Vísir - 05.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjórí:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri ]
Blaðamenn Simh
Auqlýsingar > 1660
Gjaidkeri ! 5 línur
Afgreiösia j
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 5. apríl 1940.
78. tbl.
StjórnmálaókyrD I
I
Sérfræðingar Breta og
Frakka undirbúa varan-
lega samvinnu
á öllum sviðum
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun.
¦ undúnablöðin Daily Mail og Daily Express skýra
•J frá bví í morgun, að sérfræðingar Banda-
manna undirbúi mjög víðtæk áform um var-
ánlega samvinnu Bretlands og Frakklands, stjórnmála-
léga, hernaðarlega og viðskif talega.
. Tilgangurinn með því að koma á varanlegri sam-
vinnu er, að Frakkland og Bretland sameinuð verði svo
voldug og geti beitt sér svo í þágu frjtöarins, að engin
þjóð eða þjóðir, sem hneigjast til o'fbeldis eða ágengni
áræði að rfea upp gegn þeim.
l>að, sem hér er um að ræða, er raunverulega sam-
feining Breta og Frakka í öilum f ramkvæmdum, og
ganga þeir út frá því, að þessi víðtæka samvinna geti
orðið grundvöllurinn að nýrri skipan alþjóðamála, og
verði öllum friðelskandi þjóðum heimilt að taka þátt í
henni.
Að því er United Press hefir fregnað fær yfirherráð
Bandamanna fyrstu tillögur sérfræðinganna til með-
ferðar á næsta fundi sínum.
Vér treystum á hugrekki
og kjark þjóðar vorrar,
sagði Chamberlain í gær.
Reynaud flutti einnig ræða.
EINKASKEYTI FRA UNITED PRESS. — London, í morgun.
Chamberlain flutti ræðu á ársfundi íhaldsfélaganna í gær og
kom víða við. Ræddi hann horfurnar í styrjöldinni og drap m. a.
á hinar venjulegu, stórorðu hótanir Þjóðverja, en þeir hefði til
þessa notað stór orð og haft í hótunum, en ekki hefði komið til
neinna stórkostlegra árása á Bretland eða Frakkland, annað-
hvort af því, að Þjóðverjar væri ekki við því búnir, þrátt fyrir
hvað þeir láti digurbarklega, eða þeir gerði sér vonir um, að fá
frið og halda því, sem þeir hefði fengið. Af ræðu Chamberlains
er Ijóst, að Bretar búast við hvorutveggja, að styrjöldin kunni
enn að halda áfram sem hingað til, án þess að til stórkostlegra
átaka komi, eða að þáttaskifti verði með vorinu.
Bandamenn hafa frá upphafi miðað alt við langt stríð — við-
skifta- og fjárhagsstríð, fyrst og fremst — og það kom mjög
skýrt fram í ræðu Chamberlains, eins og raunarhefir komið fram
oft áður í ræðum breskra og franskra stjórnmálamanna, að þeir
hafa notað sér vel þann tíma, sem liðinn er af styrjöldinni, til
undirbúnings hinum miklu átökum, sem fyrr eða síðar hljóta
að byrja, en í sjö mánuði hefir styrjöldin nú staðið, án þess til
nokkurra stórviðureigna háf i komið á vígstöðvunum.
Chamberlain sagði, að í Þýskalandi hefði orðið að draga
Tékka og Pólverja frá heimilum þeirra til þess að vinna sem
þrælar fyrir Þjóðverja, vegna vinnuaflsskortsins. Okkar vanda-
mál er alveg gagnstætt þessu, sagði Chamberlain. Við höfum
ekki enn notað allan vinnukraft okkar, og það er til úrlausnar,
hversu megi nota hann sem hagkvæmast.
Chamberiain gerði einnig að umtalsefni hlutleysisbrot Þjóð-
verja og Bandamanna. Hinir fyrrnefndu söktu fyrirvaralaust
skipum hlutlausra þjóða og sjómenn hlutlausra þjóða hefði
látið lífið í hundraðatali, en þannig færi Bretar ekki fram. Hins-
vegar kvað hann rétt vera að Bandamenn kynni að hafa gerst
sekir um hlutleysisbrot, en ekki af yfirlögðu ráði, heldur af
slysni eða vegna þess að aðstöðurnar hefði gert það óhhjákvæmx-
legt. Bandamenn reyndi að halda öll lög og reglur.
Chamberlain kvaðst sannfærðari en nokkuru sinni um fulln-
aðarsigur Bandamanna. Við byggjum traust vort, sagði hann, á
kjarki og hugrekki þjóðar vorrar.
REYNAUD FLYTUR RÆÐU.
Paul Reynaud, hinn nýi forsætisráðherra Frakklands, flutti
einnig ræðu, og var henni útvarpað til Ameríku. Var ræðan
flutt á ensku. Ræðan var flutt í sama anda og var svipaðs efnis og
ræðnr breskra og franskra stjórnmálamanna að undanförnu.
Gerði hann grein fyrir styrjaldarmarkmiði Bandamanna, ein-
ingu þeirra og samheldni, sem aldrei hef ði verið meiri, og lýsti
trú sinni á, að fullnaðarsigur mundi falla Bandamönnum í skaut.
Eins og Chamberlain sagði hann: „Vér munum bera sigur úr
býtum,"
Greinargerð Teleld
um Rómaboi gar-
ferðina.
Einkaskeyti frá United Press.
Khöfn i morgun.
Símfregnir frá Budapest i
morgun herma, að Teleki
greifi, forsætisráðherra, hafi
gert grein fyrir árangrinum af
viðræðunum við Mussolini, á
fundi stjórnarinnar i gær. —
Lagði Teleki mikla áherslu á,
að stjórn landsins væri ein-
huga um stefnuna í utanríkis-
málttm.
Hinsvegar verður þess vart,
að nokkur stjórnmálaókyrð er
í landinu, og eru helst leiðtog-
ar hinna óánægðu Imredy fyrr-
verandi forsætisráðherra og
Matolczy, sem báðir eru tald-
ir vilja nánari samvinnu við
nazista i Þýskalandi.
Hikill liðsmunur
í loftbardagra.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
í Bretlandi er litið á það sem
mikið afrek, að i loftbardaga
milli breskrar hernaðarflugvél-
ar (Sunderland-flugvélar) og 6
þýskra Junker-flugvéla, báru
hinir bresku hermenn algeran
sigur úr býtum. Sunderland-
flugvélin hafði verið í eftirlits-
flugi og hrakið á flótta þýska
flugvél, er 6 þýskar flugvélar
komu til árásar á flutninga-
skipaflota. 1 loftbardaganum,
sem nú hófst milli Sunderland-
flugvélarinnar og 6 þýskra flug-
véla, var ein af þýsku flugvél-
unum skotin niður, en önnur
skemdist. Hinar lögðu á flótta.
Eftir þetta lagði breska flugvél-
in af stað heimleiðis. Loftbar-
daginn var háður yfir Norður-
s]ó, og átti flugvélin langa leið
heim, en lenti í bækistöð sinni
heilu og höldnu.
ÁRASIR á togara.
Tvær Heinkelsprengjuflug-
vélar gerðu lof tárás á togara við
strendur Skotlands i gær, en
voru hraktar á flótta.
COSSACK. — Myndin sýnir breska tundurspillinn Cossack, sem réðist inn í Jössingf jörðinn i
Noregi fyrir nokkuru og réðist á þýska birgðaskipið Altmark, sem þar hafði leitað hælis.
VÖRUFLUTNINGAR FRÁ
BANDARfKJUNUM AUK-
AST. — LAGARFOSS FER
AÐ LÍKINDUM VESTUR. —
Vöruflutningar frá Banda-
ríkjunum hingað til lands
munu aukast að mun i vor og
sumar, að þvi er ætlað er.
Hefir stjórn Eimskipafélags
.íslands og framkvœmda-
stjóri félagsins þvi til athug-
unar, að þriðja skipið verði.
5?tí í Alíieríkuferðir. Fulln-
aðanákvörðun hefir ekki ver-
ið tekin enn, en líkur eru til,
að Lagarfoss fari vestuc,
þegar hann kemur úr strand-
ferð þeirri, sem hann nú er
lagður af stað í, eða ekki
löngu ef tir að hann kemur úr
henni.
8400 silestir aí oliu
ð itið til HFSllll.
Einkaskeyti frá United Press.
Khöfn i morgun.
Frá Bukarest er símað, að
seinustu tvo daga hafi skip með
samtals 8400 smálestir af olíu
lagt af stað til Þýskalands,
þrátt fyrir að mikið ísrek sé
i Doná, en nú hefir brugðið til
þíðviðra og er ísa að leysa.
-------------------——— [¦—.
Skipatjon
í ^tríðinu.
Alls ha£a nú farist af völdum
stríðsins 55 norsk skip og var
samanlögð smálestatala þeirra
119.050 smálestir, eða um það
bil 2% % af smálestatölu norska
flutningaskipaflotans.
Þ. 31. mars höfðu alls farist
af völdum striðsins 416 skip,
! samtals 1.572.109 smálestir, eða
I um2.26%.NRP-FB.
Hin auknu völd
Churchills.
Það er hvartvetna litið svo á,
að Winston Churchill hafi nú
fengið svo mikil völd i hendur,
að hann verði mestu ráðandi
hversu Bretar reka styrjöldina,
þar sem hann verður formaður
landvarnanefndarinnar eða
stríðsráðsins, sem hinir land-
varnaráðherrarnir eiga sæti i,
þeir Sir Oliver Stanley hermála-
ráðherra og Sir Samuel Hoare,
flugmálaráðherra. Ennfremur
á Leslie Burgin, birgðamálaráð-
herra sæti í nefndinni. NRP-FB.
Bardagar við Noregs-
strendur.
Á mörgum stöðum á strönd-
inni fyrir utan Bergen heyrðist
skothríð i gær frá þvi snemma
um morguninn. Tólf flugvélar
sáust kl. 12.30.
Eimskipið Stein varð fyrir
flugvéíaárás pétt fyrir utan land-
helgislinu yið Jaðar. Skipið
varð ekki fyrir neinu tjóni og
engin af skipshöfninni særðist.
NRP—FB.
l&oht fi^ííBi' ræðn
á laugrardagr.
Koht utanrikismálaráðherra
Norðmanna flytur ræðu i Stór-
þinginu næstkomandi laugar-
dag um utanrikismál. Fundur-
inn verður haldinn fyrir opnum
dyrum. NRP—FB.
Þýsk flugvél kyrrsett
í Noregi.
Þýsk tveggja hreyfla Junker-
flugvél kom i gær fljúgandi inn
yfir norska lanhelgi fyrir utan
Bergen og flugu flugvélar
norska f lotans til móts við hana.
Þýsku flugmennirnir gáfu
merki um, að vélar flugvélar-
innar væri í ól#igi, og spurðu
hvar þeir gæti lent. Var þeim
fylgt til Sola-flugstöðvarinnar
af tveimur norskum flugvélum.
Þýska flugvéhn lenti kl. 17.30
eða klukkutima ef tir að til henn-
ar sást og voru flugmennirnir
kyrrsettir þegar eftir lendingu.
Kveiktu flugmennimir i flug-
Hægrri
umferð
^amþykt.
Telja má víst, að Alþingi sam-
þykki endanlega hægri handar
aksturinn á næstunni, því að í
gær voru bæði umferðalagafrv.
samþ. í Efri deild til 3. umr,
Átkvæðagreiðslan fór þannig,
að 9 greiddu atkv. með frv., en
7 gégn þvi. Verði frv. gerð að
lögum, ganga þau i gildi um
næstu áramót.
Hefir ekki verið tekið tilht
til mótmæla bifreiðastjóra hér í
Reykjavik eða Hafnarfirði, sem
þeir hafa sent Alþingi, og Vísir
birti fyrir skömmu.
Pétur
Jónsson
operusongvari.
25 ára
söng varaafmœlí
Þótt Pétur Jónsson hefði ekki
hlotið náðargáfu söngsins í
vöggugjöf, hefði hann líklega
engu að síður orðið með ástsæl-
ustu mönrium. Hann býður af
sér slikan þokka, hvar sem hann
fer, að öllum hlýtur að verða vel
til hans.
En nú er það svo, að Pétur
Jónsson er ekki einungis mik-
ill söngmaður, á íslenskan mæli-
kvarða, heldur líka á heims-
mæhkvarða. Maður, sem kemst
í hóp fárra útvaldra meðal
þeirrar þjóðar, sem býr yfir
jafn grundvallaðri söngmenn-
ingu og Þjóðverjar, er óvenju-
legum hæfileikum gæddur.
vélinni og var hún gerbrunnin
kl. 20.30. Margar sprengingar
urðu í f lugvélinni og munu það
hafa verið sprengikúlur, sem
sprungu. NRP.—FB.
Pétur var í svo miklu afhaldi
i Þýskalandi, að hann hét þar
meðal almennings, ekki herra
óperusöngvari Jónsson, heldur
blátt áfram „unser Peter" —
hann Pétur okkar. En þrátt fyr-
ir alt það dálæti, sem á honum
var, gleymdi Pétur aldrei ætt-
jörðu sinni og notaði hvert tæki-
færi til að láta okkur njóta góðs
af list sinni.
Nú í kvöld verður óperettan
„Brosandi land" leikin i heið-
ursskyni við Pétur. Söngur hans
i óperettunni er svo glæsilegur,
að slíkt heyrist sjaldan utan
söngsala stórborganna. Menn
munu ekki síður sækja leiksýn-
inguna í kvöld, þótt þeir fái að
vita, að ágóðinn renni til Pét-
urs. Sannleikurinn er sá, að það
er alt af „brosandi land' kring-
um Pétur Jónsson.
II basso.