Vísir - 25.04.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 25.04.1940, Blaðsíða 4
m VlSIR PimtHdaginn 25. apríl 1940. 1 [ 1 ' 1 1 GLEÐILEGT SUMAR! * Konéáð Gíslason. i GLEÐILEGT SUMAR! sl yiðtækjaverslun ríkisins. GLEÐILEGT SUMAR! Nordals-íshús. GLEÐILEGT SUMAR! Sápuverksmiðjan Sjöfn. GLEÐILEGT SUMAR! •Y Verslunin BRYNJA. -2 GLEÐILEGT SUMAR! GEFJUN — IÐUNN, Verlcsmiðjuútsalan. Aðalstræti. GLEÐILEGT SUMAR! Slippfélagið í Reykjavík. GLEÐILEGT SUMAR! Kexverksmiðjan F RÓ N. Jón Dúason: Snmaríiski við Grænland. Aflaleysið á vetrarvertíð hér við land hefir knúð æ fleiri menn til alvarlegrar umhugsun- ar um það, að hefja þorsk- og flyðruveiðar fyzár vestan Græn- land. Skoðun leikmanna er sú, að nálega allur sá þorskur, er hrygnir að vetrinum við sunnan- og vestanvert íslaizd, gangi að hrygningunni lokinni með straumnum til Grænlands. Og ef að vel ári i sjónum vestur þar, hrygni liann þar vesturfrá, og gangi ekki nema að nokkuru leyti aftur hingað til lands. Hvað sem nú er úm þetta, þá er það víst, að livergi nokkur- staðar í allri víðri veröld era önnur eins uppgrip af þorski og flyðru (einnig grálúðu) og við Grænland að sumrinu. Og hvort sem þessar hugmyndir um fisk- göngumar ez-u réttar eða eigi, þá er þó víst, að þorskaflinn við Grænland hefir síðan veiðarnar liófust trauðla nokkuru sinni verið meiri en einmitt þessi ár- in, sem veiðin á vetrarvertið hefir brugðist hér við land. Sumarvertíðin við Grænland hefst um líkt leyti og vetrar- vertíðin endar hér. Hún byrjar, er sjórinn út á stórgrunnunum vestan við Grænland er orðinn svo heitur, að hann er hentugur fyrir fisk. Fyllast þá grunnin af hrygnandi þorski. Sjórinn er fullur af loðnu, og liggur fisk- urinn mjög í henni. Þorskgang- an nær hrátt inn að landi, og fyllir þar sundin og firðina og jafnvel instu voga og víkur. Er þorskurinn þarna í þéttum torf- um og liggur í Ioðnu, jafnvel al- veg Uppi í landsteinum. Mikil hrygning fer þarna fram. Er komið er fram í ógústmánuð, virðist lirygningunni út á grunn- unum að rnestu lokið. Gengur þá mesta þorskmegnið af grunnunum og inn að landi. Er þá aðalveiðin inn undir eyjum, inni í sundum eða inn við Iand. Er þorskurinn í þéttum torfum. Liggur hann í Ioðnu og er stund- um alveg uppi á yfirborði. Sjón- arvottar hafa séð hann stökkva þar eins og lax. Við Grænland má þannig telja aflann alveg vísan. Fyrir íslensk skip er veiða vilja við Grænland er helst þetta tvent áhyggjuefni: 1) Hvernig eru réttindi ís- lenskra skipa þar? 2) Hvernig er hægt að korna aflanum frá sér, og fá útgerðai’- vörur ? Ad 1) Þótt Grænland sé að réttum lögum íslenskt land, en alls ekki danslct, fara Danir samt með landið sein sína eign, en með oss og skip vor þar sem útlend. Verður stjórn íslands að varast að aðliafast neitt það í oi’ði eða verki, er metast megi til viðurkenningar á því, að þetta ástand sé löglegt, eða að Gi’æn- land sé danskt land. í öllum dönskum lögum, er slaka á Iokun Grænlands, er gert ráð fyrir því, að íslensk skip njóti sömu réttinda og færeysk. Á vesturströnd Grænlands er að eins ein höfn, Færeyinga- höfn í Vestribygð, opin fyrir skipum allra þjóða. í dönskum lögum nr. 141, 7. maí 1937 segir: að öllum skipum, sem stunda veiðar í liafinu fyrir vestan Grænland, sé á tímabilinu frá 1. mars til 30. okt. heimilað, að sigla inn á og hafa dvöl í Fær- eyingahöfn í Góðvonarsýslu, samkvæmt reglugerð, er danski forsætisráðherrann hafi sett. Sama rétt Iiafa sliip, er flytja nauðsynjavörur, flytja heim farma eða leysa af hendi önnur störf til stuðnings fyrir hinn nefnda atvinnurekstur. Þetta virðist fela í sér rétt til að ferma, afferma, umferma og úthluta hirgðum, taka á móti afla og gera hvað annað, sem verða má atvinnurekstrinum til löglegs stuðnings á tímahilinu 1. mai til 31. okt., ár hvert. Þetta virð- ist öllum heimilt umsóknar- laust. Þar á móti segir í 2. grein nefndra laga: Innan þess svæðis, sem sam- kvæmt 1. gi’. er lagt til hafnar- innar, getur stjórn Grænlands veitt dönskum og íslenskum þegnum leyfi til að taka sér dvöl á því tímabili, sem höfnin er opin fyrir siglingum, sbr. 1. gr., og setja á stofn atvinnurekst- ur einkafyrirtækja, og stöðvar, er standa í sambandi við at- vinnu þá, er skipin stunda. Slík leyfi munu auðfengin í sjálfu sér, en ekki vafsturslaust. í dönskum lögum, er sam- þykt voru síðastliðið ár, var for- sætisráðherranum heimilað að opna liöfnina Tavkussak og Store Ravnsö og enn fjórðu höfnina fyrir dönskum fiski- skipum, einnig fyrir bátfiski úr landi, með svipuðum skilyrðum og giltu um Færeyingahöfn, áð- ur en lög nr. 141, 7. maí 1937 gengu í gildi, með öðrum orð- lim: Skip, sem vilja nota þessar hafnir, verða að sækja utn leyfi til þess. En leyfið mun ætíð veitt. Yið Grænland er landhelgin reiknuð 3 kvartmílur. Utan hennar er öllum heimiluð veiði. En er fiskurinn gengur mjög af grunnunum og inn að landi i ágúst, er mikilsvarðandi, að geta elt hann þangað. Lögin frá 7. mai 1937 lieimiluðu danska forsætisráðherranum að veita dönskum og íslensklim fiski- skipum leyfi til að veiða í græn- lenskri landhelgi meðfram vest- ur ströndinni milli 62° 40 og 65° 15’ n. hr. inn að línu „milli jrstu eyja, liólma, skerja og rifa“. Þetta gildir að eins til veiða á línu og handfæri, ekki í net. í lögunum frá í fyrra er forsætisráðherranum heimilað að Iengja þetta svæði svo, að það nái frá stað rétt fyrir norðan Arsuk alt norður að stað rétt fyrir sunnan Agto, þó með und- anskildum einstöku svæðum, þar sem slílc leyfi rekast á hags- muni grænlenskra þorpa. í. 2. gr. laganna frá i fyrra er for- sætisráðherranum ennfremur heimilað, „að veita dönskum fiskimönnum leyfi til dvalar og fiskveiða i skerjagarðinum alt inn að meginlandi, en fyrir utan firðina, á ákveðnum stórum samhangandi svæðum fram með allri ströndinni, er ráð- herrann ákveður, og þar sem at- vinnuhagsmunir Grænlendinga eru fremur litlir.“ Það er ekki vafi á því, að íslendingar eiga einnig að fá þéssi réttindi. Þessi leyfi ná aðeins til sjávarins, ekki til landsins, og líklega gildir það aðeins fyrir línu og handfæri. Er sú söguleg ástæða fyrir því, að Færeyingar, er harist hafa fyrir þessum réttindum og marið þau í gegn, hafa til skamms tíma ekki veitt í net, heldur aðeins á handfæri og línu. Þar sem fisk- urinn liggur mjög inn í sundum á siðari hluta sumars, getur mik- il bót verið í svona veiðileyfi. En lcynlega mundi sumum virð- ast Danir framkvæma þarna fyrirmæli 6. gr. Sambandslag- anna. Samt er þetta réttleysi vort elckert á móti þvi, ef ein- hverjum ábyrgum íslenskum stjórnmálamanni skyldi verða það á, að aðhafast eitlhvað slíkt til orðs eða æðis, er lagt gæti orðið út sem íslensk viðurkenn- Framli. á 8. síðu. GLEÐILEGT SUMARl Tóbakseinkasala ríkisins. GLEÐILEGT SUMAR! Blikksmíðavinnustofa J. B. Péturssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.