Vísir - 30.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 30.04.1940, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Þriðjudaginn 30. apríl 1940. VISIB DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgrciðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vixman og verkamaður- inn. g ARÁTTAN, sem háð hefir verið hér í landi síðasta aldarfjórðunginn, um fylgi verkalýðsins, hefur aðallega beinst að tvennu. í fyrsta lagi að þvi að sannfæra erfiðis- menn um það, að vinnan væri böl, og í öðru lagi að láta þá einbeita samtakamætti sínum i þá átt að stytta vinnutímann og hækka kaupið. Þótt þessi barátta hafi í upphafi átt full- an rétt á sér bæði varðandikaup- gjald og kjör, en þó einkum að því er snertir skemmri dagleg- an vinnutíma, má öllu ofbjóða, og þá ekki hvað síst atvinnuveg- um vorum, sem mjög eru háðir árstíðarskiftum og dutlungum náttúrunnar, Afleiðing þessarar baráttu hefir einnig orðið sú, að dreg- ið hefir óeðlilega úr atvinnu í landinu, og hafa jafnvel heil- ar atvinnugreinir horfið úr sögunni, og aðrar hanga á helj- arþröm. Annar höfuðatvinnu- vegur vor er jafnvel engan veginn fær um að standast kröfur þær, sem til hans eru gerðar um kaupgreiðslur, og er þar átt við landbúnaðinn, sem nú er rekinn sem einyrkjubú- skapur víða um land. I sam- kepninni um vinnuaflið bar sjávarútvegurínn hann strax ofurliði, en er nú sjálfur kom- inn á kné vegna margliáttaðra erfiðleika, sem steðjað liafa að. Þegar svo er komið fyrir að- alatvinnuvegum vorum, er ekki hægt að segja að bjart sé fram- undan, og þegar þar við bætist að bráðabirgðaúrlausnir varð- andi atvinnu í landinu, t. d. hitaveitan o. fl., bregðast einn- ig, er auðsætt, að til fullra vandræða horfir á komanda sumri. Verkalýðsleiðtogarnir hafa hvatt til þess að verkamenn gerðu eingöngu kröfur til at- vinnurekenda, en engin áhersla hefir verið lögð á það, að skapa verkamönnum sómasamleg lífsskilyrði, þótt stóratvinnu- reksturinn brygðist, t. d. vegna aðsteðjandi ytri örðugleika eða óstjórnar í landinu sjálfu. Af þeim sökum stendur nú neyð fyrir dyrum, og viðreisnin verður að koma frá verkalýðn- um sjálfum. Ekkert getur rétt- lætt það, að verkamenn spyrji atvinnurekendur eða ráða- menn bæjar og þjóðfélags: Hvað getið þið fyrir okkur gert? Verkamaðurinn hlýtur að spyrja hins: Hvað get eg gert mér til sjálfsbjargar, og þjóðfélagið eða bæjarfélögin hljóta að taka slíku viðhorfi vinsamlega, eftir þvi sem efni standa til. Blákaldur veruleikinn hefir nú sýnt og sannað, að vinnan er alt annað en böl, en hitt er þungbært böl, að það skuli hafa tekist að hefta möguleika verkamanna til sjálfsbjargar með síauknum kröfum gagn- vart alvinnuvegunum. Verka- menn skilja, að aðalalriðið þeim til lífsframdráttar, er ekki það, að fá sem liæst tíma- kaup, heldur hitt, að hafa sem stöðugasta vinnu og sem hæsf árskaup. Verkamenn skilja, að það, sem þarf að gera, er að skapa þeim möguleika til lífs- bjargar i hjáverkum, með því að gefa þeim kost á landi til ræktunar, garðyrkju og flei'ra slíku, sem að gagni má koma fyrir heimili þeirra, en lil þess að svo megi verða þarf að breyta ýmsum þvingunarlög- um, sem sett hafa verið með það eitt fyrir augum, að drepa niður húskap í nágrenni Reykj- víkur. Það þarf að gefa verka- manninum kost á því, að hann geli lifað lífi sínu þótt eyrar- vinnan bregðist og atvinnuveg- irnir dragi saman seglin. Hver verkamaður þarf að verða at- vinnurekandi sjálfur, eftir því sem við verður komið, og minnast þess, að eitt er nauð- synlegt, og það er að neyta síns brauðs í sveita síns and- litis. Kommúnistar afneita gildi vinnunnar, enda nenna þeir ekki að vinna sjálfir. Tíma- kaupið er að þeirra dómi of lágt, og þeir vilja ekki láta „arðræna“ sig, með því að þeir gangi til vinnu, eins og aðrir menn. Þeirra starf er að ganga manna í milli í áróðursskyni, vekja úlfúð, sundurlyndi og fjandskap. Þjóðfélagið vilja þeir rífa niður, en þess verða þeir ekki megnugir hér á landi. Hitt, sem afhroð geldur, er sið- ferðisstyrkur þeirra sjálfra. Þeir verða kraftlitlir vesaling- ar með liðug málbein, meðan þeim endist sá orðaforði, sem þeir liafa nent að læra í marx- istiskri“ cellufræðslu. Þeir verða botnfall þjóðfélagsins, sem alls krefst af öðrum, en einskis af sjálfum sér. íslenskir verkamenn snúa haki við sliku. Þeir sameinast undir merkjum sjálfstæðis- manna, sem einstaklingar, er vilja vinna að því af heilum hug að byggja upp þjóðfélag- ið, og þeir hika ekki við að „velta í rústir og byggja á ný“. Þeir hafa þegar lagt kastala kommúnista og socialista í rústir. Þeir voru hygðir á sandi. I þess stað hyggja þeir nýja höll verkalýðssamtaka, sem reist er á hinum eina og sanna grundvelli, — þjóðrækni og föðurlandsást, — þar sem ein- staklingsframtakið fær að njóta sín og vinna afrek í nú- tíð og framtíð. SigrlingafáDÍ Færeyingra. Tilkynning frá sendiherra Dana. Samkvæmt fyrirskipun, gef- inni út af amtmanni Færeyinga þann 25. april, ber öllum fær- eyskum fiskiskipum að sigla undir þannig útlítandi fána: Rauður kross með bláum rönd- um í hvítum feldi, þannig að rauði krossinn myndi áttunda hluta af breidd fánans við stöng- ina og bláu rendumar helming þess flatar. Þessi fáni skal málaður á öll færeysk fiskiskip, sömuleiðis skal mála orðið Faroes á báðar skipshliðar, en einnig má mála orðið Faeröerne eða Föroyar á þær. Að öðru Ieyti gilda reglur verslunarmálaráðuneytisins frá 30. des. 1939 um fána og merkj- un skipa. Rádgerð stofnun sambands málfandafélags sjálfstæðis- vepkamanna. Málfundafélög sjálfstæðra verkamanna hafa verið stofnuð víðsvegar um landið í vetur og vor. Hefir Hermann Guðmunds- son, formaður Hlífar í Hafnarfirði, ferðast um Vestur- og Norð- urland og víðar, til þess að vinna að stofnun félaganna og unnið mikið starf og gott. Sigurður Halldórsson, formaður málfunda- félagsins Óðins, hefir og farið víða með (Hermanni. — Nú er svo komið, að í ráði er að stofna samband þessara félaga. Hefir komið til orða, að stofnfundur sambandsins verði haldinn seint í næsta mánuði, en ekkert hefir verið fastráðið um það enn þá. Alls er nú húið að stofna um 20 málfundafélög verkamanna, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Félögin eru hér í Reykjavik og Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, á Suðurnesjum, Vestfjörðum og, eins og Vísir skýrði stuttlega frá s. 1. þriðju- dag, í Eyjafjarðar-, Skagafjarð- ar- og Húnavatnssýslum. Blaðið hefir aflað sér nánari fregna af för Hermanns Guð- mundssonar. Hann stofnaði fyrsta málfundafélagið á Akur- eyri, þ. 26. mars. Hlaut það fé- lag nafnið „Steipnir“ og voru stofnendur 35 að tölu. í stjórn voru kosnir þessir menn: Leó Ái-nason, formaður, Brjánn Jónasson, ritari, Sigurður Guð- laugsson, gjaldkeri og með- stjórnendur Gústaf Andersen, Ríkarður Þórólfsson og Guð- laugur Kristjánsson. Frá Akureyri fór Hermann til Ólafsfjarðar og stofnaði þar flokksfélag, sem nefnist „Sjálf- stæðisfélag Ólafsfjarðar“. Var ekkert flokksfélag til þarna og var það því stofnað, en mál- fundafélag verkamanna verður stofnað síðar. Stofnendur voru 40 að tölu. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Guðmundur Gíslason, formaður, Jón Bergs- son, ritari og Kristján Guð- mundsson, gjaldkeri. Meðstjórn- endur eru Páll Þorsteinsson og Sigurður Baldvinsson. Síðan fór Hermann til Siglu- fjarðar og stofnaði þar mál- fundafélagið Draupni þ. 8. þ. m. Stofnendur voru 18 að tölu. í stjórn voru kosnir: Jónas Björnsson, formaður, Pálmi Pétursson, ritari, og Ásgeir Gunnarsson, gjaldkeri, en með- stjórnendur Sófus Árnason og Hafliði Jónsson. Næsta félag, sem stofnað var, er Huginn á Sauðárkróki. Það var stofnað 11. apríl með 14 fé- lögum. Þessir eru í stjórn: Agn- ar Jónsson, formaður, Sigurður Snorrason, ritari, Stefán Magn- ússon, gjaldkeri, Sigfús Jó- hannsson, varaformaður og Jón- as Hálfdánarson, vararitari. Á Skagaströnd stofnaði Her- mann síðan málfundafélagið Muninn, þ. 16. apríl, með 7 með- limum. í stjórn voru kosnir: Ernst Berentsen, formaður, Lár- us GuðmUndsson, ritari, Bogi Björnsson, gjaldkeri og með- stjórnendur Indriði Brynjólfs- son, Pálmi Sigurðsson og Guð- jón Einarsson. Síðast var stofnað málfunda- félagið Víðir á Blönduósi. Þar voru stofnendur einnig sjö. — Stjórn félagsins skipa: Bjarni Björnsson, formaður, Konráð Diomedesson, rítari, Pétur Ágústsson, gjaldkeri og með- stjórnendur Halldór Levi og Valdimar Pétursson. Mönnum mun e. t. v. finnast sum þessara félaga vera stofnuð með fáum félögum. Því nægir að svara með því að minna á, að þegar Óðinn var stofnaður forð- um, töldu sumir að lionum ''mndi ekki verða margra lif- daga auðið, vegna þess liversu stofnendur voru fáir. Reynslan hefir sýnt hið gagnstæða og líku máli mun gegna um hin yngri málfundafélög. SOFFÍA M. ÓLAFSDÓTTIR: Gagnsemi vinnunnar og verkalýðssamtökin. Það er eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að vinnan er ómissandi hverj- um heilhrigðum manni og það svo, að án hennar getur hann ekki verið til lengdar, nema glata lífi sínu og kröftum að meira eða minna leyti. Vinn- una sjálfa eða starfið, verður þú að hefja hátt og meta að verðleikum, þar eð hún skapar gróður lífsins og viðheldur og er fremst að veita þá hamingju í lífinu, sem er varanleg og hugstór. Enda þegar vel er að gáð sést það best, að mest alt sem aflaga fer, bæði hér og annarstaðar, kemur til af þvi, hvílik lítilsvirðing er borin fyrir starfinu sjálfu, ekki síst af þeim er með völdin fara. Á nokkrum augnablikum eru hertæki eyðilögð og mannslíf, er tugir þúsunda hendur og hug- ir hafa unnið að, með miklum erfiðismunum; þúsundum lífa á glæ kastað, er engin getur gert sér í hugarlund, hvað eftir hafa átt að starfa, og hvað margar hendur og andans þrek, hafa staðið þar á bak við, til að koma þeim á legg. Mennimir þykjast mega taka á sig þá ábyrgð, að misvirða svo átakanlega störf- um hvers annars og hreykja sér hátt á kostnað mannslífa, hug- vits og orku. Hnefarétturinn, stærilætið og ágirndin eiga altaf Soffía M. Ólafsdóttir. að ráða að þeirra dómi, er taka þessa ábyrgð á sig fyrir heilar þjóðir. — Ef menn yfirleitt gerðu sér það ljóst, hvað mikil hugsun og hvað mikið starf, liggur á bak við hvern einstakan hlut sem að gagni kemur, myndi virðingin fyrir vinnunni eiga sér dýpri rætur en nú á sér stað, og þeir einir starfa við hvem lilut, sem eru þeim starfa vaxnir og vinna trúlega. Og sjá: Þá hefðum við ekki ráð á að láta hundruð manna verja tímanum til ónýtis og verða fyrir atvinnu- missi og fjörtjóni. Þá myndum við athuga betur hvort unnið er fyrir laununum og hvað það gildir fyrir þjóðfélagið að svo er ekki gjört. Þá er vissast að sá er skapar og býr til hlutinn og Erindrekar íslands erlendis PÉTUR BENEDIKTSSON. VII.HJÁLMUR ÞÓR. Hér birtast myndir af þeim erindrekum Islendinga, sem við- urkenningu hafa ldotið, eftir að æðsta stjórn utanríkismálanna fluttist inn í landið. Eru það þeir Pétur Benediktsson, sem gegn- ir störfum, sem charge d’affaires í London, og Vilhjálmur Þór, sem liefir verið viðurkendur aðalkonsúll íslendinga í New York, en svo sem áður hefir verið getið hér í blaðinu, gegnir hann þvi starfi aðeins til bráðabirgða eðaþar til önnur skipun hefir verið á gjör. veitir öðrum þar vinnu er meira virtur og fær meira fyrir sitt, en sá sem sér um þá afgreiðslu og afgreiðir hlutinn tilbúinn. Hvernig hefir sjálfum verka- lýðssamtökunum tekist að upp- hefja vinnuna, bæta hana og auka, er eiga þó að liafa vinnu- spursmálið og gagnsemi þess efst á dagskrá? Því miður er það sorgleg saga, hvað þau hafa mist þar marks, enda þannig til stofnað. I stað þess að lofsyngja dugnaðar- stefnuna, tóku þau strax að dýrka öreigastefnuna og heimta alt henni til handar. I stað þess að auka á kærleika til vinnunn- ar sem er í raun og veru drottn- ing lífsins, töldu þau rétt að hugsa fyrst um laUnin, vinnan væri ánauð er verkalýðurinn yrði að þræla sér út á. Vinnu- tíminn yrði þvi að vera stuttur og kaupið að hækka. Það gerði minna til í þeirra augum þó vinnutíminn styttist ekki neitt og alt hækkaði tilsvarandi í kring og útgerðin tapaði og yrði síður samkepnisfær á erlendum markaði. Verkalýðssamtökin höfðu verkfallsréttinn, sem vísastur var til að fella niður vinnuna og skapa öngþveiti þar, og niðurskerðingu fyrir fram- leiðsluna, og liann var hafður sem keyri ef þeim var ekki lilýtt. Hvað hægt var að greiða án þess að framleiðslutækin rýrnuðu og vinnan minkaði, það kom þeim ekkert við. I stað þess að sameina alla krafta verkalýðsins í eina órjúfanlega heild, með sama umráðarétti fyrir alla, gerðu þau það axar- skaft í byrjun, að tileinká viss- um flokki yfirráðarétt og kjör- fylgi, og þar með að gera verka- lýðssamtökin pólitísk. Fyrir þennan tilverknað standa þau nú uppi með riðlaðar fylkingar, ráðalaus að bæla úr atvinnu- tjóni er aldrei liefir verið meira, botnlausar fjárhirslur, og verða nú að leggja mesta áherslu á að fá ölmusugjafir. — Verkalýður Sjálfstæðisflokksins er altaf vissi að hverju stefndi með þessu framferði verkalýðssamtakanna og varaði við þvi, fór að taka fastara á verkalýðsmálunum er tækifærið bauðst og samtökin sjálf sköpuðu sér ranglátari stjórn. Og hvað skeður? Við fyrstu kosningar er fara fram í Dalas. eftir að Óðinn var stofnaður, fær verkalýður Sjálf- stæðísflokksins fleiri atlcvæði, en hinn allsráðandi Alþýðu- flokkur þar; samanber: Alþýðu- sambandið. Og er Óðinn efnir til verkalýðsdags 1. maí í fyrra í fyrsta sinn, ber sá verkalýður höfuð og herðar yfir hina er urðu máttlausari með liverju árinu. Árið sem leið liefir fært verkalýð þeim er óskar jafn- réttis innan Verkalýðssamtak- anna, hvern sigurinn af öðrum og mun sýna á morgun að hann er fær um að auka sinn mátt, ef vel er að lionum hlúð. Hér á landi, þar sem engin hervæðing fer fram og enginn týnir lífi af þeim völdum eða greiðir gjöld. Landrými er nóg, náttúrugæði lítið unnin; enginn sveltur heilu hungri og allir vita aura sinna tal, á enginn jarðveg- ur að vera til fyrir stéttaríg, úlf- úð, misrétti eða misvirðing fyr- ir vinnunni, eins jafnborín og við erum og þekkjum hvort annars liag, og jafn hjálpsöm og friðsæl og við erum að eðlis- fari, og ættum þvi að liafa bestu skilyrði til að starfa sem eín hamingjusöm fjölslcylda, er treystir á guð sinn og mátt, og skilur nauðsynina á því, að hver hönd starfi með annari sem mest og best hún getur. ^4 f •• • r Ofogur sjon. Eg var að koma neðan úr bæ kl. 1 eftir hádegi i dag, og gekk upp Skólavörðustíg. Þegar eg kom á gatnamót Bergstaða- strætis veitti eg eftirtekt tveim- ur mönnum, öðrum með tvö unglömb í fanginu, hinum drag- andi nýbyrjuna á horninu. Hyldirnar löfðu úr kindinni niður á götuna og drógust þann- ig eftir henni. Ærin var auð- sjáanlega veilc ennþá, því á meðan veslings skepnan var dregin svona á liorninu, kom meira og meira af hyldunum með hríðunum sem hún fékk. Mannaumferð var allmikil um Skólavörðustíginn og námu ýmsir staðar, bæði börn og full- orðnir, til þess að horfa á þenn- an nýstárlega flutning á nýbyrj- unni. Þegar maðurinn hafði teymt ána þannig spölkorn upp göt- una, ávarpaði eg mennina og sagði, að mér fyndist þeir hefðu nú heldur átt að ná í bíl og flytja kindina þannig. En kval- arinn svaraði hranalega: „Það kemur þér ekkert við.“ Eg vil ekki viðurkenna það. Og eg get ekki stilt mig um að átelja opinberlega svo hlífðar- lausa og ruddalega meðferð á veikum húsdýrunum okkax*. Þó heimurinn logi af grimd og mannúðarleysi i kringum okkur, er ekki sjálfsagt, að við séum að æfa oklcur í slíkri framkomu sem þessari við skepnur þær, sem við höfum gert okkur undirgefnar; — allra síst að halda sýningu á henni á götum úti fyrir augum barna jafnt sem fullorðinna. Með þökk fyrir birtinguna. Rvík 26. apríl. F. J,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.