Vísir - 27.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 27.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 27. apríí 1940. 97. tbl. Framsókn Þjóðverja í Noregi virðist stöðvuð, exi Bandamenn bíða liðsauka áður en þeir hefja hernaðaraðgerðir í stórum stíl. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Tilraunir Þjóðverja til þess að sækja fram á hinum ýmsu vígstöðvum í Noregi virðast hafa stöðvast. Tilgangurinn með sókninni, er að lið þeirra í Oslo nái sambandi við lið Þjóðverja í Bergen og Niðarósi, en Þjóðverjar eru enn ein- angraðir á hinum ýmsu stöðum sem þeir hafa náð á sitt vald, þóttþeirhafi sóttall- langt frá Osló. Áðstaðan á vígstöðvunum hefir lítið breyst frá því í gær. í nánd við Röros sóttu véladeildir Þjóðverja nokk- uð fram, en voru stöðvaðar við Nyplass, 10 kílómetra til norðurs á járnbrautinni. Mestur hluti liðsins, sem verst við Röros, er norskt, én Bandamenn senda þangað mikinn liðsauka. Yoru Bandamanna-hersveitir að koma þangað, er síðast fréttist. Það er augljóst, að Þjóðverjar sjá, að þeir verða að haf a hraðan á, eigi þeim að auðnast að ná því marki, sem þeir hafa sett sér, að ná sambandi við Niðarósliðið. Lið það, sem Þjóðverjar sendu til Röros, hafði meðferðis tæki til þess að gera við brú, sem sprengd haf ði verið í loft upp við Nyplass. Verkfræðingar voru með hersveit- unum til þess að sjá um viðgerðina. Áður en Iiöros gafst upp voru herforingjum Norðmanna settir úrslitakostir. Hótuðu Þjóðverjar að skjóta borgina í rústir, ef einn einasti þýskur hermaður væri drepinn, meðan Þjóðverjarl hefði borgina á sínu valdi. Gafst Röros því upp bardagalaust. Lögreglustjórinn og sóknarpresturinn eru í haldi hjá Þjdðverj- um sem gisl. FRÁ STEINKJERVlGSTÖÐVUNUM. Sagt er að breska herliðið hafi hörfað frá Steinkjer vegna þess, að það hafi skort loftvarnabyssur. Þegar breska herliðið var farið tóku Þjóðverjar borgina. — Breskt og norskt herlið er fyrir norðan borgina. Við Litlahamar er alt óbreytt. Þjóðverjar gerðu loftárás á Grong í gær og var járnbrautarstöðin eyðilögð að mestu. Frá Narvik hafa ekki borist nýjar fregnir í morgun, en í gær- kveldi var talið, að nýjar árásir á borgina væri að byrja af hálfu bandamanna. Þarna hefir ekki verið barist að undanförnu vegna hríðarveðurs. Aðalumræðuefni bresku blað- anna er enn sem fyr styrjöldin i Noregi. „Times" birtir eftir- farandi ummæli: „Styrjöldin í Noregi virðist enn vera á byrjunarstigi. Þjóð- verjar hafa enn nokkra yfir- burði, svo sem betri og lengri undirbúning herferðarinnar, f jallahersveitir með margra ára æfingu og fleiri flugvélar. Það er því eftirtektarvert, að tekist hefir að stöðva framsókn Þjóð- verja um sama leyti og banda- mönnum berast fleiri og fleiri sendingar vopna og liðsstyrks. Það hefir vakið nokkurn ó- hug í hlutlausum löndum, að samkvæmt upplýsingum her- ráðs bandamanna hefir Þjóð- verjum miðað betur áfram en fréttir frá lakari heimildum hafa viljað vera láta. Það er öll ástæða til að vara almenning við þeim bjartsýnu fréttum, sem breiddar hafa verið út um styrjöldina, og er engin ástæða til að leggja á þær trúnað, fyrr en þær hafa verið staðfestar. Herráðið leggur áherslu á að birta réttar fregnir, þó að þær séu færri og styttri en þær ýkj- ur, sem, þýska útvarpið breiðir út. Það er engu siður ástæða til að torlryggja hinn kærulausa fréttaburð hlutlausu ríkjanna en uppspuna þýsku fréttastof- unnar." „Daily Telegraph": „Með hverjum deginum sem líður gengur á hergagnabirgðir og liðsstyrk Þjóðverja í Noregi, vegna þess, að þeir eyða miklu meiru en að berst með hinum takmörkuðu flutningum þeirra. Á sama tíma vex herstyrkur bandamanna, þvi að flutningar þeirra ganga óhindrað. Það er aðgætandi, að sterkur floti hefir altaf unnið að minsta kosti eina orustu i hverju striði — hina síðustu." Erkibiskupinn í Uppsölum flyt- ur útvarpsræðu Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Erkibiskupinn í Uppsölum flutti útvarpsræðu í gær og hvatti hann Svía mjög eindreg- ið til samvinnu og samheldni. Sænska þjóðin stendur á hættu- legum tímaniótum, sagði erki- biskupinn, og verður að vera undir það búin, að verja land sitt. Hernaðarástandi yfirlýst í Berlin. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. frJÓÐVERJAR hafa nú endanlega hætt öllum tilraunum til þess að láta líta svo út, sem þeir sé að „vernda" Noreg. Tilskipun var birt í Berlín í morgun þrss efnis, að hernaðar- ástand ríkti nú milli Þýska- lands og Noregs. Hefir Hitler útnefnt land- stjóra fyrir hin herteknu héruð í Suður-Noregi. Land- stjórinn er von Teerbogen, og tók hann við embætti sínu í morgun. Hann ber á- byrgð gagnvart Hitler ein- um, líkt og þýsku landstjór- arnir i PóIIandi og Tékkó- slóvakíu. Belgiska stjórnin afturkallar lausn- arbeiðni sína. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Leopold Belgíukonungur neit- aði að taka til greina lausnar- beiðni Pierlot-stjórnarinnar. — Baðst hún lausnar vegna á- greinings um innanríkismál, en um utanríkismálin er enginn á- greiningur, og taldi Leopold konungur ekki rétt, að á slíkum tímum sem þessum væri ágrein- ingur um innanríkismálefni lát- inn valda stjórnarskiftum. — Skrifaði hann Pierlot bréf og kvaðst ekki geta fallist á lausn- arbeiðnina, — nú væri skylda allra Belgíumanna að vera á verði hver á sínum stað, ekki síður en hermannanna á landa- mærunum. — Verður Pierlot- stjórnin áfram við völd. Bretland og Bandaríkin viðurkenna sjálfstæði íslands. . Nenclílicri'ar væiitaiilegir hingað f yrir bæði fíesisi Ríkisstjórn fslands barst í morgun skeyti frá breska utanríkismálaráðherranum, Lord Halifax, þar sem tilkynt er sú ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að hún viður- kenni Pétur Benediktsson sem charge d'affaire ad interim, fyrir fslands hönd, en hann dvelur nú í London, og hef ir starf að við dönsku sendisveitina þar. Jafnframt tilkynnir breska utanríkismálaráðuneytið að hingað muni verða sendur sérstakur sendiherra af Breta hálf u, sem hagsmuna þeirra gæti hér í landi, og er þar með komið á beinu „diplomatisku" sambandimillumþessararíkja,ogfullveldilslands viðurkent af Bretum. Bandaríkjastjórn hefir hinsvegar viðurkent Vilhjálm Þór sem aðalkonsúl íslend- inga í Bandaríkjunum, en hann hefir aðsetur í New Ýork. Sendiherra frá Bandaríkjun- um mun vera væntanlegur hingað til lands um miðjan næsta mánuð. Haf a þannig tvö stórveldi, sem við íslendingar eigum mest undir viðurkent sjálfstæði okkar, en í því felst hin mesta trygging fyrir okkur á þeim vandræðatímum, sem nú standa yfir. Það mun óhætt að fullyrða, að þessi tíðindi munu vekja hina mestu gleði um alt land og auka öryggistilfinningu þjóðarinnar að miklum mun. Með því að þessir atburðir hafa borið svo skjótt að, er ekki unt að gera sér fulla grein fyrir þýðingu þeirra, en þó virðist mega vænta að viðurkenning þessara voldugu stórvelda tryggi fyrst og fremst sjálfstæði okkar að öllu óbreyttu, og auðveldi til stórra muna nauðsynlegar ráð- stafanir, sem við kunnum að þurfa að gera sem sjálfstæð þjóð, vegna viðskifta okkar við aðrar þjóðir. Hefir þannig feng- ist viðurkenning á þeim ráðstöf- unum, sem þing og stjórn gerði um meðferð utanríkismálanna vegna atburða þeirra, sem skeð hafa í Danmörku, og má vænta þess, að aðrar þjóðir fari að dæmi Breta og Bandaríkja- manna í þessu efni. Þá mun þessi viðurkenning sjálfstæðis vors, og það að ís- lensk stjórnarVöId fá beint „diplomatiskt" samband við stórveldin, hafa hina mestu þýð- ingu fyrir verslun og viðskifti við þessar þjó-ðir, en í því efni hefðum við verið illa á vegi staddir, ef þessi viðurkenning sjálfstæðis vors hefði ekki feng- ist nú þegar. Má búast við að viðskifti öll gangi greiðlegar en ella. Við íslendingar höfum þann- ig hlotið stóraukin réttindi, en samfara þeim eru einnig ríkar skyldur. Veltur á miklu að mannaval sé hið ágætasta, sem gegnir störfum í utanríkismál- um vorum, og má fullyrða að vel hafi tekist með val þeirra manna, sem nú hafa þau með höndum í London og Washing- ton, en Vilhjálmur Þór mun að- eins gegna þeim til bráðabirgða eða þar til hann hverfur að störfum sínum hér við Lands- bankann. Pétur Benediktsson hefir ver- ið í utanríkisþjónustu Dana frá því árið 1930 og hefir starf hans þótt með afbrigðum gott og dugnaður hans mikill. Pétur er sonur Benedikts Sveinssonar bókavarðar og fæddist hér í Reykjavík hinn 8. des 1906. Er hann hafði aldur til gekk hann inn i Mentaskól- ann, útskrifaðist þaðan með góðri einkunn og innritaðist i háskólann. Lauk hann laga- prófi árið 1930 með góðri I. einkunn. Á þessum árum vann hann við dagblaðið Vísi, og var þar fastur starfsmaður frá því er hann Tauk prófi og þar til er hann fór utan og hóf störf í danska utanrikismálaráðuneyfc- inu, seinni hluta ársins 1930. Þar vann hann til ársins 1936, er liann var sendur til Spánar, og dvaldi hann þar i landi er borgarastyrjöldin braust út. Dvaldi hann þar nokkuð í byrj- un styrjaldarinnar, en fór þvi- næst til Frakklands og settist þar að um hríð. Þvi næst vann hann i utanrikismálaráðuneyt- inu i Kaupmannahöfn, en s.l. haust hafði verið ákveðið að hann' skykh' sendur til Bernar, sem charge d'affaires um stund- arsakir, en frá þvi var horfið er ófriðurinn braust út. Þá var hann sendur til Lundúna sem ,.sekretær" við dönsku sendi- sveitina þar, og var hann fyrsti starfsmaðar í utanríkismála- ráðuneytinu danska, sem send- ur var út vegna stríðsins. Gegndi hann þessum störfum skamma hrið, en er íslensk- breska viðskiftanefndin hóf störf sín, hvarf hann úr danskri þjónustu og gerðist fulltrúi ís- lenska nefndarhlutans í Lond- on. Gegnir hann þvi starfi enn og hefir jafnframt tekið að sér störf þau, sem honum hafa nú verið fahn og að ofan getur. . Fyrir störf sín vegna við- skiftamála vorra, það sem af er, hefir Pétur hlotið hið mesta lof. Hefir hann á þeim ágætan skilning, en hefir auk þess sýnt mikinn dugnað, þannig að full- yrt er, að margt væri nú með öðrum hætti i viðskiftamálum vorum, ef hans hefði ekki notið við. Virðist hann ennfremur eiga greiðan aðgang að þeim mönnum, í bresku ráðuneytun- um, sem við þurfum að leita til, og hafa áunnið sér traust þeirra. Má því fullyrða, að Pétur sé hinn heppilegasti fulltrúi ís- lands í London. f GÆRMORGUN um kl. 9 varð bílslys innarlega á Laugavegi og hryggbrotnaði kona ein,Guð- björg Ólafsdóttir, til heimilis á Mjölnisvegi 44. Slysið varð með þeim hætti, að Guðbjörg var á leið yfir Laugaveginn móts við nr. 139, verslunina Ásbyrgi, og nálgaðist hana þá bill, sem var á vestur- leið. Ætlaði bilstjórinn að fara fyrir aftan konuna, en hún sneri skyndilega við, lenti hægra megin á bifreiðinni og féll á götuna. Var Guðbjörg flutt í Lands- spitalann og kom þá i ljós, að liryggurinn var brotinn. Mæn- an mun þó ekki hafa skaddast. 3i9.939.41 Sæbjörg kom í gær til Hafnarf jarðar me'ÍS vb. Snæfell í eftirdragi. HafÖi skrúfublað bognað á Snæfelli og komst báturinn ekki úr staÖ. Snæ- fell er frá Stykkishólmi, 14 smál. að stærÖ. í jaxðabótastyxk áxið sem leið Nýlega er lokið við að reikna út jarðabótastyrk samkvaant jarðabótamælingum 1939. Bún- aðarfélögin, sem eru starfandi, eru 220. Jarðabótamenn, sem styrk fá eru 5059. Þar með eru ekki taldir þeir, sem greiða af- gjald af jörðum með jarðabóta- styrk. Jarðabótastyrknum er skift í þrjá flokka: 1. Áburðarhús. Samtals kr. 82.024.34. 2. Túnrækt og garðrækt kr. 387.968.73. 3. Þurheys- og votheyshlöð- ur.kr. 55.219.20. Samtals verður þetta kr. 525.212.27. Þeir, sem fengið hafa styrk innan við 1000 kr. fá 20% upp- bót, en sú upphæð nemur 40.388.63. En styrkurinn, þegar um er að ræða jarðir, þar sem hann hefir alls numið yfir 4000 kr., er lækkaður um 20%, og nemur sú upphæð kr. 5.661.72. Heildarstyrkupphæðin árið sem leið verður þvi kr 559.939.- 48.—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.