Vísir - 08.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 08.05.1940, Blaðsíða 1
Rststjós-i: Kristján Guðiaugsson Skrífstcfur: Féíagsprentsmiðjan (3. hað). Ritsíjóri Bíaöamenn Sími: Augíýsingar E 660 Gjaídker: S línur Afgreiðsía 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 8. maí 1940. 104. tbl. Chamberlain hefir sann færst um nauðsyn sterkari stjórnar. Lundúnablöðin boða nýjar breytingar Öll bresku blöðln gagnrýna ræðu Chamberlains. Daily Herald telur óbjákvæmilegt, að bann fari frá. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Cmræðumar í neðri málstofu breska þingsins um stvrjöldina í Noregi, byrjuðu í gær, og flutti Chamberlain forsætisráðherra inngangsræðuna, eins og boðað hafði verið. Úr flokki ráðherranna talaði einnig Sir Oliver Stanley hermála- ráðherra, en af stjórnarandstæðingum töluðu, næst á eftir Chamberlain Attlee, leiðtogi jafnaðarmanna, og Sir Arcliibald Sinclair, leiðtogi fr jálslyndra, sem ekki fylgja þjóð- stjóminni. Nokkrir áhrifamenn á þingi aðrir tóku til máls. I ræðum þeirra, sem gagn- rýndu stjórnina, var veitst allhart að henni, en margt af því, sem Chamberlain tók fram stjóminni til varnar að því er styrjöldina í Noregi snertir, var áður kunnugt, en hann boðaði mikilvæga breytingu, þá, að Winston Churchill fengi aukin völd í hendur, og liefir ríkisstjómin þannig að nokkuru leyti tekið til greina réttmæti gagnrýni, sem fram hefir komið, að umbóta væri þörf, að því er stjórnarfyrirkomulagið snertir. Hefir Churchill veriS falið, að vera til daglegrar leiðbeiningar herforingjaráðs þess, sem framkvæmir fjTÍrskipanir stjórnar- innar, að því er styrjöldina snertir. Er þannig lagt nýtt, ábyrgð- armikið starf á herðar Winstons Churchills, og kom það, fram hjá Chamberlain, að óvíst væri, að hann gæti til lengdar gegnt flotamálaráðuneytinu jafnframt, enda yrði hann leystur undan þeirri skyldu að gegna því, ef liitt starfið reyndist of erfitt. — Kom það fram hjá þingmönnum, að of mikil störf yrði lögð á herðar ChurchiIIs, enda þótt viðurkent sé, að hann sé afburða starfsmaður. VÖRN CHAMBERLAINS. Ræða Chamerlains var nokk- urskonar yfirlit um það, sem gerst hefir í sambandi við lið- flutning Bandamanna til Noregs og brottflutning liðsins, svo og ýmislegt, sem varpar ljósi á það mál, en Chamberlain fór ekki úl i það að lýsa gangi styrjald- arinnar yfirleitt. í byrjun ræðu sinnar skýrði hann frá því, að í seinustu ræðu sinni, hefði hann ekki getað skýrt frá þvi, að fyr- irskipað liefði verið að flytja buút liðið frá Namsos, eins og það frá Andalsnesi, vegna þess, að vitneskja um það hefði getað haft hættulegar afleiðingar. Chamberlain hældi sjóliðinu mikið fyrir hversu vel herflutn- ingarnir tókust, engu herflutn- ingaskipi hefði verið grandað, en Bandamenn liefðu mist tvö vemdarskip, breskan og fransk- an tundurspilli, er Þjóðverjar ■daginn eftir að herflutninga- skipin lögðu af stað, gerðu árás á þau með 50 sprengjuflugvél- um. Þá sagði hann, að hermenn Bandamanna hefði sýnt yfir- burði yfir Þjóðverja, hvar sem lil átaka hefði komið. Hann lcvað ekki réttmætt að ásaka stjómina fyrir, að vekja of miklar vonir, en iðulega liefði komið fregnir frá Svíþjóð, sem hefði glætt vonir manna, og liefði stjórnin iðulega reynt að draga úr áhrifum þessara fregna. Ghamberlain neitaði, að réttmæt væri sú gagnrýni, að í Noregi hefði farið likt og á Galli- poli. Kvað hann alls ekki hægl að bera þetta saman, því að Bandamenn liefði haft tiltölu- lega lítið lið í Noregi og ekki orðið að skilja þar eftir nein hergögn. Chamberlain taldi hafa verið rétt, að senda lið til Noregs, vegna þess, að Norðmenn hefðu eindregið óskað þess, og hefði liðið ekki verið sent, kynni vörn Norðmanna að liafa brostið, með þeirri afleiðingu, að Þjóð- verjar hefði náð á sitt vald öll- um Noregi. Chamberlain gerði að umtals- efni það, sem liann sagði í ræðu fyrir nokkuru, að Hitler hefði „mist af strætisvagninum“, og hefði þau ummæli átt við það eingöngu, að Hitler liefði ekki notað tækifæri jxið, sem hann hafði i byrjun styrjaldarinnar, þegar Bretar hefði verið miklu ver undirbúnir lil þess að verj- ast árásum en nú. Ummælin áttu ekki við Noreg. Chamberlain hvatti menn til aukinnar samheldni. Hann minti á, að mikill hluti Noregs væri enn í höndum Norðmanna og Bandamenn stæði við lilið þeirra. Vér höfum ekki náð því marki, sem vér settum oss, sagði liann, en það hafa Þjóðverjar ekki heldur, og þeir hafa beðið margfalt nieira tjón en við. Hann kvaðst einnig álita, að rétt liafi verið að kveðja burt liðið frá Andalsnesi og Namsos, þegar sýnt var, að ekki væri auðið að taka Niðarós og halda borginni, nema með þvi að senda svo mikið lið, að það hefði veikt Bandamenn á öðrum vígstöðv- um, en við slíkt væri mildar hættur bundnar. Þá ræddi hann það, sem áður liefir komið fram, : að aðstaða Þjóðverja til loft- árása í Noregi væri miklu betri, þar sem þeir Iiefði flugstöðvar , landsins, en Bandamenn ekki skilyrði til þess að liafa þar á- rasarflugvélar liði sínu til vernd- ar. Hann kvað yfirherforingja CIIAMBEBLAIN. Biwgrsnis* Hol- lendtng^ar við Innráis í nott? i ÖIlu símasambandi við útlönd slitið í 10 klst. EINKASIÍEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Klukkan fimm mínútur yfir 10 í gærkveldi var skyndilega öllu símasambandi frá Hollandi til annara landa slitið, án þess að nokkur aðvörun hafi verið um það gefin fyrirfram eða neitt látið uppi um orsakirnar, sem lágu til þessa. Jafnframt voru gerðar svo miklar varúðarráðstafanir um alt landið, að engu var líkara, en að stjórnin byggist við því á hverri stundu, að innrás yrði hafin í landið eða blóðug uppreist brytist út. Nóttin leið þó án þess að nokkuð óvænt kæmi fyrir, en hvort það var vegna þess að ríkisstjórnin var svo vel við öllu búin, eða þessi ótti haf i verið ástæðulaus, er ekki hægt að segja. Símasamband við útlönd komst á aftur kl. 8 í morgun, en blaðamenn hafa ekki getað fengið neinar skýringar á þessum ráðstöfunum. Norðmanna liafa borið fram ítrekaðar óskir um, að Banda- menn veitti lið til þess að taka Niðarós. Kvað Chamberlain j>etta hafa verið gert, þótt stjórnin vissi hver áhætta fylgdi þvi, en ef Bandamenn liefði að eins reynt að taka Narvik, mundi liafa verið sagt, að Bretar hugsuðu aðeins um að hindra málmgrjótsflutninginn þaðan til Þýskalands, en léti sig litlu varða frelsi og sjálfstæði smá- þjóðar, sem liefði beðið þá að- stoðar. HÖRÐ GAGNRÝNI. I ræðum þeirra, sem töluðu auk Chamberlains og Sir Olivers Stanley, kom fram hörð gagn- rýni, en einna mest hjá Attlee, leiðtoga jafnaðarmanna, sem taldi ófært að áfram væri við völd menn, sem sjáandi sjá ekki og heyrandi heyra ekki og þarfnast hvíldar. Það þyrfti nýja menn, til þess að taka við stjórn. VANTRAUST Á CHAMBER- LAIN MUN EKKI VERÐA . BORIÐ FRAM. Að afloknum umræðum í neðri málstofunni í gærkveldi er ekki talið, að stjórnarandstæð- ingar og þeir stjómarsinnar, sem liafa gagnrýnt hana, muni reyna að knýja fram breytingar, með því að bera fram van- traUststillögu. Það er htið svo á af stjórn- inálamönnum, að stjórn Cham- berlains haldi velli að þessu sinni, en hún sé ekki örugg í sessi nema í lengsta lagi nokkrar vikur, nema hún sýni meiri rögg af sér og ekki verði um fleiri hrapalleg mistök að ræða. Stjórnmálafréttariturum hlað- anna her öllum saman um, að eitthvað sé í bigerð, breytingar á skipan stjórnarinnar séu rædd- ar, og hefir orðrómur um þelta verið á kreiki frá því umræð- urnár liófust í gær. Hníga Um- mæli þeirra allra í sömu átt og sl j órnmálafréttaritara Daily Telegraph, sem lelur að Cham- berlain muni hrátt leitast við, að koma fram hreytingum á Webb Miller, frétta- ritari United Press, fanst örendur í Lon- don í gær, Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Webb Miller, sem kunnur er um heim allan fyrir styrj- aldarfrásagnir sínar frá Abes- siníu, Spáni, Finnlandi og víðar, fanst örendur í London í nótt, í nánd Við járnbraut- arstöð. Hann var viðstaddur umræðurnar í neðri málstof- unni í gær og mun hafa ver- ið á heimleið, er slysið bar til. Ætla menn, að hann hafi staðið á vagnpallinum, hrokkið út af og rotast. Webb Miller starfaði um mörg ár sem einn af aðal- fréttariturum United Press erlendis. Liggur eftir hann f jöldi ritgerða og bækur, sem vakið hafa heimsathygli. Voroshilov sviítur störfum sem yfir- maður Rauða hers- ins. London í morgun. Voroshilov, marskálkur, yfir- herforingi Rússa, hefir látið af störfum sem yfirmaður Rauða hersins, og verður nú vara-for- sætisráðherra, og þar af leið- andi önnur hönd Molotovs. Tal- ið er, að þessi breyting hafi ver- ið gerð vegna þeirrar óánægju, sem það vakti í Rússlandi, hversu treglega innrás Rússa í Finnland gekk. stjórninni, til þess að treysta aðstöðu hennar. Daily Herald (málgagn social- ista) fer þó lengst í spám sínum og segir, að líkur séu til að stór- kostlegar breytingar standi fyrir dyrum, og telur blaðið líklegt, að Chamberlain muni fara frá, Það er óhjákvæmilegt, að liann fari frá innan skamms, segir blaðið. Öll bresku blöðin gagnrýna ræðu Chamberlains. Vörður við allar opinberar byggingar. Mannsterkum liðssveitum var skipað um allar opinberar bygg- ingar og stofnanir í lielstu borg- um Hollands. Auk þess var sterkur lögregluvörður um all og hafði nánar gætur á hverjum manni, sem á ferli var. Lög- reglumennirnir voru vopnaðir skotvopnum og sprengjum. í Amsterdam var úrvalslið eitt, sem aldrei er kvatt til þjón- uslu, nema þegar sérstaklega mikið þykir við þurfa, látið vera útbúið í varðstofum sínum alla nóttina, en farartæki voru reiðubúin til þess að flytja liðið hvert sem var i borginni, fyrir- varalaust. öll heimferðarleyfi afturkölluð. Fyrirspurnum um ástæðurn- ar fyrir því, að þessar varúðar- ráðstafanir voru gerðar, fæst ekki svarað. Öllum, opinberum embættismönnum hefir verið lagt það stranglega á hjarta, að segja ekki neitt, en þó munu að- eins fáir af hinum minniháttar embættismönnum vita, livað raunverulega var að gerast. Er talið að rikisstjórnin vilji forð- ast allar uppljóstranir, sem móðgað geti erlend riki eða þóðhöfðingja, því að hún fylgir fram stefnu sinni um algert hlutleysi og vill varðveita það fyrir hvern mun. Öllum heimferðarleyfum var frestað, og þeir, sem voru i leyf- um, kallaðir heim fyrirvara- laust. Það þykir bera því vott, hversu hættan var talin alvar- leg, að jafnvel þeir, sem unnu i hergagnaverksmiðjum voru kallaðir jafnt sem aðrir og alt undirbúið til þess að láta konur taka við störfum, þeirra. Svo langt hefir aldrei verið gengið enn þá í Hollandi og liafa heim- ferðarleyfi hermanna þó oft verið afturkölluð í vetur. Þeir, sem starfa i hergagnaverk- smiðjunum, eru aðallega í loft- varnaliðinu. í morgun, þegar skeytasend- ingar blaða til útlanda voru leyfðar á nýjan leik, var sú á- stæða gefin fyrir því, að sam- bandinu var slitið, að yfirvöldin hefði orðið að taka allar síma- línur í þjónustu sína, til þess að kveðja menn til vopna. Ferðafélag íslands hélt síðasta skemtifund sinn fyr- ir næsta haust aÖ Hótel Borg í gær- kvökli. Þar sýndi Gu'ðm. Einarsson frá Miðdal skuggamyndir af ferð- um og námskeiðum Fjallamanna í Kerlingarfjöllum, 'á Tindafjalla- jökli, Fimmvörðuhálsi og víðar. •— Voru margar þeirra gull-fallegar. Jafnframt skýrði GuðmUndur ýms helstu undirstöðuatfiði fjallaferða, útilegu og klifurs og var erindi hans í alla staði hið fróðlegasta. Hús- fyllir var að vanda, og var að er- indinu loknu dansað til kl. I. STALIN OG VOROSHILOV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.