess að njóta sín betur.
Aðrar mikilvægar breytingar eru, að Sir Samuel
Hoare verður flugmálaráðherra í stað Sir Kingsley
Wood. Sir Kingsley verður innsiglavörður konungs.
Hudson — sem hafði aðstoðarverslunarráðherraem-
bætti með höndum — verður verslunarráðherra. Aðrar
breytingar eru ekki mjög mikilvægar.
Lundúnablöðin ánægð yflr
auknu valdi Churchills, en
óánægð að öðru leyti----
Lundúnablöðin í morgun láta ekki í ljós neina ánægju yfir1
breytingunum á skipun stjórnarinnar, að undantekinni þeirri,
að Winston Churchill hefir fengið aukið vald í hendur.
Blöðin furða sig mjög á því, að Sir Samuel Hoare skuli hafa
verið gerður að flugmálaráðherra.
Hin almenna skoðun virðist koma einna best fram í Daily
Mail, sem segir, að kröfwrnar um athafnasama, dugandi stríðs-
stjórn muni fara vaxandi.
Daily Herald, blað jafnaðarmanna, lætur í ljós óánægju, og
segir, að Chamberlain skorti hugkvæmni.
flugmönnlinum björguðu skip-
verjar á togara, en Þjóðverjun-
¦ um áhöfn á reknetaskipi. Tveir
Þjóðverjar af fimm höfðu særst.
Þýsk flugvél nauðlenti i Noregi
og var áhöfnin kyrrsett. Flug-
; mennirnir kveiktu í flugvélinni.
| Þá hrapaði þýsk flugvél niður í
I Kattegat, en áhöfnin bjargaðist
I til Danmerkur i gúmmibát, og
[ var kyrrsett.
I Loftárásir voru gerðar á tvo
] flutningaskipaflota á Norður-
sjó. Bretar segja, að flugvélar
Þjóðverja hafi verið hraktar á
flótta, og hafi þeim ekki tekist
að valda tjóni é skipunum, en
Þjóðverjar tilkynna, að mörg
skip hafi orðið fyrir skemdum.
mistu 3 flug-
vélar í gær
1 í loftbardaga,
hinar nauðlentu
Einkaskeyti frá United Press.
Lndon í morgun.
Loftbardagi var háður við
strendur Skotlands i gær milli
Heinkel-sprengjuflugvélar og
breskrar Spitfire-flugvélar. Báð-
arflugvélarnar fórust. Bresku
Rússar færa
sig upp a
skaftið.
Hersveitir þeirra hafa
farið lengra inn í
Finnland en um
var samið.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn í morgun.
Frá Helsingfors er símað, að
það sé haft eftir finskum her-
foringjum, að hersveitir Rússa
hafi brotið í bág við friðar-
samningana, með þvi að fara
lengra inn i Finnland en um
var samið, er friðarsamning-
arnir voru gerðir.
Finnar gera sér þó vonir um,
að fult samkomulag náist um
þá deilu, sem upp er risin, en
fundur til þess að ganga end-
anlega frá Iandamærum Sovét-
Rússland og Finnlands verður
haldinn innan skamms i Viborg.
Fregnir frá Moskva herma,
að Rússar haldi þvi fram, að
Finnar hafi sökt 6 skipum sin-
um áður en þeir yfirgáfu Koi-
vistoflóa.
rj • ¦>
ariKin se
IHttt SÍFrjÉHfÍIilif
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn i morgun.
í þýskum blöðum koma nú
fram ásakanir i garð Bandarikj-
anna vegna skjala, sem sagt er
að fundist hafi i Póllandi, og
sanni að Bandaríkin eða full-
trúi þeirra hafi ýtt undir Pól-
verja að fara í stríð við Þjóð-
verja, og hefir komið fram sú
skoðun, að Roosevelt forseti
hljóti að bera ábyrgðina á þessu
og þar með upptökum styrjald-
arinnar. Þessum ásökunum er
neitað í Washington.
William C. Bullit, sendiherra
Bandaríkjanna i París, hefir
gefið Bandaríkjastjórn skýrslu
um þessi mál, sem hún hefir
tekið góða og gilda að öllu leyti.
— Cordell Hull, ulanrikismála-
ráðherra Bandaríkjanna, hefir
neitað beiðni fulltrúadeildar
þjóðþingsins, að fyrirhugaðri
brottför Bullitts frá París verði
frestað, þar til þjóðþingsnefnd
liafi rannsakað ásakanir Þjóð-
verja.
Leggja Bretar hafn-
bann á Vladiwostock?
Einkaskeytí frá United Press.
Löndon í morgun.
Fregnir frá Tokio herma, að
einn af japönsku flotaforingj-
unum hafi gert að umtalsefni
VETRARHÖRKUR hafa verið allmiklar að undanförnu á vesturvígstöðvunum og hafa Banda-
menn lært af Finnum að klæða hermenn sína i hvít klæði. Þetta eru breskir „Tommyar" á leið heim
úr rannsóknarferð.
Engir Olympíuleik-
ar í Finnland
Finnar vilja fá frest, en Bandaríkjamenn eru
að hugsa um að halda ameríska Olympíuleika
Einkaskeyti frá XJ. P. — Khöfn í morgun.
Kenslumálaráðherra Finnlands hefir gefið út þá til-
kynningu, að vegna viðreisnarstarf sins verði ekki hægt
að halda Ólympiuleikana i sumar í Helsinki. Jafnframt
lét ráðherrann þá skoðun sína í ljós, að finska Ólympíu-
nefndin muni æskja þess að fá frest, eitt ár, eða fleiri.
Nýjar álögur í
Þýskalaiiul.
Einkaskeyti frá TJnited Press.
London í morgun.
Fregnir frá Berlín herma, að
menn sem standa nærri stjórn-
inni búist við því, að i lok april-
mánaðar vérði komið á nýju
sparnaðarfyrirkomulagi, sem
svo er nefnt, þ. e. að allir sem
föst laun hafa, verði skyldaðir
til þess að lána ríkinu 10% af
launum sínum.
,1111(11 II ilISÍ-
I ISÍ' I
Pan-amerískir
Ólympíuleikar.
í desember-mánuði síðastliðn-
um var stofnuð nefnd í Banda-
ríkjunum til þess að rannsaka
möguleikan á Pan-amerísku
iþróttamóti, er halda skyldi í
Bandaríkjunum, ef ekkert yrði
úr leikjunum í Helsinki, en
Finnar höfðu'frest til 1. apríl til
þess að segja af eða á.
Fjórar borgir í Bandaríkjun-
um hafa óskað eftir að fá að
halda leikana: Los Angeles, San
Francisco, Filadelfia og New
York. Fulltrúi Fíladelfíu hefir
lofað að bæjarsjóður greiði alt
að 500 þús. dollara, ef halli verð-
ur af leikjunum og er það lof-
orð anðvitað þungt á metunum.
Los Angeles hefir hinsvegar
einn fulkomnasta leikvang, sem
til er í Ameríku, frá þvi að
Ólympíuleikarnir voru haldnir
þar árið 1932.
Hvorki New York eða San
Francisco hafa svona góða að-
stöðu. New York hygst að hafa
leikina i sambandi við áfram-
hald Heimssýningarinnar næsta
sumar. Liklegast er talið að Los
Angeles beri sigur úr býtum,
hið áformaða hafnbann Breta a
Vladiwostock, og mun eiga við
aukið eftirlit Austur-Asiuflota
með siglingum til þessarar haf n-
arborgar Bússa ,til þess að koma
í veg fyrir, að Bússar fái hráefni
þá leið. Flotaforinginn sagði, að
Japanir myndi mótmæla því
harðlega, ef tilraunir yrði gerðar
til þess að færa vettvang styrj-
adarinnar á svæði nálægt Japan.
Kynni þá svo að fara, að jap-
anski flotinn yrði að grípa til
sinna rá&a.
vegna gamallar reynslu og að
undirbúningskostnaður yrði þar
minstur.
bera fram mót-
mæli í Berlin.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn i morgun.
Símfregnir frá Haag herma,
að rikisstjórnin hafi lagt fyrir
sendiherra sinn að mótmæla því
við þýsku stjórnina, að skotið
var á fiskiskipin Viking og
Banken, og sökt var skipinu
Protinus. Hollenska stjórnin á-
skilur sér rétt til þess að kref j-
ast skaðabóta.
Gengi sterlings-
pundsins.
Samkvæmt ákvörðun land-
búnaðarráðsins danska og
stjórnarvalda þar í landi, hefir
verið horfið að þeirri ákvörð-
un, í því augnamiði að létta
undir með bændum, sem nú
eiga yið mikla erfiðleika að
stríða, að tryggja þeim ster-
lingsgengi á danskar kr. 19.40
fyrir útfluttar landbúnaðaraf-
urðbr. Samkvæmt skeytum, sem
hingað bárust í morgun skráir
Nationalbanken nú slík ster-
lingspund á d. kr. 19.80.
Hin venjulega lögboðna geng-
isskráning samkvæmt sterling-
dollar-genginu <er nú d. kr.
18.54.
Gengi pundsins er skráð í dag
kr. 23.32 í bönkunum hér.
Vísir frétti í morgun, að til
stæði að leyfa ekki sýningar á
gamanleiknum „Stundum — og
stundum ekki", sem frumsýning
á að vera á í kvöld.
Hefir blaðið heyrt, að leikur-
inn hafi „farið í taugarnar" á
einhverjum mikilsmegandi
manni, og hann rokið til og ósk-
að þess að hann yrði bannaður.
Lögreglustjórinn hefir nú
bannað leikritið án þess að lesa
það, að því er Vísi hefir verið
tjáð.
HÖFÖATÖLUREGLAN
Garðar Þorsteinsson og Árni
Jónsson ber'a fram svohlj. brtt.
við 14. gr. B. Xn. (Verslunar-
skólar). a- og b- liðir orðist
þannig: Til Verslunarskólans í
Beykjavík og til Verslunarskóla
sambands samvinnufélaganna
10.000. — Þó ekki yfir % kostn-
aðar hvors skóla, og skiftist
framlagið milli skólanna í réttu
hlutfalli við nemendafjölda
hvors skóla skólaárið 1939—
1940 (höfðatölureglan).
Umferðarfrv. í
Efri deild.
Samgöngumálanefnd Efri
deildar hefir skilað áliti um frv.
til bifreiðalaga og frv til um-
ferðalaga og leggur hún til að
þau verði samþykt óbreytt.
Árni Jónsson frá Múla hefir
flutt breytingartillögu á þá leið,
að í stað þess að hægri handar
umferð verði upp tekin verði
vinstri umferð látin haldast eins
og áður.
Annari umr. lauk í deildinni
i gær, en atkv.gr. fer fram í dag.