Vísir - 30.04.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 30.04.1940, Blaðsíða 3
f>riðjudaginn 30. apríl 1940. VÍSIR 3 Síra Halldór Jónsson, prestur að Reynivöllum: Tiu ðra áætlun og Happ drætti háskólans. Margir eru óánægðir yfir póstskoðun Breta, og er þess skemst að minnast, að Bandaríkin bönnuðu að Norðurlanda-skip léti úr liöfn þaðan, án þess að taka póst. Þcssi mynd er tekin um borð í ameríska farþegaskipinu „Manhattan“, er það var stöðvað í Gibraltar. HelmsMöðiii ogr ræða von Bilbbeiitrops. l. Happdrætti báskólans er eins og hvert annað liliðstætt fyrir- tæki bygt á því, að nógu margir tapi, það er: fái engan vinning. Sá sem kaupir happdrættis- miða, gerir það meðfram i þeirri von, að hann fái vinning, helst stóran vinning, og þar með auðfenginn og skjóttekinn gi’óða, eða til að styrkja fyrir- tæki, sem um ræðir í hvert eitt sinn. Hann getur keypt liapp- drættismiða með hvorttveggja fyrir augum og loks sér lil gam- ans blált áfram eða til þess að fylgjast með straumnum eins og gengur. Kaupandi happdrættismiða gerir það vitanlega upp á von og óvon. Það eru talsvert meiri lík- indi til þess að hann fái engan vinning. Ef hann hinsvegar fær vinning og allra helst stóran vinning, þá má með sanni segja, að það verður happ þeim, sem hlýtur. II. Miða i Happdrætti háskólans hafa margir keypt, eins og reynslan sýnir. Háskólinn hefir með þessum hætti alveg ausið upp peningum úr vösum þjóð- arinnar. Byggingin er brátt komin upp og fullger, að kalla. Margir hafa styrkt þetta fyrir- tæki af þjóðræknislegum ástæð- um. Mikill fjöldi manna hefir efalaust keypt liappdrættismiða til að styrkja athyglisverða menningarstofnun i landinu sjálfu, sem á að standa um aldir og veita ljósi og yl hollrar menn- ingar út um bygðir landsins, varðveita gamlan menningararf og hlúa að honum og halda uppi hróðri hinnar íslensku þjóðar sem merkilegrar menningar- þjóðar, þegar út fyrir landstein- ana er komið. Fer vel á þessu. Aðrir hafa gert þetta í von- inni um vinning, helst stóran vinning eða sér til gamans og hafa látið kylfu ráða kasti. Háskólabyggingin sjálf sýnir, að nógu margir hafa tapað og nógu margir orðið fyi*ir von- brigðum, ef þeir hefði hugsað sér að græða. Sumir liafa liaft lánið með sér. Þeir hafa grætt á happdrætt- ismiðunum og jafnvel komist álitlega í álnir. Ef einhver fær vinning, stór- an eða smáan, er það happ, að mestu leyti óvænt happ. Ef hann fær ekkert, situr hann eft- ir með sárt ennið. Margir, sem hafa fengið og fá vinning, verja lionum vel og skynsamlega. Þeir geyma hann efalaust sumir, og láta hann ávaxtast eða bæta úr brýnum þörfum, þá kemur vinningurinn sér vel. Aðrir verja honum ef til vill illa, í eyðslu eða óhóf. Þá var i rauninni nokkuð sama, livort þeir hlutu nokkuð eða ekki neitt, jafnvel lieldur hollara i sjálfu sér að fá ekki neitt. m. Nu vil eg leyfa mér í sam- bandi við Happdrætti háskólans að minna fólk á Tíu ára áætlun miná. Eg vil mælast til þess, að menn legðu einmitt vinningana inn í Tíu ára áætlunarbækur. Þar geymist féð og ávaxtast til- tekinn ára fjölda og að tíu árum liðnum frá byrjun slílcra við- skifta, ef menn þá ekki fram- lengja bindindið í önnur tiu ár í viðbót, getur þetta komið í góð- ar þarfir og orðið að enn fyllri framlíðamotum. Hér er ekki verið að taka neilt af neinum. Hver fyrir sig á áfram það sem hann þanníg eignaðist, einmítt upp á óvon, fremur en von. Hefði hann ekk- ert fengið, gat hann heldur ekki eytt því, sem ekki var til. Nú skal eg ekki vera heimtu- frekur. Spor í áttina væri, ef menn legðu t. d. helming af vinningunum inn í Tíu ára- áætlunarhækur eða einhvern hundraðshluta, t. d. 10 eða 20 af hundraði, ef menn kysi það fremur. Með þessum hætti eru kaup- endur liappdrættismiða að styrkja sína eigin fjárhagslegu aðstöðu og sjálfstæði þjóðar- innar. Og gott er að geta þannig slegið að minnsta kosti tvær flugur í sama liöggi. Með virðing og fyrirfram þökkum fyrir góðar undirtektir. Reynivöllum, í apríl 1940. V erlí aiua íin a« bn§taðir. Nýlega seldi Byggingarfélag alþýðu þrjár íbúðir, vegna þess að eigendurnir treystu sér ekki til að standa í skilum með hinn mikla kostnað af íbúðunum. Nú eru enn á ný auglýstar þrjár íbúðir af sömu orsökum, og tal- ið líklegt að fleiri bætist við bráðlega. Geta ekki þessar staðreyndir vakið menn til umhugsunar um, að ekki hefir verið, og er ekki enn, alt i því lagi með stjórn þessara sælubústaða, sem sósíal- istar vilja vera láta. Það er þó ógaman fyrir menn að þurfa að hröklast úr íbúðum sínum á þeim ömurlegu tímum, sem nú ganga yfir. Byggingarfélag alþýðu hefir reist 172 íbúðir, sem munu kosta um eða yfir tvær miljónir króna, en árleg viðskiftavelta mun vera hátt á annað liundrað þúsund. Svo mikil fjárráð gefa mikið vald og pólitísk hlunnindi. Það er því skiljanlegt að sósíalistar vilji ekki sleppa því úr höndum sér, en reyni lieldur að bola póli- tískum andstæðingum burtu. Því meiri ástæða er til að ámæla fyrir það sinnuleysi, sem bær og ríki hafa sýnt um þessi mál. Síðan bjrgging verka- mannabústaðanna hófst munu þessir aðilar hafa lagt fram um miljón krónur í styrki til þessara framkvæmda. Fyrir það fé hefði mátt reisa um liundrað íbúðir og gefa verkamönnum. Þó hafa íbúðakaupendur orðið að leggja fram sjálfir um eða yfir 300 þúsund krónur. Það er þvi næsta dularfult fjármálafyrirtæki, sem liér er að verki, og þarf áreiðanlega lærðan liagfræðing til að geta skilið það. En óbrotn- um almúganum mundi hér þykja þörf athugunar og það frá byrjun, ef ske kynni að grun- ur minn væri eitthvað horn- skakkur. Lögin um verkamannabú- staði hafa ekki orðið fátækustu verkamönnunum, sem helst þurfa hjálpar með, að neinu liði. Meira að segja flestum betur settu verkamönnunum eru byggingamar ofviða. Það eru að eins menn í föstum stöðum, með sæmilegum launum, sem geta notið þeirra. Það hefir reynslan sýnt hjá Byggingarfé- lagi alþýðu. Og það sýnir líka reynslan hjá Byggingarfélagi verlcamanna (nýju bústaðirnir). Mér er sagt, að þar séu að eins tveir algengir verkamenn meðal íbúðakaupenda. Vill enginn skilja að hér er þörf lagfæríngar? Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65. 1. maí. Hátíðisdagur verkamanna liefir um nokkur undanfarin ár verið haldinn hátíðlegur hér í bæ og víðar. Mörg önnur stétt- arfélög liafa valið sér frídaga og er ekki nema alt gott við því að segja. I sambandi við fridag okkar að þessu sinni mætti margt og mikið segja, þó að eg, því miður, geti ekki komið því i þann búning, sem mig langar mest til. Það, sem mér dettur fyrst í hug að muni draga úr ánægju okkar þenna dag, eru þær hörm- ungar, sem dynja yfir frænd- þjóðir okkar, sem við að eins getum borið meðaumkun með og annað ekki. Þessara hluta vegna og auðvitað margra ann- arra geri eg tæpast ráð fyrir að eg njóti mín á skemtanasviðinu þenna dag, og get eg fyllilega hugsað mér, að fleiri muni hugsa nokkuð likt. Við verkamenn, sem hugsum um þá alvörutíma, sem nú standa yfir, getum gert okkur það ljóst, hversu mikil vand- ræði virðast standa fyrir dyrum, og þungamiðjan á þessu öllu eru atvinnumálin. Margt er um það rætt, og bestu menn þjóðarinn- ar standa ráðþrota, sem er mjög eðlilegt. — Fjárhagsvandræðin, ekki síður en önnur vandamál í þessu sambandi gera þetta al- vörUmál mjög svo torvelt, þó að við hinsvegar vonum, að úr rakni og það mjög bráðlega. Annað atriði í þessum málum finst mér mjög athyglisvert og það er, að nokkur þorri manna virðist vera mjög ósanngjarn í kröfum sínum, og á eg þar við kommúnistakliku þá, sem því miður sýnist allmannmörg enn þá, sbr. fund, sem haldinn var í Dagsbrún 22. apríl jiessa árs. Þar kom sama upp á teninginn, sem undanfarin ár, að kommún- istar fylkja sér saman með sin vanalegu skrípalæti og eg vil segja óforskömmugheit. Eg ætla engin nöfn að nefna hér, en eg vil að eins segja þetta, að allir verkamenn þekkja þessa menn, og eg er viss um, að þeim, sem sátu fundinn út, verði hann minnisstæður lengur én skemur. Það sannast hér málshátturinn, að það þarf ekki nema einn gikk í hverri veiðistöð, til þess að eyðilegja það, sem maður annars gæti gert sér vonir um að yrði til hagsbóta fyrir verka- menn, sem vilja líta á kringum- stæðurnar með sannsýni. Eg vil nú spyrja, hvernig geta þessir öfgamenn vænst þess af atvinnurekendum bæjarfélag- anna eða öðrum þeim, sem þurfa að láta vinna, að hægt sé að borga hærra kaup en nú er alment borgað, eins og konnn- únistar vilja vera láta. Nei, við verkamenn verðum að gera okk- Ur ljósa grein fyrir þeim vand- ræðum, sem að okkur steðja á þessum alvörutímum. Við verð- um að leggja á okkur þær byrð- ar, sem óumflýjanlega verða okkur á lierðar lagðar og taka fult tillit til þeirra fjárliagsvand- ræða, sem þjóðin á við að stríða. Það er vitað, að eins og nú liorfir við, má segja að ógurlegt ástand ríki í atvinnumálum eins og minst er á fyr í þessum lín- um. Það vita líka allir, af liverju þetta stafar og þarf því ekki að lýsa þvi frekar, en alt fer von- andi betur en á liorfist. Hefði nú hitaveitan gengið sinn eðlilega gang mundi liafa mátt vænta þess, að atvinnuleysi hefði ekki verið tilfinnanlegt í sumar. Með öðrum verkefnum, sem fyrirhuguð eru mundu sennilega allir verkfærir menn hér i þessum bæ hafa haft næga atvinnu, en síðustu tímar hafa Heimsblöðin skrifa nú mjög mikið um ræðu von Ribbentrops og skjöl þau, er hann kvað hafa fundist, sem sönnuðu, að Bretar hefði lengi ráðgert að taka Nor- eg. — Times segir m. a.: „Nasistaforingj- arnir urðu að finna upp nýja afsökun til að færa þegnum sínum, þvi að viðburðirnir hafa verið alt aðrir, en þeir höfðu skýrt frá. Þjóðverjum og lieim- inum var upphaflega sagt, að innrásin i Noreg væri aðeins gagnráðstöfun vegna tundur- duflalagninga Bandamanna, að Þjóðverjar væri að vernda því miður gert ástandið mjög ískyggilegt. Það eina, sem við verkamenn sérstaklega megum byggja vonir okkar á í þessum efnum, er, að ráðandi menn sjálfstæðis- flokksins, ráðherrar okkar, bæj- arstjóm og bæjarráð beiti áhrif- um sínum til þess að koma þess- um málefnum í viðunandi horf. Ef þeir ekki finna leiðir út úr ó- göngunum, þá býst eg ekki við að aðrir firini þær. Við vitum að þeir menn gera alt, sem þeir geta, til þess að bjarga þessu við, en því miður eru önnur öfl, sem hafa hindrað það, að þessir á- gætu menn okkar Reykvíkinga og þjóðarinnar í heild hafi get- að beitt svo áhrifum sinum, sem þeir annars mundu hafa gert í þessum málum. Við verkamenn, alhr sem einn, sem unnum lýðræði, sýn- um það 1. maí á okkar hátíðis- degi, að við erum einhuga og vinnum af alhug að okkar mál- um. Sjálfstæðisverkamenn, ver- um einhuga og stefnufastir um okkar málefni, sláum hring um okkar ágætu forustumenn, svo að þeim veitist kleifara að vinna að sinum málum, sem um leið eru okkar mál. Látum að þessu sinni kommúnista rölta eina um götur bæjarins með sínar at- hugasemdir, þvi að við vitum allir, að við eigum ekkert sam- eiginlegt með þeim. Eg er einn þeirra manna, sem segir sina meiningu í sem fæstum orðum, þó að margt fleira mætti um þetta segja. — Að endingu þetta: Sjálf stæðisverkamenn! gerum skyldu okkar 1. maí. Með Óðins kveðju. B. B. Norðmenn fyrir þeim og að fyrstu þýsku hermönnunum hefði verið tekið sem vinum af ibúum Noregs. Skömmu síðar var Þjóðverjum sagt, að þýski loftberinn hefði horið breska flotann ofurliði og að yfir- ráð þýska flolans á Norður- sjónum liefði verið treyst með töku hafnarborganna í Vestur- Noregi (sem voru raunveru- lega sviknar í liendur Þjóð- verjum af Quisling og fylgis- mönnuni hans). Nú hafa Þjóðverjar fengið að vita, að Norðmenn berjast ekki með þeim, heldur gegn, að breskar og franskar herdeildir berjast með Norðmönnum og' að Þjóðverjar geta því ekki ráðið yfir Norðursjónum. Nas- istaforingjarnir urðu þvi að finna aðra ástæðu fyrir hinni ■ grimmúðugu innrás sinni, og , Ribbentrop hefir fundið hana ' í „skjali“ einu“. New York Herald Tribune: „Þýskaland er lieppið. Það finnur um alt skjöl, sem koma sér vel. Það tók Þjóðverja nokk- ura mánuði, að finna skjöksem sönnuðu, að Bandaríkin áttu sök á þrjósku Pólverja i ágúst síðastl., en það tók aðeins öf- fáar vikur að finna sannanir fyrir þvi, að Bretar liöfðu lengi íhugað innrás í Noreg. Ribben- trop er að athlægi um heim I allan. Hann sagði yfirboðara sínum, að England færi með blekkingar og myndi ekki berj- ast, og Bretar myndi vafalaust taka sáttaboðum eftir töku Póllands, og loks, að Banda- menn myndi ekki geta fengið neinar nauðsynjar frá Banda- ríkjunum. Þegar ekkert af þessu reyndist rétt, hélt hann því fram, að Frakkar myndi svíkja Breta, að samveldislönd- in myndi segja skilið við Eng- land og allur lieimurinn myndi snúast gegn Bretum, „kúgurum hlutlausu þjóðanna“. Ribben- trop tekst jafnvel enn ver en Göbbels sem yfirlygari nazista." Baseler Nachrichten í Sviss segir: „Þýska leiftur- stríðið, sem átti að brjóta Skan- dinavíu á bak aftur á fáeinum dögum, liefir mistekist. Þessu er ekki hægt að neita, eftir að Þjóðverjum mistókst á óskilj- anlegan hátt, að gera stórkost- legar árásir á herflutningaskip Breta. En ef til vill eru Þjóðverj- ar að spara bensínið og safna því saman til þess að gera enn stærri árás á Bretland sjálft. Hver sem orsökin er, þá verður erfitt að vinna það upp, sem þarna hefir tapast. Það, sem úrslitum mun ráða, er ekki liversu hraustlega Þjóð- verjar berjast i Noregi, heldm* hitt að þeir verða að berjast þar og að hið norræna stríðsmark- mið þeirra, að tryggja málm- flutningana, er nú óframkvæm- anlegt. Þjóðverjar hafa ekki nóg af járngrýti til þess að heyja styrjöldina af fullum krafti á Vesturvígstöðvunum, nema þeir nái járnnámunum i Lotliringen. Þar eru þvi meiri líkur nú en áð- ur fyrir sókn þar.“ Minningarorð um Agústu S. Forberg. Á þriðjudaginn var fór fram minningarathöfn um hana á heimili foreldra hennar, frú Vil- borgar Þorgilsdóttur og Sveins Árnasonar fiskimatsstjóra. í dag verður hún horin til moldar austur á Seyðisfirði. Frú Ágústa var fædd á Bíldu- dal 1. maí 1902. Hún fluttist barn að aldri með foreldrum sinum til Seyðisfjarðar og dvaldi þar æ síðan. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Kára Forberg, símritara, árið 1932 og eignuðust þau hjónin eitt barn, sem lifir. Hún ólst upp á glaðværu og gestrisnu heimili. Sjálf var hún framúrskarandi glaðlynd og þróttmikil og átti þessvegna vinnugleði í ríkum mæli. Hún var hjálpsöm og greiðvikin og lét sér sérstaklega ant um gam- alt fólk, enda snerust siðustu hugsanir hennar um það, sem hún átti ógert fyrir aðra. Hún var handlagin og afkastamikil til vinnu og bar heimili hennar vott um að hún var góð hús- móðir. Hennar er sárt saknað, ekki einungis af eftirlátnum foreldr- um, og systrum, eiginmanni og barni, heldur og öllum, sem til þektu. Sf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.