Vísir - 16.04.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 16.04.1940, Blaðsíða 4
vísiá Þjóðaratkvæði þegnskyldu- vmnu. l>rír þmgmenn, Pétur Otte- sen, Syrínjörn Högnason og Stefán Stefánsson, bera fram eftirfarandi till. til þingsálykt- Bnmr um nndirbúning þjóðarat- kvaeSagreiðslu um þegnslcyldu- vinnu: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að gera fyrir næsta þing tillögur í frumvarpsformi »m framkvæmd þegnskyldu- yinnu hér á landi, í því skyni, aó almenningur geri sér ljósari grein fyrir þessu nýmæli, ef næsta þing ályktar að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í sambandi við reglulegar kosningar til Alþingis á árinu 1941. í Er þetta virðingarverður dugn- aður og kjarlcur af jafn ungum mönnum. r Allir þátttakendur liöfðu mjög gott af veru sinni á námskeið- inu og komu brúnir af sól til bæjarins á sunnudag. Tveir piltar grafa sig í fönn. Skíðanámskeið var lialdið við skíðaskála K. R. í Skálafelli á vegum félagsins síðastliðna viku. Kennari var Stefán Gísla- sou. Námskeiðið sóttu um 20 manns, þar á meðal þrír ungir Borgfii'ðíngar. — Tveir þeirra, Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelb og Andrés Kolbeins- son ifrá Síóra-Ási í Hálsasveit lögðu fyrra mánudag af stað heámanað frá sér, gengu þeir fyrir vesían Ok og gistu á Efsta- hæ í SkorradaL Þaðan gengu þeir suður í Botnsdal, yfir Reynivaílabáls og fóru frá Ira- felli kl. 7 um kvöldið. Ætluðu þeir að ná skíðaskála K. R. í Skálafelli um kvöldið, en er þeir kornu upp á írafell var farið að dimma af nótt og jafnframt skall yfir niðdimm þoka. Fundu þeir ekki skálann um kvöldið, bg þar sem þeim hafði verið sagt að leiðin væri hættuleg, sundurskorin gljúfragil og hamrar, tóku þeir það ráð að grafa sig í fönn og láta þannig fyrirherast uns dagaði. Leíð þeim félögum eftir von- um. vel i snjónum, en vöknuðu hrollkaldir þess á milli. Fyrir fótaferðartíma morguninn eft- ií* komu þeir í skálann og varð ckki meint af útilegunui. JBáðir þessir piltar eru ungir að aldri, Kristleifur aðeins 16 ára og Andrés 20, og eru úr- ræði þeirra og dugnaður þeim snun aðdáunarverðari. Á mDrgun ætla þeir aftur norður fjöll og félagi þeirra, Magnús Kolbeinsson (18 ára) með þelm. Hafa þeir allir tekið þátt í skíðanámslceiði K. R. í Skálafelli, en Magnús auk þess tekið þátt i skíðanámskeiði að Kolviðarhóli. Hann er á vegum ungmenna- félagsins „Brúin“ og er ætlunin að hann taki að sér kenslu fyrir félagið þegar beim kemur. , Bandaríkjamenn ætla aS fara a8 ná upp af botni Hudson-fljótsins j 4 miljónum dollara í gulli, sem þar hafa legiö síðan 1780, er breska skipiö „Hussor" sökk þar í fljót- inu. Fé þetta átti a8 fara til þess aö greiSa mála hermanna þeirra, sem Bretar sendu vestur um haf til þess a‘S berjast gegn her Wasli- ingtons í frelsisstríöinu. Bretar sendu tvisvar leiöangra vestur um haf til þess aö reyna aS ná gull- inu upp, og Bandaríkjamenn hafa einnig gert tvær tilraunir, en allar árangurslaust. ÞaS er borgarstjór- inn í Broux (horgarhluti í New í |York), sem gengst fyrir þessari f björgunartilraun. Stingur hann upp á því, aS 80% af gullinu, sem ; upp næst, veröi úthlutaS meðal fá- i tækra í New York, en þeir, sem j nái gullinu upp, fái afganginn. í CBIQP fréitír Helgafell 59404167 — IV.-V. — Fyrirl. Lokaf, LeiSrétting. Vísir hefir verið be'ðinn að geta þess, að ágóðinn af skólaleiknum renni að þessu sinni til skólasels- ins, en ekki til Bræðrasjóðs. — Þá var það misritun, að Hulda Valtýs- dóttir léki með, átti að vera Helga. ólafur Þorgrímsson lögfræðingur lauk í gær prófraun við hæsta- rétt, en fjórða og síðasta prófraun hans var málið Sigurjón Fjeldsted gegn Reykjavíkurbæ. Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fjalla-Eyvind annað kvöld kl. 8, og er þetta 25. sýning að þessu sinni á þessu vinsæla íslenska leikriti. Sennilega verður þetta næstsíðasta sýning á Fjalla-Eyvindi, og má bú- ast við að nú líði nokkur ár þang- að til hann verður tekinn aftur til sýningar. — Það er því ráðlegast fyrir þá, sem ennþá hafa ekki séð þennan góða leik, að sitja ekki af sér þetta tækifæri. Nýja Bíó hefir nú sýnt nokkurum sinnum frönsku kvikmyndina „Katia,— ást- mey keisarans“. Gerist myndin á ríkisstjórnarárum Alexanders 2. Rússakeisara, árin 1855—1881. Al- exander var frjálslyndur maður, en aðallinn barðist gegn honum og lét að lokum myrða hannn í mars 1881. Myndin, sem lýsir ástalífi keisar- ans, er gerð af sörnu list 0g aðrar franskar myndir, sem hér hafa ver- ið sýndar. Hin fagra leikkona Dani- elle Darrieux leikur ástmey keisar- ans, sem heitir áhrifum sínum til þess að bæta kjör almúgans, en keis- arinn er leikinn af John Loder. Póstferðir á morgun. Hinir daglegu póstar, og auk þeirra Laugarvatnspóstur og Álfta- nespóstur. Næturlæknir. Pétur Jakobsson, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.20 Dönskukensla, 2. fl. 18.50 Enskukensla, 1. fl. 19.15 Þingfréttir. 19.45 Lréttir. 20.20 Er- indi: Þættir úr sögu lífsins, IV: Hönd og eldur (Jóhannes Áskels- son, jarðfræðingur). 20.45 Tónleik- ar Tónlistarskólans: Trió, Op. 49, d-moll, eftir Mendelssohn. 21.20 Hljómplötur: Celló-konsert eftir Lalo. Káputölur Og Kápuspennur í miklu úrvali. Perla BergstaSastræti 1. Útvegum með litlum fyrir- vara: FLITIIIfiSllifl frá Eskiltuna Jernmanufaktur A/B. Viðurkendar vörur. Aðalumboð: Þóröur Svelnsson & Go. b.f. Reykjavík. ST. EININGIN nr. 14. Fund- ur miðvikudagskvöld kl. 8%. Hagnefndaratriði: Stud. theol. Magnús Már Lárusson: Erindi. Einnig upplestur: ? Fjölsækið fundinn. — Æ. t. (502 MINERVA nr. 172. Fundur annað kvöld. Embættismanna- kosning og önnur mikilsverð mál. Áríðandi að allir félagar mæti. — Æ. t. (500 St. ÍÞAKA nr. 194. Fundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Ýms fundarstörf. — Br. Steindór Björnsson flytur er- indi. Æ.t. (000 Féfagslíf KNATTSPYRNUFÉL. VALUR biður 1. og 2. fl. að mæta á æf- ingu i Í.R.-liúsinu i kvöld kl. 9. Valsmenn, mætið vel og stund- vislega. (504 SILFUR-kvenarmbandsúr tap- aðist á laugardaginn. Afgr. vis- ar á eiganda. (478 SÍÐASTLIÐINN sunnudags- morgun tapaðist lítil svört skjalataska á leiðinni frá Póst- búsinu að Nýlenduvöruverslun Jes Zimsen, Hafnarstræti 16. -—• Finnandi skili lienni þangað. (486 BRÚNN vetrarfrakki tapaðist 7. þ. m. i austurbænum. Finn- andi vinsamlega beðinn að gera aðvart á Njálsgötu 31 A, kjall- arann, eða í síma 3814. (493 VÉLRITUNARKENSLA. — Cecilie Helgason, sími 3165. — Viðtalstími 12—1 og 7—8. (71 KtiCISNÆVll TI L LEIGU TIL LEIGU 3 lierbergi og eld- hús, sérbað og rafsuðúvél, 14. maí, á rólegum stað. Tilboð ósk- ast, merkt „Vesturbær“, Jiyrir 20. apríl. (470 HERBERGI til leigu 14. maí. Uppl. á Grettisgötu 44 A, eftir kl. 7 í kvöld, Vitastígsmegin. — _______________________ (471 NEÐSTA hæðin Óðinsgötu 11, 3 herbergi og eldhús, til leigu. Uppl. frá 6—9. (474 EITT herbergi með eldunar- plássi til leigu, hentugt fyrir einhleypan kvenmann, Garða- stræti 11 A. (476 GOTT, sólríkt herbergi með innbygðum skáp, til leigu fyrir einhleypan kvenmann, sími 2367. (480 STÓR stofa við Austurstræti með sýningarglugga leigist sumarlangt mjög ódýrt. Sími 5046.___________________(482 iBÚÐIR til Ieigu 14. maí. — Uppl. á Óðinsgötu 14 B, uppi. ________________________(494 3 SÓLRlK herbergi, eldhús og bað til leigu Sjafnargötu 6. — Ennfremur stór stofa fyrir ein- bleypan. (496 STOFA til leigu. Uppl. i síma 4830. (501 HERBERGI til leigu 14. mai fyrir ábyggilegan einbleyping. Laugarvatnshiti. Njálsgötu 71. _________________________(503 FORSTOFUSTOFA fyrir ein- hleyping, sérstök, 3 herbergi og eldhús til leigu Hverfisgötu 16. (506 TIL LEIGU á Laugavegi 64 3 herbergi, eldhús, þvottaborð og geymsla. Ibúðin fæst einnig leigð sem 2 herbergi og eldhús og eitt sérstakt herbergi með forstofuinngangi. Uppl. í síma 1619. Laugavegs apótek. (507 TVÖ stór herbergi og eldliús með rafeldavél til leigu við Hörpugötu. 65 kr. mánuði. Sími 9237, milli kl. 8 og 10 í kvöld. (509 HÚSSTÖRF ÓSKAST 2—3 HERBERGI og eldliús óskast í vesturbænum. Þrent í lieimili. Ábyggileg greiðsla. — Uppl. i síma 2414 til kl. 7 siðd. ______________________(472 FÁMENN fjölskylda óskar eftir 2—3 herbergjum og eld- húsi, i austurbænum, öll þæg- indi ekki áskilin, Uppl. síma 1099 kl. 4—6 og 8—9 i kyöld, (473 TVÆR rúmgóðar stofur og eldliús óskast 14. mai. Má vera á Grímsstaðaholti eða Skerja- firði. Tilboð leggist inn á skrif- stofu Vísis, merkt „Rúmgott“. (479 TVÆR ungar stúlkur í fastri atvinnu óska eftir 30—35 króna lierbergi með aðgangi að baði og síma sem næst miðbænum. Uppl. í síma 3401 eftir kl. 6. — _____________________(484 2 HERBERGI og eldhús ósk- ast 14. maí. Uppl. í síma 4519. ________________________(487 VANTAR 2 herbergi og eld- hús. Uppl. í sima 5163. (488 2—3 HERBERGI og eldhús óskast. Barnlaust. Uppl. í sima 5641.___________________(489 GÓÐ 3—4 lierbergja íbúð óskast. Uppl. í sima 2912. (490 "mma^^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 2—3 HERBERGI og eldliús óskast. Uppl. í síma 3910, milli 6 og 7 í kvöld. (491 2—3 HERBERGI óskast. Til- boð merkt „Sólríkt“ sendist af- greiðslu Visis. (497 TVÖ herbergi og eldhús með öllum þægindum óskast 14. maí. Sími 1238. (505 K¥P3nOI VINNUMIÐLUNARSKRIF- STOFAN, sími 1327, liefir á- gætar vistir frá 14. maí fyrir stúlkur, bæði i bænum og utan- bæjar. (477 STÚLKU vantar á litið heim- ili inánaðartíma. Uppl. á Hverf- isgötu 99, frá 1—6. (483 SAUMASTOFUR SAUMASTOFAN Laugavegi 28 sníðir kjóla og mátar. Verð frá 4,00, kápur frá 5,00 og dragtir frá 6,00. Símar 5545 og 4940. (875 VIÐGERÐIR ALLSK. GERI við veggflísar og þvottapotía. Sími 4706, 6—7 siðd. (499 FORNSALAN, Hafnarstræti 18 kaupir og selur ný og notuð húsgögn, litið notuð föt o. fl. — Sími 2200. (351 __________HÚS___________ HÚSEIGNIR til sölu með lausum ibúðum 14. maí. Eigna- skifti möguleg. — Uppl. gefur Hannes Einarsson, Óðinsgötu 14 B. (495 VÖRUR ALLSKONAR STOFUSKÁPAR og klæða- skápar, margar tegundir, til sölu Viðimel 31. Sími 4531. DANSLÖGIN, sem sungin eru á Hótel Borg, ásamt öðrum nýj- um slögurum, fást. Hljóðfæra* ( liúsið (457 ! NÖTAÐIR MUNIR _______KEYPTIR ' FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir er lceypt Nönnugötu 5. Sækjum. Opið allan daginn. Sími 3655. (475 Hreinar lérefts- tnilnir kaupir Félagsprentsmiðjan hæsta verdi. NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU NÝLEG barnakerra til sölu. Haðarstíg 4, uppi. (469 GÓÐUR liandvagn með kassa til sölu. Uppl. Njálsgötu 77 og í sima 5144. (481 BARNAKERRA með poka til sölu Fjölnisvegi 8, niðri. (485 MIÐSTÖÐVARKETILL, kló- settkassi og vatnsrör til sölu. — Uppl. i síma 5673. (492 FERMINGARFÖT til sölu. Bergstaðastræti 34 B, uppi. (498 LÍTILL rafmagnsofn til sölu á 25 krónur. Uppl. Njálsgötu W. Somerset Maugham: 40 A ÓKUNNUM LEIÐUM. „Farið þið bölvaðir,“ sagði Georg í takmarka- lausri bræði. „Vertu rólegur, vinur,“ sagði Dick. „Af hverju biðuð þið ekki?“ spurði Georg og Stiltist nokkuð. ,.Eg hafði ekki taugar til þess.“ w,Hvernig liorfði?“ wJEg veit það ekki, eg botnaði ekki neitt í Deínu. Eg er taugaveiklaður, gamall asni.“ Fí'ú Crowley fór til lafði Kelsey og sagði við Siana: „Þér ætiuð að fara og leggja yður stundar- &orn. Þér eruð svo þreytulegar.“ „Eg hefí slæman höfuðverk,“ sagði lafði IKelsey. „Alec MacKenzie lofaði að koma liingað und- Sr eins og kunnugt væri um dómsniðurstöðuna. En það getur liðið kluklcustund þar til hann Ikemur.” „Já, það er víst best að eg fari og lialli mér út af“, sagði lafði Kelsey. Georg var óþolinmóður mjög og hafði vart vald á sér. Hann gekk fram á svalirnar og beið eftir því, að Alec kæmi með tíðindin. „Farið og talið við hann,“ sagði Dick við Ro- bert Boulger. „Reynið að hressa hann upp“. „Vitanlega skal eg gera það. Það er ekki á- stæða til að æðrast. Nú er þetta líka alveg að líða hjá. Fred frændi verður kominn hingað sjálfur eftir klukkustund“. Dick liorfði á liann án þess að svara. Þegar Robert var farinn út á svalirnar fleygði hann sér í stól og var allþreytulegur á svip. „Þetta ætlaði alveg að fara með mig,“ sagði liann. „Eg gat ekki þolað að sjá þennan gamla kunningja, sýnilega búinn að gefa upp alla von Um sýknun. Hann var eins og dýr, sem hefir verið hundelt og lirakið. Hann var öskugrár og skelfing í tilliti augna hans. Hann liorfði i augu mér sem snöggvast. Eg gleymi aldrei sorginni og örvæntingunni í augum bans.“ „En eg liélt, að hann bæri sig svo karlmann- lega,“ sagði frú Crowley. „Hann er maður, sem aldrei hefir horfst í augu við sannleikann. Hann hefir, að því er virðist, aldrei getað gert sér fyllilega gi'ein fyrir liversu alvarlegum ásökunum hann hefir verið borinn. Og jafnvel þegar dómarinn neitaði, að liann gengi laus áfram, þrátt fyrir mikið trygg- ingarfé, misti hann ekki traust sitt. En i dag var sem hann sæi fyrst alt í réttu ljósi. Lolcs skildist honum alt. Það var ógurlegt á að hlýða, er vitn- in voru leidd. Og svo var það aumkunarlegt í fylsta máta, er sakborningar reyndu hvor um sig að skella skuldinni á hinn.“ Skelfing lýsti sér nú í svip frú Crowley i fyrsta sinn. „Þér ætlið þó ekki, að hann sé sekur?“ spurði hún. Dick horfði á hana stöðuglega, en svaraði engu. „En Lucy er sannfærð um, að hann sé sak- laus.“ „Eruð þér vissar um það?“ „Hvað — livað eigið þér við?“ Diclc ypti öxlum. „En hann getur ekki verið sekur — það er — það getur ekki komið til mála.“ Dick reyndi að flæma burt óttann úr huga sínum. „Það hefir mér fundist líka,“ sagði hann. „Eg hefi alt af sagt við sjálfan mig, að þótt Fred hafi marga og mikla galla geti hann aldrei gerst sekur um annað eins og þetta. Eg hefi þekt hann i tuttugu ár. Hann gæti ekki hafa svikið hvern eyri út úr þessari konu — vitandi að hann skildi liana eftir slyppa og snauða, — án þess að vita hvar hún ætti að fá næstu máltíð. Hann gæti ekki liafa verið svo grimmlyndur.“ „Mér þykir vænt um að lieyra yður segja þetta“. Þau þögðu um stund og biðu átekta. Þau lieyrðu, að Georg var eitthvað að segja úti á svölunum, en gátu ekki lieyrt orðaskil. „Eg fyrirvarð mig fyrir að halda kyrru fyrir í réttarsalnum og horfa á liversu vesalings maðurinn kvaldist. Eg liefi oft setið að mið- degisverðarborði með honum. Eg hefi verið gestur á heimili lians. Hann lánaði mér iðulega gæðinga sína. Æ, þetta er sorglegt alt saman.“ Hann stóð upp og gekk um gólf og var mjög óþolinmóður. „Nú hlýtur þetta að vera búið. Hvers vegna kemur Alec ekki? Hann var búinn að lofa að lcoma eins og elding, þegar búið væri að kveða upp dóminn.“ „Það er erfitt að biða,“ sagði frú Crowley.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.