Vísir


Vísir - 11.04.1940, Qupperneq 1

Vísir - 11.04.1940, Qupperneq 1
 Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Féfagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 11. apríl 1940. 83. tbl. SJÓORUSTAN 1 Orustunni er síðast var ekki lokið, íréttisl. Talið, liafi i að. ÞJáðverjar list mörg: lier- EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. - London í morgun. Igær hófst mikil sjóorusta í Skagerrak og Katte- gat milli breskra og þýskra herskipa, og er það mesta viðureign á sjó, sem sögur fara af síðan í Heimsstyrjöldinni. Sjóorustan stóð yfir mestan hluta dags, og var ekki lokið er síðast fréttist. Það er tal- ið, að það hafi komið Þjóðverjum mjög á óvænt, að bresk herskip ruddu sér braut inn í Skagerrak og Kattegat, þvi að Þjóðverjar töldn sig hafa lokað þessari leið með tundurduflum. Líkur benda til, að þegar breski flotinn var kominn inn í Skagerrak hafi hann skift sér, og fóru nokkur herskipanna inn í Oslofjörð, en hin voru á sveimi á siglingaleiðum til Oslo, utan landhelgi Svíþjóðar. Til átaka kom víða á stóru svæði. Þannig var sökt skipum fyrir Þjóðverjum undan Arendal í Noregi og Marstrand í Svíþjóð, en þar í milli eru 80 mílur. Undan Gautaborg mun hafa verið barist skamt utan landhelgi og voru þar norsk og sænsk fiskiskip í ná- lægð, og er talið að fiskimenn hafi gengið djarflega fram í að bjarga mönnum af skipum þeim, sem sökt var. Flutningaskipin voru að flytja herlið til Noregs. Samkvæmt áreiSanlegustu fregnum, sem borist hafa til Lon- don, hefir að minsta kosti 6 þýskum herskipum verið sökt í gær og 7 flutningaskipum, ef til vill fleiri. Fregnir frá Bodö, en þaðan er norska stjórnin nú; farin að útvarpa, segja, að ura 30 skipum hafi verið. sökt fyrir Þjóðverjum, á einum sólarhring, hafa ekki verið staðfestar. En þess er að geta, að opinberar til- kynningar um alt það, sem gerðist í gær, eru enn ekki fyrir hendi. Winston Churchill mun að líkindum skýra frá sjóorustunum á þingfundi í dag. Líkur eru taldar tiL, að 9 þýskum herskipum hafi verið sökt. Bretar og Norðmenn hafa þégar hafið sjóhern- aðarlega samvinnu og vekja afrek norska herskipsins Olav Tiygvason alheimsathygli. SÖKTI OLAY TRYGVASON EMDEN EÐA VASAORUSTUSKIPI? Það er kunnugt, að Olav Trygvason sökti einu herskipi Þjóð- verja í gær. 1 sumum fregnum var herskipið kallað tundurspillir (destroyer), í öðrum að herskipið hefði sökt einu af hinum þýsku vasaorustuskipum Þjóðverja, en af þeim áttu þeir fjögur í stríðsbyrjun, og hafa þegar mist eitt (Graf von Spee). Enn aðrar fregnir herma, að það hafi verið beitiskipið Emden, sem Olav Trygvason sökti, en það er 6000 smálesta herskip. Fregn hefir borist um, að skipherrann á Olav Trygvason hafi beðið bana í orustunni, sem var háð undan Horten. SÆNSKA HERSTJÖRNIN STAÐFESTIR, AÐ BRETAR HAFI TEKIÐ BERGEN OG ÞRÁNDHEIM. 'Fréttaritari United Press í Stokkhólmi segir, að sænska herforingjaráðið hafi fengið staðfestingu á.því frá norská herforingjaráðinu, að Bretar hafi náð Bergen og Þránd- heimi úr höndum Þjóðverja. NB. Sbr. skeyti á öðrum stað í blaðinu, þar sem breska flotamálaráðuneytið ber til baka sænskar fregnir urii >ama efni. Kemur vafalaust brátt í ljós, hvað sannara reynist. Hákon konunpr hafn- aði kröfum Þjóðverja-- Yfirlýsing írá norsku stjórninni. Loridon i morgun. Einkaskeyti frá United Press. Norska stjórnin hefir birt yf- irlýsingu þess efnis, að Hákon konungur VII. hafi hafnað kröfum Þjóðverja um að Nor- egur viðurkendi stjóm Quislings og sætti sig við, að Þýskaland tæki að sér hernaðarlega vernd Noregs í yfirlýsingunni segir, að Nor- egur muni verjast áfram gegn Þýskalandi og eru allir Norð- menn hvattir til þess að Verja land sitt og frelsi. Þá er það tekið fram í yfir- lýsingunni, að rikisstjórain (þ. e. stjórn Nygaardsvolds) sé hin eina löglega stjórn landsins og hún hafi yfirgefið höfuðborg- ina með þeim ásetningi, að berjast áfram, þrátt fyrir hina hrottalegu innrás Þjóðverja, sem allur heimurinn fordæmi. Sjóorustan gerrak aftur í Ska- í morgun. Hákon VH. Noregskonungur. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Sjóorustan í Skagerrak byrjaði aftur í morgun. Áköf fall- byssuskothríð heyrðist á strönd Svíþjóðar. Nánari upplýsingar um viðureignina í gær eru væntanlegar síðdegis í dag, er Wins- ton Churchill flytur ræðu í neðri málstofunni. Herskipið Emden, sem fregnir hafa borist um, Olav Trygvason hafi sökt. að FRÁ ORUSTUNNI UNDAN GAUTABORG. FJÓRUM BEITISKIPUM ÞJÓÐVERJA OG FIMM HERFLUTN- INGASKIPUM ÞEIRRA SÖKT, AÐ ÞVÍ ER GAUTABORGAR- FREGNIR HERMA. í skeyti frá United Press í London kl. 8.23 segir svo: Gautaborgarfregnir herma, að fjórum þýskum beitiskipum hafi verið sökt og fimm herflutningaskipum. Sjóorustan var háð í Skagerrak, nokkurar mílur norðvestur af eyjunni Hippeln. Orustan hófst kl. 3 e. h. og var viðureignin hörðust um kl. 5. KI. 8 var lokið fyrsta þætti sjóorustunnar en kl. 10 í gærkveldi var aftur barist af kappi og heyrðist skothríð fram yfir mið- nætti við og við. 1 flutningaskipaflota Þjóðverja voru 11 herflutningaskip og voru tólf vopnaðir togarar í fylgd með þeim, auk stærri herskipa. íbúar á Ekersö segja, að þeir hafi séð tvö herskip sökkva og eitt þýskt beitiskip sáu þeir í björtu báli. Þá sáu þeir, er tvö her- skip, sennilega herflutningaskip, voru sprengd í loft upp. Fiski- menn segja, að hermenn og sjóliðar í hundraðatali hafi svaml- að í sjónum, á orustusvæðinu, og muni f jölda margir hafa drukknað, en mörgum tókst fiskimönnum að bjarga, þótt þeir yrði að bíða nokkura stund til þess að byrja björgunarstarfsemi sína, vegna þess hyersu skothríðin var áköf. Á eyjunni lék alt á reiðiskjálfi í skothríðinni og rúður brotnuðu í- flestum húsum. Sjúkrahús í Gautaborg hafa verið tekin í riotkun vegna særðra og þjakaðra sjóliða og heririanna, sem bjargað hefir verið. 1 Oslofirði stendur ennfremur yfir orusta og er nokkur hluti breska flotans, sem komst ini í Skagerrak þangað kominn. Bæði breskar og þýskar flugvélar taka þátt í sjóorustunum. Norski hefir liertekið Hamar aftur. Earðnandi vörn Norðmanna EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Sænsku blöðin birta fregnir um það frá Oslo, að norski herinn hafi náð Hamri aftur úr höndum Þjóðverja. Norska stjórnin hafði tekið sér aðsetur á Hamri sem kunnugt er, en Þjóðverjar sendu herlið þangað í flutningabifreiðum og náðu borginni, en áður hafði stjórnin flutt sig norðar. Konungur var einnig farinn þaðan. Martha krónprinsessa er farin til Svíþjóðar. Öllum fregnum ber saman um, að viðnám norska hersins sé mjög að aukast. Hervæðingunni er ekki lokið, en varaliðsmenn- irnir streyma í herinn og sjálfboðaliðar koma í flokkum frá Svíþjóð. Orustan stendur yfir fyrir norðan Oslo, við Elverum og Kongsvinger, og við Narvik hafa norskar hersveitir búist til varnar í f jallaskörðunum. Samkvæm t Svíþ j óðarfregn- um hefir 4 þýskum beitiskipum verið sökt i Skagerak, og af 11 herflutningaskipum var a.m.k. 5 sökt. Lík er víða farið að reka á ströndum Svíþjóðar. Eitt af Irinum flutningaskipunum sást i ljósum loga, annað lagði á flótta nörður á hóginn og er ekki kunnugt um afdrif þess, tveim fylgdu sænsk lierskip til hafn- ar. Þeir, sem af komust af einu flutningaskipinu, sem sökt var, eru komnir á land í Sví- þjóð. Var það 2600 smálesta skip. Horten í höndum Þjóðverja. Olav Trygvason sökti Emd- en, að því er talið er undan Horten, en það halda Norð- menn ennþá strandvirkjunum, þótt borgin sé í liöndum Þjóð- verja. Strandvirki annarsstaðar við Oslofjörð eru í höndum Þjóðverja. Bardagarnir um Hamar. Norska stjórnin. Hákon konungur. Þjóðverjar hertóku Hamar í gærkveldi, en Norðmenn tóku borgina aftur i morgun. Mann- fall var mikið i liði Þjóðverja. Norska stjórnin flutti til Elve- rum ,en þar geisar nú orusta, og er norska stjómin komin til smábæjar skamt frá landamær- um Sviþjóðar. Hákon lconungur er enn í Elverum. Þýsku lier- sveitirnar þar eru sagðar í liættu staddar. Er þetta liaft eftir Hamhro stórþingsforseta, sem sagði við komuna til Stokk- hólms, að þegar Hákon konung- ur kom til Lilleström, hafi verið gerð loftárás þar skamt frá og hafi konungur og fylgdarlið hans orðið að leita skjóls. Gullforða Noregs hefir verið komið fyrir á öruggum stað. — Hersveitir Norðmanna við Nar- vik hafa komið í veg fyrir til- raunir Þjóðverja til þess að sækja fram þaðan meðfram járnbrautinni til Sviþjóðar, en eftir lienni er málmgrjótið flutt frá Sviþjóð. Uppnám í Oslo. Þegar fregnin komst á kreik um það í Oslo, að bresk herskip ætluðu að skjóta á borgina, varð uppnám sumstaðar i borg- inni, og fólk reyndi að þyrpast á brott, en Þjóðverjar gerðu alt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir sþað með útvarpstilkynn- ingum og á annan þátt. — Til London hafa borist fregnir um, að mikill: fögnuður sé..rikjandi í Qslo í, dag, vegna . þess, að menn vita nú, að hjálp er nærri. í Berlín. í Berlín eru miklir fundir lialdnir og koma sjórnmála- og hernaðarleiðtogar stöðugt á fund Hitlers, Göring var á fundi hans, er síðast fréttist. Breska flotamálaráðuneyt- ið ber til baka fregnirnar um að Bretar hafi tekið Bergen og Trondheim. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Flotamálaráðuneytið breska hefir birt yfirlýsingu þess efnis, að fyrstu fregnir um að Bretar hefði náð Bergen og Trondheim úr höndum Þjóðverja, hefði ekki reynst réttar. Komu fregnir frá Svíþjóð þessa efnis í gærkveldi, og Hambro, forseti norska Stórþingsins, en hann kom til Stokkhólms í nótt, staðfesti skömmu eftir komuna, að Bergen væri í höndum Breta. Þá hefir því verið neitað í London, að f oringi breskra herskipa í Oslofirði hafi sett Osloborg og Þjóðverjum þar úrslitakosti, og hótað að skjóta borgina í rústir, ef hún gæfist ekki upp innan 18 klukkustunda.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.