Vísir - 17.04.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 17.04.1940, Blaðsíða 3
VtSIR Bók fyrír bæjarstjórnir og bygginganefndir VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. TÓNLISTARFÉLAGIÐ. annað kvöld klukkan 7 í Gamla Bíó. Viðf angsef ni: Tónsmíðar eftir Karl Ó. Runólfsson. Hljómsveit Reykjavíkur, stjórnandi dr. Urbantschitsch. Kátir félagar, stjórnandi Hallur Þorleifsson. Einsöngvarar: Frú Guð- rún Ágústsdóttir og Sig- urður Markan. Ágóðinn rennur til tón- skáldsins. Aðgöngumiðar seldir i Bókaversl. Sigf. Ey- mundssonar og hjá Sig- riði Helgadóttur. Christian Gjerlöff: Ett fremstöt for boligsaken i Norge. — Oslo, 1940. — Eins og mörgum er kunnugt, er Christian Gjerlöff, rithöfund- ur, mikill vinnuvíkingur, sem skrifar eina eða tvær bækur á hverju ári. Þar á ofan er honum svo margt til lista lagt, að fáir eru hans jafnokar. Hann er skógfræðingur, skipulagsfræð- ingur, skáld og rithöfundur, ræðumaður ágætur, hefir víða farið og talar mörg mál. Þar á ofan er liann hóndi og ágætur búliöldur. Fyrir nokkrum árum kom hann hingað, hélt hér fyrir- lestra um skipulag bæja, og síð- an hefir hann tekið miklu ást- fóstri við land vort og þjóð, liefir flutt fjölda af fyrirlestrum um Island, hæði í Noregi og Eng- landi, haldið sýningar á íslensk- um skipulagsuppdráttum o. fl. Ein af bólcum hans: „Skógurinn og æskulýðurinn“ liefir verið þýdd á íslensku og nokkrar blaðagreinar liefir liann slcrifað í íslensk hlöð. Gjerlöff sendi mér fyrir nokkru síðustu bókina sína: „Sóknin í skipulags og bygg- ingamálum í Noregi“. Hún er mikið rit (207 stórar blaðsíður) og segir þar frá baráttu margra ágætra manna fyrir bættum húsakynnum hjá almenningi, og skynsamlegu skipulagi í bæj- um og kauptúnum. I fyrslu kapitulum bókarinn- ar er sagt frá Ebenezer Howard, föður nýtísku borganna ensku, og allri þeirri frægu sveit, er fylgdi honum að málum og bygði borgir, sem urðu öllum þjóðum til fyrirmyndar, fegurri, hentugri og lieilsusamlegri en dæmi voru til áður. Gjerlöff tekst upp að lýsa þessum braut- ryðjendum og borgasmiðum, því að liann þekti flesta þeirra, var vinur þeirra og samherji um langan tíma. En allur meginhluti bókar- innar segir frá ástandinu í Nor- egi í bygginga og skipulagsmál- um, og harðsnúinni baráttu góðra manna fyrir því að byggja sem best og viturlegast bæði í sveitum og bæjum, og sjá öll- um landslýð fyrir vistlegum og heilsusamlegum húsakynnum, ekki síst fátæklingum og barna- mönnum. Það var þó ekki alls- kostar nýtt í Noregi að áróður væri liafinn fyrir þessum þýð- ingarmiklu málum. Skáldið Wergeland og Eglert Sundt höfðu þegar hafið liana um miðja 19. öld. Ástandið í Noregi um síðustu aldamótin mun víðast hafa verið líkt því sem hér gerðist. Sveita- menn bygðu eftir fornri lands- venju þó sjaldnast væri hún allskostax* hyggileg. I bæjunum voru götur og veitur gerðar á kostnað bæjarins, en lóðaeig- endur og braskarar sópuðu verð- hækkuninni í sinn ^asa. Sveita- fólkið streymdi úr öllum áttum til bæjanna og fylti þar hvern krók og lcima, svo lóðir og leiga fóru síhækkandi og fátæklingar urðu allajafna að láta sér nægja eitt eða tvö lítilfjörleg herbergi til allra þarfa fyrir fjölskyldu sína. Meðan húsnæðiseklan var sem rnest, var það fljóttekinn gi-óði að byggja, svo flestir vildu byggja sem mest á lóðum sín- um, byggja hærra og hærra og fylla húsagarðana með útbygg- ingum, íbúðarhúsum og alls- konar kumböldum. Grænu húsagarðarnir, þar sem börnin léku sér í sólskininu, urðu fljót- lega að þröngum smugum milli liúsveggja og börnin fengu livergi athvarf nema á hættu- legri götunni. Áður liafði sólar notið í flestum íbúðum en nú skygði hvert húsið á annað, og reykjarsvælan lá eins og þrumu- ský yfir þéttbýlinu. Við alt jjetta bættist, að bæir og þorp voru látin að mestu sjálfráð um það, hvort þeir bygðu eftir föstu skipulagi eða handahófi, og fæstum var það ljóst að hér væri mikil hætta á ferðum fyrir alla menningu þjóðarinnar og heilbrigði al- mennings. Gegn öllu þessu fargani reis þó að lokum harðsnúinn flokkur lækna, liúsameistara, verkfræð- inga og annara fróðra áhuga- manna, sem bæði sáu hættuna og þektu ráðin, sem aðrar þjóðir liöfðu gripið til og gefist vel. Þeir höfðust margt að, en eitt af því helsta var stofnun „Norska húsabótafélagsins“ (Norsk sel- skab for boligreformerer) 1913. Takmark þess var að útbreiða þekkingu á liverskonar endur- bótum á búsakynnum almenn- ings og nýtískuskipulagi á bæj- um, þar á meðal að gefa út tíma- rit um þessi mál. Félag þetta hefir lengi unnið af miklu kappi og á þess vegum hafa ótal fyrirlestrar verið flutt- ir um land alt með sýningum af skuggamyndum og erlendum og innlendum kvikmyndum. Það hefir og haldið margar sýningar á fyrirmyndar húsum og hús- gögnum, skipulagsuppdráttum o. fl., stofnað byggingarfélög, greitt fyrir ódýrum bygginga- lánum, haldið marga landsfundi til þess að ræða þessi mál og greitt fyrir því að heilir hópar áhugamanna gætu ferðast til út- landa, og séð með eigin augum alt það besta sem aðrar þjóðir höfðu afrekað. Hér skal ekki reynt að segja nánar frá störfum félagsins, en aðeins gefið stutt yfirlit yfir fyrstu 6 árin: . „Haldnir voru 60—150 fyrir- lestrar á ári og við þá voru sýnd- ar 650 skuggamyndir og 15 kvikmyndir. Þrjár fyrirlestra- ferðir voru farnar um hávetur J alla leið norður að Varangur- firði. Á þessum árum voru hald- in 20 mót (Congressar) og fyr- irlestranámskeið og 22 sýningar. Af tímaritinu gáfum við út 1623 blaðsíður og auk þess 26 smárit. Voru sum þeirra prentuð í 12000 eintökum. Þá voru gefnar út sjálfstæðar bækur um þessi mál, samtals 28000 eintök. Skrif- stofu vorri bárust 3545 fyrir- spumir, og hún sendi 4625 bréf og 28543 umburðarbréf og böggla. Á hverju ári var hópur manna sendur til útlanda til þess að kynna sér bygginga- og skipulagsmál og Norðmenn voru sendir á 10 mót í útlöndum. Þá voru gefin út 4 smárit á ensku og frakknesku um byggingamál í Noregi“. Það eru fæst félög, sem hafa slíka frægðarsögu að segja, og lítið höfum vér Islendingarnir afhafst í samanburði við þetta. Þó virðist mér, að vér íslend- ingar höfum tekið þetta mál upp á fult svo hyggilegan liátt með skipulagslögunum og teiknistofu Búnaðarbankans fyrir bændur, að minnsta kosti eftir því sem hér var ástatt. Hitt er víst, að mikið eigum vér eftir ógert til þess að vel sé, og mað- ur finnur sárt til þess, þegar maður les þessa bók. Bæjar- stjórnir, bygginganefndir o. fl. mættu ýmislegt af hemii læra. G. H. „Fyrstu árin“. Skáldsaga eftir Guðrúnu Jóns- dóttur frá Prestsbakka, er nýlega komin á markaðinn. ísafoldarprent- smiðja hefir gefið bókina út. Verð- ur bókarinnar nánar getið bráðlega. Leikfélagf ReykJaTÍknr wFjalla-Eyvindurcc 25. sýning í kvöld kl. 8. Lækkað verð. ASgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Börn fá ekki aðgang. MENTASKÓLALEIKURINN „Frænka Charley s verSur leikinn á morgun (fimtudaginn 18. þ. m.) i ISnó kl. 8. — ASgönguiniSar verða seldir i ISnó á morgun frá klukkan 1 eftir hádegi. Hvers vegna auglýsa 1 Vísi? Árangur- inn svarar því. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR: Sam§öng^ir í Gamla Bíó í kvöld klukkan 7.15. Söngstjóri: JÓN HALLDÓRSSON. — Einsöngvarar: ARNÓR HALLDÓRSSON, DANÍEL ÞORKELSSON, GARÐAR ÞORSTEINSSON. ASgöngumiSar seldir í bókaverslunum ísafoldar- prentsmiSju og Sigf. Eymundssonar og eftir ld. 6 í Gamla Bíó ef nokkuS verSur eftir. — Nokkrir aSgöngu- miðar seldir á 1 krónu. — Sidasta sinn. Vegna jarðarfarar verðni* versliiii ogr viinnisíof- nm firman§, loknð á morg- un, fimtiicl. 18. apríl. Klæðaverslun Andrésar Andréssonar h.f. Valdar tolHsnrmwsOLSEMC Ær IsLENSKAR Kartöflur Nýja Bíó Katia - Ástmey keisarans. ASalhlutverkin leika: JOHN LODER og fegursta leikkona Evrópa; DANIELLE DARRIEUX. óskast til kaijps. TilboS, auSkent: „33“, afhendist af- greiSslu blaSsins fyrir kl. 14, 18. aprík .. * —— ■ ■" THE WORLD'S GOOD NEWS wlll come to your home every day through TH€ CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Netvspaper It records for you the world’s clean, constructlve doinga. The Monitov does not exploit crime or sensation; neither doea it lgnore them» but deals correctively with them. Features for busy men and aU tho íamily, lncluding the Weekly Magazlne Seotion. The Christian Science Publishing Soclety One, Norway Street, Boston, Massachusetts _ Pleasa enter my subscriptlon to The Christian Sclence Monltor tar a period oí 1 year $12.00 6 months $0.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Saturday issue, Including Magazlne Sectlon: 1 year $2.00, 0 issues 2$« Name ______________________________ _ ____ Address ________ _______^ _______ _ L _ x Sample Copy on Roqttesi K. F. U. M. Fundur annað kvöld kl. 8Y2. Síra Bjarni Jóns- son talar. Allir karlmenn velkomnir. Hótel Borg Allir saiirnir opnir í kvöld Vmtar ibúi Tvö systkini í fastri at- vinnu vantar ibúð, 2 herbergi ig eldhús eða eldunarpláss 14. maí n. k. Símar 1858 og 2872. Viðgerðir á raf- leiðslum. Eldavéla lagnir Ljós & Hiti Laugavegi 63. — Sími 5184. Nimamimcr H.f. Keilir, vélsmiðfa Nýlendugötu 15 er 10 81 Framkvæmdastjórínn Guðfinnur Þorbjörasson heimasími: 5831. í } FllIIIHSIIiFI IFHIUSHIlifFI 00 BFITUilFI frá Eskiltuna Jeramanufaktnr Vekjara- klukkur! MYNDA-RAMMAR. SPEGLAR. Bifreiðarstjóri óskar eftir atvinnu strax. Tilboð óskast send til af- greiðslu Vísis fyrir laug- ardag, merkt: „Bílstjóri“. A/Bv Viðurkendar vörur. Aðalumboð: Þórður Sveinsson & Go. fi.L Reykjavík. ( Blóm & Kransar er flutt á Laugaveg 8 Ilöfum fengið matjurtafræ. Sími: 5284.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.