Vísir - 27.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 27.04.1940, Blaðsíða 2
VlSIR 7ÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sjómanna- verkfallið. gTJÓRNIR sjómannafélag- anna hafa nýlega tilkynt, a6 þær muni nota sér heimild þá, er þeim var gefin með atkvæðagreiðslu í viðkomandi félögum, til þess að fyrirskipa vinnustöðvun, ef samningar næðust ekki við eig- endur fiskiskipa og flutninga- skipa. Verkfall þetta á að skella á kl. 12 á miðnætti hinn 1. mai n. k. Sjömenn eiga miklum vin- sældum að fagna með þjóð vorri,, sem metur störf þeirra og skilur fyllilega dugnað þeirra og láræði. Eftir að stríðið slcall á hefir löggjafinn sýnt þetta í verki með þvi að veita sjómönn- um sérstakar skattaívilnanir. Það er eðlilegt að sjómenn krefjist hlunninda sér til handa á þeim tímum, sem erfiðastir hafa verið í millilandasigling- um, og þeim kröfum hefir verið mætt, og verður vonandi mætt af fylsta skilningi. Allur þorri sjómanna mun einnig vera þ%á mótfallinn, að kröfurnar séu spentar um of, og þeim er það mæta vel Ijóst, að það er þeim sjálfum fyrir bestu, að alls hófs sé gætt í því efni, ef ekki skal miða við stundarhagsmuni eina. Á undanförnum árum hafa sjómenn átt við erfið kjör að búa, en það hefir einnig orðið hlutskifti útgerðarmannanna. Á því hefir þó verið sá eðlismunur að sjómenn hafa borið nokkum hlut frá borði en útgerðannenn engan, og raunar verri en engan, með því að svo má heita að um hreinan taprekstur hafi verið að ræða síðustu tíu árin hjá flestum fyrirtækjum. Miklar eignir liafa orðið að engu, og stórsklddir hafa lilaðist upp innanlands og utan, sem hafa gersamlega slig- að útgerðina, og að því býr hún nú. Gripið var til þess ráðs af hálfu hins opinbera að veita út- gerðinni allveruleg friðindi um nokkurra ára skeið, í þvi augna- miði að henni gæfist kostur á að rétta við að nýju. Er þetta fyrsta árið, sem, von er um að gefi sæmilegan árangur, en þó mjög misjafnan, og sá ágóðí, er kann að hafa orðið á rekstr- inum, nægir ekki til þess að greiða gamlar skuldir, nerna að mjög óverulegu leyti. Hagur fiskiskipa útgerðarinnar er þvi alt annað en góður, en þjóðinni sem Iieild er það lífsnauðsyn að liann rétti við, og geti hrundið af stað aukinni atvinnu almenn- ingi til lífsframfæris. Hér kann að gegna nokkuð öðru máli um afkomu flutningaskipanna, en rekstur þeirra er ung atvinnu- grein hér í landi, sem nauðsyn ber til að efld verði, og sanna yfirstandandi tímar okkur það ljóslega, með því að hvar stæð- um við nú, ef við ættum ekki umráð þess flutningaskipaflota, sem við höfum eignast á síðustu árum? Heilbrigður rekstur allr- ar þessarar útgerðar er lífsnauð- syn og hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess, að öllum kröfum gagnvart útgerðinni sé í hóf stilt Miklar loftárásir í Noregi í gær. Bretar mistu 5 flugvélar í loftbar- dögum, en Þjóðverjar 6. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það var.tilkynt í London í gærkveldi, að breskar sprengju- flugvélar hefði gert árásir á margar flugstöðvar Þjóðverja og birgðaskip þeirra í norskum fjörðum á svæðinu frá Oslo til Bergen. Mikið tjón varð af loftárásunum og eru þær einhverjar hinar víðtækustu, sem gerðar hafa verið. Fjölda margar sprengjuflugvélar tóku þátt í þeim, m. a. Blenheimsprengju- flugvélar. — Það var og tilkynt í London í gær, að Bandamenn væri búnir að koma sér upp bráðabirgðaflugvöllum í Noregi, og stæði þeir nú betur að vígi en áður, að gera árásir á þýskar flug- vélar. Eru nú breskar árásarflugvélar komnar til Noregs og hef- ir þegar komið til viðureigna milli þeirra og þýskra flugvéla. Eins og kunnugt er höfðu Þjóðverjar náð öllum helstu flugvöll um Iandsins í sínar hendur þegar í byrjun innrásarinnar, og hafa því Bandamenn staðið ver að vígi að þessu leyti. - ' « A Oslófirði voru gerðar árás- ir á 10 birgðaskip Þjóðverja. Urðu skemdir á mörgum þeirra og ætlað er, að einu 5000 smá- lesta birgðaskipi hafi verið sökt. Einnig var gerð árás á olíu- geyma við Moss og kviknaði í þeim. I Ulrik var hæft 2000 smálesta skip. Sáu flugmenn- irnir, að það fór að hallast, og var það hálft í kafi í sjó, er þeir héldu á brott. í Stafangri var gerð árás á 4000—5000 smálesta skip, með íkveikjusprengjum og Vélbyssuskothríð. Talið er, að Þjóðverjar hafi ætlað að koma liði frá Harð- angursfirði til Voss, liði þeirra við Bergen til aðstoðar. Fimm breskra hernaðarflug- véla er saknað eftir árásir þess- a. Einn Dornierflugbát þýskan skutu þær niður á heimleið. — Sex þýskar flugvélar skutu Bretar niður í Noregi í gær. með fylslu sanngirni, og í raun- inni er það þjóðarhagur, ef út- gerðarfyrirtækin hagnast, án þess að íþyngt sé sjómönnunum, með því að þá opnast leiðir lil eflingar atvinnufyrirtækjunum og aukinnar atvinnu til handa almenningi. Vísir hefir ekki aðstöðu lil þess að ræða kröfur sjómanna að þessu sinni. Þær þárf að at- huga nánar, en liitt verður að víta, að stjórnir sjómannafélag- anna liafa ekki orðið við þeim kröfum, sem til þeirra má gera á þessum alvörutímum, og sem sjómennirnir sjálfir munu telja eðlilegar. Þær samningaumleii- anir, sem liingað til liafa farið fram, liafa einvörðungu snúist um kaup og kjör manna á flutn- ingaskipunum, samkvæmt ósk sjómannafélaganna sjálfra, og hafði sáttasemjari ríkisins að eins haft milligöngu í því efni með höndum er verkfalls- ákvörðun var tekin. Hinsvegar mun ekki hafa verið leitað um sættir millum sjómanna og tog- araeigenda, og því engan veg- inn fullreynt hvort þær myndu takast eða ekki. Þetta framferði af bálfu stjórnar sjómannafélaganna er óviðunandi, og í þeim felst bein hætta fyrir sjómennina sjálfa að því er afkomu snertir. Gangi þeir einnig til samninga með fullkominni óbilgirni, kann svo að fara, að vinsældir þeirra reynist ekki þess um komnar að knýja kröfur þeirra fram, og fari jafnvel rénandi hjá almenn- ingi, — ekki síst þar sem fjöldi manna rnyndi reiðubúinn til að sætta sig við það hlutskifti, sem sjómenn hafa nú og eiga rétt r að fá. Er það öllum fyrir bestu, að hér komi engar æsingar til greina, eða yfirspcnt tilfinninga- semi. Bláköld skynsemin á að ráða mestu við samningaborðið að þessu sinni, eins og ávalt þeg- ar þjóðarhagsmunir krefjast þess. Drengjahlaup Ármanns fer fram á morgun kl. 11. Kepp- endur munu vera milli 30 og 40, og eru flestir frá Ármanni og K.R., eins og vant er. En auk þess eru keppendur frá Í.K., F.H. og Í.R. Er líklegt að baráttan verði liörð milli Ár- manns, K.R. og Í.K. að þessu sinni, og er með öllu ógerlegt að spá nokkru um, hvernig þeirri viðureign lýkur, og því síður Iiver muni verða fyrstur í mark. Fer ekki hjá því, að forráðamenn þessara félaga gerist nokkuð taugaóstyrkir í þann mund sem hlaupið fer fram, en vonandi komast þeir þó yfir það. Hlaup þetta hefir nú farið fram 18 sinnum, hófst 1923, og er það orðið mjög vinsælt. Ár- mann hefir gefið 5 bikara til að keppa um í hlaupinu, og hefir K.R. unnið 4 þeirra til eignar, en um þann fimta verð- ur kept í 2. sinn á sunnudag. K.R. vann hann í fyrra. En alls liefir K.R. unnið þetta blaup 13 sinnum, og Ármann 4 sinnum. Sex síðastliðin ár hefir K.R. farið sigrandi af hóhni, og er því mál til komið, að þeir bíði nú Iægra hlut, — en hvort sum- um verður að þeirri ósk sinni, sjáum við á sunnudag. Hlaupið hefst hjá Iðnskólan- um, í Vonarstræti, og endar í Lækjargötu, á móts við Amt- mannsstíg. Sólon. »Forðum í Flosaporti« Frumsýning á mánudag. Heimssýningunni í Reykjavík. í leiknum koma fyrir ýmsir merkir samtíðarmenn, Jón Eyj- ólfsson o. fl. Aage Lorange verður hljómsveitarstjóri, en lögin úr ýmsum áttum. Tckjur Itai'iia- <lagrsins urðu íæplega 12.000 kr. Tekjur Barnadagsins í ár munu hafa orðið um 10% — eða um einu þús- undi hærri en í fyrra, sagði ísak Jónsson í morgun, þegar Vísir átti tal við hann. Heildartölur eru ekki enn fyrirliggjandi, því að enn er ekki búið að gera upp fyrir sum úthverfin, en tekjurnar fyrir merkjasöluna og „Sól- skin“ eru aðeins minni. Er gert ráð fyrir að heild- artekjurnar sé rétt innan við 12 þús. kr. Þær voru í fyrra 10.900 kr. Tveir bflar velta utan við bæinn Síðdegis í gær ultu tvær bif- reiðar, vörubifreið og fólksbif- reið, á veginum fyrir utan bæ- inn. Skemdust þær báðar, sér- staklega vörubifreiðin, en meiðsli á farþegum urðu furð- anlega lítil. Vörubifreiðin valt á veginum hjá Lágafelli. Voru tveir full- orðnir í þessari bifreið og eitfc barn, 6—7 ára gamalt. Bifreið- in fór alveg lieila veltu á vegin- um og stóð á hjólunum, er hún slaðnæmdist. Stýrishúsið möl- brotnaði á bílnum, en fólkið, sem í því var, slapp með furðan- lega lítil meiðsli. Mun bílstjórinn skyndilega hafa mist stjórn á bifreiðinni. Þá valt fólksflutningabifreið út af veginum milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Mun þetta hafa orðið í Kópavogi. — Bíllinn varð fyrir allmiklum skemdum, en meiðsli urðu eng- in. Síra Jón Finnsson andaðist liér í bænum fyrsta sumardag, en hafði þá kent las- leika, án þess þó að vera rúm- liggjandi. Hann var fæddur hinn 17. ágúst 1865 að Desjar- mýri og voru foreldrar hans Finnur Þorsteinsson (d. 1888), siðar prestur að Klyppstað, og lcona hans Ólöf Einarsdóttir bónda í Hellisfirði, Erlendsson- ar. Síra Jón útskrifaðist úr Lat- íniiskólanum hér í bænum hinn 5. júlí 1884 með I. einkunn. Fór hann þvi næst utan og innritað- ist í Kaupmannahafnarháskóla, og lauk þar prófi í heimspeki hinn 23. júlí 1885. Úr presta- slcólanum hér útskrifaðist bann 23. ágúst 1899 með I. einkunn og var settur prestur að Hofi í Álftafirði 19. sept 1890 og vigð- ur 28. s. m. Veitingu fékk liann fyrir Ilofsprestakalli 1. april 1891, en lét af preslskap vorið 1931, eftir 41. árs þjónustu. — Síra Jón var kvæntur Sigríði Hansdóttur Beck frá Sómastöð- um í Reyðarfirði og lifir hún mann sinn. Synir þeirra hjóna eru Jakob, nú prestur vestan liafs og Eysteinn ráðherra, en á vegum hans hafa þau hjónin dvalið hér í bænum síðustu ár- in. Síra Jón Finnsson var hinn grandvarasti maður til orðs og æðis, og einkum hafa kunnugir orð á því gert, live hann hafi verið hreinlyndaður og góðvilj- aður, hver sem i hlut átti. Hann var einn af hinum samvisku- sömu embættismönnum, sem í engu mátti vamm sitt vita. | Jðn L. Hansson. | „En sæmdog lof sé hverjum hal, er hetja stóð og hné.“ í margmenni borgarinnar þykja það ekki stór tíðindi, og vekur oftast ekki mikla eftirtekt, þó gamall maður falli í valinn. Almenningur lætur sig það ekki miklu skifta, kunningjar og vinir sakna um liríð, og svo fell- ur gleymskan yfir ininningu flestra, er frá líður. Þó eru þeir til, er aldrei gleymast þeim, er þá þektu. Menn, er höfðu yfir- burði fram yfir fjöldann á ein- hvern hátt, gleymast ekki þeim, er þá kunnu. Meðal þeirra manna, er lifa munu í minni vina og kunningja er Jón Hans- son frá Þóreyjarnúpi. Hvar sem Jón Hansson fór sást það, að þar var ekki neinn miðlungsmaður á ferð. Hann hlaut að verða minnisstæður öllum, er af hon- um höfðu kynni. Bar margt til þess. Hann var maður prýðilega gáfaður, fróður og minnugur með afbrigðum, og var minni hans ekkert tekið að sljóvgast, þrátt fyrir allliáan aldur. Var hreinasta unun að sitja hjá Jóni Hanssyni og heyra liann segja frá mönnum og viðburðum. Fór þar saman frásagnarlist og glögg dómgreind á mönnUm og málefnum, oft kryddað með gamansemi. Bar öll frásögn Jóns þess merki að eftirtekt hans hafi verið miklu skýrari en al- ment gerist, því svo vel gat hann sagt frá atburðum, að svo var sem maður horfði á þá sjálfur, enda var Jón maður liagur á Í3- Ienskt mál í frásögu sinni, sem best varð á kosið, og gerði það alt mál hans áheyrilegt. Einnig var Jón góður hagyrðingur, sem hann átti kyn til, en lítt hélt liann á lofti skáldskap sínum, og munu að eins fáir liafa verið, er hann lét heyra visur sínar, og ekki er mér kunnugt um að hann hafi skrifað þær, en þó má slíkt vera. Jón var jafnan liinn mesti athafnamaður, og gekk ó- skiftur að störfum sínuin. Var hann framan af æfinni bóndi, en hætti búskap um hríð og fór að fást við verslun, en hvarf eft- ir nokkur iár aftur að búskapn- um, uns hann flutti liér suður. Eftir það stundaði hann ýmist búskap eða verslun og stundum livorttveggja, alt fram á liin síð- ustu ár. Það var svo með Jón Hansson, eins og marga aðra, er hefja sig yfir meðalmenskuna, að oft stóð um hann, og af honum, nokkur slyr. En lítt lét hann það á sig fá, enda var hann þrek- og kjarkmaður. Var kjarlcur Jóns meiri en flestra manna annara, þeirra er eg befi þekt. Mun það fátítt um mann, er jafn margt mótdrægt hefir mátt þola, sem Jón Hansson, að halda óbiluð- um kjarki, meira en hálfátt- ræpur að aldri. Jón Hansson kunni ekki að „hneigja lmé“ í auðmýkt, er hann þóttist órétti beittur. Hann vildi að hætti hinna fornu kappa berjast til þrautar, — og sigra, eða falla við góðan orðstír að öðrum kosti. Og Jón Hansson stóð í liörðustu baráttu, með fullu sál- arþreki hinnar framsæknu æsku, og ókúgaðan vilja og kjark hraustmennisins. Jón Hansson var maður ti*yggur og vinfastur. Hann mun ekki hafa gert sér „alla við- hlæjendur að vinum“, en þegar hann tók vináttu, þá var hans Revýa með þessu nafni hefur göngu sína á mánudaginn kem- ur. Efni hennar verður ekki rakið hér, en það má fullyrða, að hún mun ekki siður njóta góðra vinsælda en aðrar revý- ur. Má geta þess, að leikurinn er hinn fjörugasti og smellnar vísur lífga hann mjög, enda eru lögin við þær hin smekk- legustu. Hefir sá, er þetta skrifar, haft tækifæri til að koma á æf- ingu leiksins, og virðist hann allur hinn fyndnasti og fjörug- ur frá byrjun til enda. Hefir verið sérstaklega vandað til sýningarinnar. Frú Ásta Norð- mann hefir æft dansana, sem dansaðir eru, og auk þess að- stoðar „Swing-tríóið1' með söng. Leikendur eru 18 að tölu, allir góðkunningjar leikhús- gesta að fornu og nýju. Aðal- kvennablutverkin leika þær: Emilía Borg, Sigrún Magnús- dóttir og Ólafia G. Jónsdóltir. Karlahlutverkin hafa á hendi: Gunnar Bjarnason, sem eldri leikhúsgestum er kunnur fyrir leik sinn i mörgum léikritum og revyum áður fyr. Alfred Andrésson, Gunnar Stefánsson, Ævar R. Kvaran, Lárus Ing- ólfsson og Bjarni Björnsson. Getur engum blandast hugur um, að fólk þetta getur komið við hláturtaugar almennings, enda eru revyur samdar með það fyrir augum, að létta af fólki hinum daglegu áhyggjum um óvissa framtíð og gefa þvi tækifæri til að hlæja eina kvöldstund eða fleiri. (Margir munu eflaust fara oftar en einu sinni). Þótt merkilegt megi virðast, gerist enginn þáttanna í „Flosa- porti“, og ekki heldur á nein- um baðstað, og engin sundföt sjást. Fyrsti þáttur gerist heima hjá Bóasi Ormssyni, tilvonandi forseta, annar þáttur við nýja íþróttavöllinn í Skerjafirði, þriðji þáttur í garði Hressingar- skálans og fjórði þáttur á Nefnd vinnur að samningum, Verslunarmannafélag Reykja- víkur ákvað í gær að fresta fundi þeim, sem halda átti í gærkveldi, þar sem rætt skyldi launamál verslunarstéttarinnar. Hefir Vísir aflað sér þeirra upplýsinga í sambandi við frest- un fundarins, að nefnd sé nú starfandi á vegum félagsins, sem befir með höndum, samn- inga við kaupmenn og aðra at- vinnurekendur. —- Samningar voru gerðir við atvinnurekend- ur um áramótin, og giltu þeir til þriggja mánaða, og eru þannig nú teknir að nýju upp til endurskoðunar. Þegar árangur af störfum Iaunamálanefndarinnar liggur fyrir mun fundur sá verða lialdinn, sem boðað var til i gær, enda liggja málin þá fyrir á hreinni grundvelli en nú. Nóg svigrúm. Stærsta héraðiS í Arizonafylki í U. S. A. — Coconino-Country — er tæplega 19.000 fermílur aö stærð (47—48 þús. km.2). Þaö er jafnstórt eftirtöldum fylkjum sam- anlagt: Delaware, Rhode Island, Connecticut, New Jersey og Ver- mont. * Nýstárleg atvinna. Harold Ernsberger heitir maö- ur einn í borginni Mansfield í Ohio. Hann á góöa konu, sem fer jafnan á fætur kl. 5 á morgnana til þess að gefa honum morgun- verðinn 0g aö þvi búnu fer hún að gegna atvinnu sinni, þ. e. að vekja fólk meö símahringingum. Hún hefir 20 viðskiptavini og viku- gjaldiö er 25 cents.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.