Vísir - 15.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 15.04.1940, Blaðsíða 1
Rststjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík mánudaginn 15. apríl 1940. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaidkeri S Ifnur Afgreiðsla 86. tbl. Styrjöldin í Noregi getur orðið löng og hörð Worðmenn ern sem oðast að skipnle^Ja varnii* sínar. Þjóðverjar sagðir flúnir frá borginni EINKASKEYTI frá United Press. London 1 morgun. Þrátt fyrir það, að Norðmenn og Bretar hafa þeg- ar unnið mikilvæga sigra í stríðinu við Þ jóð- verja í og við Noreg og aðstaða þeirra hafi að ýmsu batnað, gera hvorki Bretar eða Norðmenn sér neinar gyllivonir um, að það verði létt verk að hrekja Þjóðverja frá Noregi. Það, sem þegar hefir bætt aðstöðu Norðmanna og Breta til þess að sigra Þjóðverja, er það hversu þýski flotinn hefir beðið mikið tjón, og að tundurduflalagn- ingar Breta munu án efa reynast Þjóðverjum svo hættu- legar, að þeir geti ekki flutt liðsauka eða birgðir til hers síns í Noregi að neinu ráði sjóleiðna, S.l. laugardag um hádegisbil- ið gerði bresk tundurspilladeild og orustuskipið Warspite árás mikla á þýsku herskipin i Nar- vik. Tundurspilladeild þessi hafði verið á verði úti fyrir firð- inum og i fjarðarkjaftinum undangengin dægur, til þess að hindra að þýsku herskipin kæm- ist á brott og tundurduflum var einnig lagt þvert yfir fjörðinn. Samkvæmt tilkynningum flotamálaráðuneytisins breska náðist sá árangur, sem til var ætlast, þ. e. að granda öllum herskipum Þjóðverja, sem voru innikróuð í víkinni, og eyði- leggja strandvirki Þjóðverja við Narvik. Bresku herskipin lögðu til or- ustu við sjö þýska tundurspilla ó Narvik, og var 4 sökt þar, en hinir lögðu á flótta inn á smá- vog, sem gengur inn úr firðin- um, og var sökt þar. Alls voru á annað þúsund menn á þýsku herskipunum. í gær var tilkynt i London, að ef til vill hefði 8 tundurspillum verið sökt. Meðal þeirra herskipa, sem þátt tóku i orustunni, var tund- urspillirinn Cossack, sem bjarg- aði sjómönnunum, sem vox-u i lialdi i Altmark, en sú viðureign Frh. á 4. siðu. BRETAR SETJA LIÐ Á LAND í NOREGI. * í fáorðri tilkynningu, sem birt var i London i dag frá her- og flotastjórn, segir, að Bandamenn liafi sett hei-lið á land á ýmsum stöðum i Nor- gi. Er ekki tiltekið nánara hvaða staðir þetta eru. Þá er og sigur Breta í Narvik hinn mikilvægasti og menn búast við að haldið verði áfram smátt og smátt að gera slíkar tilraunir til þess að ná úr höndum Þ jóðverja þeim borgum, sem þeir hafa á sínu valdi. Aðstaða Norðmanna hefir einkanlega verið erfið til varnar undangengna da^a vegna þess, að hervæðing þeirra hófst ekki fyrr en syrjöldin var byrjuð. Er því fyrst nú að komast skipulag á varnir þeirra. Eftir fregnum þeim að dæma, sem berast um horfumar á vígstöðvunum í Noregi, en aðahregnii'nar koixxa frá Svíþjóð, hafa Þjóðverjar sterkasta aðstöðu í Oslo og við Oslofjörðinn, og það hafa ekki borist fregnir um, að þeim hafi orðið neitt á- gengt að undanförnu nema þar. Þeir liafa náð ýmsum stöðum við fjörðinn á sitt vald, og munu sumir hafa vei'ið teknir har- dagalaust, en annarstaðar liefir komið til snarprar mótspyrnu. Alt bendir til, að Þjóðvei’jar hafi komið mestu liði til Oslo, en ekki er kunnugt hversu mikið það er. Að undanförnu hefir verið talið, að til mikillar orustu muni brátt koma i Kongsving- erhéraði, eigi mjög langt frá sænsku landamærunum. Eftir fregnum að dæma frá þvi í gær og fyrradag hafa Þjóðverjar dregið að sér lið til Skarness, fyrir vestan Kongsvinger. Norðmenn leggja aðaláherslu á það sem stendur, að leggja sem mestar tálmanir í veg Þjóð- verja, til þess að liindi’a, að lið þeiri’a geti sótt franx frá bæki- stöðvum sínum í liafnarborgun- um. öll þjóðin liefir vei’ið hvött til þess, að taka þátt i barátt- unni gegn Þjóðvei’jum og gera þeim sem erfiðast fyrir, og að- stoða herinn sem best. Hefir verið útvarpað margskonar fyr- irskipunum í þessu skyni, frá útvarpsstöðinni í London. Bretar hafa lagt tundurduflum í Eystrasalti. Tundurdufl fyrir allri strandlenojn Þyskaiands Það var tilkynt í London í gæiy að Bretar hefði lagt tundurduflum meðfram allri strandlengju Þýskalands við Eystrasalt, og væri nú tundurduflagirðingar með- fram öllum Þýskalandsströndum við Norðursjó og Eystrasalt. > ■ ; ^ Fregnin um tundurduflalagninguna í Eystrasalti hefir vakið feikna athygli. Er nú svo komið, að allar samgöngur Þjóðverja á sjó eru bundnar stórkostlegum hættum, og vafasamt, að þeir geti haldið uppi nokkurum samgöngum að ráði við Noreg og Sviþjóð. Að vísu er gert ráð fyrir, að þeim muni auðnast að slæða upp talsvert af duflum, en það verður líka erfitt og hættulegt verk, þvi að breski flugflotinn gerist æ nærgöngulli og hafa deildir úr honUm verið á sveimi yfir hinum nýju tundurdufla- girðingum, til þess að ráðast á skip þau, sem Þjóðverjar hafa t'il þess að slæða duflin. Breskar hernaðarflugvélar hafa verið á sveimi yfir Stórabelti og Litlabelti og Eystrasalti. Yfiplýsing fpá ríkisstjórninni: ísland stendur ekki í samning- um við erlend ríki — Að gefnu tilefni varar ríkisstjórnin menn við því að leggja trúnað á kviksögur sem ganga kunna manna á meðal í sambandi við þá atburði sem gerst hafa síðustu daga, og þá sérstaklega um afstöðu íslands til annara ríkja. Ennfremur sér ríkisstjórnin sérstaka ástæðu til þess að lýsa yfir því, að þær fregnir, er borist hafa er- lendis frá, þess efnis, að erlend stjórnarvöld stæðu í samningum við ríkisstjórnina, um að taka ísland undir vernd sína, hafa ekki við rök að styðjast._ Veðrlð: 11-12 vindstig í Reykjavik- Hvassviðri er um land alt, frá 6 vindstigum upp í II eða 12. Er hvassast hér í Reykjavík og kemst vindhraðinn í verstu hviðunum upp í 12 stig. Á þrem veðuratliuganastöð- um voru í morgun 10 vindstig, í Vestmannaeyjuin, á Reykjanesi og Bolungai’vík, en annarsstað- ar eru 6—8 vindstig. Víðast livar er kuldinn 5—7 st. undir frostmarki, nema á Fagurhólsmýi’i, undir Öræfa- jökli, þar er eins stigs hiti. Veðurlagið hefir ekki breyst Þegar nú svo er komið, að Þjóðverjar geta ekki fengið málmgrjót frá Svíþjóð um Nar- vik, er vart nema um eina leið fyrir þá að velja til þess að ná því, sjóleiðis fi’á Luleá við Hels- ingjabotn. En samgöngur þang- að hafa verið stói-um torveldað- ar, vegna tundurduflanna, og eins má búast við, að Bretar sendi nú kafbáta sína inn í Eystx-asalt, til þess að skjóta í kaf öll skip Þjóðvex'ja, sem þeir komast í færi við. frá í gær, sagði Jón Eyþórsson, þegar Vísir átti tal við liann í morgun, og stafar stormurinn ekki af lægð. Heldur liefir loft- þrýstingur hækkað yfir Græn- landi og fyrir vestan land og hefir það liert á norðanáttinni. Er þess ekki að vænta að snögg- lygni og líklegt að þetta veður lialdist til kvelds. MANNLAUS BORG VIÐ VlGSTÖÐVARNAR. — í engum borgum, sem næst liggja vígstöðvunum í Fi-akklandi, er nú neitt fólk eftir. Hermenn hafa þar þó bækistöðvar eða í nánd við borg- irnar og liafa daglegt eftirlit með höndum, t. d. ef kviknar i af völdum loftárása o. s. frv. í sumum boi’gunum er ekkert herlið og þar sést aldrei sála á ferli, nema við og við hermenn í eftirlits- ferð. Myndin er telcin í einum franska sinábænum við landa- mærin, sem nú er mannlaus og auður. Það eru franskir liermenn, sem eru á eftii'litsferð, sem sjást á myndinni. Þýskaland hefir nú miDsta flota allra stórvejdanna. ltre§kir kafbátar hafa §ig æ ineira í framnil I 8kag:crrak ogf Kaftc^af Breska flotamálaráðuneytið hefir birt tilkynningu, þar sem skýrt er frá skipatjóni því, sem Þjóðverjar hafa orðið fyrir. Skýrsla þessi leiðir í ljós, að þeir hafa mist svo mörg herskip, að ekkert stórveldanna hefir nú jafn veikan flota og Þjóðverjar. Því er haldið fram í hinni bresku tilkynningu að Þjóðverj- ar hafi mist 2 orustuskip, Gneis- enau og Graf von Spee, en tvö hafi orðið fyrir skemdum. — Bretar segjast hafa grun um, að Deutschland kunni að hafa verið sökt í des. s. 1., en því hafi verið haldið leyndu. Af beitiskipum hafa Þjóð- verjar mist 4, af 22 tundurspill- um 11 og af 65 kafbátum í stríðsbyrjun yfir 40. Nýir kaf- bátar munu þó hafa verið tekn- ir í notkun, en ekki kunnugt hversu margir. Bretar hafa ekki mist nema eitt orustuskip (Royal Oak), en ekkert beitiskip (eiga 58). Þeir hafa mist nokkra tundurspilla og kafbáta. 1 tilkynningunni er það tekið fram, að breskir kafbátar hafi sig æ meira í frammi í Skager- rak og Kattegat og hafi þeir sökt þar 14 flutningaskipum fyrir Þjóðverjum. Þá segir að það hafi verið breskur kafbátur sem söktu þýska beitiskipinu Karls- ruhe. Breskur kafbátur skaut tundurskeytum á þýska vasa- orustuskipið Admiral Scheer árla morguns s. 1. fimtudag og mun það hafa orðið fjnrir mikÞ um skemdum. LÁTA BAN DARÍKJ AMENN MONROEKENNINGUNA NÁ TIL ISLANDS? Það hefir undanfarna tvo daga verið talsvert unx það rætt manna meðal, hvort rétt muni fregn, sem — eftir því sem Vísir hefir komist næst — heyi’ðist í frönsku út- varpi, að lagt hefði verið fram frumvarp í Þjóðþingi Banda- ríkjanna þess efnis, að Mon- roekenningin skyldi látin gilda fx-amvegis, að því er Is- land snertir. Þrír þingmenn eru sagðir standa að frum- varpinu. Vísir getur að svo stöddu ekkert um það fullyrt, hvort fregnin hefir við rök að tyðjast, en getur það væntan lega bráðlega. Monroekenn- ingin fjallar xmx það, að Bandaríkin sætti sig ekki við ihlutun Evrópuþjóða af mál- efnum Ameríku-ríkja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.