Vísir - 04.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristj án Guðfaug sson
Skrsfstofur:
Féiagsp 'entsrniðjan (3. hæð).
Ritstjóri 1
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar , • 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla J
30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 4. maí 1940.
101. tbl.
Athygli allra beinist
að Midjardarhafi----
eftir að herlið Bandamanna fór úr Noregi <nema
Narvik)
Mikill hemaðarlegnr undirbúningur á
og við austurhluta Miðjarðarhafs.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Bandamenn hafa nú flutt á brott alt herlið sitt frá Andals-
nesi og öðrum þeim stöðum sunnan Niðaróss, þar
sem þeir höfðu herafla. Brottflutninur herliðsins gekk
að öllu leyti að óskum, segir í tilkynningum útgefnum í London.
í gærkveldi var einnig viðurkent í London, að herlið Banda-
manna í Namsos, norðan Niðaróss, hefði verið flutt á brott.
f»arna hafði æ ofan í æ verið talað um, að Bandamenn væri að
búast ramlega um, og'ætla menn því, að þar kynni aðalvarnar-
línan að verða, eftir að gefin var upp vörnin sunnan Niðaróss.
Miklir Kðflutningar til Namsos fóru fram fyrir skemstu. En
þetta hefir orðið á annan veg. Bandamenn hafa ekki nú, áð því
er vitað er, neinn heraf la á landi í Noregi nema við Narvik. Hvert
herafli þeirra hefir verið fluttur er ekki kunnugt.
Það er ekki kunnugt hverjar
orsakir liggja til grundvallar
brottf lutningnum, aðrar en þær,
sem Chamberlain gaf upp í ræðu
sinni. En það er alment litið svo
á, að öll kurl séu ekki komin til
grafar, og að frekari upplýsing-
ar verði gefnar, er þingið breska
kemur saman á þriðjudag næst-
komandi. Sir John Simon f jár-
málaráðherra hefir gefið mikil-
væga yfirlýsingu i ræðu, sem
hann flutti í gær, þ. e. að öll
stríðsstjórnin breska sé ábyrg
fyrir þeirri ákvörðun, sem tek-
in var, varðandi Noreg, en ekki
neinn ráðherranna einn eða
einstakir ráðherrar. Sir John
kvað í ljós mundu koma, að hér
hefði verið um viturlega ráð-
stöfun að ræða. Ef til vill er
bending i þvi, hvað hér liggur til
grundvallar meira en kunnugt
er, að athyglin beinist æ meira
að Miðjarðarhafinu.
Það, sem gerst hefir athyglis-
verðast þar er eftirfarandi:
1) Bresk-franskur floti bú-
inn til styrjaldar, er kominn til
Alexandria í Egiptalandi, þar
sem hann hefir tekið sér aðal-
bækistöð, en floti þessi verður á
verði á austurhluta Miðjarðar-
hafs. Þetta er öflugur floti,f jöldi
orustuskipa, beitiskipa, tundur-
spilla, kafbáta o. s. frv.
2) Italir hafa sent flotadeild,
þ. á. m. marga kafbáta til Dode-
kaneseyja í Miðjarðarhafi. Einn-
ig er sagt, að þeir hafi þar 50.-
000 manna lið.
3) Egiptar hafa gripið til
ýmiskonar varúðarráðstafana,
f restað heimferðarleyfum í
hernum o. s. frv., og Bretar og
Egiptar hafa gert auknar ráð-
stafanir til varnar Suezskurðin-
um, auk þess sem það er að
sjálfsögðu eitt aðalhlutverk hins
aukna flota að vernda hann.
4) Loftvarnaæfngar fara
fram á eyjunni Malta, í Miðjarð-
arhafi, sem Bretar eiga. í æf-
ingaskyni — svo er það látið
heita — eru öll Ijós slökt frá
sólsetri til sólarupprásar.
5) Siglingar breskra og að
líkindum franskra skipa um
Miðjarðarhaf hafa stöðvast í
bili.
Auk þess er vitað, að fjölda
margar aðrar ráðstafanir hafa
verið gerðar, af hinum ýmsum
þjóðum, sem eiga hagsmuna að
gæta við Miðjarðarhaf. Hvort
brottflutningur herliðsins frá
Noregi stendur í sambandi við
Miðjarðarhafshorfurnar verður
að svo stöddu ekki um sagt með
vissu. En sú tilgáta hefir komið
fram, að Bandamenn hafi sann-
færst um, að þeir yrði að senda
svo mikinn hei-afla til Noregs,
til þess að sigra Þjóðverja þar i
bardögum á landi, að þeir hafi
ekki mátt við að missa hann frá
öðrum stöðvum, þar sem þeir
verða æ að vera viðbúnir skyndi-
árásum. Ef tir þessu myndi Bret-
ar að eins leggja áherslu á að
halda Narvik, hindra samgöng-
ur Þjóðverja milli Noregs og
Þýskalands af f remsta megni og
vinna Þjóðverjum alt það tjón i
lofthernaði, sem unt væri, og
treysta á, að erfið aðstaða Þjóð-
verja til lengdar, m. a. vegna að-
flutningaerfiðleika og fyrirsjá-
anlegs skorts á ýmsu, neyðist
þeir til, er frá líður, að gefast
upp i Noregi.
SEINUSTU FRÉTTIR:
London, í dag.
Fregnir frá Stokkhólmi
herma, að harðir bardagar
standi enn yfir fyrir sunnan og
norðan Röros. Manntjón er
mikið i liði Þjóðverja enda er
þarna gott til varnar. Er mann-
fall sagt 20 sinnum meira í liði
Þjóðverja en Norðmanna. Norð-
menn hafa varist á þessum slóð-
um af harðneskju og hafa nú
hörfað undan til Singsaas. Þrátt
fyrir þetta undanhald virðist
fara fjarri, að þeir háfi hætt
mótspyrnunni, og framsókn
Þjóðverja frá Oos virðist stöðv-
uð í bili (Singsaas er 25 km. fyr-
ir austan Störos).
Þá verjast Norðmenn enn af
harðfengi í Hegravígi og á þjóð-
brautinni milli Namsos og
sænsku landamæranna. Her-
sveitir Norðmanna berjast
I þarna af miklu kappi og verður
! ekki séð, að norsku hermennirn-
| ir hafi mist móðinn, þótt herlið
! Bandamanna hafi verið flutt á
j brott, einnig af þessum slóðum.
Hermálaráðuneytið breska
hefír tilkynt, að enginn fótur sé
fyrir þeirri fregn, að norski yfir-
herforinginn hafi ekki fengið
vitneskju um, að Bandamenn
ætluðu að flytja á brott lið sitt
af Niðarósvígstöðvunum, eða að
RtSSAR OG ÞJÓÐVERJAR
[iETLA EKKI AÐ SKERÐA
HLUTLEYSI SVÍÞJÓÐAR.
Einkaskeyti.
London í morgun.
Fyrir nokkuru komst á
kreik orðrómur um, að Rúss-
ar og Þjóðverjar hefði rætt
sameiginlega afstöðuna til
Svíþjóðar. Tass-fréttastofan í
Moskva hefir staðfest, að
slíkar viðræður hafi farið
fram og hafi enginn ágrein
ingur komið fram. — Bæði
löndin hafa áhuga fyrir því,
að Svíþjóð verði hlutlaus á-
cram.
Talið er, að það muni hafa
haft áhrif á afstöðu Þjóð-
verja, að meðan Svíar eru
hlutlausir er tryggara, að
þeim takist að fá áfram
málmgrjót frá Svíþjóð, um
Luleaa við Helsingjabotn, en
ef Svíar drægist inn í styrj-
ildina myndi að líkindum
taka fyrir þann flutning. Þá
mun það og hafa haft nokkur
|áhrif, að Svíar eru allsterkir
Eyrir hernaðarlega og þeir
eru einhuga um að verja
land sitt.
Bifreið stolið.
Rétt eftir klukkan ellefu í
gær var bifreiðinni R 793 stolið
hér í bænum. Er bifreiðin eign
Jóns Guðmundssonar frá Nýja-
Bæ.
I nótt fanst hún aftur og kom
þa í ljós, að ferðalag bifreiðar-
þjófsins eða þjófanna hafi tek-
ið skjótan og vafalaust óvæntan
enda. Var bifreiðin á hliðinni
utan við veginn upp að Útvarps-
stöðinni. Hafði hún skemst eitt-
hvað, en Vísi er ekki kunnugt
um, hversu miklar þær skemd-
ir eru.
Rannsóknarlögreglan hefir
málið til meðferðar.
IflilíÉÍIl.
Sáttanefndin — Björn Þórð-
arson, lögmaður, Pétur Magnús-
son, hrm. og Emil Jónsson,
vitamálastjóri — sátu á fundi
með útgerðarmönnum og sjó-
mönnum þangað til kl. 6 í
morgun. Hafði þá ekki náðst
samkomulag, en fundir hófust
aftur í dag eftir hádegið.
Stóð sá fundur enn yfir, er
blaðið fór í pressuna, og verður
því ekkert sagt um úslitin að
svo stöddu.
hann hafi byrjað samkomulags-
umleitanir við óvinina um
vopnahlé. Norski yfirherforing-
innn fór á norsku her;:kipi til ó-
nafngreinds staðar í Noregi á
bresku herskipi, svo og herfor-
inggjaráð hans, þ. 1. og 2. maí.
Hin svonefnda dagskipun til
norska hersins um vopnahlé er
gefin út án hans vilja og vitund-
ar.
17. júní:
R., I. R. og K, R. sjá
um undirbúninginn.
\n júní er dagur íþróttanna
og íþróttamenn á land-
inu hafa ákveðið að gera daginn
sérstaklega hátíðlegan að þessu
sinni, og hefir stjórn I.S.Í. falið
Ármanni, Í.R og K.R. að sjá um
hátíðahöldin og undirbúning
þeirra.
Hefir verið skipuð sérstök
nefnd til að stjórna hátíðahöld-
unum. Formaður nefndarinnar
er Stefán Runólfsson, formaður
íþróttaráðsins, en aðrir nefndar-
menn eru þessir: Jens Guð-
björnsson, Ölafur Þorsteinsson,
Torfi Þórðarson, Óskar Á. Gísla-
son, Erlendur Pétursson, Bene-
dikt Jakobsson (til vara Har-
aldur Matthíasson). .
Nefndin er fyrir nokkru tek-
in til starfa og er henni það
kappsmál, að hef ja þenna gamla
hátiðadag íþróttamanna til vegs
og virðinga.
Verður lagt kapp á að hafa
meira þjóðhátíðarsnið á degin-
um en áður, en samt munu í-
.þróttirnar skipa þar veglegan
sess eins og áður. Þá verður
dagurinn einnig fjársöfnunar-
dagur I.S.I. og verða seld merki
um land alt til ágóða fyrir I.S.Í.
þennan dag.
Ákveðið er líka að hafa hér
í bæ stórkostlega skrúðgöngu í-
þróttamanna í iþróttabúning-
um.
Fjölbreytt og skemti-
legt afmælissundmót
Ægis.
Á mánudagskvöld heldur
Sundfélagið Ægir hið árlega
afmælissundmót sitt. Það Verð-
ur með nokkuð öðru sniði en
undanfarin ár, því að þessu
sinni býður félagið skæðustu
sundmönnum annara félaga að
taka þátt í mótinu. Þarf því ekki
að efast um að kepnin verði
bæði spennandi og skemtileg.
Alls verður kept í þrettán
sundgreinum og skal hér getið
nokkurra, sem kepnin verður
skemtilegust í. Verður eingöngu
kept til úrslita, svo að tafir
verða litlar sem engar.
I 4x50 m. boðsundi keppa
tveir flokkar — úrvalslið Ægis
og sameinaður flokkur frá Ár-
manni og K. R. — tveir menn
frá hvorum. Ægir hefir verið
ósigrandi á þessari vegalengd
undanfarin 9 ár og á metið.
I 200 m. bringusundi mætast
þeir Sigurður Jónsson úr K. R.,
sem á metið á 50 og 100 m. og
er langefnilegasti sundmaður
okkar nú, og Ingi Sveinsson,
FORSETAFJÖLSKYLDAN. - Bahía Bíanca (Eemilía Borg),
Bóas Ormsson (Gunnar Björnsson) og Dódó, dóttir þeirra (Sig-
rún Magnúsdóttir).
„Forflsm í FlosaportL"
Forðum í Flosaporti, revya
ársins 1940, var leikin i fyrsta
sinn á mánudagskveld s. 1. fyrir
f ullu húsi áhorf enda og við góð-
ar undirtektir.
Leikurinn er léttur og i
þynnra lagi bæði að því er snert-
ir bundið og óbundið mál, en
leikendunum tekst furðanlega
vel að halda honum uppi. Innan
um og saman við eru margir
góðir „brandarar", sem vekja
hressandi hlátur.
Það eru þeir Alf red Andrésson
og Gunnar Bjarnason, sem mest
mæðir á, og báðir eru prýðilegir
að þessu sinni. Alfreð eins og
hann getur verið bestur og þótt
langt sé síðan Gunnar hefir sést
á leiksviði, hefir hann að e.ngu
leyti orðið því afvanur, en er
þar eins og heima hjá sér en
mætti vera skýrari i máli. Ævar
Kvaran fer vel með hlutverk sitt
og Gunnar Stefánsson að nokkrli
leyti einnig, en „brandararnir"
missa þvi miður oft marks hjá
honum, vegna blæbrigðaskorts í
röddinni, og þótt hann eigi að
vera einræningslegur er óþarfi
að láta það ganga vxm of út yfir
efnið. Gunnar er gott leikaraef ni
sem á metið á þessari vega-
lengd. Þá keppir þarna líka Sig-
urjón Guðjónsson úr Ármanni.
I 100 m. skriðsundi keppa
þeir Logi og Hörður úr Ægi og
Guðbrandur Þorkelsson, K.R.
— I 100 m. skriðsundi fyrir
drengi innan 16 ára keppa þeir
j afnaldrarnirRandver Þorsteins-
son (Á), Lárus Þórarinsson (Á)
og Árni Kristjánsson (Æ). Eru
þeir allir mjög jafnir.
Þá verður 100 m. bringu-
sund fyrir konur, 100 m. bak-
sund og fleiri greinar, þar sem
búast má við skemtilegri kepni.
og getur lagað þetta auðveldlega
á næstu sýningum og verður þá
meðferð hans á hlutverkinu á-
nægjulegri.
Aðrir karlleikarar erU Lárus
Ingólfsson, óþarflega ýkinn í
leik sínum, Jón Aðils, Bjarni
Björnsson og Sveinn Stefánsson
sem allir fara með smáhlutverk.
Emilía Borg leikur Bahia
Bianca, konu Bóasar Ormssonar
(G. Bj.) létt og vel og sama er
að segja um Sigrúnu Magnús-
dóttur. Drifa Viðar fer hressi-
lega með hlutverk Poloniu
starf sstúlku og er hún bersýni-
lega gott leikaraefni, enda á hún
það ekki langt að sækja. Ólafia
G. Jónsdóttir, Hildur Kalman,
Sinna Hallgrímsson og Anna
Einarsdóttir taka sig allar vel út
á leiksviðinu, — eru laglegustu
stúlkur, sem allir hafa gaman af
að horfa á.
Efni leiksins er gripið svona
nokkurn veginn úr lausu lofti,
en það sem heldur leiknum uppi
er sæmilegur hraði, er mætti þó
meiri vera, enda stóð leikurinn
yfir í röska þrjá tíma. Undirleik-
ur var léttur og góður og lögin
við nútímans hæfi enda flest ný-
leg af nálinni.
HÖfundarnir voru klappaðir
fram í leikslok en þeir reyndust
vera Emil Thoroddsen og Ól-
afur Halldórsson.
f
ATHYGLI AUGLÝSENDA
skal vakin á því, að allar smá-
auglýsingar (húsnaði o. s. frv.)
þnrfa að vera komnar fyrir kl. iofé
daginn, sem þœr eiga ctð birtast, en
helst daginn áðw,
Næturlæknar.
/ nótt: Þórarinn Sveinsson, Ás-
vallagötu 5, sími 2714. Næturvörð-
ur í Lyfjabúðinni ISunni 'og
Reykjavíkur apóteki.
Stjórn Félagsprentsmiðjunnar h.f.
þakkar innilega fyrir auðsýnda vin-
semd á 50 ára afmæli prentsmiðj-
unnar.