Vísir - 12.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 12.04.1940, Blaðsíða 1
Rítstjór S: Kristján Guðiauc sson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 12. apríl 1940. 84. tbl. .¦.¦.¦.¦.-.¦..¦.¦..¦.¦.¦.¦.-.¦¦:.¦.-¦;¦;.;-;;.;¦:¦. :-:¦:¦:¦:-:¦: : ;¦ ¦ •;¦ ¦_¦ ^¦¦í4r-'?.-:;-;;i<-": ffl«l : :: ¦ ¦: : :: ¦¦¦¦¦.¦.¦¦:¦¦¦. 1111:. ;:ill|l mmmmmmmmm : >m®wM LOFTÁRÁS. — Það á vel við að birta þessa mynd núna. Hún sýnir breska sjóliða búa sig undir að taka á móti þýskri loftárás. Myndin er tekin um borð á tundurspilli. Bretar hafa her- tekið Færeyjar. Ríkissíjóriiir Bretlands ogr Kanada hafa stöðu íslands til athugunar. EINKASKEYTI frá United Press, London í morgum Winston Churchill flutti ræðu þá, sem boðað hafði verið að hann mundi flytja, í neðri málstofunni í gær síðdegis. Gerði hann að umtalsefni innrás Þjóðverja ©g tildrög hennar, af stöðu Bandamanna og hlutlausra bjóða, viðureignirnar á sjó við Noreg að undanförnu o. m. f 1. f ræðu sinni lýsti Churchill yfir því, að Bret- ar væri að hernema Færeyjar, en að því er ís- land snerti, sagði hann, er frekari athugunar þörf, og bætti því við, að engum Þjóðverja yrði leyft að stíga þar fæti á land, án þess hegnt yrði. McKenzie King forsætisráðherra Kanada hefir lýst yfir því, að ríkisstjórn Kanada ræði við bresku stjórnina um stöðu íslands og r Grænlands. Tilkynt hefir verið, að Bretar komi sér upp flota- og flug- stöðvum á Færeyjum, og hafi eyjarnar verið teknar, vegna hernaðarlega mikilvægrar legu þeirra, milli Orkneyja og íslands. Það er tekið fram, að hernámið standi yfir þar tíl eyjunum verði skilað aftur i hendur Dana, þ. e. þegar Þjóðverjar hverfa úr Danmörku. BANDAMENN OG SMÁÞJÓDIRNAR. . Ummæli Winstons Churchills um smáþjóðirnar hafa vakið mikla athygli. Hann kvað Bandamenn reiðubúna til þess að hjálpa smáþjóðunum, til þess að verjast gegn ofbeldi og kúgun, en þær ættu að taka tíl athgunar, að ekki sé unt að veita hjálp þegar í stað, ef þær vilji ekki hafa Bandamenn alveg sér við hhð, fyrr en þær hafa orðið að sæta visindalega undirbúinni árás. Til þess að kleift sé að hjálpa þarf að biðja um aðstoðina i tæka tíð. Benti hann á innrásina i Noreg og afstöðu Norðmanna fyrir innrásina til viðvörunar, en endurtók jafnframt loforð bresku stjórnarinnar, að Bretar myndi berjast með Norðmönnum, þar til þeir hefði endurheimt frelsi sitt og sjálfstæði. Þjóðverjar hafa mist 4 beiti- skip, 2 tundurspilla, 12 herflutn- inga- og birgðaskip, 1 kafbát a. m. k., en herskipið Scharnhorst skemdist og 4 tundurspillar. Bretar hafa mist 4 tundurspilla, en herskipin Bodney og Benown og 2 beitiskip hafa laskast. Forleikur meiri atburða. Churchill kvað það, sem gerst hafði kunna að verða forleik að stórkostlegri viðureign, og gaf í skyn, að Þjóðverjar myndi hefjast handa viðar. Hafa Bret- ar og Frakkar gripið til ýmissa varúðarráðstafana, m. a. frestað öllum heimferðarleyfum her- manna og flugmanna, og þykir ekki óliklegt, að til stórtiðinda dragi á vesturvígstöðvunum, og eins og segir í öði-u skeyti er ótti rikjandi í Hollandi og hefir ver- ið gripið þar til aukinna varúð- aráðstafana, en Belgiumenn eru viðbúnir öllu, sem fyrir kann að koma. Innrásin undirbúin. Winston Churchill sagði í ræðu sinni, að kunnugt hefði verið, að Þjóðverjar hefði lengi undibúið innrás í Noreg og Danmörku. í Eystrasaltshöfn- um og víðar hefði þeir safnað saman flutningaskipum og flutt MOTSPYRNA NORÐ Fmmsókn Þj óð- verja stöðvuð á ýmsum stöðum. JLoftárásir á Stavanger Þjódverjar innikróadir i Narvik. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samkvæmt fregnum frá Stokkhólmi er mót- spyrna Norðmanna mjög harðnandi og her- væðingunni er haldið áfram í fullum krafti víðsvegar í landinu. Þjóðverjar hafa, eins og fyrr var getið, sent herlið frá ýmsum þeim borgum, sem þeir settu lið á land í, inn í landið, en f ramsókn þessara her- sveita Virðist víða hafa verið stöðvuð, eftir hinum sænsku f regnum að dæma, Fréttaritari Stokkhólmsblaðsins Dagens Nyheter á landamærum Noregs og Svíþjóðar, nálægt vígstöðvun- um í AustunNoregi, símar í morgun, að mikil orusta standi hjá Elverum og Kongsvinger, um 50 mílur norð- austur af Oslo, Loftárásir á Elverum. Bardagarnir við Elverum hafa verið mjög harðir. Loft- skeytastöðin i Stokkhólmi til- kynnir, að allan daginn í gær hafi Þjóðverjar haldið uppi loftárásum á Elverum, og hafi orðið mikið tjón af. Hefir kviknað í fjölda mörgum hús- um í borginni. Sökum þess, hversu barist er út í þau hergögn og herlið hefði beðið reiðubúið i hafnarborg- unum. Heimaflotinn beið reiðubúinn í Scapa FIow. Hann hafði verið þar i 5 vik- ur, sagði Churchill, en við Scapa Flow voru gerðar mjög víðtæk- ar varnarráðstafanir, eftir að þýskum kafbát tókst að komast þar inn og sökkva herskipinu Boyal Oak. Auk þess, sem Churchill sagði um, heimaflot- ann, gat hann þess, að f lotadeild- ir hefði ávalt verið á eftirlits- ferðum í norðurhöfum og víðar. Þegar fregn barst um það á sunnudagskvöld, að herskip og flutningaskip Þjóðverja væri á leið norður á bóginn, lét flotinn þegar úr höfn til þess að leggja til atlögu viðhin þýsku skip. Áð- ur hefði flotadeild verið send til þess að leggja tundurduflum undan Narvik og víðar. Hún lagði úr höfn á laugardagskvöld. Eitt bresku herskipanna, tund- urspillir (Glowworm) varð við- skila og lenti í orustu við þýsk herskip og mun hafa verið sökt. Fékst þannig mikilvæg bending um, hvar þýskra herskipa væri að leita. Churchill gerði einnig grein fyrir viðureignum þýskra og breskra herskipa og skipa- tapinu. nálægt landamærUm Svíþjóðar, eru sænskar flugvélar stöðugt á sveimi yfir landamærunum og aukið herlið hefir verið sent þangað. Ef nokkur tilraun verð- ur gerð til þess, að fara yfir landamærin, loftleiðis eða á landi, verður harðri mótspyrnu að mæta frá Svíum. Þýskar hersveitir fluttar loftleiðis til Noregs. Fregnir hafa borist um, að Þjóðverjar sendi herafla loft- leiðis til vígstöðvanna í Austur- Noregi, sennilega frá Dan- mörku. Ef þetta reynist rétt, bendir það til, að Þióðverjar telji siglingaleiðina ótrygga orðna til Suður-Noregs, eftir að breskum herskipum tókst að komast inn í Skagerrak og Kattegat. Loftárás á Stafangur. Flugmálaráðuneytið breska tilkynnir, að breskar hernaðar- flugvélar hafi gert tVær loftá- rásir i gær á flugstöðina i Staf- angri. Varpað var sprengikúlum á olíubirgðastöð flugstöðvarinn- ar og skotið á hana af vélbyss- um. I seinni árásinni var varpað sprengikúlum á þýskar flugvél- ar, sem raðað hafði verið upp á flugvellinum, og skemdust margar þeiiTa. í fyrri árásinni var skotið af loftvarnabyssum á bresku flugvélarnar. Ein flug- vél var skotin niður. Norskur lautenant og einn borgari biðu bana í árásinni, en margir menn særðust. Frá vígstöðvunum Við Hamar. Sænskar fregnir herma, að Þjóðverjar hafi orðið að láta undan síga á vígstöðvunum við Hamar. Hafa norskar hersveit- ir knúið Þjóðverja til undan- halds og munu þeir hafa hörfað undan .8 kílómetra. Þjóðverjar í Narvik króaðir inni. Norskar hersveitir hafa búist ramlega um í fjallaskörðunum í nánd við Narvik og er talið, að þýska herliðið i Narvik sé nú króað inni. Bre6k herskip eru sögð komin inn undir Narvik, til þess að koma í veg fyrir að herskip Þjóðverja i Narvik komist á brott. í mynni Vest- fjarðar, en Narvik stendur inn- arlega við hann, hafa Bretar lagt tundurduflum, sem fyrr var frá sagt. Ekki er kunnugt hversu mikinn liðsafla Þjóð- verjar hafa i Narvik. Þjóðverjar hafa 2000 manna lið í Bergen. Talið er, að Þjóðverjar muni hafa um 2000 manna lið í Berg- en og þar í grend. Norskar her- sveitir hafa búist til varnar í fjöllunum i nánd við borgina. Þjóðver jar haf a f engið liðsauka tilOsló. Þjóðverjar munti hafa fengið nokkurn liðsauka til Osló. Loft- árás gerðu Þjóðverjar á Fred- rikstad í gær. Mesta olíuflutningaskipi Svía sökt. Þýskur kafbátur hefir sökt mesta olíuflutningaskipi Svía, 9000 smálesta skipi, við strend- ur Skotlands. — Áhöfninni, 43 mönnum, hefir verið bjargað. ID- London í dag. Bresk herskip eru nú að gera tilraun til þess að ryð ja sér braut inn f Stóra Belti (milli Sjálands og Fjóns) og Litla belti (milli Fjóns og Jótlands). Komist bresk herskip gegnum beltin inn í Eystrasalt fá Bretar aðstöðu til þess að leggja til atlögu við þýsk herskip og flutningaskip í Eystrasalti. Verður þá sighng- um Þjóðverja ný og mikil hætta búin, auk þess sem til á- rása kann að koma á Eystra- saltshafnir Þjóðverja. Fundir Alþingis. Alþingi hóf reglulega fundi sína að nýju i gær, og í dag eru fundir i báðum deildum, en að þeim loknum kemur Sameinað þing saman. Helstu málin, sem fyrir verða tekin í dag eru kaupuppbotin og saltfiskúthald togaranna, og liggja þessi mál bæði fyrir neðri deild. Ef engir óvæntir atburðir koma fyrir má vænta þess, að þingstörfin gangi greiðlega úr þessu, en þó er með öllu óvist hvenær þingi lýkur. FREGNIR ÞJÖDVERJA UM AÐ FRANSKA HERSKIPINU FOCH HAFI VERIÐ SÖKT BORNAR TIL BAKA. 9 Einkaskeyti frá United Press í þýsku útvarpi var frá þvi skýrt í gær, að Þjóðverjar hefði sökt franska herskip- inu Foch og valdið tjóni á herskipinu Dunquerce. 1 ræðu, sem Paul Reynaud forsætisráðherra Frakklands, flutti í gær, sagði hann, að franska flotamálartáðuneytið hefði tilkynt, að hvorugf her- skipanna hefði orðið fyrir minsta tjóni. Sænskt skip leitar hér hafnar. Búist við fleirí Norð- uxlandaskipum. I nótt kom hingað sænskt mótorskip, Annie Johnson, frá Stokkhólmi. Leitar það hafnar hér vegna atburðanna á Norð- urlöndum og bíður átekta. Annie Johnson er á leið frá Ameríku með ávaxtafarm til Svíþjóðar. Þoð er rúml. 4900 brúttó smál. að stærð og lestar rúml, 6000 smál, Það er bygt i Gautaborg 1925. Líklegt er að fleiri skip frá Norðurlöndum, muni koma hingað næstu daga, að því er Vísi var tjáð í morgun, er blað- ið átti tal við skrifstofu hafn- arinnar. Hefir blaðið heyrt því fleygt, að von sé á 4 sænskum skipum á næstunni. rysnui i\ ' 1«! 101. Slysavarafélagið sneri sér til h.f. AHiance í fyrradag með beiðni um, að Tryggvi gamli, sem nú er á Ieið til landsins, kæmi m.b. Dóra frá Vestmanna- eyjum til aðstoðar. Dóri hefir verið í fiskflutningum milli Vestmannaeyja og Bretlands. Var hann staddur 140 sjómilur norðvestur af Hebrides-eyjum á leið til Islands, er vélin bilaði. Náði Tryggvi gamli sambandi við Dóra í gær og tókst að koma dráttartaugum yfir í hann, en þær siitnuðu oft, enda sjógang- ur talsverður. Nú hefir verið komið fyrir traustum taugum milli skipanna, en sjógangur er enn nokkur og getur Tryggvi gamli ekki farið nema 6—7 sjó- mílur með bátinn í eftirdragi, eins og er. Má telja örugt, að ferðin gangi eftir atvíkum greiðlega úr því sem komíð er. Æghr dregur togara til Vestmannaeyja. Vestm.eyjum í morgun. Varðskipið Ægir kom hingað í morgun með enskan togara, sem hafði fengið vir i skrúfuna og var ósjálfbjarga. Viðgerð fer fram hér. Loftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.