Vísir - 13.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 13.04.1940, Blaðsíða 2
ví DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Millibils- ástandið. ALMENNINGUR hefir senni- lega ekld áttað sig til fulln- ustu á þvi sem gerðist á Alþingi siðastliðna miðvikudagsnótt. En þó er hér um að ræða einhverja mikilvægustu atburðina, sem nokkurn tíma liafa gerst í sögu íslendinga. I orði lcveðnu gilda þær ráðstafanir sem gerðar voru aðeins „að svo stöddu“, eða um stundarsakir. En eins og málum horfir, benda meiri likur til þess, að hér sé stigið spor að varan- legu fyrirkomulagi. Öllum er ljóst, að Danir geta ekki farið með ufanríkismál okkar eins og stendur. Á síðustu árum höfum við kept að því opnum augum, að auka íhlutun okkar um þessi mál. Á þeim tímum, sem nú ganga yfir eru utanríkismál- in meiri vanda bundin en nokkru sinni fyr. Úr því að við verðum að talcast þann vanda á hendur, þegar svo stendur á, eru ekki líkur til þess, að skipun utanríkismálanna fari aftur í það liorf, sem þau voru fyrir hertöku Danmerkur. Hvað konungssambandinu viðvíkur, er það mál ekki upp- lýst. Konunginum er ókleift eins og stendur, að rækja þau störf, sem stjórnarskráin leggur lion- um á herðar. Það er öllum Ijóst, að sú bráðabirgðaskipun, sem gerð var á miðvikudagsnóttina, er ekki til frambúðar. .Tafnvel þótt þingmenn hefðu verið þess full- vísir, að við værum með þeim samþyktum, sem gerðar voru, að taka málin í okkar hendur, að fullu og öllu um alla framtíð, var óviðeigandi að gera það á annan hátt en gert var. Við ís- lendingar erum algerlega vopn- lausir. Við eigum alt undir því, að aðrar þjóðir hafi traust á orðheldni olckar. Þess vegna verðum við að sýna ekki ein- ungis að samningar séu aldrei rofnir af okkar hálfu, heldur jafnvel að við höldum sarnn- inga Iengur en okkur er skylt. Forsendurnar fyrir sambandi okkar við Dani voru brostnar á þriðjudaginn. Frá því sjónar- miði hefði ekki verið hægt að ásaka okkur, þótt orðin „að svo stöddu“ hefðu ekki staðið í ýfir- lýsingum okkar, eða þó við með öðrum orðum hefðum þegar á þeirri stundu lýst yfir, að við tækjum málin varanlega í okk- ar hendur. Við kusum þá leið, sem við átti, þegar annars veg- ar var nauðulega stödd vina- þjóð, dokuðum við, þangað til frekari vissa lægi fyrir. Við munum aldrei teljast á- fellisverðir fyrir það, að halda orð okkar við Dani til hins ýtr- asía. En við megum ekki gleyma skyldunum við okkur sjálfa. Það millibilsástand, sem Q nú er, getur ekki haldist nema örskamma stund. Eins og mál- um er skipað, verður ríkis- stjómin að hafa Alþingi sér við hönd. Þess vegna er augljóst mál, að ekki verður hjá því komist að gera frekari ráðstaf- anir áður en Alþingi er slitið. Við þurfum að horfast í augu við ástandið af fullum mann- dómi og festu. Allar líkur benda til, að stofnun hins nýja íslenska ríkis standi endanlega fyrii' dyr- um. Fyrsta sporið var stigið af miklum myndarskap og fullri samheldni á miðvikud.nóttina. Við verðum nú þegar að búa oklcur undir áframlialdið. Það væri vítavert hirðuleysi, ef lát- ið yrði reka á reiðanum um þessi mál. |Úr því þarf að fást skorið, hvorí eða að hve miklu leyti, hinn aðilinn getur fullnægt samhandslögunum og stjórnar- skránni. Ef það er ókleift, m.,eg- um við Islendingar elcki liika við að taka afleiðingum þess. Við þurfum þá að snúa okkur að því af alhug, að leggja grund- völl að hinu nýja tslandi. Við megum ekki líta undan, þótt mikilvægar ákvarðanir bíði okkar. Við höfðum ætlað að taka öll mál í okkar hendur að fáum árum liðnum. Þótt undir- búningstiminn sé skemri en ætl- að var, megum við ekki láta það aftra okkur. Hér dugir ekkert hilc eða liálfkák. Alþingi getur ekki skilið við þessi mál í þvi millibilsástandi, sem þau eru nú. Tregur aíli hjá toguxum Horfíð írá saltfísk- vertíð í Haínarfirði. Eins og getið hefir verið hér i blaðinu, ákváðu útgerðar- menn í Hafnarfirði að gera tog- ara sina út og salta aflann, til þess að auka atvinnu í kaup- staðnum. Togararnir Júpíter, Maí og Júní liafa þegar farið í eina veiðiför, og er Júpíter nýkom- inn til Hafnarfjarðar aftur. — Var aflinn svo tregur, að á- kveðið hefir verið að hætta slíkri útgerð, en snúa sér að isfiski að nýju. Maí og Júní eru enn ókomnir, en afli þéirra hefir verið engu hetri en hjá Júpíter. Togarinn Garðar lá al- tilbúinn til slikrar útgerðar, en hann mun ekki sendur út til veiða frelcar en hinir. lélbáí isr fær á í nótt kom til Reykjavíkur vélbáturinn Grettir frá Stykkis- hólmi. Er hann eign Sigurðar Ágústssonar þar, en gerður út frá Keflavík. Grettir liafði fengið á sig sjó, sem braut hluta af borðstokkn- um öðrum megin, en liafði vald- ið litlu öðru tjóni. Fær báturinn viðgerð hér að líkindum. Grettir er 28 brúttó smál. að stærð. Sílrf wcfdlsf ú færi i Faiafloa. Er þorskurinn að hrygna við Norðurland? Síldarmagn virðist vera mikið hér í flóanum um þessar mund- ir. Fengu þannig hásetar á björgunarskútunni Sæbjörgu nú fyrir fáum dögum nokkrar síldar á færi út við Hraunið í Faxaflóa, og voru þær að sjálf- sögðu allar húkkaðar. Sterkar líkur benda til að þorskurinn sé nú að hrygna vjð Norðurland og hafa fregnir um það, borist frá Sauðárkróki og Húsavík. 1 Húsavík hefir Þorskur m. a. veiðst í grásleppunet og láku úr honum hrognin og svilin er net- in voru dregin inn. Væri full þörf rannsókna í þessu efni, þegar aflaleysið er jafn tilfinnanlegt hér syðra og raun er á. Maður lendir í vél og missir fót. í gærkveldi vildi það slys til, að maður mölbrotnaði á fæti, þannig að taka varð fótinn af honum og gerðist það með þeim hætti, er hér greinir: Fjórir menn úr utanverðum Glæsibæjarhreppi voru áheim- leið frá Akureyri og voru þeir á trillubáti. Á leiðinni út eftir hrasaði einn þeirra, Kristján Kristjánsson, bóndi að Gásum, lil í bátnum og lenti með fót- inn í vélinni, sem mölbraut og tætti i sundur ristina og fót- inn allan að ökla. Mennirnir hröðuðu sér til lands og náðu tali af Jóni Geirssyni lækni á Akureyri, sem brá óð- ara við og fór í bifreið að Gás- um. Flutti hann liinn slasaða mann til Akureyrar og á sjúkraliús, og varð að taka af honum fótinn við öklalið. Líðan mannsins er tálin eft- ir atvikum góð. Job. LOFTHERNAÐURINN. Frh. af 1. síðu. Aðaláherslan verður því að lík- indum lögð á að króa Þjóð- verja inni, frá sjó og landmeg- in og knýja þá til að gefast upp. Bent er á, að í nánd við allar borgir, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu, hefir norskt herlið tekið sér stöðu skamt frá, en aðstaða þess er góð, því að fjalllendi er við allar þess- ar borgir. En úti fyrir eru bresk herskip og varna beiti- skipum Þjóðverja að kom- ast út. í fregnum þeim sem nú berast frá Noregi kemur æ betur fram, að norska þjóðin verður að kenna æ meira á hörmungum lofthernaðarins, og virðist þarna hið sama ætla að endur- taka sig sem í Finnlandi, að hlífðarlausum loftárásum verði lialdið uppi á borgirnar. Fregn- irnar eru að sumu leyti óljósar enn sem komið er, en kunnugt er, að á eina borg í austurhluta Noregs var gerð grimmileg loftárás, og að lienni lokinní var hvert hús í báli eða rústum, en kirkju borgarinnar og Rauða kross sjúkrahúsi mun þó hafa verið hlíft. Líkur benda til, að þetta sé bærinn Elverum, þar sem norska stjómin tók sér að- setur, og að loftárásin hafi verið gerð skömmu eftir að norska stjórnin fór þaðan. Um veru- stað hennar er eklci kunnugt, en talið er, að liún sé á öruggum stað í smáþorpi einu. Konungur, ríkisstjórn og Stórþingsmenn hafa verið í stöðugum hættum, vegna loftárása, orðið að leita hælis í skógum, um stundar sak- ir, fara yfir isilagðar ár fótgang- andi o. s. frv. Um verustað kon- ungs er ekki kunnugt í London, en það er talið, að hann eins og ríkisstjórnin sé á öruggum stað. Borgin Fredrikstad er í rúst- um eftir Ioftárásir, en flestir í- ■búanna höfðu verið fluttir það- an. Að minsta kosti tvær Ioft- árásir voru gerðar á borgina. Breski flugflotinn er á stöð- ugu sveimi við strendur Noregs yfir Kattegat og Skagerrak og líka yfir Litla-belti og Stóra- belti og í gær var gerð árás á 5000 smálesta flutningaskip þýskt við Langeland í Dan- mörku. Árásir liafa einnig verið gerðar á flugbátastöðvar Þjóð- verja við Eystrasalt. Það er nú fullsannað, að Þjóðverjum veittist auðveldara að ná Narvik á sitt vald vegna landráðaframkomU yfirmanns setuliðsins þar, en liann er vin- ur Quislings. Segir i fregnum frá Noregi, að hann hafi fyrir- skipað setuliðinu að veita ekki viðnám. I Narvik er öflugt virki, sem Norðmenn hefði vafalaust getað varið um skeið. Herfor- ingi þessi hefir verið liandtek- inn. Hvarvetna í Noregi þyrpast menn í herinn. Og sjálfboðalið- ar gefa sig fram í hundraðatali. Bendir alt til, að Norðmenn muni verja land sitt af jafnmik- illi hreysti og hugpi-ýði og Finnar. í London er bent á það af her- málasérfræðingum, að það geti tekið nokkurn tíma, að sigra Þjóðverja í Noregi, en Banda- menn, studdir af Norðmönnum, muni nota hvert tækifæri sem býðst til þess að gersigra þá, og og alment er litið svo á, innrás Þjóðverja í Noreg sé hið hrap- allegasta glappaskot, sem Hitler hafi gert, og Bandamenn muni nota sér það út í æsar. Bretar loka siglínga- leiðinni til Noregs. Bretar tilkyntu i gær, að þeir hefði Iagt tundurduflum alt frá Hollandsströndum til Noregs, undan Bergen, þaðan suður með ströndum og til austurs að sænskri Iandlielgi, og einnig þvert yfir Kattegat. Milli tund- urduflanna er 32 km. breið renna að sænskri landhelgi. Auk þess liafa Svíar Iagt tundurdufl- um í sænskri landhelgi og er tundurduflasvæði þeirra 160 km. langt. Með tundurduflalagningum Breta er miðað að því, að Þjóð- verjar geti ekki haldið uppi neinum samgöngum á sjó til Noregs og siglingar um Eystra- salt geta aðeins átt sér stað uní rennuna milli tundurduflanna. Bresk herskip verða þarna á verði og breskar liernaðarflug- vélar eiga að vera á stöðugu sveimi yfir tundurduflabeltun- um, til þess að halda uppi árás- um á skip þau, sem Þjóðverjar kunna að senda á vettvang, til þess að slæða tundurduflin Stadfest að Gneisenau var sökt Það hefir nú verið staðfest, samkvæmt fregnum frá Noregi, að þýska herskipinu Gneisenau var sökt í Oslofirði aðfaranótt þriðjudags siðastliðins. Enn- fremur var þýska herskipinu Emden sökt, í viðureign við norslc herskip. Gneisenau var 25.000 smálesta orustuskip og eiga Þjóðverjar nú að eins eitt herskip af sömu stærð, Scharn- liorst, sem barðist nýlega við breska herskipið Renown, og varð fyrir skemdum i þeirri við- ureign Árás á þýsk herskip. Breskar árásarflugvélar gerðu árás á tvö þýsk herskip undan Kristiandssand í gær. Var liáð þarna mikil loftorusta og voru tvær þýskar flugvélar skotnar niður og a- m. k. tvær aðrar skemdust mikið. Um ár- angurinn af loftorustunni er ekki með fullu kunnugt. Bretar viðurkenna að 8 flug- vélar liafi verið skotnar niður fyrir þeim í gær og að tvær hafi skemst og orðið að nauðlenda á sjó á heimleið. Enn um loftbardagana. Breska flugmálaráðuneytið tilkynnir, að allan daginn í gær hafi öflugar flugflotadeildir verið á sveimi við strendur Nor- egs og Danmerkur, til þess að leita að þýskum herskipum og flutningaskipum og gera árás- ir á þau F j órar Messerschmidt-f lug- vélar þýskar voru skotnar niður og talið er, að tvær aðrar hafi orðið fyrir skemdum. Þá stað- festir flugmálaráðuneytið, að Brétar hafi míst 10 flugvélar í gær HJ^FHdýFlð og: Ilessarafoía Sérhvert heilbrigt bjarndýr notar báða framfæturna, hvort sem það gengur, etur eða bersí. Og hægri löppin veit hvað sú vinstri gerir. Þær vinna saman og þá verður átakið ægilegt. — Rússneski björninn hagar sér líka þannig. Hægri framlöppin er við Eystrasalt, en sú vinstri suður á Balkanskaga. Hann not- ar þær næstum þvi altaf sam- tímis. Það hefir hann gert í meira en þrjár aldir. Stokkhólmur virðist vera óra- leið frá Istanbul. Og alvarlegur, nauðrakaður sænskur lúthers- trúarprestur virðist eiga fátt sameiginlegt með hátíðlegum, skeggjuðum, tyrkneskum mú- hameðstrúarpresti. En þeir hafa eitt sameiginlegt: Þeir eru eins og hunangsskál í nánd við hvora löpp hjarnarins. Þótt undarlegt megi verðist hafa oft farið boð milli Kyrjálabotns og Hellusunds, mótmælendapres t- urinn og múhameðstrúarprest- urinn með livíta vefjarhöttinn hafa oft tekið höndum saman. Ilinn glæsilegi hetjukonungur Svía, Karl tólfti, rataði jafn vel í Istanbul og í hinum fagra höf- uðstað sínum. Rússar hafa jafnmikinn hug á að eignast Finnland og Bess- arabíu. Þau eru eins og vængir í hurð, eins og glófapar, eða •eigum við að segja eins og tvær árar í bát. Þau eru teinarnir fyr- ir rússnesku eimreiðina. En Bessarabía er líka metnað- armerki. Þegar Rússland er veikt fyrir tapar það Bessara- bíu, þegar það er sterkt, tekur það hana aftur. Þegar páskarn- ir koma og Rússinn á enga nýja flík, er hann skömmustulegur. Honum finst hann vera einskis virði og fyrirlitinn. Þegar hann lítur á landabréfið og Bessara- bia er þar ekki með, verður lion- um eins innanbrjósts. Landa- bréfið er eins og kælilokið á bíl, sem skrautmyndin er dottin af. Rússum er sama þótt billinn gangi ekki „á öllum“, en þeir vilja hafa styttuna á kælilokinu — Bessarabíu. En Bessarabía er auðvitað meira en metnaðarmál. Bess- arabía er þjóðleiðin frá Asíu til Suður-Evrópu. Þjóðir og lierir hafa í sífellu farið þessa leið. Rússar liafa lika gert það oft. Og þá langar til að gera það enn einu sinni. Sagan hefir sannað það, að það er jafneðli- legt, að hinar norðlægu þjóðir langi til þess að brjótast suður á Spán, ítalíu og Balkanskaga, eins og liungraðan mann langar lil þess að borða gómsæta á- vexti. Bessarabía er Iangt, mjótt flatlendi. Hún er eingöngu ak- ui*yrkjuland og framleiðir ágætt korn og ávexti. íbúarnir gæti auðgast, en þeir eru bláfátækir. Þeir eru um 3 miíjónir að tölu og búa í fátæklegum þorpum, eða óheilnæmum og óhrein- um borgum. Rússar litu aldrei á Bessaraliíu sem nauðsynlega og Rúmenum hefir fundist sjálfsagt að fremja þar rán- yrkju. Vegir eru engir til, járn- brautir fáar og lítið um nútíma þægindi. Hún er ágætt dæmi um óstjórn og pólitíska spillingu. Það er ógerlegt að skera úr því, hvort Rúmenar eða Rússar liafa hagað sér ver þarna. En ástand- ið í landinu er átakanlega sorg- legt. Ef maður lítur á þjóðflokka- kort af Bessarabíu, er hún eins og mölétin ábreiða. Hún er full af götum. Hún virðist hafa bót við bót, eins og kápa beininga- manns. Meira en helmingur landsmanna eru Rúmenar, margir eru Ruthenar, sumir eru Bulgarir, nokkrir Rússar. Auk þess eru þar Tyrkir, Tatarar og Þjóðverjar og jafnvel Frakkar. Þá eru þar um 250 þús. Gyðing- ar. „Allir í Bessarabiu eru fá- tækari en allir aðrir“, segir mál- tækið, en Gyðingarnir eru fá- tækastir allra. Þjóðverjar kom- ast næst því að vera efnaðir, en Búlgarar eru næstir. Búlgarir eru ein ástæðan fyrir því, að Rússar líta Bessarabíu hýru auga. Það er óvist, hvað Búlgarir eru þarna margir. Þeir. eru þó áreiðanlega fleiri en 100 þúsund og færri en 350 þúsund, að líkindum um 250 þúsund. I sumum héruðum era þeir í niiklum meiri liluta. Eitt liérað í Suður-Bessarabíu heitir meira að segja „Litla-Búlgaría“. Búlgararnir eru bestu bænd- urnir, ganga næstir Þjóðverjun- um og eru mikils ráðandi í millistétt smáborganna. Þeir láta meira að segja til sín taka í stjórnmálunum. Þeir eru mjög rússneskir í anda og eru eins- konar tengiliður milli Búlgaríu og Rússlands. Margir ráðamenn í Búlgaríu, meðal annars einn forsætisráðherra, sem uýlega sat við völd, eru frá Bessara- híu. Þessir menn eru með ann- an fótinn í Sofiu og liinn i Mosk- va, Odessa eða Kiev Aulc þess finnur maður Búl- gari allstaðar, frá Suður-Bess- arabíu til Dobrudja. Þeir eru þúsundum, saman i Norður-Do- hrudja og í Suður-Dobrudja búa fáir aðrir en Búlgarir. Það liérað var áður liluti af Búlg- aríu. Það er þvi deginum ljósara, að endurheimt Bessarabíu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.