Vísir - 16.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 16.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Biaðamenn Augiýsingar Gjaidkeri Afgreiðsia Sími: 1660 5 iínur 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 16. apríl 1940. 87. tbl. Norðmenn hafa yfirgefið Kongsvinger. Þýskt herlið á norsk- sænsku landamærunnm. Einkaskeyti frá United Press. London á hádegi. Fregnir frá Stokkhólmi herma, að samkvæmt tilkynningum frá opinberum frétta- stofum hafi Norðmenn hörfað fráKongsvingerígærkveldi. Það varyfirmað- ur norska herliðsins, Sander, sem tók ávörðun um að yfirgefa borgina, eftir að hörð orusta hafði staðið. Samgöngur á járnbrautinni um Noreg til Svíþjóðar hafa truflast. f öðrum fregnum segir að orusta standi yfir milli Trondheim og Hagra. Þ jóðverj- ar eru i útjaðri bæjarins Hagra milli Trondheim og Storlien. Komu þeir þangað í járn- brautarlest frá Trondheim. Norðmenn hafa tekið sér stöðu 10 kílómetrum austan við bæinn Hell. Þjóðverjum hefir ekki enn tekist að brjóta viðnám Norðmanna á bak aftur. Mann- tjón í liði Norðmanna er furðulega lítið. Ekkert er kunnugt um manntjón Þjóðverja. Blaðið Daily Herald segir í dag, að breskt og norskt herlið hafi byrjað samvinnu x Narvik. f öðrum fregnum segir, að Bretar hafi sett lið á land fyrir sunnan Narvik, til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar geti komið sér fyrir þar. Eftir þessu að dæma hefir eitthvað af liði Þjóðverja í Narvik komist undan. Þá hafa verið birtar fregnir um það, að f jölda mörg skip hafi verið tekin til flutninga til Noregs, og á leið- inni þangað sé stöðugur straumur skipa með birgðir, hergögn og herlið, til þess að efla lið Breta í Noregi. f fyrri fregnum segir svo: Ilerlið Þjóðverja er nú talið vera að eins 16 kílómetra frá Kongsvinger og virðast þeir leggja xnikla áherslu á, að sækja fram til sænsku landamæranna. Á einum stað er sagt, að Þjóð- vei-jar hafi verið svo nálægt landamærunum, að þeir skutu yfir þau. Komu þá Svíar og settu upp flögg, til þess að gefa Þjóð- verjum augljós xnerki um, að þarna væri sænskt land, og drógu Þjóðverjar sig þá í hlé. Heiftarlegir bardagar hjá Skarnes. Fregnir frá Stokkhólmi lierma, að miklir bardagar standi yfir hjá Skarnes, um 15 km. fyrir vestan Kongsvinger. Hafa Þjóðverjar notað þá að- ferð að sækja fram í smáflokk- um, sem fara mjög hratt yfir, á bifhjólum eða í bifreiðum, og eru þeir búnir vélbyssum og hraðskotabyssum, handsprengj- um o. s. frv. Norsku hersveitirnar hafa safnast saman milli Nysen og Kongsvinger. Þjóðverjar sækja fram samkvæmt skipulegri, ná- kvæmlega undirbúinni á- ætlun, og virðist markmið- ið að ná öllu héraðinu Aust- fold á sitt vald, og slíta þannig sambandinu við Sví- þjóð í þessum hluta lands- ins. Nálægt Björkebak, þar sem Þjóðverjar sóttu fram, gerðu Norðmenn tilraun til þess að stöðva þá, með ákafri skothríð, en tókst ekki. Tilraun þeiri'a til l>ess að sprengja upp brú eina áður en Þjóðverjar kæmi, mis- hepnuðust af því að Þjóðvei-jar fóru hi-aðar yfir en Norðmenn ætluðu. Þjóðverjar liafa tekið eina landamærastöð og tollstöð og limum sænsku landamæra- og tollvörðum var sagt, að hin norska stöð væri nú þýsk. 5 Nýr boðskapur frá Hákoni konungi. Hákon konungur lxefir í nýj- um boðskap til þjóðarinnar livatt hana til þess að vinna ein- huga fyrir sjálfstæði landsins og frelsi þjóðarinnar. Hann kveðst ekki vita livar hann verði á morgun eða ríkisstjórnin, og endurtekur ásakanir sínar í garð Þjóðverja. Stöðugum loft- árásum hefir verið lialdið uppi á þá staði, þar sem grunur hef- ir verið um að konungurinn væri, og skotið af vélbyssum á fólkið, auk þess sem varpað er sprengikúlum og íkveikju- sprengjum á þorpin. Quisling farinn frá. Þjóðvex-jar hafa nú losað sig við Quisling majór, sem mynd- aði leppstjórn í Oslo, eftir að Þjóðverjar tóku borgina. Mun mestu valda, að hann hefir lítið sem ekkert fylgi, og bera menn lítt traust til hans. Hefir nú vei’- ið rnynduð stjórnarnefnd, sem stjórnar á því svæði, sem Þjóð- verjar hafa tekið. I. Christen- sen fylkisstjóri í Akershus er foi-maður riefndarinnár. Narvik aftur í höndum Norðmanna. Það var tilkynt í Noi’egi í gær, að Narvik liefði verið tek- in á ný. Er hún nú í höndum Brela og. Norðmanna. Voru Þjóðverjar hraktir úr borginni og í fang norsku hei'sveitanna, sem tekið höfðu sér stöðu í fjöll- unum í nánd við borgina. Nokkrir Þjóðverjar komust til sænsku landamæranna og voru kyrrsettir. Mikil og skjót hjálp. 1 tilkynningu norsku stjói’n- arinnar í gær segir, að lijálp sú, senr Bandamenn hafi lofað Noregi sé þegar farin að berast og sé liin myndarlegasta. Víð- tækar ráðstafanir hafa verið gerðar til sem nánastrar sam- vinnu við Bandamenn. Norskir hafnsögumenn hafa nú tekið við störfum til leiðbeiningar á norsku herskipunum og norslc- ir yfirforingjar hafa hyrjað viðræður í London við hresku herstjórnina. Það er ekki húist við, að kunngert vei'ði fyrr en eftir 1 —2 daga, hvar Bretar liafi sett lið á land í Noregi og sennilega verður því lialdið leyndu af hernaðarlegum ástæðum hversu mikið þetta lið er. Frá sjónarmiði Þjóðverja, í þýskum fregnum er lögð á- liérsla á það, að Oslo, Bergen, Stavanger og Trondheim séu i höndum Þjóðverja, en allar þessar hoi'gir séu hernaðarlega mikilvægar, og er einkanlega lögð áhersla á það, að nú sé styttra til árása á Bretland fyrir Þjóðverja, þar sem þeir hafi flugstöðvar i Vestur-Noregi, og standi miklu betur að vígi til loftáiása á alla strandlengjuna frá Thames-ósum til Orkneyja. Bretar tala mikið um, mistök Iiitlers, segir í liinum þýsku fregnum, en það lxefir áunnist, að Þjóðverjar hafa tekið þessa mikilvægu staði, og munu Bret- ar vel gera sér ljóst liversu mik- il hætta þeim nú er búin, þótt þeir drepi ekki á þessi ati'iði. Eins er gert lítið úr því i þýslc- um tilkynningum, að það sé hernaðarlega mikilvægt, að Bretar liafi sett her á land í Noregi, því að það hafi verið í Norður-Noregi, en þeir geti ekki notað þetta herlið gegn Þjóð- verjuni i Vestur-, Suður- og Austur-Noregi, þar sem Þjóð- verjar haldi öllu, sem þeir hafi tekið, og séu sem óðast að friða landið. í Suður-Noregi, segir í þýsk- um fregnum, liafa 158 norskir yfir- og undirforingjar og 10.000 hermenn lagt niður vopn, eftir stutta viðureign við Þjóðverja. Þjóðverjar liafa tek- ið 36 fallhyssur af Norðmönn- um. Þá segir í þýskum fregnum, að skotnar hafi verið niður nokkrar flugvélar fyrir Bretum. Vaxandi hætta við þátt- töku fleiri þjóða i stríðinu Vaxandi ókyrð í Dónár- og Balkanríkjum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Óttinn við að styrjöldin breiðist út til fleiri landa magnast stöðugt, og gætir vaxandi ókyrðar í Dónár- og Balkanlöndum. í fyrsta lagi veldur það áhyggjum, að Italir auka herflutninga sína til Albaníu, en auk þess eru Þjóðverjar farnir að bera fram kröfur sem grunsamlegar þykja, þ. e. þeir vilja hafa einir lög- regluvald á Dóná, en Dónárríkjaþjóðirnar vilja lialda þeirri venju, sem fylgt hefir verið, að hver þjóðin um sig liafi lögreglu- eftirlit alt á sínu svæði. Nasistar i Júgóslavíu hafa sig mjög í frammi að undanförnu. Fyi'ir skömmu bárust fregnir um, að nasistar lxefði farið um göturnar í Belgrad í bílum og varpað út flugmiðum, með sví- virðingum um Breta. Nú er svo komið, að ríkisstjórn Júgóslaviu Iiefir neyðst til þess að gripa til nýrra ráðstafana til þess að ldekkja á nasistum, sem hafa sig stöðugt meira í frammi. Ilafa margir menn verið handteknir víða um land, aðallega í Belgrad, og hefir sannast að sumir þeirra liafa staðið í sambandi við þýsku leynilögregluna. Rúmenar telja ófriðarhættuna færast stöðugt nær og hafa þeir gripið til þess ráðs að stöðva útflutning á oliu í bili, eða meðan þeir eru að safna nægum birgðum á alla liernaðarlega mikilvæga staði. Skrif ítalskra blaða um þessar mundir — og ummæli þýskra blaða um þessi skrif, — hafa sumstaðar þótt benda til, að Italir | áformuðu þátttöku í styrjöldinni, er hentugt tælcifæri byðist. Þrátt fyi'ir ummæli þessi er af ýmsum dregið í efa, að Mússólíni liætti sér út í neinar glæfralegar fyrirætlanir, því að þótt hann gæti vafalaust komið ár sinni vel fyrir borð í bih, á hann á liættu að missa alt í Afríku, og takist Bretum og Frökkum að stöðva siglingar til ítalíu og frá Miðjarðarhafi, er þeirn voði búinn fyrr eða síðar. ÍSÆTTU TUM«U ÞIMAIt ÞEI — ÞEI! — Slík götuauglýsing sem þessi hefir verið fest um alt England. I auglýsingunni stendur: Þetta getur orðið afleiðing þess að segja nokkur orð í hugsunarleysi. I síðustu styrjöld hiðu margir bana af þessari ástæðu. Gættu tungu þinn- ar, Talaðu ekki um skipaferðir og hermannaflutninga. Grænland hernumið innan skamms! Tekur Canada það undir vernd sína? Einkaskeyti frá Unitded Press. London í morgun. Frá Washington berast þær fréttir, að stöðugur orðrómur gangi um það, að Canada muni mjög bráðlega hernema Græn- land, en engin staðfesting hefir þó fengist opinberlega á orð- rómi þessum. United Press hefir leitað um- sagnar breska sendiráðsins í Washington um þetta mál, og hefir fengið þar þau svör, að þetta sé ekki ósennilegt, en hins- vegar hafi sendiráðinu ekkert verið um það tilkynt. Þessi orðrómur um væntan- legt hernám Grænlands hefir stöðugt aukist frá þvi í síðustu viku, er Roosevelt forseti ræddi sérstaldega um málefni Græn- lands í viðlali við hlaðamenn, og lét þá í ljós þá slcoðun sína, að hann teldi, að Grænland til- lieyrði frekar Ameríku en Ev- rópu, en þessi yfirlýsing forset- ans þótti eindregið benda í þá átt, að Monroe-kenningin myndi einnig verða látin ná til Græn- lands, þannig að amerísku stór- veldin, og þá einkum Bandarík- in myndu ekki þola það, að Ev- rópuþjóðir beittu þar áhrifum sínum á þann hátt að amerísk- um ríkjum stafaði liætta af. Ilefir mikið verið ritað um þessa ræðu forsetans í blöðum Bandaríkjanna að undanförnu, og jafnvel komið fram liávær- ar kröfur um það, að Bandarík- in tækju Grænland undir vernd sína. Stjórnarvöldin liafa þó ekk- ert lagt til þessara mála annað en það, sem að ofan greinir, en flest þykir nú henda lil þess að Canada muni innan skamms gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja það, að Grænland verði ekki gert að þýsku álirifasvæði. íslendingum í Dan- mörku líöur vel. Ríkisstjórnin sendi á föstu- daginn 2. þ. m. símskeyti um tvær leiðir til Sveins Björnsson- ar sendiherra í Kaupmannahöfn, þar sem liún óskaði þess, að sendilierra gerði ráðstafanir til þess, ef unt væri, að þeir Islend- ingar, er dveldu í Danmörku, einkum tim stundarsakir, gætu, ef þeir vildu, komist heim til Is- lands. 1 dag barst svo ríkis- stjórninni símskeyti, sem sent var af stað í gær, þess efnis, að hann liefði fengið skeyti ríkis- stjórnarinnar, og myndi reyna, eftir því sem unt væri, að verða við óskum ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Um leið lét hann þess getið í niðurlagi skeytis síns, að öllum Islendingum, sem dveldu í Kaupmannahöfn, liði vel. Frú Anna Borg Reumert sendi i gær skeyti til fjölskyldu sinnar og gat þess að henni og fjöl- skyldu hennar liði vel. — Er á- stæðulaust fyrir fólk að óttast Um þá aðstandendur sína, sem í Danmörku dvelja, eins og sakir standa, enda mun alt gert sem unt er frá hendi íslenskra stjóm- arvalda til þess að greiða úr fyr- ir þessu fólki, svo sem að ofan greinir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.