Vísir - 03.05.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Gamla Ríó Frú Stelanía Elín Grímsdóttir. Farið heilar fornu dygðir! Frönsk söng- og gamanmynd, eftir Louis Verneuil. Aðalhlutverkið leikur MAURICE CHEVALIER. Aðalfundur l!8indravma!é!ag:§ l§laml§ f verður haldinn mánudaginn 6. maí kl. 8V2 í Varðarhúsinu. DAGSKRÁ FUNDARINS: 1. Skýrsla formanns. 2. Reikningar félagsins. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Ath. Aðgöngumiðar að fundinum fást lijá gjaldkera félagsins, Bókhlöðustíg 2. Lokuð verður liósmyndastofa miu á inorgiBii, laugardag' 4. maí. Loftur Guðmundsson. Opna lækningastofn á morgun (laugardag 4. maí) i Miðstræli 3A. Við- talstími 11—12 og 1J4—4. Sími 5876. Sérgrein: Gigt- og liðsjúkdómar. Kristján Hannesson læknir. Hjartkær konan mín og móðir okkar, Ingibjörg Gísladóttir, andaðist að kveldi 2. maí að heimili sínu, Öldugötu 57. Kolbeinn ívarsson og börn. Jarðarför konunnar minnar, Stefaníu Ellnar Grímsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni á morgun. Húslcveðja hefst að heimili hínnar Iátnu, Reynimel 47, kl. 10 árdegis. Loftur Guðmundsson. Innilegustu hjartans þakkir vottuxn við öllum þeim mörgu, sem á margvíslegan hátt sýndu samúð sína við andlát og út- för móður okkai% Margrétar Sveinsdöttur, Reynímel við Bræðraborgai-stíg 22. Fyrir mína lxönd, systkina minna og annara aðstandenda. Hörður Hjartarson. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför okkar ástkæra eiginmanns og föður, Vilhjálms Þorsteinssonar, stýrimanns. Ólafía Gísladóttir. Guðrún Vilhjálmsdóttir. Hjartans þakklæti til Landssmiðjunnar, Félags járniðn- aðarmanna og annara, sem auðsýndu okkur samúð og hlut- tekningu við andlát og jax-ðai-för sonai’, eiginmanns og föður, Guðjóns Jónssonar, járnsmiðs. Elinborg Benediktsdóttir. Sigurbjörg Mahnquist og börn. Jai’ðarför dx’engsins okkar, Sigurjóns fer fram laugardaginn 4. maí ld. 2 frá heimili okkar, Skóla- vorðustíg 4. Svanhvít Guðmundsdóttir. Ottó E. Guðjónsson. Minningarorð. „Nú hnigur sól í sævar- djúpið bláa. Þá syi’gir fjóla og kvíðir , nætur-dvala.“ Þann 27. apríl 1940 andaðist, eftir stutta legu, frú Stefanía Elín Grimsdóttii’, til heimilis á Reynimel 47 í Reykjavík. Fyrir rúmum hálfurn rnánuði var eg staddur á hinu góða og glað- væra lieimili þeirra hjóna, frú Stefaníu og Lofts Guðmunds- sonar ljósmyndara, sem. margir þekkja, og allir að góðu einu. Var mér þá síst i hug, að svo skjólt myndi skyggja fyrir sólu á því lieimili, eins og nú er orð- ið, við hið sviplega fi’áfall frú Stefaníu. Á heimili þeirra lxjóna var golt að dvelja, og átti hús- fi’eyjan sinn óskiptan þátt í því, og munu það margir mæla, sem þektu hana hest. Glaðvæi’ð og alúð streymdi á móti manni, er maður kom á heimili þeirra, og hlaut því öllum að líða þar vel. .\llaf fór eg þaðan glaðai’i og léttari í spori, en eg kom þang- að. Og svo mun hafa vei-ið um flesta, er þar dvöldu, lengur eða skemur. Ung fluttist frú Stefanía til Reykjavíkur, eða árið 1907. Ólst liún upp á hinu góða lieimili þeirra alkunnu hjóna, Þói’ðar og Önnu Tlioroddsen, senx, flestir Reykvíkingar þektu, og börn þeirra. Frú Stefanía fékk þvi gott uppeldi á þessu góða heim- ili og naut þar ástar og um- hyggju, sem einkabarn væri. — Síðar var lxún svo lánsöm, að geta endui’goldið fóstui’foreldi’- urn sínum xxppeldið að noklvru, með því að bxia við hlið þeix-ra. Og með því gat hún létt þeim síðustu sporin í ellinni, eftir því sem í lxennar valdi stóð. Og reyndist hún þá, sem fyr, sönn dóttir. En eins og kunnugt er, eru þau látin fyxir skömmu. Og lxvern skyldi hafa grunað, að svo skamt yrði milli bxirtfarar þeii-ra héðan og hennar, sem vinir og vandamenn kveðja nú hinstu kveðju. Bi’átt kom það í ljós, þegar fi-ú Stefanía myndaði heimili með manni sínum, hvað í henni hjó, og hve gott uppeldi liún hafði fengið i xssku. Þetta vita þeir, sem þektu hana vel. Og ekki þarf annað en benda á börnin þeirra lijóna, sem eitt- hvað liafa kynst þeim og upp- eldi þeirra, sem eru hvert öðru prxiðara og alúðlegra við hvern sem er. Og lxver skyldi trúa þvi, að hægt væri að ala upp jafn góða unglinga i jafn stórum hæ og Reykjavík er orðin nxi. Jafn- vel þó að umhverfið á hverjum stað hafi töluvert að segja, með uppeldi uuglinganna, þá held eg nú samt, að fyrst og fremst séu það áhi’if góðrar móður, sem ræður þar miklu um. Og er eg þess fullviss, áð í þessn falli lagði fi’ú Stefanía fram sinn stæi-sta skei’f. Og vissulega er það góður vitnisburður fyrir liverja móður, að eiga liann með réttu. Að visu á faðirinn alt af sinn þátt í uppeldi bai’nanna, og er þá vel, ef lijónin eru sam- hent um nppeldi barna sinna. Og má með sanni segja, að svo var það hér, sem í öllu öðru í samhúð þeirra, frá því fyrsta til hins síðasta. Þau hjön hafa eignast 4 jnannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Tvö þeii’ra eru ófermd. Átti annað þeirra að fermast noklcrum dögum eftir að frú Stefania andaðist. Hér er þvi stórt skarð höggv- ið í hið góða og glaðværa heim- ili og hinn stóra vinahóp. Þeg- ar eiginkonan og móðirin er svo snögglega kölluð á burtu, á besta aldursskeiði. Frændur og vinir þakka henni alt lxið góða, sem hún liefir látið þeim í té. Þeir biðja einnig manni hennar og böi’num þeii’ra hlessunar í nútíð og framtíð. Minning góðrar konu mun lengi lifa, hjá elskandi ástvin- um og hjá vinum og fi-ændfólki fjær og nær. Steini Guðmundsson. Bcbjop f frétfr I.0.0.F.1ee=12253872=XX. Dýraverndarinn, aprílblaðið, er nýkomið út. í því eru þessar greinar m. a.: Nokkur heilræði (úr ensku), Óvænt hjálp i neyð, eftir Jón Pálsson, Hrólfur, eftir G. Böðvarsson, Viltar gæsir tamdar, eftir Pál á Hjálmsstöðum, Hjálpsemi, vitsmunir, forvitni, eftir frú Helgu Þ. Smára, Dýravernd- unarfélag barna, Hreiðrið o. m. fl. Er blaðið mjög læsilegt að vanda. Leikhúsið. 1 gærkveldi fór fram hundraðasta sýning á „Fjalla-Eyvindi", svo sem auglýst hafði verið. Var sýningin með hátíðabrag og hófst á því, að Sigurður Nordal prófessor flutti snjallan fyrirlestur um skáldið Jó- hann Sigurjónsson. Þökkuðu áheyr- endur prófessornum að maklegleik- um með miklu lófataki. Voru áhorf- endur ósparir á að klappa lof í lófa, bæði við innkomu og burtför leik- enda, svo og fyrir einstakar setn- ingar og í þáttalok. Mikinn fögnuð vakti Jón bóndi að vanda, en Frið- finnut lék hann þarna í ioo. sinn. Voru honum færð blóm í réttirnar. Að leikslokum hélt Haraldur Björnsson ræðu, þakkaði Friðfinni og færði honum blóm frá Leikfé- lagi Réykjavíkur. Stjórn Leikfé- lagsins þatið og hinni fyrstu Höllu og fyrsta Kára inn i kofa Eyvindar þetta kveld og voru þeim færðir fagrir rósavendir frá Leikfélaginu. Friðfinnur og Helgi Helgason fluttu stuttar ræður að lokum. Hljómsveitin, sem átti sinn þátt í hátíðablæ kveldsins, lék að síðustu „Ó, Guð vors lands". Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, simí 2234. Næturvörður í Lyf ja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Kristján Ilannesson, læknir, hefir opnað lækningastofu hér í bænum og er sérgrein hans gigtsjúkdómar. Er Kristján kunnur lesendum Vísis af viðtali, senx blað- ið átti við hann fyrir nokkuru um lækningar á gigtsjúkdómum. Útvarpið í kvöld. 19,15 Hljónxplötur: Vínarvalsar. 20,15 Erindi: Sumardagar í Svíþjóð (Jónas Jónsson íþróttakennari). 20,45 Útvarpskvartettinn: Kvartett nr. 15, B-dúr, eftir Mozart. 21,05 Um fingrarím. Samtal við Sigurþór Runólfsson (J. Eyþ.). 21,25 Hljóm- plötur: Harmóníkulög. Káputölur Og Kápuspennur í miklu úrvali. Perla Bergstaðastræti 1. Herbergi til leign á Víðimel 52. Til sýnis niilli 6 og 8. Nokkxxr garðlönxl ca. 1000 ni3 iil leigu. Væntanlegir leigjendur leggi nöfn sín og heimilsfang inn á afgr. hlaðs- ins fyrir sxmnudag, merkt: „Garðland“. _ Erum kaupendur að „ORIGINAL HANAU“ HÁFJALLASÓL. REMEDIA H.F. _____________________ Mýja Rtó. Nina Fetro^na Frönsk afbxtrðamynÆ. Aðalhluverk leíka™ ISA MIRANDA og: FERNAND GRAVE¥_ Aiikamynd:' Hervæðimg í Londofs- Börn fá ekki aðgangþ S. G. T„ eingöngu eldri áansamír5 verða í G. T. húsinu laugardaginn 4. maí klukkan 9% Áskriftarlistar og aðgöngxxmiðar á morgun frá kl. 2. Sími HLJÓMSVEIT S. G. T. Leikfélagr Rcykjaf í biHip „Stundum og stundum ekkL® 10. sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir ld. 1 í dag. Vegna mikillar aðsóknar verður ekki lxægi að svara í fyrsta klukkutímann eftir að sala aðgöngumiða hefst. — ------------Böm fá ekki aðgang. - Heilsufræðingar tel ja, að frekar megi spara flestar aðrar fæðutegundir en mjólk og mjólkurafuFðtF, Það ætti hver og einn að hafa hug- fast, ekki sist nú. Berið mjólkurverðið saman við nú- verandi verð á ýmsum öðrum fæðu- tegundum og minnist þess, að verðið á sykri og m jólkurostum er enn þá óbreytt. Tilkynifiingr* | Járniðnarpróf verður haldið um miðjan maí. Þeic, Í sem réttindi hafa til þess að ganga undir prófið, sæSS'Í umsóknarbréf fyrir 4. maí til Ásgeirs Sigwðssonar fb®--| stjóra Landsmiðjunnar. f, Tilkynning. Kaupmenn ~ Kaupfélöf - Við leyfum okkur hér með að tilkynna að við böfoíiii í dag opnað skrifstofu og vörugeymsíu 1 Hafnarsíræía 23, sem framvegis mun sjá um heildsölu á framleiðsfe- vörum garðyrkjumanna, svo sem tomötum. öðrum ávöxtum og allskonar gi'ænmeti. Sölufélag garðyrkjumanna* 1 Símar: 5836 og 5837.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.