Vísir - 19.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 19.04.1940, Blaðsíða 1
RitstiiSrl: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Áuglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsia 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 19. apríl 1940. 90. tbl. Þjóðverjar senda hersveitir sínar til Elverum, þar sem norski herinn hefir tekið sér stöðu. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Seinustu fregnir frá fréttariturum i Svíþjóð lierma, að Þjóðverjar stefni nú her- sveitum sínum í áttina til Elverum, en þar hefir norskur her tekið sér stöðu. Telja hinir erlendu frétaritarar líklegt, að þar verði stórorusta háð bráðlega. Annarstaðar í suður- og austurhluta landsins hafa Þjóðverjar unnið að því að treysta að- stöðu sína, og komið fyrir fallhyssum sínum í strandvirkjum þeim, sem þeir hafa tekið yið Oslof jörðinn. Frá -Narvik og Bergen hafa ekki borist nýjar fregnir og ekki kunnugt að neinar stór- yjðureignir eigi sér þar stað sem stendur. Fregnin um, Bretar hafi sett lið á land fyrir norðan Niðarós (í Namsos> sbr. aðra fregn) vekur mjög mikla athygli, ekki síst í Svíþjóð, og er því spáð þar, að til bardaga muni brátt koma í Þrændalögum milli Breta og Norðmanna annarsvegar og Þjóðverja hinsvegar. Þegar hafa borist fregnir um að til bardaga hafi komið milli Þjóðverja og Breta, en ekki hefir það verið staðfest í London, HÁKON KONUNGUR OG NYGAARDSVOLDSTJÓRNIN LÝSA ÁNÆGJU SINNI YFIR ÞVl, AÐ ÞJÓÐYERJUM HEFIR EKKI TEKIST AÐ MYNDA STJÓRN í NOREGI. , Hákon konungur og norska ríkisstjómin hafa komið saman á fund í hinum leynilega dvalarstað sínum og var þar gengið frá yfirlýsingu til norsku þjóðarinnar. Lýsir konungur og ríkis- stjórn ánægju sinni, að Þjóðverjum tókst ekki að mynda stjórn, eftir að Quisling fór frá. Segir í yfirlýsingunni, að konungur og rikisstjórn muni vinna af hinu mesta kappi að því, að Þjóðverj- ar verði hraktir úr Noregi, og er skorað á alla þjóðina að fylkja «ér um konung sinn og lögmæta stjóm. Afstaða Hákonar konungs og norsku ríkisstjómarinnar til Þjóðverja er því óbreytt. Bretar setja enn lið á land í Noregi. Að þessu sinni í Namsos, fyrix norðan Niðarós. Breska herstjórnin gaf út til- kynningu í gærkveldi, þess efn- is, að herlið hefði verið sett á land í Noregi í gær. Þetta er önnur tilkynning bresku her- stjórnarinnar, um landgöngu bresks lið í Noregi. Og nú eins og í hið fyrra sinni voru engar nánari upplýsingar gefnar — af liernaðarlegum ástæðum. Frá Svíþjóð hafa borist fregnir um, að lið þetta liafi verið sett á land í Namsos, sem er tæplega 130 kílómetra fyrir norðan Niðar- ós, og hefir járnbrautarsam- band við þá borg, en þar hafa Þjóðverjar komið sér fyrir sem kunnugt er, og segjast halda járnbrautinni þaðan til sænsku landamæranna, en Norðmenn hafa þó enn vígið Hagre, sem er við járnbrautina. Eins og áður hefir verið getið, segjast Bretar hafa sett lið á land á ýmsum stöðum, og virð- ist markmið þeirra að treysta hernaðarlega aðstöðu sína sem víðast, áður en til stórkostlegra hernaðarlegra aðgerða kemur gagnvart Þjóðverjum. Það er bent á það í enslcum blöðum, að það sé óhemju mikið sem, her- lið, þótt ekki sé nema nokkur þúsund menn, þurfi af vopnum og skotfærum, flutningatækj- um, matvælum o. s. frv., en alt, sem her Bandamanna í Noregi þarfnast, verður flutt frá Bret- landi, og það er vitað, að Banda- menn ætla að flytja öflugan her til Noregs. Nauðsynlegir flutn- ingar á öllu, sem slíkur her þarfnast, og á hernlim sjálfum, tekur eðlilega nokkuð langan táma. Slikir herflutningar taka miklu lengri tíma en í Heims- styrjöldinni, af því að nú hafa hersveitirnar miklu meira af þungum, vélknúnum hergögn- um. Það er tekið fram í Bretlandi, að fregnir þær, sem berist um viðureignir á landi í Noregi, séu frá ýmsum fréttariturum, sem liafa bækistöð sína í Svíþjóð, og sagt, að ýmsar af þessum fregn- um séu vafasamar. Segjast Bretar ekki tilkynna neitt, sem óvinaliðinu megi að gagni koma. Það var þó tilkynt í London í gærkveldi, að hið nýja lið hefði sameinast norsku her- liði og hernaðaraðgerðum væri haldið áfram. Seinustu viðureignir — samkvæmt opinberum tilkynningum. Samkvæmt tilkynningum flugmála- og flotamálaráðu- neytanna bresku í gær hafa flugsveitir strandvarnaliðsins breska og herskipaflotans haft sig mikið í frammi að undan- förnu. Breskar flugvélar hafa hæft eitt þýskt herflutninga- skip og sökt tveimur kafbátum, skotið niður Heinkel-sprengju- flugvél og Dornier-flugbát og skemt tvær Heinkel-sprengju- flugvélar. — Þegar seinasta (ní- unda) loftárásin var gerð á flugstöðina í Stafangri voru 2 þýskar árásarflugvélar skotnar niður. Þriggja breskra flugvéla er saknað eftir þessa loftbardaga. Seinni kafbátnum, sem að er vikið hér að framan, var sökt við Noregsstrendur. Loftárás á flugstöðina í Niðarósi. Breskar hernaðarflugvélar hafa gert nýja loftárás á flug- | stöðina i Niðarósi og voru eyðj- j lagðar nokkrar flugvélar fyrir j Þjóðverjum og aðrar skemdir ; urðu. Líkur eru til að Icviknað 1 liafi í olíugeymi, því að mikill eldur gaus upp, er loftárásin ; stóð yfir. Bretar leggja mikla áherslu á að halda uppi loftárásum á flug- stöðvar í Noregi, vegna þess að Þjóðverjar ætluðu sér að nota þær fyrir bækistöðvar flugvéla, er gerði árásir á her- skip Breta í Scapa Flow, og hernaðarlega mikilvæga staði í Orkneyjum, Hjaltlandi, Suður- eyjum og Norður-Skotlandi, svo og á bresk skip milli Bretlands og Noregs. Þessi áform Þjóð- verja hyggjast Bretar að ónýta með árásum sínum á flugstöðv- arnar. Þriðja kafbátnum sökt. Enn hefir borist fregn um, að þýskum kafbát hafi verið sökt. Þessum kafbát sökti franskt lierskip fyrir nokkurum vikum, en þar sem, eklci var talið alveg vist, að kafháturinn hefði sokk- ið, var það ekki opinberlega til- kynt, heldur aðeins að líkur væri til þess. Nú hefir flak kaf- hátsins fundist á sjávarbotni. Hafa kafarar fengið óyggjandi vissu fyrir, að um þýskan kaf- bát er að ræða. Hefir nú næstum 50 kafbát- um verið sökt fyrir Þjóðverj- um, eftir skýrslum Banda- manna að dæma. Bíist við árðsum Breta á r. 1 seinasta skeyti, sem Vísir hefir fengið frá United Press, segir svo: Fregnir frá Luleá í Svíþjóð herma, að lið það, sem Bretar settu á land í Noregi hið síða^ý1 sinni, hafi gengið á land fyrir norðan og sunnan Bodö, sem er liátt á annað hundrað kilo- metra fyrir sunnan Narvik. Sagt er að Bretar hafi tekið þorpið Bodin skamt suðaustur af Bodö, á tanga einum, og hafa þannig komið sér upp bækistöð í Saltfirði. Ennfremur hafa þeir trygt aðstöðu sína við Bodö, með því að taka Landegode eyju úti fyrir ströndinni, nokkuru norðar en Bodö. Þá er sagt að Bretar hafi sett lið á land í hafnarborg miðja vega milli Bodö og Niðaróss. I Svíþjóð er talið, að Bretar búi sig undir mikla árás á Þjóð- verja við Niðarós, til þess að ná borginni úr höndum þeirra og Ákveðnari afstaða gegn Þjóðverjnm I Basdarlkjunum. London i morgun. Blöðin í Bandarikjunum taka æ ákveðnari afstöðu móti Þýskalandi, síðan Þjóðverjar réðust á Noreg. „Milwaukee Journal“ segir m. a. i forystugrein í gær: Þegar Roosevelt forseti for- dæmdi árásina á Noreg, talaði hann fyrir munn yfirgnæfandi meirihluta Amerikumanna. — Jafnvel Hitler ætti nú að vera það Ijóst, að Ameríkumenn for- dæma stefnu hans og álíta hana ógnun við siðmenninguna. I Hearst-blaðinu „New York Journal“ segir blaðamaðurinn Alfred Tyrnauer í forystugrein: „Óhugur sá, semi gripið hefir þýsku þjóðina, lýsir sér best í þvi verði, sem boðið er fyrir út- lenda peninga, sem til sölu eru utan við gjaldeyriseftirlitið. Áð- ur gilti dollarinn 2% ríkismark. Nú bjóða Þjóðverjar unnvörp- u m 20—30 mörk fyrir dollar- inn. Fyrir skömmu frétti eg að boðið hefði verið alt að 35—40 mörkum fyrir dollarinn. Gjald- eyrisvandræðin hafa þegar haft þau áhrif, að stöðvaðir hafa verið mestallir flutningar, nema herflutningar, sölcum olíu- og bensínskorts. Járnbrautarflutn- ingar eru miklu erfiðari en áð- ur, vegna skorts á smurnings- olíu og slits á ökutækjum. Ilveiti- og rúgbirgðir Þjóðverja eru nú nærri á þrotum, og flutningar frá Rússlandi ganga mjög seint, vegna þess að flutn- ingatæki Rússa eru i enn verra ástandi en liin þýsku. Þetta er ástæðan til að Hitler greip til þess örþrifaráós að brjótast inn í Noreg, vegna þess að hann þol- ir ekld viðskiptastríð Breta og Frakka,“ járnbrautinni til Storlien, sem er afar mikilvægt vegna sam- bandsins við Svíþjóð, en taka Niðaróss myndi hafa hina mestu þýðingu, vegna legu sinnar sem mikillar verslunar- og iðnaðar- horgar, og vegna þess, að hér er um einn frægasta sögustað Norðmanna að ræða, þar sem Noregslconungar eru lcrýndir i dómkirkjunni þar. í Bodö og Narvik eru lier- veitir Þjóðverja taldar króaðar inni og fyrsta hlutverk breska liersins i Noregi verður senni- lega að ná Bodö og Narvik al- gerlega úr höndum Þjóðverja, það sé fyrsta stigið til þess að geta byrjað meiri háttar sókn á hinum fornu vigvöllum i Þrændalögum, til þess að her- taka Niðarós og landið um- hverfis. Það er leidd athygli að því, að því lengur sem Þjóðverjar verjast í Narvik og Bodö, þvi meiri tima fá þeir til þess að treysta aðstöðu sína í Þrænda- lögum og suður- og austurhluta landsins. Er þvi búist við, að Bretar hefji sókn við Bodö og Naryik þegar í stað. Flotaárásin á fluffstöð- ina í Stafanger. London, i morgun. Lundúnablöðin ræða enn flotaárásina á flughöfnina í Staf- angri, og bera fréttir það með sér, að breska flughernum liefir með endurteknum könnunar- og árásarflugum tekist að koma í veg fyrír að Þjóðverjar gætu haft sig nokkuð í frammi um við- gerðir á flugvellinum. Blöðin henda á, að þessi flughöfn sé eina nýtísku flughöfnin vestanfjalls, og hafi þvi Þjóðverjar ekki bætt aðstöðu sina til árása á Skotland og Orkneyjar, þó að þeir hafi að nafninu til þessa flughöfn í sínum höndum. Bandamenn hafa bætt aðstöðu sína i stríðinu þessa síðustu daga á eftirfarandi hátt, samkvæmt þvi sem blöðin telja: 1) Þeir hafa eyðilagt mikinn hluta þýska flotans og dreift því sem eftir er af honum á þann hátt, að hann er algerlega máttlaus, 2) þeim hefir tekist að eyðileggja flutninga Þjóðverja á málmgrjóti frá Narvik. Hitler virðist hafa vanmetið styrk breska flotans, þegar hann ráðgerði innrásina i Noreg. 1 gær setti þýsk varðsveit við Rínarfljót upp stórt spjald og skrifaði á það spurningu til franska setuliðsins hinumegin fljótisins: „Hvar eru Bretar?“ Frakkar svöruðu um hæl á sama liótt: „Spyrjið Raeder admírál!“ Þýskum fregnum um skipafjón Banda- manna mófmælt. London i morgun. Breska upplýsingamálaráðu- neytið sendi i morgun út eftir- farandi tilkynningu: Þýska herstjórnin og rikis- útvarpið hafa undanfarið birt hinnar furðulegustu fréttir af skipatjóni Breta og banda- manna þeirra. Til dæmis er þvi lialdið fram, að 21 herskipi og 7 kafbátum hafi verið sökt vik- una 9.—15. apríl. Sannleikur- inn er sá, að á þessu tímabili misti breski flotinn fjóra tund- urspilla og einn kafbát. Verður ekki annað ráðið af þessum fréttaburði, en að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að breiða yfir skipatjón sitt þenn- an sama tíina, eða að reyna að sætta almenning i Þýskalandi við ófarir þýska flotans. Breska flotamálaráðuneytið hefir haft skýrslur þessar til at- liugunar og hefir rannsókn þess leitt í ljós, að Þjóðverjar telja sig liafa sökt eða skemt fleiri skip en verið hafa að starfi á umgetnum stöðum. Framska þin^ið ræðlr styrjöld- ina í dagf. Reynaud hyltur 1 senatinu. London i morgun. Einkaskeyti frá United Press. Hin skjóta og mikla hjálp Bandamanna i garð Norðmanna og sigrar Bandamanna á sjó við Noreg, hafa styrkt mjög að- stöðu Paul Reynaud, franska forsætisráðherrans, og í lok leynifundar senatsins, sem lauk i gær, var hann hyltur af öllum þingheimi. Hið sama gerðist á næsta fundi, en hann var hald- inn fyrir opnum dynim. Full- trúadeildin ræðir nú styrjaldar- málin og vill Reynaud, að fund- inum verði lokið kvöld. Enn auknar varúðar- ráðstafanir í Svíþjóð. London i morgun. Svíar hafa enn gripið til auk- inna varúðarráðstafana. 1) Ávæði laga um hegningar fyrir njósnir og önnur af- brot, sem varða öryggi rík- isins, hafa verið gerð strangari. 2) Öllum útlendingum hefir verið bannað að dveljast í þeim hluta Norður-Svi- þjóðar, þar sem málm- grjótsnámumar eru. Áður liafði útlendingum veríð bannað að dveljast i eða koma inn i hafnarhverfi sænskra horga. Þýskar flugvélar á sveimi yfir Svíþjóð. Þýskar flugvélar liafa iðulega sést yfir Svíþjóð að undan- förnu og tvær orðið að nauð- lenda. í gær sást þýsk flugvél yfir Karlstad, 96 kilómetra inni í landi. Var skotið á hana af loftvarnabyssum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ kl. 8 í kvöld. Hafís hefir sést undanfarið um 25 sjó- mílur norðaustur af Horni. Hjáiparlbeiðiii. Eans og getið var um i Vísi í gær, hrann skúr að Undralandi hér innan við bæinn, til kaldra kola. Bjó þar verkamannsfjöl- skylda, sem nú á hvergi höfði sínu að að halla. Nokkuð af fatnaði og innbúi fórst í bmn- anum, og á fjölskyldan mjög erfitt með að afla sér slíkra nauðsynja að nýju vegna fjár- skorts, enda hefir maðurinn verið atvinnulaus að kalla i vet- ur, en veildndi hafa verið á heimilinu. — Góðhjartaður maður skaut skjólsliúsi yfir fjölskylduna í nótt, en sú ráð- stöfun er ekki til frambúðar og þarf nú úr að bæta. Kunnugur maður kom í morgun upp á ritstjórn blaðs- ins, og fór þess á leit að efnt yrði til samskota, þannig að l'jölskyldan gæti bætt úr brýn- ustu þörfum sínum i bili, og gaf hann sjálfur kr. 5.00 í þessu skyni, og síðan hefir lítið eitt meira bæst hér við. — Þeir, sem vildu leggja eitthvað af mörkum ættu að snúa sér til gjaldkera Vísis í dag eða næstu daga þvi fyrsta lijálpin er besta hjálpin. Skemtikvöld halda knattspyrnufélögin Fram og Valur á laugardaginn að Hótel Borg. Skemtiskráin verður fjöl- breytt: Brynjólfur og Lárus syngja gamanvísur, Guðm. Sigurðsson hermir eftir ýmsum góðum borgur- um, Ólafur Friðriksson (ekki fyrv. ritsfcjóri) syngur einsöng, Bragi Hlíðberg leikur á harmóníku og þrjár ungar stúlkur — H. E. tríó- ið — skemta. Síðan verður dansað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.