Vísir - 06.04.1940, Page 1

Vísir - 06.04.1940, Page 1
Ritstjórl: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sfmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 6. apríl 1940. 79. tbl. Bandamenn þola ekki, að Rússar og Þjóðverjar anki áhrif sín á Norðurlöndum. Halifax Mvarðar afbendir sendiherrum Noregs og Svíþjóðar orðsendingar. Afstaða Breta tíl hlutleysis Norðurlanda - - EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun. Að því er United Press hefir fregnað eru orðsend- ingar Breta og Frakka til Noregs og Svíþjóðar mjög vinsamlega orðaðar og viðurkent að fullu hversu aðstaða Norðurlanda er erfið vegna styrj- aldarinnar. Hinsvegar er lögð rík áhersla á það, að Bandamenn geti ekki þolað það, að Rússar og Þjóðverjar auki áhrif sín á Norðurlöndum meira en orðið er. Halifax lávarður, utanríkismálaráðherra Bretlands, boðaði aendiherra Noregs og Svíþjóðar á sinn fund í utanríkismálaráðu- neytið í gær, og afhenti hann þeim orðsendingu frá ríkisstjórn Bretlands. Samskonar orðsendingar hefir franska ríkisstjórnin afhent sendiherrum Noregs og Svíþjóðar í París. í orðsendingum þessum gera Bandamenn grein fyrir afstöðu sinni til hlutleysisstefnu Norðurlanda. Hafa þær enn ekki verið birtar opinberlega. Það er talið, að m. a. sé rætt í orðsendingum þessum um sigl- , ingar þýskra flutningaskipa um landhelgi Noregs og Svíþjóðar, en Bandamenn hafa áður lýst yfir, að hér sé um misnotkun á landhelgi hlutlausra þjóða að ræða. Ennfremur mun vera rætt um ýms önnur ágreiningsatriði, en ekki er kunnugt, að neinar ákveðnar kröfur hafi verið bornar fram. Orðsendingamar hafa ekki verið birtar opinberlega enn sem komið er. MÁLMGRJÓTSFLUTNINGARNIR TIL ÞÝSKALANDS FRÁ SVÍÞJÓÐ. Bretar segja, að Þjóðverjar ætli að gera tilraun til þess að flytja megnið af því málmgrjóti, sem þeir kaupa af Svíum, um Luleá í Svíþjóð við Helsingjabotn. Benda bresku blöðin á þá erfiðleika, sem þessu er samfara, því að hægt er að flytja út ár- lega frá Narvik 7 milj. smálesta af sænsku málmgrjóti, en að eins 4'/2 milj. smál. frá Luleá, sem er ísilögð frá því á haust- in og þar til vorar. Undangengna mánuði hafa verið miklar frosthörkur, og það er talið, að líða muni 3-4 vikur þar til málm- grjótsflutningar geta byrjað frá Luleá. ERFIÐLEIKAR ÞJÓÐVERJA VEGNA HAFNBANNSINS ERU STÓRUM AÐ AUKAST. Hafnbannsmálaráðherra Frakka er nú staddur í London til viðræðna við viðskiftamálaráðherra Bretlands. Sagði franski ráðherrann í gær, að áhrifa hafnbannsins gætti stöðugt meira í Þýskalandi, ekki síst í þungaiðnaðinum, og hefði vinna lagst nið- ur í mörgum verksmiðjum vegna þessara erfiðleika. Myndu þessir erfiðleikar nú fara hratt vaxandi vegna hinna nýju ráð- stafana, sem væri að komast í framkvæmd. Viðræðum Monnet og Donalds Cross er enn ekki lokið. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fregn frá Washington herm- ir, að öldungadeild þjóðþings- ins hafi samþykt með 42 at- kvæðum gegn 37, að framlengja heimild ríkisstjórninni til handa til þess að gera samninga um gagnkvæm viðskifti við aðrar þjóðir. Framlengingin gildir til þriggja ára. Er litið svo á, að með þessu hafi öldungadeildin lýst yfir fylsta trausti á Roosevelt og stjóm hans og atkvæðagreiðslan talin mildll sigur fyrir Roose- velt. Líkurnar fyrir því, að Roose- velt verði í kjöri sem forseta- efni í þriðja sinn eru mjög vax- andi, einkanlega eftir að kosn- inganefnd flokksins í New York ríki (sem ræður yfir flest- um kjörmannaatkvæðum) hefir samþykt að styðja framboð hans. E11 Roosevelt hefir enn ekki tilkynt hvort hann gefur kost á sér. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík heldur fimleikasýn- ingar með um 200 nemendum, í iþróttahúsinu við Lindargötu n.k. sunnudag, 7. þ. m. I. bekkur kl. 10 f. h. og II. og III. bekkur kl. 2 e. h. Engin kaf- bátaárás á bresk skip í heila viku Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Það var tilkynt i London í gær, að undangengna 7 daga hefði ekki til þess komið, að þýskur kafbátur hefði gert árás á bresk flutningaskip. Er mikið um þetta rætt í breskum blöðum og vitnað i ummæh Winston Churchills, sem hefir lýst þvi yfir, að allar líkur benti til, að þvi færi all fjarri, að Þjóðverjar gæti smið- að kafbáta eins hratt og Banda- menn granda þeim. Jafnframt benti Churchill á erfiðleikana, sem þvi eru samfara, að manna kafbátana vel æfðu hði, en það tæki langan tíma, að æfa kaf- bátsmenn, svo að þeir væri fær- ir til starfs síns. Það er leidd atliygli að því, að reynslan virðist vera að stað- festa þessa skoðun Churchills, sem að sjálfsögðu hefir stuðst við álit breskra flotaforingja. Það er þó tekið fram i blöðun- um, að sérstakar ástæður kunni að vera fyrir hendi, að engar kafbátsárásir hafa verið gerðar á bresk skip undangengna daga, en telja hitt liklegra, að orsökin sé sú, að svo mörgurn kafbát- urn hafi nú verið sökt fyrir Þjóðverjum, að þeir geti ekki fylt i skörðin eða skorti æfða menn til þess að manna þá. — Þessa skoðun styður, að flestir þeirra kafbátsmanna, sem und- angengnar vikur liafa verið fluttir til Bretlands sem stríðs- fangar, eru unglingar. Háloftsflugvélar í ferðum í Ameríku. Reynsluflugferðir eru hafnar með háloftflugvélum, sem eiga að vera í flutningum milli S.- og N.-Ameríku. Er það Pan-Ame- rican Airways, sem heldur þess- um reynsluflugferð.um uppi milli Mexico og Texas. Flugvélar þessar, „Strato- Clippers“ voru upprunalega ætlaðar í Atlantshafsflugferðir, en nú hefir styrjöldin raskað þeim róðagerðum. Þessir „Strato-Clippers“ eiga að fljúga í 7—8 km. hæð og fara þá með 400 km. meðalhraða á klst. Geta þær flutt 33 fai’þega á daginn en 25 í rúmum á nætur- þeli. Fullhlaðnar vega þessar flugvélar 22y2 smál. Veggir þeiri’a eru al.hr 20 cm. á þykt og öllu er hægt að loka loftþétt, vegna þess hversu andrúmsloft- ið er þunt í þeirri hæð, sem þeim er ætlað að fljúga. Kristjánssamskotin, afhent Vísi: 80 kr. frá B. M. STOLT BRETA. — Þessi mynd er tekin á sjóliðaháskóla breska flotans i Dartmoutli, þar sem verið er að kenna sjóliðaforingja-efnum „teoriu“. Til aðstoðar er notað „model“ af orustuskipinu „Rodney“. Viðtal við Árna Friðriksson. Léleg vertíð enn sem komið er - - Útlitið óbreytt. Tíðindamaður Vísis hefir farið á fund Árna Friðrikssonar, fiskifræðings, og spurt hann h'vort nokkuð nýtt hefði komið fram um þorskstofninn við síðustu rannsóknir. Sagðist hon- um svo frá: — Okkur hefir gengið óvenju vel að afla gagna til rannsókn- anna. Við erum þegar búnir að fá um 17.000 mælingar af þorski það sem af er þessari vertíð og mikið af kvörnum. Þessi skilríki berast svo ört, að þag er ekki timi til þess að vinna úr þeim jafnóðum. Við getum aðeins gert bráðabirgðayfirlit. Það er þá fyrst að segja, að siðan er þér áttuð tal við mig siðast, liefir því miður ekkert komið fram, sem bendir i áttina til bóta um vertíð þá, sem nú stendur yfir, heldur hafa þær rannsóknir, sem gerðar hafa vei-ið síðan, staðfest þann ár- angur, sem lá fyrir þá, nefni- lega þann, að þeir aldursflokk- Afstaða íslands til umheimsins. Rétt fyrir páskana boðaði Stú- deatafélag Reykjavíkur til um- ræðufunda um afstöðu íslands til umheimsins. Tveir fundir voru ákveðnir um þetta efni, hinn fyrri um Island og Vest- urheim, hinn síðari um ísland og Norðurálfu. Á fyrri fundinum höfðu þeir Thor Tliors, alþingismaður, og Ragnar Ólafsson, lögfræðingur, framsögu. Síðari fundurinn verður liald- inn næstkomandi mánudag. — Stefán Jóh. Stefánsson, félags- málaráðlierra, hefir framsögu um afstöðu íslands til Norður- álfu, en Sigurður Einarsson, docent, um réttarafstöðu smá- þjóða Norðurálfunnar með sér- stöku tilliti til íslands. Fundurinn verður haldinn i Oddfellowhúsinu og hefst kl. 8% e. h. Ríkisstjórn og Alþing- ismönnum er boðið á fundinn. Verða vafalaust fjörugar um- ræður um þessi mál, sem nú eru sérstaklega ofarlega á baugi. ar (9 og 10 ára fiskur), sem vertíðin á að byggjast á, virðast ekki hafa fundið leið liingað á sínar gömlu hrygningarslóðir. Því miður getum við ekki enn- þá sagt með fullri vissu um ald- urinn á þeim þorski, sem nú er að veiðast, en eg get fullyrt, að þorrinn af honum er mjög gam- all. Okkur vantar á miðin hinn virka stofn, þann sem nú stend- ur i blóma lifsins, og vertiðin eftir alda gamalli venju á að byggjast á. Þessa staðreynd fá- um við staðfesta, ef við fylgj- u m aflahrögðunum á öllu því svæði, sem rannsóknimar ná til, þ. e. að segja bátaveiðinni frá Norðfirði að Alcranesi og tog- araveiðinni frá Selvogsgrunni að Snæfellsjökli. Frá Norðfirði hefi eg þegar fengið eina mælingu og er það óvanalega snemma. Róðrar eru ekki byrjaðir þar alment frek- ar en venja er til á þessum tíma árs, og hvað sem verður um árangurinn á komandi mán- uðum, þá má segja, að útlitið virðist vera gott. Fyrir Austur- landinu virðist vera mikið um 6 ára fisk, og jafnvel 5 ára lika, og ef hann flækist ekki eitthvað burt á móti allri venju, á hann að geta gefið góða veiði i sum- ar. En þorskurinn, sem okkur vantar á vertíðina, er þar ekki tii. .’i; Á Homafjarðarmiðin virðist hafa komið allskarpt hlaup af þessum Austfjarðafiski, siðari hluta febrúar, en þá fékst í sum- um róðrum fiskur á fimta livern og jafnvel fjórða hvern öngul. Síðan liefir dregið mjög úr þessum afla, og nú er hann víst h. u. b. alveg þrotinn. Ver- tíðarfiskurinn okltar er ekki heldur þar og lengra nær Aust- fjarðafiskurinn ekki. Hann er yfirleitt ekki farinn að ganga í heita sjóinn, þar sem hann er ekki kynþroska. Um Vestmannaeyjar er það að segja, að þorskurinn, sem þar hefir veiðst í allan vetur, hefir verið mjög stór, og vænt- anlega að sama skapi gamall. Aðeins um 14 liluti lians nær niður fyrir þau stærðarmörk, sem þorrinn er vanur að vera fyrir neðan, i góðum aflaárum. Á árunum rétt eftir 1930, þegar aflinn var hestur í Vest- mannaeyjum, miðað við alt það, sem af er þessari öld, virt- ust netin vera of stórriðin, til þess að talca sem mest af þeim fiski, sem mest var til af, fiski frá 57 til 90 sentimetra að lengd. Nú er svo komið, að þelta er að verða öfugt. Netin virðast nú jafnvel full smárið- in, svo stór er þorskurinn á þessari vertið. Það eru ekki meiri líkur til, að um sé að ræða mikla mergð af svona stórum og gömlum fiski, heldur en það, að mikill fjöldi öldunga yfir áttrætt sé til í einliverju þjóð- félagi. Ef við lítum á Keflavik endurtekur sama sagan sig þar. Okkur vantar hinn virka stofn, svo að veiðin verður að byggj- ast á gömlum og slitnum ár- göngum að öðru leyti en því, að nokkur slæðingur er af ung- um, uppvaxandi fiski i Faxaflóa og á næstu grösum við hann. Við höfum mælt allmikið af fiski, sem borist hefir á land til ishúsanna i Reykjavik, og hefir hann veiðst alla leið frá Sandgerði að Akranesi. Einnig hann sýnir sömu útkomu, nefnilega þá, að þorskurinn, sem við vissum að var i sjón- um, og sem við vonuðumst til að kæmi hingað til þess að lirygna, liefir ekki liingað til látið sjá sig, hvað sem kann að verða seinna. Loks er togaraaflinn. í viðbót við þær upplýsingar, sem mér tókst að afla með ferð minni á Reykjaborg i síðasla mánuði, liefi eg fengið allmikið af gögn- um frá togaranum Júní í Hafn- arfirði, og vildi eg í því sam- handi mega biðja Visi fyrir þökk mína til skipstjórans og loftskeytamannsins á þessu skipi. jUtkoman af rannsóknum þessara gagna er þvi miður alt annað en glæsileg. Hún hefir i einu og öllu staðfest árangur- | inn af rannsóknunum í ver- stöðvunum. Einmitt þessi tog- ari fékk fyrir nokkrum dögum ágætan þorskafla við Hraunið á Selvogsgrunni og hlakkaði eg mjög til að sjá, þegar kvarnir Frh. á 3. siðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.