Vísir - 04.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Einlægnin í samstarfixiu ¦pyrir rúmu ári var svo kom- ið, að þeir flokkar, sem undanfarinn áratug höfðu farið hér einir með völd nálega óslit- ið, sáu sér ekki lengur fært að stjórna landinu án aðstoðar. Fyrir dyrum var algert atvinnu- hrun, ef ekki yrði gripið til sér- stakra ráðstafana. Þá sneru fyrverandi stjórnarflokkar sér til sjálfstæðismanna og báðu þá liðsinnis. Sjálfstæðismenn lóku þessari málaleitun dálítið mis- jafnlega. Allir voru raunar á eitt mál sáttir um það, að þjóð- inni væri nauðsyn á, að hinir stærri flokkar tæki upp frið- samlega samvinnu. En margir voru þeirrar skoðunar, að ekki mætti ganga til samvinnunnar, nema fyrirfram væri gengið frá samningum um helstu deilumál- in. Þeir þóttust hafa þá eina reynslu af undanförnum við- skiftum við fyrverandi stjórnar- flokka, að ekki væri eigandi við þá eftirkaup. Aðrir voru bjart- sýnni. Þeir trúðu því að alt mundi lagast, ef samvinnan kæmist á. Þessir menn voru yfir- sterkari í þingflokki sjálfstæðis- manna. Samvinnan komst á og var mikið dynað af því að fornir andstæðingar hefðu nú tekið höndum saman, bestu synir þjóðarinnar hefðu slíðrað sverð- in, öld hins nýja Fróðafriðar væri runnin yfir sundraða þjóð. Nú er ár liðið. Atburðirnir sem síðan hafa gerst, hafa allir verið í þá átt, að nauðsynin á einlægu samstarfi stjórnmála- flokkanna er margfalt brýnni nú en hún var i fyrra. En hvern- ig er með einlægnina í samstarf- inu? Hvað hafa þeir flokkar, sem samstarfsins Ieituðu, þegar í fullkomið óefni var komið, á sig lagt til þess að eyða þeirri tortrygni, sem fyrir var? Það er best að segja það eins og er, að enn sem komið er, hef- ir friðarvilji fyrverandi stjórn- arflokka verið miklu meiri í orði en verki. Eftir árlangt sam- starf eru deilumálin svo að segja óleyst. 1 verklýðsmálunum er að visu fengið vilyrði fyrir því, að Alþýðusambandinu verði breytt í það horf, sem sjálfstæðismenn hafa krafist. Efndirnar liggja ekki fyrir. Og framkoma Al- þýðuflokksins hina síðustu daga hefir síst verið til þess fallin að auka traust hans í aUgum sjálf- stæðismanna. 1 verslunarmálun- um höfðu sjálfstæðismenn gengið inn á málamiðlun. Allur Sjálfstæðisflokkurinn, utan þings og innan, stóð óskif tur að þeirri Iausn, sem borin var fram, á Alþingi. Ef nokkur einlægni hefði verið i samstarfinu af hálfu Alþýðuflokksins og Fram- sóknarf lokksins, hef ðu þeir f all- ist á málamiðlunina möglunar- laust. En vegna þess að utanað- komandi erfiðleikar hefðu gert það ókleift að rjúfa samvinn- una, notuðu samstarfsflokkarn- ir tækifærið til þess að synja um þá lausn, sem viðunandi gæti taUst. Svona er einlægnin í samstarf- nu. Tregða og áníðsla, þar sem við verður komið og ofan á þetta bætist svo það, að samstarfs- flokkarnir láta ekkert tækifæri ónotað til árása á Sjálfstæðis- flokkinn og forystumenn hans. Alþýðublaðið hefir upp á síð- kastið snúið skrápnum út, hvert skifti, sem það hefir minst á Sjálfstæðismenn. Tíminn hefir Iegið á því lúalagi að rægja fjármálaráðherra fyrir sameig- inlegar tillögur rikisstjórnarinn- ar. Formaður Framsóknar- flokksins hefir ásamt Alþýðu- blaðinu kent sjálfstæðismönn- um um, að dráttur hafi orðið á framkvæmd hitaveitunnar. í árlöngu samstarfi hafa fornir andstæðingar sjálfstæðismanna ekkert lært og engu gleymt. Grömlu hleypidómarnir, gamla andúðin, gamla illkvitnin vaða uppi eins og áður.var. Sjálfstæðismenn verða að vera á verði. Þeir, sem bjartsýn- ir voru á breytt hugarfar fornra andstæðinga, hafa ekki séð von- ir sínar rætast. Einlægnin hefir brugðist. Jafnvel á háskaleguslu tímum, sem yfir hafa dunið, halda fyrverandi stjórnarflokk- ar fast við gömlu trúarsetning- una „alt er betra en íhaldið" og hegða sér trúlega eftir því. Svona er einlægnin í samstarf- inu. accða32£S Gagníræðaskólanem- endum boðið til ísafjarðar. Til ísafjarðar fara með Esju í kveld fimleikaflokkar úi' Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Fara þeir undir stjórn Vignis Andréssonar, hins áhugasama og duglega iþróttakennara skól- ans. Er það Gagnfræðaskólinn á Isafirði, sem boðið hefir netn- endum skólans héðan í heim- sókn, bæði til að sýna iþróttir og sjá sig um á ísafirði og hinu fagra umhverfi bæjarins. Munu það vera 25 nemendur úr Gagnfræðaskóla Reykjavik- ur, sem taka þátt í förinni, þar af 15 stúlkur og 10 piltar. Er það mjög vel til fallið, að skól- ar bjóði hver öðrum í heimsókn, líka þessari, sem hér um ræðir, og er ekki að efa, að þátttakend- ur hafi mikla ánægju af förinni. — I þessu sambandi má geta þess, að nýlega er lokið fim- leikasýningu Gagnfræðaskóla Reykjavikur. Voru þátttakend- ur yfir 200 að tölu — piltar og stúlkur. Var sýnt i fjórum flokkum og stjórnaði Vignir Andrésson þeim öllum af mikl- um skörungsskap. Er það vel farið og til fyrirmyndar, hve mikil áhersla er lögð á íþrótta- kenslu við skólann. 200 EINTÖK af Vísi, þriðjudaginn 30. apríl, óskast keypt á afgreiðslu blaðs- ins. Af vangá var meira selt af blaðinu en mátti, og hefir þvi ekki verið unt að senda öllum kaupendum blaðsins utan Reykjavikur þetta eintak. Þeir, sem þannig hafa ekki fengið blaðið, eru beðnir velvirðingar á þessu. ATHYGLI AUGLÝSENDA skal vakin á því, að allar smá- anglýsingar (húsnœði o. s. frv.) þurfa að vera komnar fyrir kl. io]/2 daginn, scm þœr eiga að birtast, en helst daginn áður. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar, sem F. H. gengst fyrir, fer fram þar syðra á morgun. Það hefst hjá barnaskólanum. Stjórn V.K.F. Framsókn áminnir atvinnulausar konur, að láta skrá sig við atvinnuleysisskrán- ingu, sem fram fer í Góðtemplara- húsinu í dag og á mánudag. CiAIIDUÆKT II. Undirbnniiignir ræktnnarinnar. Eftir Síefán ÞoFrSteinsson garðypkjukennara. í fyrrasumar var hér á landi óvenju hagstætt tiðarfar fyrir alla ræktun, enda var árangur- inn af garðræktinni sá langsam- lega besti, sem hér hefir þekst. Ekki megum við nú gera ráð fyrir sliku sumri, enda bend- ir þegar til þess, að svo verði ekki. Því meira verður af- koman undir okkur sjálfum komin og því, hvernig við rækj- um störf okkar af hendi. Af- koman verður ekki síst undir því komin hvernig við undirbú- um ræktunina og skulum við nú virða fyrir okkur hvaða at- riði hér koma til greina og hvað það er sem einkuin verður að taka tillit til í sambaridi við þau. KARTÖFLUR. Flestir munu hafa hug- á að íækta þær. Nú munu flestir hafa valið útsæði og sett það til spírunar. Allir vita, að það er nauðs^oilegt að láta kartöflurn- ar spíra í einar 4—6 vikur áður en þær eru settar niður, þar sem vaxtartíminn er svo takmarkað- ur hér á landi. Þetta lengir hann beinlínis um spírunartím- ann sé rétt að farið. Það er nefnilega langt frá því að það sé sama hvernig spírunin sé fram- kvæmd. Gætið þess einkum að kartöflurnar spíri í sæmilegri birtu og þar sem hvorki er of kalt né of heitt. Þegar sett er niður eiga spírurnar að vera gildar og þróttmiklar, dökk- grænar eða blágrænar að lit, en þetta fer nokkuð eftir afbrigð- um. Lengd þeirra er hæfileg um 1% cm. Sé útsæðið látið spíra í myrkri verða spírurnar langar og renglulegar og eru slíkar útsæðiskartöflur lítils virði. Útsæðið á að láta spíra í þar til gerðum grunnum köss- um, sem ekki séu stærri en svo, að hægt sé að flytja þá út í garðinn og setja niður beint úr þeim. KÁL. Það er vitað, að sé sáð til kálsins út í garðinum þá nær það í fæstum, tilfellum þroska hér á landi (að undansk. græn- káli). Vaxtartíminn verður of stuttur. Því verður að lengja hann og hér koma ýmsar að- ferðir til greina. Algengast er, að fræinu sé sáð í gróðrar-reiti og þar séu hinar ungu plöntur aldar upp í nokkrar vikur áður en þær eru gróðursettar út í garðinum. Slíkir gróðurreitir samanstanda of tast af trékarmi (einskonar gluggakistu, einni eða fleirum) og lausum glugg- ; um, sem lagðir eru ofan á þá. Stærð glugganna er oftast 1x1% m. en þeir geta verið stærri (1x1,8 m.) eða minni eftir hent- ugleikum, og af ýmsum gerðum. Gróðurreitir þeir, sem algeng- i aslir eru hér á landi, eru vermi- ' reitir og sólreitir. Vermireitir eru þannig út- : búnir, að þeir hafa hitafram- J leiðslu í eða undir moldinni. AI- ! gengast er að hitinn sé fenginn | með hrossataði, heyrudda, | hálrni og jafnvel votheys-úr- , gangi og fleiru dóti, sem safnað ; er saman og lagt er í dyngju í ' botn reitsins. Þetta kallast vermirinn. Útbúnað slikra reita er hagað eftir því hve heitum þeim er ætlað að vera, en hita- þörfin fer að sjálfsögðu eftir veðráttu-skilyrðum og hve snemma þeir eru teknir í notk- un að vorinu." Séu slíkir vermi- reitir ekki teknir í notkun fyr ' en síðast í apríl eða í byrjun maí er þykt áburðarlagsins eða vermisins hæfileg 40—50 cm. Ofan á þetta kemur svo um 20 cm. þykt moldarlag. Frá yfir- borði moldarlagsins og upp að glugganum er 10 cm. bil hæfi- legt. — Vermireitir geta auk þess verið hitaðir upp með heitu vatni, t. d. hveravatni og er sú aðferð víða þekt hér á landi, og er ekki ólíklegt að hún eigi eftir að ryðja sér til rúms í Reykjavík. Þá eru vermireitir víða erlendis hitaðir upp með rafmagni. Sólreitir eru allvíða notaðir og koma þeir að góðum notum. Þeir hafa þá kosti að vera ein- faldari og fyrirhafnarminni en vermireitir, sem hitaðir eru með áburði. Aftur á móti hafa sólreitir þann mikla ókost, að þeir verða ekki teknir í notkun eins snemma að vorinu eins og vermireitir. Hitaframleiðslan er þar engin undir gróðrar-mold- inni. Hér sunnanlands geta sól- reitir kpmið að góðum notum seint í apríl og í maí. Þá er hent- ugt að geta gróðursett í þá kál- plöntur og ýmsar fleiri plöntur, sem sáð hefir verið í vermireit eða smákassa inni i húsum, þar til þessar plöntur eru gróður- settar úti í garðinum. — Karma gróðurreitanna má á einfaldan hátt búa til úr (helst þykkum) borðum, sem, slegin eru saman. Sé um fleiri glugga að ræða, þá er óþarfi að hafa einn karm fyr~ ir hvern glugga, en rétt er að styrkja karminn þá með lang- ! rim við hver gluggasamskeyti. Undir tveimur gluggum, sem eru lxl V2 m. að stærð má með góðu móti ala upp um 500 plöntur. — Yfirborð glugganna skal halla lítið eitt mót sólar- átt. Hvað sáningu kálfræsins við- víkur þá er hæfilegt að dreifsá því þannig, að 1—2 cm. bil verði milli frækorna. Fræið er siðan þakið með 1 cm. þykkú moldar- lagi. Fínt mulin sandblandin mold er best fallin til þeirra hluta. Þegar hinar ungu plönt- ur eru vel komnar upp, er æski- legt að gróðursetja þær um eða prikla þeim. Hafi verið sáð i smákassa innanhúss, er t. d. hægt að prikla þeim út i sólreit. Nú verður vaxtarrýmið að vera meira, hæfilegt millibil verður því um 5 cm. Hirðing plantnanna i gróðr- arstíunum er aðallega i því fólgin að sjá um að þær hafi hæfilegan hita og raka, að þær fái ljós og loft eftir þörfum og að sjálfsögðu verður að halda arfanum i skefjum. Framan af vori þarf mikla nákvæmni til að samræma allar þessar kröf- ur jurtanna svo vel sé. Eftir þvi sem þær vaxa og þroskast meira verður að sjá plöntunum, fyrir meiru lofti til þess að þær verði hraustar og sterkbygðar. Vanti loft verða þær Iangar og linar. Loftið er aukið eftir því sem líður fram á vorið og góð- viðrisdagarnir verða fleiri. Nokkrum sólarhringum áður en kálið er gróðursett úti í garð- inum, eru gluggarnir teknir al- veg af körmunum. Með þessari garðræktar-grein birtist yfirlits-tafla fyrir rækhtn grænmetis. Vísast til hennar, einkum hvað vali afbrigða og óburðarmagni viðvíkur. CB)OP írémr Messur á morgun. 1 dómkirkjunni kl. n, síra Frið- rik Hallgrímsson (ferming) ; kl. 2, síra Bjarni Jónsson (ferming) ; kl. 2 barnaguðsþjónusta í Bænhúsinu (cand. theol. S. Á. Gíslason). 1 fríkirkjunni kl. 12 (ferming), síra Árni Sigurðsson. Engin guðsþjónusta eða barna- samkoma verður í Laugarnesskóla á morgun. 1 Landakotskirkju: Lágmessur kl. 6y2 og 8 árd., hámessa kl. io árd. og bænahald með prédikun kl. 6 síðd. Tafla fyrir ræktun grænmetis. Matjurta-tegundir Afbrigði Sáðtími Jarðvegur Aburða 100 m2 garðaáb. -magn a annaðhv. húsd.áb. Aburðar-ábaetir að sumrinu Gróður-setning á bersvæði Mil Milli raða ibil í röðum Hvítkál snemmvaxið seinvaxið Erstling Ditmarsker Jaatun Trönder Seinast í apríl í gróðurreit Sandbl. moldar-jarðvegur Moldarjarðvegur kg. 12 hlöss 4-5 Kalksaltpétur kg. 4 o c c rt cm. 50 cm. 45 Grænkál Hamburger sami sami 10 3-4 3 3 50 40 Blómkál Gulrófur Snebold Erfurter íslenskar Rússneskar Bangholm Gauta Þrándheims sami Miðjan maí sami Venjuleg góð garðmold 10 4—6 3-4 VI, 3 2 u. 50 50 40 20—25 Næpur Snjóboltinn sami Moldarjarðvegur 4-5 l'/2-2 2 30 15 Gulrætur Nantes Fyrst í maí Sendinn jarðv. eða mýrarjarðv. 4—6 2 2 15 8 Rauðrófur Hreðkur Egyptisk Non plus ultra Seinnihl. í maí Frá 20. maí Lítið eitt sandbl. Venjulegur góður jarðvegur 3—5 3—5 IV.-2 Áburðarvatn 30 10—15 20 5 t'/,-2 sama Höf.salat Maikönig sami sami 6—8 2'A sama 25 15-20 Spínat Victoria sami sami 4-6 2 sama 15 8 Slys. Þriðji vélstjóri á Esju slasaðist í morgun á fingri, er hann var a'ð vinna í skipinu. Var gert við meiðsl- in, seni ekki munu hafa veri'Ö stór- vægileg, í Landspítalanum. ATHYGLI AUGLÝSENDA skal vakin á því, að ailar smá- auglýsingar (húsnœði o. s. frv.) þurfa að vera komnar fyrir kl. iol/2 daginn, sem þœr ei-ga að birtast, en helst daginn áður. Charlottenborgarsýningin. Vegna frásagnarinnar í blaðinu í gær, um listsýninguna í Charlot- tenburg, hefir Vísir verið beðinn að taka fram eftirfarandi: Þegar ákveðið var að sýna myndirnar af konungshjónunum, var myndin af konunginum hér heima. Hún var send til útlanda með Gullfossi, en í þeirri för lenti hann i ísnum og tafðist sem mest, og þess vegna kom myndin ekki fyrri en á síð- ustu stundu. Var báðum myndun- um þá ætlaður sá staður, sem sagt var frá í Vísi í gær, en Gunnlaug- ur Blöndal var ekki ánægður með hann, vegna þess, að ljósið var ekki svo gott, sem skyldi, til þess að myndirnar nyti sín sem best. Hins- vegar hefð'i verið ágætt ljós á þeim á þeim vegg, sem ætlaður var tíiUr- um látna danska málara. Kaus því Gunnlaugur heldur að draga mynd- irnar til baka, en að láta sýna þær á þeim stað, þar sem þær nutu sín ekki. Gagnfræðaskólahum í Reykjavík var sagt upp í gær, 3. maí, kl. 2 eftir hádegi. í skólan- um voru innritaðir i vetur 282 nem- endur, — þar af voru 58 í 3. bekk, 86 i 2. bekk og 138 i 1. bekk. 1 öllum bekkjum voru nemendur eins margir og hægt var að koma fyrir. — Undir gagnfræðapróf gengu 50 nemendur úr skólanum og einn ut- an skóla. Hæstu einkunn við gagn- fræðapróf hlaut Kristján G. Hákon- arson frá Rauðkollsstöðum, til heimilis að Suðurgötu 3, og var einkunnin 8,71. — Úr 2. bekk fékk hæstu einkunn Andrés Andrésson frá Neðra-Hálsi 8,97, en úr 1. bekkjum hafði hæstu einkunn Hall- dóra Sigurðardóttir frá Dilksnesi, og var einkunn hennar 8,77. Nem- endur 3. bekkjar fara skemtiför með Esju í kvöld til Isafjarðar. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.20 Dönskukensla, 2. fl. 18.50 Enskunkensla, 1. fl. 19.15 Hljómplötur: Létt kórlög. 19.45 Fréttir. 20.15 Leikrit: „Einkdritar- inn", eftir Dagfinn bónda (Soffía Guðlaugsdóttir, Alda Möller, Brynjólfur Jóhannesson). 21.20 Út- varpshlj ómsveitin : Gömul danslög. 22.00 Danslög til 24.00. %ih^ PUGLVSINGRR BRÉFHRUSH BÓKRKáPUR E.K QU5TURSTR.12. „•, Utsæöiskaríöfluy Fáir pokar óseldir. vmit Laugavegi 1. ÚTBÚ, Fjölnisvegi 2. Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaðnr. Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Yonarstræti 10, austnrdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. Er besta barnabókin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.