Vísir - 03.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 03.05.1940, Blaðsíða 1
Ritsíjóri: Kristján GuðSaugsson Skrifstofur: Féíagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Elaðarrsenrs 1 Sími: Augfýsingar 1660 Gjaidkeri 5 iínur Afgreiðsia J 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 3. xnaí 1940. 100. tbl. ¦*-'..' j. i>*ííí - n» BANÐAMENN HAFA GEFIÐ UPP VORNINA FYRIR SUNNAN NIÐARÓS - - oidm 1. Herlið Bandamanna frá Andalsnesi flnAA á brott. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Chamberlain forsætisráðherra Bretlands tilkynti i ræðu, sem hann flutti i neðri málstof unni i gær, að Bandamenn hefði flutt herlið sitt frá Andalsnesi. Fregn þessi hefir komið mönnum hvarvetna mjög á óvænt, þar sem kunnugt var, að Bandamenn höfðu flutt mikið lið til Ardalsnes, og að hin hernaðarlega aðstaða þeirra á vígstöðvunum fyrir sunnan Niðarós hafði verið talin batnandi. En Chamber- lain tilkynti, að Bandamenn hefði hætt við að taka Niðarós að sunnanverðu frá, en eins og kunnugt er hafa Bandamenn einnig lið norðan Niðaróss. Það, sem valdið hefir þessari ákvörðun Bandamanna er, að þeir hafa orðið að láta undan síga fyrir Þjóð- ver.jum í Guðbrandsdal, en þeir hafa sótt fram af miklum krafti, en vegna yfirburða Þjóðverja í lofti hefir Bandamönnum ekki tekist að koma á land nægum birgðum af þungum hergögnum handa liði sínu þarna. Lagði Chamberlain áherslu á, að sökum þess að Breta skorti flugvelli í Noregi væri aðstaða þeirra stórum verri en ella, því að þeir gæti ekki haft þar árásarflugvélar. Áður hafði þó verið tilkynt, að verið væri að þæta úr þessu. Hvert lið Bandamanna frá Andalsnesi var sent hefir ekki verið tilkyni. Chamberlain gerði að umtalsefni í ræðu sinni hið mikla tjón sem Þjóðverjar hefði orðið fyrir, það væri um 60 skip, sem sökt hefði verið fyrir þeim, eða hefði stórskemst, og manntjón þeirra væri mjög mikið. Þýski flotinn væri svo kryplaður eftir viður- eignirnar síðan er innrásin í Noreg byrjaði, að Bandamenn hefði séð sér fært að flytja nokkurn hluta þess f lota, sem þeir hafa haft á Norðursjó, annað, og væri öflugur bresk-franskur floti ná á leið til Alexandria í Egiptalandi, og yrði hann við öllu bú- inn, er gerast kynni í austurhluta Miðjarðarhafs. Chamberlain sagði, að brottflutningur herliðsins hefði gengið ágætlega, og vissi hann ekki til, að neitt manntjón hefði orðið í sambandi við hann. Chamberlain bað menn um að bera ekki fram fyrirspurnir að svo stöddu, kvað hér vera um bráðabirgða- yfirlit að ræða, og lofaði fullri greinargerð í næstu viku, og færi þá fram umræður um styrjöldina. Yfirlýsing Chamberlains hefir vakið mikil vonbrigði, en víð- ast er Iögð áhersla á, að styrjöldinni verði haldið áfram — hér hafi að eins orðið þáttaskifti. BARDAGARNIR UM ROROS. í gærmorgun bárust fregnir um, að Þjóðverjar hefði hörfaö úr Röros og alla leið suður fyrir Tynset, en Norðmenn voru sagðir liafa tekið þessar borgir báðar. Voru það um 200 norskir sjálfboðaliðar sem hröktu Þjóð- verja frá Röros á miðvikudags- morgun í birtingu. Var sigurinn hátíðlegur haldinn um kvöldið, en íbúar borgarinnar, sem flúið höfðu út i hæðirnar í nánd við hana, komu aftur og tóku þátt í fagnaðinuni. En sú gleði virðist ekki ætla að eiga sér langan aldur. 1 morgun herma fregnir frá Röros, að Þjóðverjar hafi brotist gegnum víglinu Norð- manna á norðurbakka Glommu. Bílstjórar, sem aka sjúkrabílnm og hafa flutt særða menn frá Os-vígstöðvunum 10 km. fyriv sunnan Röros, sögðu í gærkveldi að Norðmenn flýi undan Þjóð- verjum, sem sæki mjög hratt fram. Stórskotalið Þjóðverja hefir tekið sér stöðu á syðri bakka Glommu og er skotið af miklu kappi á herlið Norðmanna á flóttanum. Herlið Þjóðverja sækir fram yfir .brú á Glommu. Höfðu Norðmenn gert ítrekaðar tilraunir til þess að eyðileggja brúná, en ekki tekist það að fullu. Þjóðverjar sækja fram í áttina til Röros og var búist við, að Þjóðverjar myndi verða komnir aftur þangað í morgun. — Næstum því engin matvæli eru til í Röros. Mestur er skort- ur korns til brauðgerðar. BANDAMENN TREYSTA AÐSTÖÐU SÍNA FYRIR NORÐAN NIÐARÓS. Samkvæmt breskum fregn um í gær benda likur til, að miklirliðflutningarbandamanna standi nú yfir til Namsos og vígstöðvanna þar. Hafa Norð- , menn, Bretar og Frakkar og f á- einar sveitir Pólverja og Tékka tekið sér stöðu þarna, við Snaasavatn, og þykir'hinn aukni liðflutningur til þessara víg- stöðva benda til, . að Bandamenn hafi tekið ! áform um, að hefja sóknina til Niðaróss að íiorðanverðu i frá, og að sú sókn standi fyrir dyrum. NORSK STJÓRNARVÖLD ENN VONGÓÐ. I fregnum frá Stokkhólmi segir, að norska fréttastofan hafi það eftir áhrifamiklum norskum stj órnmálamönnum, að til úrslita hafi enn ekki kom- ið í Noregi og að Bandamenn ætli sér ekki að hætta aðstoð sinni við Noreg, ;— þar verði ekki nein aukastyrjöld háð, sem minna skifti um hversu fari. Er vitnað i orð Chamberlains, sem hnigu í þessa átt. Yfirleitt erU norskir þjóðleiðtogar sannfærð- ir um, að Bandamenn muni halda áfram að veita Noregi mikinn stuðning, til þess að að- j staða og horfur breytist Norð- : mönnum í vil, og að hjálp í enn | stærri stíl muni koma. Vissan . um þetta, segir í tilkynningnnni og að um örlög norsku þjóðar- innar er að ræða, fyllir hana kjarki og trausti á framtíðina. BLÖDIN VARFÆRIN I DÓMUM. Blöðin eru yfirleitt varfærin í dómum síntim. Þau láta í ljós vonbrigði yfir því, að gefa varð upp vörnina sunnan Andalsness, en treysta framtíðinni. Það hefir komist á kreik órðrómur um það, að sagan sé ekki enn nema hálfsögð — og næstkomandi þriðjudag muni Chamberlain segja alla söguna, svo að menn sjái þá alt Andalsness-málið i nýju ljósi. London i gær. — U.P. Frá Gautaborg er símað, að ibúar á Marstrandeyju nálægt Gautaborg hafi heyrt mikla skothríð og sprengingar stuttu fyrir miðnætti síðastliðið. Talið er, að breskar sprengjuflugvél- ar hafi gert árás þarna á þýsk herskip og herflutningaskip á norðurleið. Eitt skip sást. Logaði það stafna milli. Bylíingar- Rúmeníu og r r London, í morgun. Einkaskeyti. Frá Búkarest er símað, að leynilögreglan rúmenska hafi komist að samsæri til þess að koma af stað byltingu i landinu. Átti að koma á laggirnar nýrri stjórn. Sagt er, að komist hafi upp um svipað ráðabrugg í Jugoslaviu. Karl konungur og Páll prins rikisstjóri hittust fyrir skömmu, og að því er fullyrt er, sam- kvæmt áreiðanlegustu heimild- Um, ræddu þeir helstu vanda- mál Balkanþjóðanna, og sam- vinnu Rúmena og Jugoslava sér- staklega. I Balkanlöndum eru stjórnar- völdinvel á verði um þessar mundir. Strangar gætur eru hvarvetna hafðar á erlendum mönnum og mörgum . þeirra hefir verið vísað úr landi. Hátíðahöldin 1. maí fóru á- gætlega fram, enda var veður hið prýðilegasta framan af degi og var margmenni mikið á göt- unum. Kl. 1!4 hófst útifundur Sjálfstæðismanna hjá Varðar- húsinu. Hófst hann með lúðra- slætti, en ræður héldu: Ólafur Thors atvinnumálaráðherra, Sigurður Halldórsson varafor- maður Dagsrbúnar, frú Guðrún Guðlaugsdóttir bæjarfulltrúi, Bjarni Benediktsson prófessor, Jóhann Hafstein formaður Heimdallar og Gunnar Thor- oddsen formaður undirbún- ingsnefndar 1. maí hátíðahald- anna. Jakob Möller fjármála- ráðherra gat ekki talað þarna eins og auglýst hafði verið vegna lasleika. Kristinn Árna- son varaformaður Málfundafé- lagsins Óðinn stýrði fundinum og fórst það prýðilega úr hendi. Var fjölmenni mikið saman- komið fyrir framan Varðarhús- ið meðan ræðuhöldin f óru f ram og safnaðist einnig margt fólk upp á Arnarhólstúnið. Kl. 3 hófust skemtanir Sjálf- stæðismanna í báðum kvik- • Frá úti- fundi sjálf- stæðis- manna vi'ð VarÖar- húsið. myndahúsunum, en um kvöldið að Hótel Boi'g og fóru þær allar hið ágætasta fram. Kommúnistar söfnuðust sam- an í Lækjargötu fyrir framan Mentaskólann laust fyrir kl. 2. Var miklu minni þátttaka i kröfugöngu þeirra nú en und- anfarin ár. Kröfuganga Alþýðu- flokksins var sýnu fjölmennari en kommúnistanna, enda fylktu þeir liði með erlendum sjó- mönnum og fólki úr Hafnar- firði. Sýndist hópurinn fjöl- mennari fyrir það, að hann dreifði úr sér eftir megni og var mikið bil á milli raðanna. Hópur barna fylkti sér i kring um báðar kröfugöngurnar. — Kommúnistarnir fluttu ræður fyrir framan Mentaskólann en Alþýðuf lokksmenninir h j á Kaupfélagsbakaríi. Höfðu þeir hvorutveggja komið fyrir gjall- arhornum, hver á sínum stað, og stæði maður mitt á meðal hópanna var hávaðinn svo mik- ill, að ræðurnar runnu i eitt, og varð af því hin hjákátlegasta samsetning. T. v. sést kröfuganga Alþýðuflokksins koma upp Hverfisgötu, en hægra megin er mynd írá fundi kommúnista í Lækjargötu a'Ö kröfugöngunni afsta'Öinni. Sést greinilega a'Ö hópurinn er mjög fámennur. Sveinn Björnsson, sendiherra íslands í Kaupmannahöfn er á leið til landsins. Fer hann um Þýskalánd og Italiu til New York og þaðan hingað. Mun Sveinn vera í'yrir nokkuru lagður af stað frá ít- alíu áleiðis til New York. Fj,öl- skylda sendiherrans mun vera enn þá í KaUpmannahöfn. unum og er drotningin i íslensk- um búningi. Nefndin fékk strax mynd- irnar, lét gera myndamót af þeim og prenta á besta stað i sýningarskránni á tvær heilar siður. Siðan var ákveðið að hengja málverkin upp andspæn- is stiga þeim, sem lægi upp í sýningarsalina, en Gunnlaugur kvaðst óánægður með þann stað. Vildi hann að myndirnar væri hengdar upp á þeim stað, sem ætlaður var til minningar um próf. Julius Paulsen. En þar sem ekkert samkomulag náðist um þetta, tók Gunnlaugur mynd- irnar af tur og voru þær því ein- ungis i sjaiingarskránni. I llifl il lllllS" ekki il symimi. Á vorsýningunni í Charlott- enborg, sem hófst í síðasta mán- uði komu fram tólf nýir málar- ar og þrír myndhöggvarar. Jón Krabbe, sendisveitarrit- ari, benti sýningarnefndinni á það, að mjög væri viðeigandi, að á sýningunni væri tvær myndir, sem rikisstjórn íslands hafði látið mála af konlingshjón- Varúðarráðstafanir alkanríkjanna. Einkaskeyti til Vísis. London, í morgun. „Times" flytur þá fregn, að Balkanrikin hafi nú mikinn viðbúnað gagnvart þýskum er- indrekum, og er talið að þau ætli að láta sér reynslu Norður- landaríkjanna, Noregs og Dan- merkur, að varnaði verða. Er á það bent, að það vora þýskir konsúlar, kaupsýslúmenn og verslunarerindrekar, sem höfðu sig mest í frammi um undir- búning árásarinnar á Norður- lönd, en einmitt gagnvart þess- háttar mönnum beiníst varúð- arráðstafanir Balkanríkjanna fyrst pg fremst. Nýlega komu 2S0 þýskir ferðamenn til Beígrad. Töldust þeir meðlimir Hitlersæskunnar og ferðuðust á vegum þýska ferðafélagsins „Kraft durch Freude". Stjórn Júgóslavíu ein- setti sér, að setja sig ekki í neina hættu vegna þessa ferða- félags Þjóðverjanna ög gerði ráðstafanir til að láta herlið hafa eftirlit með þeim á ferða- laginu. Hinir hagkvæmu samningar Balkanríkjanna og Dónárríkj- anna um gæslu Dónárfljóls virðast vera upphaf að nánaii samvinnu þessara þjóða. For- ingjar Króata hafa lýst yfir skil- yrðislausu fylgi sinu við stjórn Júgóslaviu, en Pm margra ára bil hafa Króatar átt i erjum við Serba. Er þetta talinn vottur þess, að Júgóslavía sé einhuga og ákveðin í að gæta hlutleysis sins og sjálfstæðis. ITiag,íílBg'S6VS81ilSI í siiniar. Á fundi sínum síðastliðinn föstudag ákvað bæjarráðið að láta vinna unglingavinnu nú í sumar með svipuðum hætti og undanfarin ár. Þetta er þó því skilyrði bund- ið, að ríkissjóður kosti þetta til jafns á móti bæjarsjóði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.