Vísir - 13.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 13.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guð'aug sson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 13. april 1940. 85. tbl. Stórornsta aðfhef jaist ¦^mrS æ& ífetl 1 -r <am n* n n *r±. ^s (nálægft sænskn landa- WIÖ W14.SU Mlt5» mœranam). Þjóðverjar sækja fram, Norðmenn búast til varnar og lið streymir til vígstöðvanna EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Undangengin tvö dægur haf a borist f regnir um, að mikil orusta væri í þann veg- inn að byrja hjá Kongsvinger í Austur-Noregi, skamt frá sænsku landamær- unum. Hafa Þjóðverjar sótt fram frá Oslo í áttina þangað, en Norðmenn dregið að sér lið til þess að stemma þar stigu við framsókn þeirra. Samkvæmt fregnum til United Press í morgun er þó búist við, að þessi orusta verði háð hjá Skarnes við járnbrautina hjá Glomma, um 15 kílómetra. beint vestur af Kongsvinger. Þýska her- Hðið nálgast Skarnes og var, er seinast fréttist í 24 kílómetra f jarlægð frá bænum. Um 1000 norskir sjálfboðaliðar eru komnir til Skarnes. Eru það æfðir hermenn, búnir yélbyssum. Bætist stöðugt í þennan hóp og norskar hersveitir safnast saman í þessum landshluta. Ericsen herforingi, formaður norskrar sendinefndar í Stokkhólmi hefir sagt í við- tali við United Press, að bardagar stæði yfir við Fossum norðaustur af Oslo. Norsku hersveitirnar reyna með ýmsu móti, að koma í veg fyrir, að Þjóðver jar geti sött fram. Aðstaða til varnar er viðast góð í Noregi, yfir þröiig f jallaskörð að fara, straumharðar ár o. s. frv., en vegir viða slæmir. Beinustu framkvæmdir norsku her- sveitanna að því sem stendur, að hindra, að Þ jóðver jar geti komið við hinum vélkriúðu hergögnum sínum, skriðdrekum o. fl. VíSa hafa NorSjnenn felt tré yfir vegi og lagt jþar aSrar tálmanir, sprengt jarðgöng og kletta, svo að feikna grjóturðir hylja vegina á jíöflum, Þá sprengja þeir brýr i lof t upp eða hafa viðbúnað til þess að gera það fyrir- yaralaust Allar brýr hafa þegar verið sprengdar i loft upp á leið ÞjóSver ja til þess að komast austur fýrir Glommu, ........... S Þýskar vélahersveitir með 15 f allbyssur haf a sést á leiðinni til Farsund á suðvesturströndinni milli Mandal og Flekkef jord. Að því er norska herstjórnin tilkynnir í morgun hefir sókn I>jóðverja hvarvetna verið stöðvuð. Sænska blaSiS Dagens nyheter birtir viðtal við Há- kon VII. Noregskonung. 1 viðtali þessu segir konung- ur: „Eg er alveg uppgefinn. Eg hefi ekki sofið eða not- ið hvíldar síðan er eg fór frá Oslo síðastliðinn þriðju- dag og ekki f arið úr skóm. Mér virðist svo sem hrun menningarinnar sé yfirvof- andi." „Ráðherrar minir geta farið til Svíþjóðar," sagði konungur, „og þjóð mín getur flúið þangað, en eg verð að halda kyrru fyrir i landi mínu meðan einn fer- þumlungur norsks lands er enn á valdi voru". DANIR OG NORÐMENN KOMU GULLINU UNDAN. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Daily Mail skýrir frá því í morgun, að þegar Dönum og Norðmönum hafi verið orð- in Ijós sú hætta, sem þeim gat stafað af innrás af hendi Þjóðverja, hafi þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að koma gullforða ríkjanna á öruggan stað í öðrum lönd- um. Segir blaðið, að ríkissjórn- irnar hafi á laun látið flytja á brott gull, sem var meira en 30 milj. sterlingspunda virði. Var það flutt til Eng- lands og Bandaríkjanna. Gripu Þjóðverjar því í tómt, er þeir ætluðu að lakagullið. Norska þjóðin hvðtt til einhnga baráttu gegn Þjóöverjum - - Ávarp frá Hambro í breska út- varpinu og Colban, sendiherra Noregs í London. UTVARP Á NORSKU FRÁ LONDON. Það var tilkynt í breska útvarpinu í gær, að þar til búið væri að koma nýju skipulagi á útvarpsmálin i Noregi — sem þarf að gera vegna þess að aðalútvarpsstöð landsins er í Oslo, sem er í höndum Þjóðverja — verði framvegis útvarpað á norsku frá bresku útvarpsstöðinni, fréttum og tilkynningum til norsku þjóðarinnar. HVENÆR BYRJA ÞEIR? — Bandamenn hafa safnað 300-^00 þús. manna her fyrir botni Mið- jarðarhafsins, sem er við öllu búinn, ef ófriðurinn skyldi breiðast út til suðausturhluta Evrópu, en nú horfir óvænlega milli Rúmena og Rússa. Bandamannaherinn þarna austur frá er alþjóðaher í orðsins bestu merkingu, þvi að þar eru hermenn frá flestum nýlendum Bandamanna. Hermenn- irnir p myndinni eru Epigtar á heræfingu. (Sjá neðanmálsgrein um Bessarabiu og Rússa á 2. bls.). vösku norsku sjómanna, sem látið hefði lífið, af völdum sjó- hernaðaraðferða Þjóðverja, og sækja fram til sigurs. Útflutningsbann á breskum vörum til ýmissa landa. Bannið nær ekki til íslands. í gær var tilkynt í London, að bannaður væri útflutningur á ýmsum vörum til Noregs, Dan- merkur, Svíþjóðar. Eystrasalts- landa, Eystrasalts- og Norður- Ishafshafna Rússa nema með sérstöku leyfi, vegna þess hversu horfur eru allar mjög óvissar í þessum löndum. Það var tekið fram, að þessi nýja tilskipun næði ekki til Is- lands, Færeyja og Grænlands. 2 norskir bæir í rústum eftir loft- árásir Þjóðverja. Miklir loítbardagar milli Breta og Þjóðverja Það er enn eigi kunnugt, livert tjón varð á þýsku her- skipunum tveimur, sem bresk- ar hernaðarflugvélar gerðu loftárás á undan Stavanger. Þjóðverjar tefla æ meira fram loftflota sínum, og í Lon- don er talið, að á næstunni muni koma til mikilla átaka í lofti milli Þjóðverja og Breta. Það er leidd athygli að því, að Þetta útvarp hófst í gær- kveldi og var lesin ræða sú, sem. Hambro Stórþingsforseti ætlaði að flytja i Stokkhólmi, en hann er fyrir skömmu þangað kom- inn Var boðað, að hann myndi flytja útvarpserindi þar, en á seinustu stundu var tilkynt, að ekki yrði af því, og er talið i London, að þar haf i gætt þýskra áhrifa. 1 ræðu sinni lagði Ham- bro áherslu á einingu norsku þjóðarinnar og þingsins, en ein- ingin og samhugurinn hefði ald- rei verið meiri en nú. Þjóðin, með konung sinn, þing og stjórn i fararbroddi, hefði sameinast á stund hættunnar. Hann ræddi einnig hina miklu samúð, sem hvarvetna kæmi fram erlendis i garð Noregs, og hefði hann þegar við komuna til Stokkhólms orðið þess var, að Norðmenn ætti samhug Svía, og Rauða kross sveitir ýmissa þjóða, sem starfað hefði i Finn- landi, væri nú reiðubúnar til þess að koma til Noregs. Þá væri sjálfboðaliðar erlendis frá farnir að streyma til Noregs, og í ýmsum löndum kæmi fram mikill áhugi meðal manna, að berjast með Norðmönnum. . I ræðulok hvatti Hambro þjóðina til þess að vera hug- hrausta, djarfa og samhuga, og bað guð að blessa Noreg. Hafði hann yfir þessar Ijóðlínur úr kunnu norsku kvæði: Gud signe vort dyre fedreland og lad det som hagen blöma. — Kvaðst Hambro þess fullviss, að norsku þjóðinni mundj auðn- ast að sigrast á erfiðleikunum og halda frelsi sínu og sjálf- stæði. Colban, sendiherra Norð- manna i London, flutti ávarp i útvarpið. Kvaðst hann vita, að norska þjóðin hefði ekki glatað trausti sínu á framtiðinni. — Hvatti hann hana til einhuga baráttu og varnar. Augu allra þjóða mæna til vor, sagði hann. Vér eigum samúð heimsins. — Bretar hafa lofað að berjast með oss þar til yfir lýkur og þeir standa við skuldbindingar sínar og loforð. Eg þekki einnig Frakkland og Frakka, sagði sendiherrann ennfremur. Þeir rriunu einnig standa með oss á binum erfiðu dögum, sem fram undan eru. í ræðulok bað Col- ban þjóðina að minnast hinna Slys á llwsavíkur- höf n á hádegri í dagr Maður druknar. Frá fréttaritara Vísis. Húsavík í dag. Um hádegisbilið í dag varð slys á Húsavíkurhöfn, sleit bát frá bryggju og hrakti upp í hrot. Hvolfdi bátnum og drukknaði maður, sem í honum var. Það var farið að hvessa á norðvestan, þegar bátinn sleit frá. Þetta var trillubátur og einn maður i honum. Rak bátinn frá og greip maðurinn til ára, en vindur var orðinn svo mikill að bátinn hrakti inn með f jörunni, þar til hann kom upp i brot. Þetta gerðist svo skjótlega, að annar bátur sem við bryggjuna var komst ekki til aðstoðar. Ólag tók bátinn, er hann var kominn upp i brot og færði i kaf og kom hann upp aftur og var þá á hvolfi. Lóðabelgir voru í bátnum og sást maðurinn tvisvar eða þrisvar og hafði hann þá náð í einn belginn, en brátt hvarf maðurinn og mun hann hafa mist tökin á belgn- um. Siðan er þetta gerðist er lið- in 2% klukkustund og hefir bát- inn rekið og belgina, en mann- inn ekki, og er talið vist, að Hann hafi drukknað. Maðurinn hét Halldór Ár- mannsson, ungur maður og kvæntur og á eitt barn. Hann var trésmiður hér í Húsavik. Kaibátur á fiskimiðam við Sléttu. Frá fréttaritara Vísis. Húsavík í dag. Skipverjar á vélbát frá Húsa- vík sáu til ferða kafbáts á fiski- miðum austan megin Sléttu fyrir tveimur dögum. Ekki vissu bátsmenn hverrar þjóðar kaf- báturinn var. Þetta var í myrkri. Hafði kafbáturinn Ijós uppi og aðstaða Þjóðverja hafi mjög versnað, og allar líkur bendi til, að þeir geti lítið eða ekkert samband haft við herlið sitt i Noregi nema loftleiðina. Er lögð sérstök áhersla á: 1) Að eftir áð tundurduflun- um var lagt (sbr. aðra fregn) sé að líkindum slitið öllum samgöngum á sjó milli Noregs og Þýskalands. 2) Að eftir að forsætisráð- herra Svía lýsti yfir því í gær- kveldi, að Svíar myndi ekki leyfa neinni ófriðarþjóð að fara yfir Sviþjóð með her, komi ekki til þess, að Þjóðverj- ar geti kúgað Svía til þess að verða sér til aðstoðar, er þeim verði að hernaðarlegum not- um, þvi að af yfirlýsingu Per Albin Hansons er ljóst, að Sví- ar muni verja land sitt fyrir hverskonar innrás. Það er tal- ið ólíklegt, að Þjóðverjar muni hætta á að dreifa kröftum sin- um enn frekara, með þvi að ráðast inn í Svíþjóð, og þar mundi harðri mótspyrnu að vænta. Jafnframt er leidd athygli að því í London, þar sem menn virðast búast við því, að þá og þegar verði gerð tilraun til þess af Bandamönnum að setja lið á land í Noregi, að það er miklum erfiðleikum bundið, vegna þess, hversu til háttar. Frh. á 2. síðu. fór.hringinn í kringum vélbát- inn en fór því næst í kaf. GÓÐUR AFLI. Bátar héðan f rá Hú%avík haf a aflað vel að undanförnu. Mikil loðna er i flóanum. Hafa bátar róið á Rauðanúpsgrunn við Sléttu. Bátar voru á sjó i morgun. Nú er hvast orðið og ekki sjó- veður. ,; ' ?ráf BÉiS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.