Vísir - 10.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 10.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sírnli Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 10. apríl 1940. 82. tbl. SJÓORUSTA VIÐ NARVIK. Loítárásk á þýsk herskip í Bergensfirði — Breskum tundurspiUi sökt, en annar strandar. 2 þýskum beitiskipum sökt. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í dag. Nánari fregnir eru nú fyrir hendi um viðureignirnar á sjó við strendur Noregs í gær og í morgun, loftárásir breska flughersins á þýsk herskip, í Bergens- firði og víðar. Breskar hernaðarflugvélar og bresk herskip gerðu árás á þýsk herskip í Bergensfirði í gærkveldi. Tókst að varpa sprengikúlu á eitt herskipið og varð það fyrir skemdum. Allar flugvélarnar komu aftur heilu og höldnu. 1 morgun var gerð ný árás á herskipin og tókst að varpa á þau 3 sprengikúlum. — Til frekari átaka milli Breta og Þjóðverja hefir einnig komið við Narvík. Flotamálaráðuneytið breska til- kynnir, að sökt hafi verið breska tundurspillinum H. M. S. Hunter 1340 smál. og að annar, 1450 smál., hafi strandað. Á hvoru skipinu um sig voru 175 menn. Um mann- tjón er ekki kunnugt enn sem komið er, né heldur um tjón það, sem Þjóðverjar hafa orðið f yrir. 1 f regn frá sænska útvarpinu er sagt frá því, að þýsku beitiskipi hafi verið sökt við Narvik. Við strendur Suður-Noregs var skotið tundurskeyti frá kafbát að þýsku beitiskipi og er talið, að það haf i f arist. Flutningaskip það, sem breskur kafbátur sökti í Skagerrak í gær, hét Amasis. Það er (sbr. aðra fregn) 7000 smál. og var frá Hamborg. Það er f jórða þýska skipið, sem Bretar sökkva á tveimur dögum. London í morgun. 1 fyrri fregnum um þetta segir svo: I gær bárust fregnir um, að mikil sjóorusta væri háð við vestanverðan Noreg. Fregnir um þetta komu fyrst frá París, og var síðar staðfest í London, að þetta væri rétt, og ættist við þýsk herskip og bresk og f rönsk hinsvegar. Um úrslit orustunnar var ekki kunnugt snemma í morgun. 1 nótt birti breska flota- málaráðuneytið tilkynningu, þar sem algerlega er neitað stað- hæfingu þýsku flotamálaráðuneytisins, að 4 breskum herskip- um hafi verið sökt, þar af 2 orustuskipum og 2 beitiskipum. Bretar viðurkenna að 2 beitiskip hafi skemst lítils háttar af kúlnabrotum. Það er kunnugt að til átaka á sjó kom víða við Noreg í gær. Veður var slæmt, stormur og sjógangur. Þá tilkynna Bretar, að breskar hernaðarflugvélar hafi gert loftárásir á þýsk herskip, og hafi eitt beitiskip skemst mikið. Mun það vera eitt af herskipum þeim sem sent var með herlið til Noregs. 1 orustu milli þýskra og norskra herskipa í Oslofirði var sökt þýsku herskipi, 26.000 smálestir að stærð. Fregn um þetta barst frá Stokkhólmi. Breskur kafbátur hefir sökt 7000 smálesta flutningaskipi þýsku, en það var á leið til Noregs með kol. Hefir Bremen farist með 1300 manns? Óstaðfestar fregnir herma, að hafskipið Bremen hafi sokkið með um 1300 manns, en nánara er ekki um þetta kunnugt, en sé fregnin rétt er líklegt, að átt hafi að nota skipið til herflutn inga. ÖUum heimferðarleyfum breskra hermanna f restað. Það hefir verið íilkynt í Lond- on, að engir breskir hermenn eða flugmenn Breta í Frakk- landi fái heimferðarleyfi fyrst um sinn. Ertekið fram í opin- berri tilkynningu, að þetta sé ein af þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar eru til þess að hjálpa Norð- mönnum. Yfirherráð Banda- manna kom saman á fund í gærkveldi og tók mikilvægar á- kvarðanir um hjálp Noregi til handa Ætla Bandamenn að að- stoða Norðmenn á hvern þann hátt, sem þeir geta, hernaðar- lega og öðru vísi. Yfirlýsing frá Nygaardsvold. Þjóðverjar viðurkenna mót- spyrnu Norðmanna. Nygaardsvold, forsætisráð- herra Norðmanna, lýsti yfir þvi á Stórþingsfundi að Hamri í gœr, að Norðmenn væri stað- ráðnir í að verjast. Þjóðverjar viðurkenna, að um alvarlega mótspyrnu af hálfu Norðmanna sé að ræða. 1 Oslo er alt sagt með kyrr- um kjörum, en þýskir hermenn ganga vopnaðir um göturnar i eftirlitsskyni. 1 fregn frá útvarpsstöðinni i Lahti í Finnlandi segir, að breski ræðismaðurinn í Þrándheimi hafi verið handtekinn. Norski sendiherrann í Lond- on hefir ekki haft samband við ríkisstjórnina á Hamri i morg- un, en i gærkveldi barst fregn þaðan frá breska sendiherran- um, sem kvað Norðmenn von- góða og hugrakka, og hefði þjóðinni aukist mjög hugur við að eiga von á öflugri hjálp Bandamanna. 1 blöðum um all- an heim kemur fram mikil að- dáun í garð Norðmanna. Innrás í Danmörku og Noreg vekur ugg í Hollandi og Belgíu — mikla furðu í U. S. A. Þýska útvarpið sagði i gær, að Bretar ætluðu að ráðast inn i Holland. Þessu er harðlega neit- að í Bretlandi, þar sem litið er svo á, að ásökunin kunni að vera komin fram vegna fyrir- hugaðrar árásar Þjóðverja sjálfra. Heimferðarleyfum í hollenska hernum hefir verið frestað og allir hermenn, sem voru í heimferðarleyfi, hafa verið kallaðir til herdeilda sinna. Frekari ráðstaf anir tilþess að efla landvarnirnar voru tekn- ar á ráðuneytisfundi i Haag í morgun. Fregnirnar um innrásina hafa vakið mikla furðu í Bandaríkj- unum. Siglingar amerískra skipa til Noregs og Danmerkur stöðvast sennilega. Skip á leið i frá Bandarikjunum til Noregs hafa fengið skipun um að snúa við. Frh. á 3. bls. Oslo 9. febr. FB. Norska flotmálaráðuneytið tilkynnir, að þýsk herskip hafi komið til Bergen og hafi verið sett herlið á land og var borgin hertekin. Sömuleiðis hafa tvö þýsk herskip farið inn til Trondheim, sem einnig mun vera hertekin. Þýskt herlið hefir einnig verið sett á land i Narvik, í Egersund og við Vallö fyrir utan Tönsberg. Gerð hefir verið árás á Kristianssands-vígi og loftárás hefir verið gerð á bæ- inn. Þýsk herskip hafa einnig brotið sér leið inn Oslofjörðinn. Kl. 4.30 var orusta háð milli setuliðsins í strandvirkjunum í Oskarsborg og hinna þýsku her- skipa. í nótt sem leið voru tví- vegis gefnar aðvaranir um loft- árásir og í dag var lýst yfir loftvarnarástandi. Þýskar flug- vélar eru á stöðugu sveimi yfir Oslo og fljúga mjög lágt. í Bergen hafa Þjóðverjar gef- ið út ávarp til borgarbúa, þar segir, að þeir hafi ákveðið að gripa til gagnráðstafana til þess að koma í veg fyrir enska árás og hafi þeir tekið i sínar hend- ur vernd yfir Noregi og Dan- mörku. 1 Beuterfregn frá London er tilkynt, að þýskt herlið hafi far- ið yfir landamæri Suður-Jót- lands og danska setuliðið í Sönderborg hafi hörfað undan. í fregn frá New York hermir, að Þjóðverjar hafi hertekið Kaupmannahöfn í morgun. Norska stjórnin, Stórþingið og konungsfjökkyldan, svo og sendiherrar erlendra rikja, hafa tekið sér aðsetur að Hamri. Áð- ur en Koht utanrikismáðráð- herra lagði af stað skýrði hann frá því, að þýski sendiherrann hef ði komið í heimsókn til hans og hafi hann munnlega og skrif- lega látið i ljós, að Norðmenn ætti ekki að veita Þjóðverjum mótspyrnu, en sætta sig við þýska hernaðarlega stjórn. Ut- anrikismálaráðherrann bar til- mælin undir stjórnina, er hafði verið á fundi alla nóttina, og einróma komst að þeirri niður- stöðu, að hún gæti ekki fallist á tillögur Þjóðverja. — Þjóðverj- ar, sagði Koht, afsaka sig með því, að Bretar og Frakkar myndi hafa farið eins að, en bætti þvi við, að hann tryði þvi ekki. — í nótt var gefin út fyr- irskipun um almenna hervæð- ingu í Noregi. Frá London er símað, að símasambandinu milli Bret- lands og Norðurlanda sé slitið. Símasambandið er að öllu leyti yfir Kaupmannahöfn.' Frá London er einnig símað, að Þjóðverjar hafi tilkynt í út- varpi til sjófarenda, að fyrir ut- an allar mikilvægar hafnir i Skagerak hafi verið lagt tund- urduflum snemma í morgun. Quisling majór myndar lepp- stjórn í Noregi Norski herinn hfst til varnar milli Oslo ogr Ilainars. London í morgun, Quisling majór, sem alimikið bar á um skeið í norskum stjórnmálum, þótt hann aflaði sér aldrei mikils fylgis, heftr r myndað stjórn í Noregi með stuðningi Þjóðverja. Quisling var forraaður flokksins Nasjonal sanUing, nazistaflokksins norska, og hefir aldrei komist á þing. 1 gærkveldi ávarpaði hann norsku þjóðina frá útvarpsstöðinni í Oslo, sem Þjóðverjar hafa n« 6 valdi sínu. Hin raunverulega stjórn Noregs hefir tekið sér aðsetur á Hamri, svo sem getið er í öðrum fregnum, og þar er nu kon- ungsfjölskyldan, ríkisstjórnin, Stórþingið og fulltrúar erlendra ríkja. f Norski herinn hefir tekið sér varnarstöðu milli Hamars og Oslo og er talið, að hann muni leggja áherslu á, að verja Hamar, stjórnaraðsetursborgina, í von um að Noregi berist skjót hjálp frá Bandamönnum, og taflið snúist Þjóðverjum í óhag. Ýmsar getgátur eru um hvað Þjóðverjar hafi sent mann- margan her til Danmerkur og Noregs, og er giskað á, að hann sé a. m. k. 250.000 og vel út búinn, og studdur af flugvéladeildum. Það er búist við, að Þjóðverjar haldi áfram herflutningum til Noregs, til þess að treysta aðstöðu sína þar, og þá jafnframt, að herskipaf loti Bandamanna geri alt, sem hann getur til að hindra slíka flutninga. Það er og talið líklegt, að Bandamenn freisti að setja lið á land í norskum höfnum. — Samkvæmt fregnum frá Noregi — en þaðan koma nú útvarpsfregnir aðallega, og er varlegast að treysta þeim ekki til fulls, segir í breskum fregn- um, vegna aðstöðu Þjóðverja í Noregi sem stendur — hafa Þjóðverjar sett herlið á land í Narvik, Trondheim, Stavanger, Bergen, Egersund, Kristiansand og Oslo. f fregnum frá Svíþjóð segir, að Norðmenn hafi yeitt mótspyrnu í Oslo, Bergen og Kristiansand, og verjist enn í Kristiansand. 1 gærkveldi var enn skotið af fallbyssum strandvirkjanna í Oskarsborg við Oslo- fjörð. Þá hafa borist fregnir um, að Þjóðverjar hafi gert loft- árásir á nokkrar borgir, og þýskar flugvélar hafa verið á stöð- ugu sveimi yfir Oslo. Herstjórn Þjóðverja stöðvaði brottflutn- ing fólks úr borginni og fyrirskipaði, að þeir sem farnir væri, kæmi aftur. — Sumstaðar, þar sem Þjóðverjar settu lið á land, voru sjóhðarnir dulklæddir sem venjulegir hásetar, en höfðu þó vopn, handsprengjur o. s. frv. Talið er, að Þjóðverjar hafi flutt allmikið lið til Noregs loft- leiðis. I fregn frá Gautaborg segir, að Þjóðverjar hafi lagt tundur- duflum frá Lindesnes í Noregi til Skagen í Danmörku. Fregnum ber ekki saman um hvort Þjóðverjar hafi lagt tundurduflum fyrir utan helstu hafnir Svía við Skagerrak. HERTÖKU DAN- MERKUR LOKIÐ Danmörk undir vernd Þjóðverja. Ávörp frá konungi og rikisstjórn. London í morgun. I gær höfðu Þjóðverjar lokið hertöku Danmerkur. Hafa Danir, um leið og þeir mótmæltu innrásinni, fallist á vernd Þjóðverja fyrir Danmörku. Danska ríkisþingið kom sam- an á fund í gærkvöldi og flutti Stauning ræðu. I henni kom það fram, að til einhverrar mótspyrnu kom af Dana hálfu, er inn- rásin byrjaði, og lét Stauning í ljós hrygð sína og þjóðarinnar, að danskir menn hefði orðið að láta lífið á orustuvelli. Ekki er kunnugt hversu margir menn féllu af liði Dana. Ávörp til þjóðarinnar voru birt í gær frá konungi og ríkis- stjórn. Var þjóðin hvött til þess að brjóta engar reglur, sem settar yrði, og konungurinn lauk ávarpi sínu með orðunum: Guð verndi Danmörku. Guð verndi okkur öll. Þjóðverjar hafa herlið víða í Danmörku, í Suður-Jótlandi, Skaganum á Norður-Jótlandi, Fjóni, Sjálandi og víðar. Þegar þýskt herlið gekk um götur Kaupmannahafnar flugu þýskar flugvélar yfir borginni. Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hefir tekið að sér að gæta hagsmuna Bretlands. Fregn um að sendiherra Breta hafi verið tekinn fastur er óstaðfest. Ýmsar varúðarráðstafanir hafa verið teknar í Danmorku, bæði til þess að matvæla og olíuforði endist sem lengst, og öll Ijós eru slökt að næturlagi hvarvetna og bifreiðaumferð bönnuð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.