Vísir - 22.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjórk Síristján Guðls ug sson
Skrifstofur Félagsprentsrniðfan (3. hæð).
Ritsfcjóri
B.aðarnenn
Augíýsingai'
Gja.dkeri
Akjrslðsla
Sími:
1660
S línur
30. ár.
Reykjavík, mánudaginn 22. apríl 1940.
92. tbl.
orðmanna
en Pólverja
sin
$etulið PJóðverja á hinum ýmsu
stöðum í Horegi hefir að eins
iamband sín á milli loftleiðis.
BandameDD ©g: ITorðoienD treysta aðstöðn sína - -
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Samkvæmt fregnum frá áreiðanlegustu heimildum er mótspyrna norska hersins
gegn Þjóðverjum stöðugt harðnandi. Eins og kunnugt er var hervæðingin ekki
fyrirskipuð fyrr en innrás Þjóðverja var hafin og gerði það Norðmönnum
ákaflega erfitt fyrir, að þeir voru með öllu óviðbúnir innrásinni. Nú er hervæðingunni
lokið og norsku hersveitirnar, sem að undanf örnu haf a orðið að hörfa undan, vegna þess
að þær voru of fámennar, hafa fengið liðsauka, og tekið sér nýjar stöður. En það er
;ekfci eingöngu það, að hervæðingunni er lokið, að aðstaða Norðmanna hefir batnað. Lið-
flutningur Bandamanna til Noregs hefir haft gífurleg áhrif í Noregi og einnig í Svíþjóð.
\Vegna þess liðs, sem Bandamenn setja nærri daglega á land, hefir Norðmönnum aukist
kjarkur, og þeir trúa þvi nú, að takast muni að hrekja Þjóðver ja úr Noregi. Norska
herinn skortir nútíma hergögn til þess að mæta hinum vel útbúnu hersveitum Þjóð-
yerja, en lið Bandamanna hefir meðferðis öll nútíma hergögn, flugvélar, skriðdreka,
brynvarðar bifreiðar, og alt annað, sem þarf til þess að heyja hernað á nútíma vísu. Það
er fyrst nú, að Bandamenn eru farnir að geta orðið Norðmönnum að liði á landi, og
það er lögð áhersla á það, að undangenginn hálfan mánuð hefir Norðmönnum víðast
tekist að hindra verulega framsókn Þjóðverja inn í landið, að undanteknum Austur-
Noregi, en þar hafa Þjóðverjar sótt talsvert fram, þótt Norðmenn hafi gert þeim erfitt
fyrir á ýmsa lund, með því að sprengja brýr o. s. frv.
1 Narvik, Bergen, Niðarósi og fleiri bæjum, þar sem Þjóð-
verjar hafa komið sér fyrir, eru þeir raunverulega innikróaðir.
Úti fyrir höfnunum eru herskip Bandamanna. en utan borg-
anna hefir herlið Norðmanna tekið sér stöðu. Þjóðverjar verða
nú aðallega að reiða sig á flutninga loftleiðis. til þess að flytja
setuliði sínu í hinum norsku bæjum aukið lið og ýmsar hern-
aðarlegar nauðsynjar, en þeir flutningar verða æ erfiðari. vegna
hinna tiðu loftárása Bandamanna á flugstöðvar Þjóðverja í
Noregi, og nú seinast i Danmörku.
Er aðstaða Norðmanna til varnar talin mun betri en Pólverja
fyrst eftir innrás Þjóðverja i Pólland.
i
FREGNIR UM AÐ BANDAMENN HAFI TEKEB ^HAMAR
ENN ÓSTABFESTAR.
Fregnir bárust um það i gærkveldi og voru endurteknar
snemma í morgun, að herlið Bandamanna og Norðmanna hef ði
tekið Hamar. En fregnir þessar eru óstaðfestar. Svo og fregnir
um sókn Bandamanna á öðrum stöðum. Liklegt þykir, að Banda-
menn flytji að enn meira lið og birgðir, áður en þeir hef ja stór-
felda sókn.
STÖÐUGT VAXANDI HÆTTA AÐ SVlÞJÓÐ DRAGIST INN 1
STYRJÖLDINA.
Gremja manna i Svíþjóð yfir hinum tíðu hlutleysisbrotum-
um Þjóðverja er stöðugt að aukast. I Stokkhólmi hefir verið til-
kynt opinberlega, að Þjóðverjar hafi 11 sinnum brotið alþjóða-
lög, með því að fljúga yfir sænskt land.
M. a. hafa þýskar flugvélar flogið yfir Gotland. sem er ram-
lega víggirt sænsk eyja, og hafa tvær þeirra orðið að nauðlenda.
Flugmennirnir kveiktu í flugvélunum, áður en tókst að hand-
sama þá og kyrrsetja. Vegna hinna tíðu hlutleysisbrota er hætt
við, að til alvarlegra árekstra komi, og að Sviþjóð dragist inn í
styrjöldina, þrátt fyrir það, að Sviar fylgi eindregið hlutleysis-
stefnunni.
LOFTÁRÁSIR BRETA Á FLUGSTÖBVAR I NOREGI.
Flugmálaráðuneytið breska tilkynnir, að breskar hernaðar-
flugvélar hafi gert einn eina loftárásina á flugstöðina við Staf-
angur. Var loftárás þessi gerð i gærkveldi. Var skotið af miklu
kappi af loftvarnabyssum á flugvélar Breta. Þrátt fyrir það er
talið að flugmönnum Breta hafi tekist að varpa niður fjölda
sprengikúlna og íkveikjusprengja, því að mikil eldur kom upp
i flugstöðinni. Líklegt er, að eyðilagðar hafi verið fyrir Þjóð-
verjum margar flugvélar. — Allar bresku flugvélarnar komu
af tur heilu og höldnu til bækistöðva sinna.
BRETAR SETJA LIÐ Á LAND
1 MOLDE.
Fregnir hafa borist um, að
Bretar hafi sett lið á land í
Molde, 150 kílómetrum fyrir
*unnan Niðarós.
Þýskar flugvélar hafa verið á
sveimi fyrir sunnan Namsos,
þar sem Bretar hafa nú herlið,
og hafa Þjóðverjar látið her-
menn svifa til jarðar í fallhlíf-
um, að rússneskri fyrirmynd.
Herlið Bandamanna
og Norðmanna sam-
einast við Mjösen.
Yfir helgina hafa borist
fregnir um, að herlið Banda-
manna berjist nú með Norð-
mönnum i Austur-Noregi. Hefir
norska herstjórnin staðfest
þetta, en að öðru leyti hefir
ekkert um þetta borist nema
frá sænskum heimildum. Sam-
kvæmt sænsku fregnunum settu
Bandamenn lið á land i Vestur-
Noregi og var það flutt á járn-
braut og í bifreiðu mtil Mjösen,
þar sem herlið Bandamanna og
Norðmanna sameinaðist, fyrir
norðan vatnið. Fregn um, að
þetta lið hafi tekið Hamar, hefir
ekki verið staðfest, né heldur
að Þjóðverjar hafi tekið Litla-
Hamar, sem er enn norðar, og
sést af þessu hversu lítt ber
saman fregnum frá Noregi nú.
Vafalaust er þó rétt fregn um,
að herlið Bandamanna sé kom<-
ið á þessar vígstöðvar, þar sem
opinber tilkynning hermir að
svo sé.
Herlið Bandamanna, sem hér
um ræðir, kvað vera ágætlega
útbúið, og hefir það skriðdreka,
vélbyssur, loftvarnabyssur og
öll nýtísku vopn.
Loftárásir hafa Þjóðverjar
gert á Namsos, Litlahamar og
Dombaas. í loftárásinni á Nam-
sos varð mikið tjón á húsum og
breskum togara þar i höfninni
var sökt. HerUð Bandamanna,
en þeir hafa þar nú setulið, varð
ekki fyrir neinu tjóni. Á Litla-
hamri varð og mikið tjón. Flug-
mennirnir skutu af vélbyssum,
er þeir flugu lágt yfir borgina.
1 Dombaas hafa Þjóðverjar
reynt að eyðileggja járnbrautar-
stöðina og járnbrautina, og
styður það fregnirnar um, að
s -
lið Bandamanna á leið til Mjö-
sen hafi farið þar um.
Doriibaas er mikilvæg járn-
brautarstöð á Dofra- og Rauma-
járnbrautinni, og liggur hún við
þjóðveginn um Guðbrandsdalr
inn. Á þessum slóðum lentu úr
flugvélum nokkrir tugir þýskra
hermanna. Svifu þeir til jarðar
í fallhlífum og höfðu meðferð-
is vélbyssur, reiðhjól o. fl. Þess-
ir hermenn munu hafa átt að
hindra, að lið Bandamanna og
Norðmanna næði saman, með
því að eyðileggja járnbrautir og
brýr. En þarna lenti i bardaga
milli þýsku hermannanna og
Norðmanna og báru Norðmenn
sigur úr býtum. Um 50 Þjóð-
verjar voru handteknir, en 20
til 30 féllu.
Viðureignir milli Namsos
og Niðaróss.
Fregnir berast stöðugt um
viðureignir milli Namsos og
Niðaróss, en ekkert hefir verið
tilkynt um þær opinberlega. —
Það er farið að koma æ betur í
ljós, að Þjóðverja skortir lið og
nauðsynjar handa liði sinu,
enda er þeim gert stöðugt erf-
iðara fyrir um liðflutninga. —
Flugvélaflokkur þýskur i her-
liðsflutningi varð fyrir árás
breskra flugvéla og neyddist til
þess að leggja á flótta.
Nýjar loftárásir á Stafangur
og Álaborg.
Bæði á laugardagskvöld og í
gærkveldi voru gerðar loftárás-
ir á flugstöðina við Stafangur
og ný loftárás hefir verið gerð
á flugstöðina við Álaborg, með
miklum árangri. Þegar fyrri
loftárásin var gerð var flugstöð-
in upplýst og kom árásin Þjóð-
verjum algerlega á óvart.tsiðari
árásinni komust flugmennirn-
ir að raun um, að eldur logaði
enn í flugstöðinni eftir fyrri á-
rásina. Bretar mistu enga flug-
vél i árásirini. Mikill árangur
var á loftárásinni á Kristians-
sand. Skotið var af vélbyssum
á flugstöðina og eldur kom upp
í flugvélaskýlum.
Sex þýskar f lugvélar skotnar
niður í gær og sjö í fyrradag.
Bretar skutu niður 6 þýskar
flugvélar yfir vesturvígstöðvun-
um í gær, og Bretar og Frakkar
7 í fyrradag. Bretar mistu enga
flugvél, en ein þeirra nauðlenti,
og var f lugmaðurinn særður, en
ekki hættulega.
[yrsta lifttrisli á
Él
Bretar varpa sprengjum á
flugstöðina í Alaborg, sem
er í höndum Þjóðverja.
London i morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Breska flugmálaráðuneytið
tilkynnir, að breskar hernaðar-
EINHVERSSTAÐAR úti á sjó eru þessir Þjóðverjar að
„dufla", ef svo má að orði kveða. Þeir eru að leita uppi rekdufl
og gera þau óskaðlegt. Er það gert með þvi að skrúfa af þeim
sprengjuhornin. Það er hættulegt starf, þvi að ef manninum
verður einhver skyssa á, þá er hann búinn að vera.
flugvélar hafi gert loftárásir á
flugstöðina í Álaborg á Jót-
landi, og hafi orðið miklar
skemdir af völdum árásarinnar.
Þetta er fyrsta loftárásin sem
gerð er í Danmörku, og segja
Bretar, að hún hafi verið gerð,
vegna þess að flugstöðin sé í
höndum Þjóðverja og séu þarna
hin ágætustu skilyrði til þess
að hafa bækistöð fyrir herflutn-
ingaflugvélar, og þaðan hafi
hafið sig upp flugvélar þær,
sem Þjóðverjar hafi notað til
herflutninga til Noregs (Staf-
angurs).
(Álaborg stendur simnan
megin Limafjarðar og er f jórða
mesta borg Danmerkur. Flug-
stöðin er að öllu gerð með ný-
tískU fyrirkomulagi og er mjög
rúmgóð).
Tök
Þjóðverja á
Danmörku
M
^SESfifeSKVKaí .rVi -Jr'JSSHW
London i morgun.
Breska útbreiðslumálaráðu-
neytið tilkynnir:
Frekari vitneskja hefir nú
fengist um aðferðir Þjóðverja
til að „vernda" nágrannaríki
sín. Meðlimir bresku sendisveit-
arinnar í Kaupmannahöfn hefir
látið svo um mælt við bresku
blöðin í gær, að meðal hinna
fyrstu, sem komu á skrifstofur
sendisveitarinnar til fram-
kvæma rannsókn og handtaka
starfsmennina hafi verið for-
stjóri þýsku ferðamannaskrif-
stofunnar i borginni og þýskur
farandsali, umboðsmaður fyrir
kvikmyndafélag, sem ferðast
með vegabréf, er ber farand-
sala-„visum".
Þessi embættismaður skýrði
frá þvi, að Þjóðverjar hefðu
getað umkringt eða ráðist á Jót-
land, Fjón og Sjáland frá 3—4
stöðum, ef Danir hefðu reynt
að standa á móti. Til að byrja
með hefði innrásarher Þjóð-
verja verið tiltölulega litill, en
hann hefði verið aukinn jafnt
og þétt, þrátt fyrir það, þótt
engin mótstaða væri veitt. Fer
ekki hjá því, að tök Þjóðverja
Yfirlýsing deGee
forsætisráðherra
Hollands.
London í morgun.
Yfirlýsing hollenska forsætis-
ráðherrans, Jonkhear de Gee,
hefir vakið mikið umtal í
bresku blöðunum. „Yorskhire
Post" fer svofeldum orðum um,
ræðu hans:
„Hollenska stjórnin hefir lát-
ið sér viti Noregs að varnaði
verða og hefir gert viðtækar
ráðstafanir til að verjast leift-
urinnrás. Það er fyllilega hægt
að skilja það á ræðu forsætis-
ráðherrans, að Þýskaland getur
ekki komið neinni „vernd" við
í Hollandi. Yfirfýsing hans um,
að Holland hafi ekki í hyggju
að leita aðstoðar neins ríkis, þó
að á það verði ráðist, er bersýni-
lega ætluð til þess að fyrir-
byggja að Hitler geti leikið þar
sama leikinn og í Noregi og hið
sama, sem Þjóðverjar léku
1914, er þeir réðust inn i Belgíu,
nefnilega að taka landið undir
„vernd" vegna yfirvofandi inn-
rásar annara styrjaldaraðila. Að
visu er ekki liklegt að Hitler
hætti við innrás i Holland, ef
hann áformar hana, af þvi að
hann vanti afsakanir. En i Hol-
landi mun hann mæta harðvit-
ugri mótstöðu frá litlum en
harðsnúnum her, auk þess sem
Holland er mjög vel víggirt frá
náttúrunnar hendi.
Hollendingar hafa haft nógan
tíma til undirbúnings og þeir
hafa notað hann vel. Það er nú
orðið svo þrengt að kosti Hitl-
ers, að hann þolir ekki lengur
viðskiftabann Bandamanna, og
það er nú komið að þvi sem
spáð var, að með vorinu myndi
hann reyna að brjótast út. Inn-
rásin i Noreg hefir mistekist og
nú bíða þess allir, að hann ráð-
ist á annað hlutlaust riki. Verð-
ur það Holland eða Belgía, eða
verður sókninni beint suður a
Balkan?
á Danmörku verði smátt og
smátt harðari og yfirgangur
þeirra meiri og meiri, enda
verður þegar vart vaxandi
greihju meðal almennings i
garð Þjóðverja.