Vísir - 24.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjéri:
Kristján Guðlaugsson
Skrífstofur:
Féfassprentsmiöjan (3. hæð).
Ritstjóri \
Blaðarrsenn Símí:
AugSýsingar > 1660
G|a!dkeri Afgreiðsla J 5 Sinur
30. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 24. apríl 1940.
94. tbl.
Bandamenn í sókn
•Ví
á flestum vígstöðv
um í Noregi
ÞjódveFjar h&lda áfram
liðflutiiiiig iim loftleidis
yflr Svíþjóð til Noregs
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Frá Stokkhólmi er símað að f regnir hafi borist um
það frá landamærum Noregs, að miklir bar-
dagar standi yf ir milli norsks og þýsks herliðs
í nánd við Rena við Glommu, fyrir norðan Elverum.
Sprengdu Norðmenn þar i loft upp brú eina, er Þjóð-
verjar voru að fara yfir hana, og biðu margir hinna
þýsku hermanna bana, en fleiri særðust. Siðar tókst
Þjóðverjum að koma liði á járnbraut gegnum Austur-
dalinn að bænum Lösset, 50 kílómetrum fyrir norðan
Rena, en nánari fregnir vantar af viðureignum á þess-
um slóðum, en yfirleitt benda fregnir nú til, að herlið
Breta og Norðmanna sæki víðast fram.
, Bretar halda áfram liðflutningum sínum til Andals-
ness fyrir norðan Þrándheim og hafa þeir sent lið til
stuðnings Norðmönnum frá Andalsnesi í tvær áttir.
Annað liðið f er um Guðbrandsdal i áttina til Litlaham-
ars, en hitt eftir Folladalnum norður á bóginn.
Bretar gera tilraun til þess að komast inn i Austurdal
með aukinn liðsafla, til þess að stemma stigu við frek-
ari framsókn Þjóðverja þar.
Frá Niðarósvígstöðvunum berast þær fregnir, að
Bretar sæki fram í Gaudal, i þeim tilgangi að komast til
Röros.
Þjóðverjar halda áfram að gera loftárásir á bæi og
þorp í Renadalnum.
Herlið Breta í Namsos virðist hafa járnbrautina það-
an á valdi sínu, því að þeir hafa flutt Íierlið eftir braut-
inni langt suður á bóginn, eða talsvert á annað hundrað
kílómetra. Einnig er sagt, eftir sænskum fregnum, að
norskt og breskt herlið nálgist Niðarós að sunnanverðu.
Til bardaga hefir komið við Levanger í Þrændalögum.
Frá Narvik hafa ekki borist nýjar fregnir, en talið er
að bardagar standi þar yfir, og haldi Bretar og Norð-
menn áfram tilraunum sínum til að ná bænum, en her-
lið Þjóðver ja á þessum vigstöðvum er afkróað á þrem-
ur stöðum, eins og getið var í skeytum í gær.
Norðmenn hafa fengið liðsauka fyrir norðan Elverum og er
mótspyrna þeirra þar harðnandi. Framsókn Þjóðverja á þeim
slóðum virðist algerlega stöðvuð. Norðmenn halda áfram að
sprengja brýr í loft upp og leggja margskonar tálmanir í veg
Þjóðverja. Þá halda Norðmenn áfram að treysta varnir sínar og
eru þeir nú að reyna að koma sér fyrir í traustari varnarlínu á
þessum vígstöðum.
Það er nú viðurkent í hernaðartilkynningum Breta og Þjóð-
verja, að til átaka hafi komið þeirra milli á ýmsum stöðum í
Noregi.
LIBFLUTNINGAR ÞJÖÖVERJA LOFTLEIÐIS.
Þjóðverjar halda áfram liðflutningum sínum til Noregs loft-
leiðis. Eftir fregnum frá Svíþjóð að dæma hafa þeir hætt að
nota flugstöðina í Alaborg sem bækistöð fyrir herflutninga-
flugvélar, en Bretar hafa nú gert þrjár árásir á flugstöðina þar.
Hafa Þjóðverjar því gripið til þess ráðs, að senda herflutninga-
flugyélar yfir Svíþjóð. 'Hafa sést margar þýskar flugvélar yfir
Svíþjóð á norðurleið.
Þykir þetta benda til þess, að það sé rétt, sem haldið hefir verið
fram í breskum fregnum, að svo hafi verið krept að Þjóðverjum
á sjóleiðum, að þeir hafi neyðst til þess að senda æ meiri liðsafla
og hergögn loftleiðis til Noregs, en það er ekki talið, að Þjóðverj-
ar geti til lengdar flutt nægan liðsauka og vopn í lofti, sérstaklega
þar sem Bandamenn halda stöðugt áfram herliðsflutningum til
ýmissa staða í Noregi. Þá er leidd athygli að því að Þjóðverjar
verði að nota óhemju mikið af bensíni, ef þeir haldi áfram lið-
flutningi til Noregs í stórum stíl loftleiðis, en bensínbirgðir Þjóð-
verja eru ekki meiri en það, að þeir verða að fara gætilega í þeim
efnum.
Svíar hafa lagt fram strengileg mótmæli gegn hlutleysisbrot-
um Þjóðverja. Fer gremja Svía hratt vaxandi í garð Þjóðverja,
en í þýskum. blöðum og útvarpi er farið hörðum orðum um
fréttastarfsemi þá, sem rekin er í Svíþjóð og talin er Banda-
mönnum og Norðmönnum í vil.
lívenær Efiagrnýta jæir sév fræðsluna?
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Styrjöld sú, sem Bretar nú
eiga í, er hin fjárfrekasta, sem
þeir hafa nokkuru sinni háð,
sagði Sir John Simon í útvarps-
ræðu, sem hann flutti í gær, til
þess að hvetja þjóðina til hinn-
ar ítrustu sparsemi. Hið opin-
bera jafnt og einstaklingar
þjóðarinnar verða að fara sem
gætilegast með fé, og aldrei hef-
ir þörfin verið meiri en nú, sagði
hann. Samanlögð útgjöld Breta
á næsta fjárhagsári eru áætluð
2670 miljónir stpd., en þar af
ganga til styrjaldarþarfa um
2000 milj. stpd. Fjárins er aflað
með sköttum og tollum og nýj-
um lántökum.
Lagður verður á nýr skattur,
sölu- eða viðskiftaskattur, á
þær vörur, að undanteknUm
matvörum, sem seldar eru úr
heildsölu til smásala. Bíkis-
stjórnin ákveður hve háan
hundraðshlut af heildsöluverði
skuli leggja á. Skattar verða
ekki lagðir á eldsneyti, rafmagn
og vatn. Skattar verða hækkað-
ir á bjór, whisky, tóbaki og eld-
spýtum, og burðargjald bréfa
hækkar, nema til hermannanna
á vigstöðvunum. Talsima og rit-
simagjöld hækka. Yfirskattur
verður greiddur af 1500 stpd.
tekjum í stað 2000 áður.
Blöðin gera fjárlagaræðu Sir
Johns að umtalsefni i morgun.
Blöðin eru þeirrar skoðunar, að
ekki sé við öðru að búast en að
miklar byrðar verði lagðar á
alla skattgreiðendur á styrjald-
artimum, en láta i ljós þá skoð-
un, að þjóðin mun bera slíkar
byrðar af hugrekki og möglun-
arlaust, eins og altaf áður, þeg-
ar framtíð Bretaveldis og lýð-
ræðis og frelsis i heiminum er
undir því komið, að sigur vinn-
ist í styrjöld.
Bresku blöðin
um fjárlaga-
írumvarpið.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fjárlögin, sem lögð voru fyr-
ir breska þingið í gær, eru að-
alumræðuefni Lundúnablað-
anna. Eru blöðin yfirleitt á
einu máli um nauðsynina á að
afla ríkinu aukinna tekna, en
blöðin greinir vitanlega á um
ýms einstök atriði.
„Times" segir m. a.:
„Skattana á að nota i þágu
fjármálastefnu ríkisins. Það er
nauðsynlegt að yfirfæra %
hluta allrar kaupgetu þjóðar-
innar til ríkisins, og þetta verð-
ur að gera, hvort sem það er
Þessi mynd er tekin i tyrkneskum liðsforingjaskóla. Það er verið að kenna liðsforingjunum hern-
aðarvísindi og til frekari skýringar er notast við upphleypt landakort. — Hvenær skyldi þessir
ungu menn fá tækifæri til þess að beita þessari kunnáttu sinni? Eða verða þeir svo hepnir að heyja
aðeins orustur á „pappirnum" eða upphleypta kortinu?
gert með auknum álögum eða
af frjálsum vilja þegnanna." í
forystugrein blaðsins er farið
hörðum orðum um hækkun
póstgjalda og ennfremur latmn
i ljós efi um að viðskiftaskatt-
urinn muni vegu upp á móti
minkaðri umsetningu vjerslaná."
Greininni lýkur á þessa leið:
„Kostnaðurinn við styrjöld-
ina er nú öllum almenningi
Ijós. Stjórnin hefir ekki gert
minstu tilraun til að halda
honum leyndum, heldur lagt
fram djarfmannleg fjárlög til
að mæta honum. Þannig á af-
staða vor til stríðsins að vera.
Erfiðleikarnir skulu herða
þjóðina til enn meiri og karl-
mannlegri átaka."
„Daily Telegraph" lætur sér
vel líka skatta-aukninguna á
bjór, vínföngum, tóbaki og eld-
spýtum ogbætir því við, að rétt
sé að ríkið leggi eins mikið og
frekast sé auðið á allan mun-
að.
'i^ r
iisiiiiraaBinralS!
SiKlitor Fltar ¦¦
styrjttldina i w.
London í morgun.
Vikublaðið „Spectator" birt-
ir grein eftir hermálasérfræð-
ing sinn um striðið i Noregi.
Segir þar, að svar bandamanna
við innrás Þjóðverja hafi ver-
ið hernaðaraðgerðir svo skjót-
ar og gagngerðar, að Þjóðverj-
ar hafi nú mist alla von um að
geta haldið þeim svæðum, sem
þeir í byrjun náðu tökum á.
Bandamenn hafi byrjað á því
að girða fyrir alla flutninga
Þjóðverja á sjó, með því að
eyðileggja næstum helming af
flota þeirra. Þjóðverjar hafi
treyst um of á flutninga sina
og ekki reiknað með flota-
styrkleik Bandamanna. Næsta
skrefið hafi verið að eyðileggj a
flugvelli Noregs, til þess að
flugvélar Þjóðverja gætu ekki
flutt hermenn og vistir til Nor-
egs. Er nú svo komið, að Þjóð-
verjar geta ekkert notað til
flutninga, nema sjóflugvélar,
Fyrrverandi innanríkis-
ráðberra Júgoslaviu
handtekinn.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fregn barst um það frá Bel-
grad í gær, að stjórnmálamaður
sá, sem var innanríkisráðherra
í ráðuneyti Stoyadinovitch —
sem var handtekinn á dögunum,
— hafi verið handtekinn. Eins
og Stoyadinovitch var hann
grunaður um ólöglega starfsemi
og var gerð húsrannsókn hjá
honum. Hefir þessi fyrrv. inn-
anríkisráðherra verið einangr-
aður í afskektu sveitaþorpi, eins
og Stoyadinovitch, og hafðar
gætur á honum.
Til ýmissa frekari varúðar-
ráðstafana hefir 'verið gripið í
Jugoslaviu, vegna starf semi nas-
ista, og hafa margir menn ver-
ið handteknir.
Brefar skiíta
um
aðalkonsúl
Mr. Bowering á förum.
Mr. Bowering, aðalræðismað-
ur Breta hér, er nú á förum héð-
an bráðlega. Verður hann aðal-
konsúll í Sviss. Hinn nýi aðal-
konsúll Breta, Mr. F. M. Shep-
herd, er nýkominn hingað.
Mr. Shepherd hefir ekki verið
hér áður. Hann er 47 ára að aldri
og hefir verið i utanrikisþjón-
ustu Breta nokkUr undanfarin
ár. Hefir hann verið i San Fran-
cisco, Buenos Aires, Lima og
víðar í Ameriku, auk þess sem
hann hefir verið i Barcelona og
Dresden og var í Danzig, þegar
innrásin hófst.
Mr. Shepherd stundaði nám
við Grenoble-háskólann. Hann
er ókvæntur.
en þær hafa minna burðar-
magn en landflugvélar og
verða þar að auki að þræða
strandlengjuna, þar sem floti
Bandamanna er á verði.
Dagur
barnanna
er á morgun.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
birt auglýsing um dagskrá
barnadagsins á morgun. Menn
geta séð af auglýsingunni, að
skemtanir dagsins eru nú fjöl-
breyttari og fleiri, en nokkuru
sinni áður.
En er þetta ekki eðlilegt? Ef tir
þvi sem meira ber á árangrinum
af starfi Sumargjafar, eftir þvi
eykst skilningur manna á gagn-
semi félagsins. Það byrjar í
smáum stíl, eins og margt ann-
að þjóðþrifafyrirtækið, en verð-
ur smám, saman að stórveldi,
með því að vinna af alhug og
einlægni að marki sínu.
Forvigismenn Sumargjafar
finna þvi mun frá ári til árs,
hversu skilningur almennings
vex á starfi þeirra. Til eru þó
einstaka menn, sem velja starf-
inu nöfn eins og sníkjur o. þ. h.
Þessir menn finna þó hvergi
hljómgrunn og andúð þeirra er
eingöngu sprottin af vanþekk-
ingu á starfi Sumargjafar. Jafn-
skjótt og þeir kynnast þvi,
munu þeir skif ta um skoðun.
Á morgun sýna Reykvíkingar
hug sinn til Sumargjafar, með
því að bera merki dagsins og
sækja skemtanirnar.
Mikil uælurfrosÉ
á IVorðurlundi.
Fréttaritari Vísis á Siglufirði
skýrði blaðinu svo frá í sim-
tali i morgun, að þar nyrðra sé
alt tíðindalítið. Iðnskóla og
gagnfræðaskóla verður shtið
þessa dagana, og hefir töluverð
aðsókn verið að þeim i vetur.
Veðurfar er frekar kalt
nyrðra. Sólbráð er á daginn að
vísu, og snjór tekinn að réna,
en þó eru enn skaflar á götum
Akureyrar. Næturfrost eru mik-
il og hamlar það að sjálfsögðu
öllum gróðri.
Samgöngur eru nú komnar i
lag við nærsveitir Akureyrar og
vegir orðnir færir bifreiðum um
alla dali.