Vísir - 12.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 12.04.1940, Blaðsíða 2
VlSSil ví DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eí ástandið verður langvint g YRON sagðist hafa vaknað við það einn morgun, að hann var orðinn frægur maður. íslenska þjóðin vaknaði við það í fyrradag, að liún hafði tekið öll sín mál i sínar eigin hendur. Það er skamt um liðið síðan þetta gerðist, svo við höfum verið með hálfan hugann við annað. Úti fyrir hefir verið slík háreysti, að við höfum setið mestan tímann við gluggann og horft á það, sem, gerðist. Þeir atburðir snerta okkur vissulega, en þó ekki svo, að annað standi okkur ekki ennþá nær. Þau réttindi sem okkur hafa borist, eru slík, að okkur hefir þótt þau eftirsóknarverð. Við höfðum búist við að sækja þau að réttum lögum innan skamms. Nú hefir rás viðburð- anna borið okkur þau fyr en varði. Og sú sama viðburðarás er slík, að skyldurnar sem rétt- indunum fylgja, eru vandasam- ari og ábyrgðarmeiri, en verið hefði, ef alt hefði verið með feldu. Hinar fyrstu ákvarðanir, sem teknar hafa verið, hafa farið okkur röggsamlega úr hendi. Ríkisstjórnin hafði haft vakandi auga á því, sem var að gerast. Þótt enginn vissi, hvað i kynni að skerast, hafði hún gert ráð fyrir ýmsum möguleikum. Hún hafði undirbúið lausnina, með það fyrir augum að svona kynni að fara. Þess vegna var unt að bregðast við af meira snarræði og festu, en hugsanlegt hefði verið, ef ekki hefði verið vakað á verðinum. Alþingi var til taks. Iivað sem annars verður sagt um samheldni okkar, þá ber að gefa þess með fullri viðurkenn- ingu, að ísland átti „eina sál“, þegar mikið Iá við. Ákvörðunin, sem tekin var, var lögð fyrir og samþykt að- eins sem bráðabirgðaúrlausn'. En þótt svo sé, þá er miklu skynsamlegra að liugsa sér, að það bráðabirgðaástand, sem kallaði á þessa lausn, geti í raun og veru orðið nokkuð langvint. Þess vegna getur verið nauð- synlegt að við búum okkur und- ir, að tjalda meira en til einnar nætur. Öllum er ljóst, að það fyrir- komulag, sem upp var tekið, er aðeins stundarúrlausn. Ef það ástand helst, að sá aðili, sem á að fara með þau mál, sem við höfum tekið í okkar hendur, getur ekki sint þeim til Iang- frama, verður að gera frekari ráðstafanir. Þess vegna verður að komast eftir, hvernig málum horfir frá þeirri hlið, og láta síðan líkur ráða, hvað frekar verður aðhafst hér. Bendi fylstu líkur til þess, að hinn að- ilinn verði þess ekki umkominn að sinna málefnum oklcar, svo viðunandi geti talist, um ófyr- irsjáanlegan tíma, hlýtur afleið- ingin að verða sú, að við búum betur um hnúta, en þegar er gert. Ástandið er slíkt, að ef Al- þingi hefði ekki setið, hefði orðið að kalla það saman. Nú Brúarsjóður. Atluif£»scm<lir cftir liílstjóra. vill svo vel til að Alþingi situr og eru því hæg heimatökin. Rík- isstjórnin getur rætt viðburð- ina við þingmenn jafnóðum og þeir gerast. Þingið er til taks, að taka nauðsynlegar ákvarðanir, þar sem þörf er á. Ríkisstjórnin hafði sýnt lofs- verða framsýni. Þeirri árvekni er það að þalcka, að svo skjótt varð brugðist við. Tillögur þær, sem stjórnin lagði fyrir, voru svo vel undirbúnar, að allir þingmenn féllust á þær, undan- tekningarlaust. Sá vandi, sem að höndum bar á þriðjudaginn var leystur „að svo stöddu“. Nú liggur fyrir að athuga hvort nægilegt sé að leysa vandann „að svo stöddu“, eða livort lík- ur séu, að ástandið, sem nú er, verði langvinnara en svo, að rétt sé að telja það aðeins bráða- birgðaástand. Eftir þessu verð- ur Alþingi að taka ákvarðanir sínar, og þess vegna er ekki rétt að senda þingið heim, fyr en úr þessu fæst skorið, augljósar en þegar er. a ..... ... ....... m ni-ttiHtis 400 ára. í dag eru liðin 400 ár frá því er lokið var prentun Nýja- Testa-mentisins i þýðingu Odds Gottskálkssonar hins grimma. Oddur var hinn lærðasti maður í mörgum greinum, en nám mun hann aðallega hafa stund- að í Danmörku og Noregi, og þar kynst hinum nýja sið — Lutherskunni. — Eftir alllanga dvöl erlendis hvarf hann aftur til íslands og leitaði til Ögmund- ar biskups í Skálholti og dvaldi á hans vegum. Ögmundur bisk- up var trúmaður mikill á ka- þólska vísu, og þoldi ekki mönn- um sínum né öðrum að halda fram hinum nýja sið. Mun Odd- ur því hafa farið leynt með skoðanir sínar ásamt Gissuri Einarssyni og fleiri trúbræðr- um þeirra, er þá dvöldu i Skál- holti. Sagt er að Oddur hafi búið sér pall í fjósi og unnið þar að þýðingu sinni á Nýja-Testa- Frh. á 3. síðu. í Alþýðublaðinu 18. f. m. er grein eftir Björn Bl. Jónsson, sem hann nefnir: Leið til að afla fjár til mest aðkallandi brúargerða. I greininni liarmar B. B. J. það, að efri deild Alþingis skuli fella frumvarp það, sem fram var komið um eins eyris auka- skatt á hvern bensinlítra, sem mynda skyldi sjóð, er renna átti til stórbrúargerða. Yegna þess- ara málaloka dregur B. B. J. upp hinar furðulegustu álykt- anir. Telur hann að heilir þingfl. hafi orðið fyrir áhrifum frá bif- reiðaeigendum, sem séu mjög á móti auknurn sköttum á bifreið- arnar, og telur hann það hina mestu þröngsýni. Nú vildi eg spyrja: Veit B. B. J. elcki, að bifreiðarnar eru nú yfirhlaðn- ar sköttum, svo sem bensín- skatti, gúmmískatti, vegaskatti og svo að miklum mun hærri lögboðnum vátryggingariðgj. af bifreiðuin, sem notaðar eru til atvinnurekstrar við fólks- flutninga en „luxus“-notkunar, svo telja má fullvíst, að þessari atvinnugrein er stór hætta búin vegna þeirra, svo og afleiðing styrjaldarinnar nú, sem kemur sérstaklega hart niður á þessuin atvinnutækjum, þar sem bif- reiðar nota mikið af þeim vör- um, sem eftirsóttar eru á styrj- aldartímum og liafa því hækkað gífurlega í verði? Hinsvegar vil eg segja B. B. J. það, að bifreiðaeigendur eru ekki svo mjög þröngsýnir, og vil eg í því sambandi benda honum á þá þróun, sem bifreiðarnar hafa skapað i samgöngumálum þjóðarinnar á undanförnum ár- um, en þá þróun má fyrst og fremst þakka bifreiðaeigendum, og verð eg að segja það, að sú þróun ber í mínum augum ekki vott um þröngsýni, enda er mér kunnugt um, að þeir hafa oft sent bifreiðar sínar út á vonda vegi vitandi vits að þeir hefðu fjárliagslegt tjón af ferðinni. En ferðin gat haft þýðingu samt. Hún gat jafnvel orðið til þess, að opna nýja samgönguleið. — Þessi sjónarmið eru enn ofar- lega á baugi lijá beifreiðaeigend- um. Og þeir telja, að hver ný brú sé glæsilegur áfangi i sam- göngumálum á landi. En því má beldur einginn gleyma, að brýrnar og vegirnir hafa stóra þjóðhagslega þýðingu, og svo sérstaka þýðingu fyrir þau hér- uð, sem þau tengja saman, og hafa menn fyrir löngu komið auga á þelta. Má í því sambandi minna á það fyrirmyndarfor- dæmi, sem Rangæingar hafa skapað í þeim efnum með fjár- söfnun heima i héraði til stór- brúargerða. Þeir sáu nauðsyn- ina sjálfra sín vegna. Þeir liefðu lika getað tekið upp þann sið, sem þektur mun vera erlendis, að taka „brúartoIl“ af öllum, sem um brýrnar fara um á- kveðið árabil, og geri eg ráð fyr- ir að fáir hefðu orðið til þess að „ríða vaðið“, til að spara „brúartollinn“. Þetta er lílca leið til fjáröflunar til brúar- bygginga, og þá borga þeir, sem njóta. Væri nú ekki rétt fyrir Aust- firðinga að fara að dæmi Rang- æinga? Mynda samtök, sem beittu sér fyrir fjáröflun til nýrrar brúar á Jökulsá á Fjöll- um, stytta þar með leiðina aust- ur um ca. 100 km., sem lækka mundi fargjöldin að mun. B. B. J. minnist ennfremur á tillögu, sem hann hafi gert við- víkjandi tekjustofni, sem verja skyldi til að bæta ástand ýmissa gistihúsa, sem hann gefur í skyn að sé mjög ábótavant. Tillögur hans munu liafa verið á þá leið, að lagt skyldi vera 5% gjald á alla „privattúra“, sem farnir yrðu út úr bænum á 5 manna leigubílum og stærri. Þetta eru víst tillögur þær, sem B. B. J. minnist á að ekki hafi fundið náð fyrir augum skipulags- nefndar fólksflutninga, og er eg nefndinni þakklátur fyrir það, þar sem þessi skattur hefði orð- ið til að hækka öll fargjöld með bifreiðum og þar með enn á ný rýra atvinnu okkar bifreiða- stjóranna, auk þess, sem það er skoðun mín, að kúfurinn af tekjustofni þessum hefði farið í skrifstofuhald og aukið eftirlit með framkvæmd laganna. Má- ske hefir B. B. J. líka séð liilla þarna undir nýtt eftirlitsstarf handa sjálfum sér og sé því með þessum skrifum sínum að reyna að vekja athygli á sér sem slík- um, þar sem búast má við, að „landabrugg“ hverfi nú úr sög- unni af sjálfu sér, vegna tak- mörkunar á sykri. B. B. J. virðist vera mjög hneikslaður á því, að bláfátækt fólk, sem er að fara í atvinnu- leit út um landið, og svo bænd- ur sem með „áætlunarbílum“ ferðast, skuli þurfa að borga 5% skatt af sætum sínum, en þeir sem liafa efni á að skemta sér i „hópferðabílum“ látnir sleppa. Nú skulum við gera ökkur ljóst, hverjir ferðast helst með slík- um „hópferðabílum“. Jú — það eru mest skólabörn og ungling- ar úr ýmsum skólum, iþrótta- félagafólk og annara slíkra fé- laga. Væri nú rétt að skattleggja þetta fólk, til að standast kostií- að við rekstur gistihúsa, en sleppa þeim, sem eiga sinn „privatbíl“ og aka sér til skemt- unar úti um landsins bygðir og gista á liótelunum? Eg get eklci séð neina sann- girni i því. En meðal annara orða, Björn. Ef þér berið svo mjög hag atvinnuleitandi fólks fyrir brjósti, sem þér látið, þvi báruð þér þá ekki fram tillögu um það, að létta af Ferðaskrif- stofugjaldinu, sem hægt hefði verið, þar sem frestað hefir ver- ið framkvæmd Ferðaskrifstofu- laganna, vegna styrjaldarinnar, og þar með grundvöllurinn rof- inn fyrir skattinum? 20. mars, 1940. Bifreiðarstjóri. Skemtlkvöld hafa félögin Valur og Víkingur að Hótel Borg i kvöld kl. 9. Af- hent verða þar verðlaun frá Hand- knattleiksmótinu og dansað. Að- göngumiðar verða seldir í anddyri Hótel Borg frá kl. 5 og við inn- ganginn. liieikt kjöt Nantakjöt Kálfakjöt Lambakjöt HAKKAÐ KJÖT MIÐDAGSPYLSUR KINDABJÚGU SALTKJÖT. KJötvezslanir Hjalta Lýðssonar Nýreykt Hangikjðt Saltkjttt Kjöt & Fiskur Simar: 3828 og 4764 Handsápur margar tegundir útl. og innl. Rakkrem, raksápa, tannkrem, tannburstar. VI5III Laugavegi 1. Útbú: Fjölnisvegi 2. Smásöluverð á eftirtöldum amerískum cigarettum má ekki vera hærra en hér segir: Happy Hit í 20 stk. pk. kr. 1.80 pakkinn Camel ---— — — 1.80 — Three Kings-— — — 1.80 — One Eleven--— — — 1.60 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má smásölu- verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbákseinkasala ríkisins. Hinn hlóðugi friður Eftir PÉTUR SIGURÐSSON. Loftárásirnar á hinar varn- arlausu borgir á Spáni, í borg- arastyrjöldinni, fylti heiminn skelfingu. Og ekki var það á- stæðulaust. En hverjir tóku eft- ir hinu, að samkvæmt enskum heimildum voru fleiri menn drepnir i slysum á vegunum á Englandi á sama tíma, en í þess- um loftárásum? Slík manndráp halda stöðugt áfram um allan heim, jafnt á friðar- sem ófrið- artímum, og flest af þessum slysum á sér stað vegna ógætni manna og ölvunar. Svo má illu venjast að gott þyki. Menn venj- ast þessu, taka lítið eftir því og gera tiltölulega lítið til þess að ráða bót á öllum þessum ógur- legu manndrápum. Þennan blóðuga frið gætu þjóðirnar gert óblóðugan að mestu leyti, en á því sviði eru umbæturnar seinstígar. Margt er það óskaplegt, er gerist í lífi þjóðanna, þótt frið- artimar séu. Ríkisstjórnirnar launa sina njósnara, kaupa menn til að njósna og stofna Iífi sínu í beina liættu. Ef þeir verða uppvísir, þá kanast stjórn þjóð- ar þeirra ekki við þá. Sagt er að í Þýskalandi hafi 9000 njósn- arar verið teknir fastir siðan heimsstyrjöldinni lauk. Fjöldi þeirra liafa verið teknir af lifi. Á Ítalíu er tala njósnaranna á þessu tímabili 3900. Sagt er að Japanir kosti 48 miljónum kr. árlega til njósna, og Englend- ingar veit 18 miljónir kr. til hins sama. Árið 1938 voru 200 njósnarar teknir faslir í Frakk- landi, nokkuð minna árið áður. Þannig er forleikur og undir- spil hinna enn hræðilegri við- burða í lífi þjóðanna. Þannig malar mylna dauðans stanslaust niður mannslífin í þessum myrkviði stjórnmálaflækjanna og illa skipulögðu mannfélagi. Getur ekki verið að vér gleym- um einhverju hér heima hjá oss meðan vér störum undrunar- augum á viðburðina úti í hinUm stóra heimi. Ef til vill eru slysin enn ekki svo mörg í Reykjavílc, að ástæða sé til að gera hávaða út af því, en betur mætti þó aftra þeim. Eg hefi verið að lesa lögreglusamþykt Reykjavíkur. Þar er margt boðið og bannað. Til dæmis er sagt fyrir um það, hvernig hjólreiðamenn skuli haga sér. Hvernig þeim beri að beygja af einni götu inn í aðra, gefa merki eftir því sem við á og margt fleira. Það er ekki langt síðan að eg slapp með naumindum við slys í tvö skitfi á götu í Reykjavílc. í bæði skift- in brutu hjólreiðamenn hinar settu reglur. Unglingspiltur, sem hafði þann sið, er strákum er tamur, að slaga á reiðhjólinu frá einum kanti götunnar til annars, lijólaði utan i mig, er eg ætlaði að hjóla framhjá honum. Okk- ur vildi það til láns, að hvorugur fór mjög geist, en litlu munaði samt. í hitt skiftið þverbeygði ung stúlka rétt fyrir framan mig, iá reiðhjóli, án þess að gefa nokkurt merki. Vildi þar einnig til láns, að eg hjólaði hægt. Þá er elcki óalgengt að sjá stráka leika sér að því, að hjóla á gangstéttunum, og hvað er svo hægt að gera við þessu, hjólin em öll ónúmeruð og þess vegna eklci hægt að kæra þessa lög- brjóta. Eftir hverju eru menn að bíða með strangara eftirlit? Er verið að bíða eftir fleiri og stærri slysum, en orðið hafa? Eitt sinn datt maður ofan af lofti i verksmiðju og stórslasað- ist, þá var rokið til og gert við þeirri hættu, sem auðvelt var. Annað sinn misti maður nokkuð framan af fingrunum i tann- hjól á vindu, sem engin hlíf var yfir, þá hófust menn handa og settu hlíf yfir tannhjólin. Maður datt í liver og' beið bana, þá var tekið að girða hverinn. Það get- lir verið, að slysin séu ekki mörg á götunum i Reykjavík, en þau eru þó eins átakanleg fyrir þá, sem fyrir þeim verða. Lög og reglur nægja ekki til að af stýra þeim, nema slíkum reglum sé framfylgt. Það þarf að númera öll reiðhjól í Reykjavík, gera það strax og kæra svo miskun- arlaust þá, sem altaf brjóta hin- ar nauðsynlegustu reglur. Lög- reglan þarf að geta elt uppi bæði reiðhjól og bíla, sem aka of hratt eða brjóta á annan hátt, settar reglur, en svo þarf gang- andi fólli líka að fá alvarlegar áminningar, og ekki síður þeir, sem barna eiga að gæta. Það getur oft verið erfitt að finna börnum góðan stað, en gatan er undir öllum kringumstæðum ekki þeirra staður. Um leið og þetta vandamál er rætt, mætti benda á ýmislegt af hinu meinlausara tæi. ílögreglu- samþykt Reykjavíkur er kon- um bannað að dusta gólfdúka þeim megin húsanna, sem að alfaravegi snýr. Þetta er þó al- gengt í Reykjavík og lítið átal- ið. Bæði eru þessir dúkar dust- aðir af svölum og við forstofu- dyr svo að maður verður að ganga á sig krók til þess að verða ekki fyrir rykinu. Þá er mönnum bannað að „þyrpast saman á almannafæri svo að til tálma sé fyrir umferðina eða til óþæginda fyrir viðstadda,“ bannað að „æpa, kalla, blístra“, og gera annan slíkan hávaða á götum bæjarins. Einnig er bann- að að „raska næturró manna“. Hvernig er þessu svo framfylgt? Allar þessar settu reglur eru góðar og í samræmi við kröfur siðaðra manna, en þær eru að eins til ama, ef þær koma ekki til framkvæmda, og þær koma ekki til framlcvæmda nema menn séu iðulega ámintir um að fylgja þeim og eftir því sé litið. — Svo má illu venjast að gott þyki. Það er mikið böl, hve vaninn blindar menn og gerir þá umburðarlynda við margt leiðinlegt og hættulegt, sem ekki má umbera. En svo hrökkva þeir upp með andfæl- um, þegar eitthvað áberandi og nýtt kemur fyrir, sem er þó oft bein afleiðing liirðuleysisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.