Vísir - 09.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðiaug sson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan {3. hæð).
30. ár.
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
GjaEdkeri S linur
Afgreiðsla ¦ '•
Reykjavík, fimtudaginn 9. maí 1940.
105. tbl.
Meirililiiti stjonimalafreg^-
rttara Lundnnalilaða telor
að mtjórnin neyftist til
þess ad .segja af 'sér.
Líklegt að HALIFAX lávarður myndi
stjórn með þátttöku jafnaðarmanna —
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Að loknum umræðunum í neðri málstofunni um Noregsstyrjöldina fór fram at-
kvæðagreiðsla um það hvort fresta skyldi þingfundum. Haf ði Herbert Moití-
son lýst yfir þvi við umræðumar i gær, að jafnaðarmenn myndi greiða at-
kvæði gegn frestun þingfunda. og var af stjórnarinnar hálfu litið á það sem vantraust,
ef þetta yrði samþykt gegn óskum stjórnarinnar. Chamberlain lýsti yfir þvi, að hvorki
hann eða nokkur samstarfsmaður hans í stjórninni vildi vera við völd augnabliki leng-
ur, er þeir nyti ekki fylsta trausts þingsins og þjóðarinnar, og kvaðst hann því fús til
að þessi atkvæðagreiðsla færi fram. Skoraði hann á stuðningsmenn sína að veita stjóra-
inni lið. Winston Churchill skoraði einnig á vini sína og stuðningsmenn alla, að
standa með stjórninni. Þjóðin væri í mikilli hættu stödd og ætti nú að standa einhuga i
baráttunni og hugsa um það eitt, að sigrast á óvinunum. Umræðurnar voru m.jög harð-
ar á köflum og úrslit urðu þau, að stjórnin bar sigur úr býtum með að eins 81 atkvæð-
is meirihluta (281:200). Er þetta minsti meirihluti sem stjórnin hefir fengið á þingi
yíð atkvæðagreiðslu í mikilvægu máli og er mikið um það rætt hverjar afleiðingar það
muni hafa? að meirihlutinn var ekki meiri en þetta,
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar kom jafnt stjórn-
arandstæðingum sem stuðningsmönnum stjórnarinnar
á óvænt. Það hefir vakið mikinn fögnuð meðal stjóm-
arandstæðinga, að meirihlutinn, sem stjórnin fékk, varð
svo lítill sem reynd bervitni. Meirihluti stjórnmála-
fréttaritara Lundúnablaðanna spáir því í morgun, að
Chamberlain muni neyðast til þess að biðjast lausnar,
vegna úrslitanna.
Flestir stjórnmálafréttaritararnir hallast að þeirri
skoðun, að Halifax lávarður verði næsti forsætisráð-
herra Bretlands, og er talið líklegt, að þingið samþykki
sérstök lög, til þess að heimila Haíifax lávarði að taka
sæti í neðri málstof unni.
Margir stjórnmálamenn líta svo á, að neitun jafnað-
armanna að taka þátt í stjórn, sem Chamberlain veitir
forstöðu, muni hafa þær afleiðingar, að hann neyðist til
þess að biðjast lausnar, því að neitunarinnar vegna geti
hann ekki orðið við þeim kröfum, sem næstum því all-
ir styðja, að stjórnin verði endurskipulögð sem alger
þjóðstjóm, þ. e. að núverandi stjórnarandstæðingar,
jafnaðarmenn og frjálslyndir í stjómarandstöðu, fái
fulltrúa í henni. Það er þó ekki búist við, að Chamber-
lain bið jist lausnar þegar í stað.
Af hálfu stjórnarandstæðinga töluöu í gær m. a. Herbert
Morrison, David Lloyd George og Duff-Cooper fyrrv. hermála-
ráðherra og gagnrýndu þeir allir gerðir stjórnarinnar hvasslega,
ekki síst David Lloyd George sem kvað stjórnina hafa glatað
trausti smáþjóðanna, engin þeirra mundi áræða að verjast inn-
rás Þjóðverja í trausti þess, að þeim mundi berast sú hjálp frá
Bandamönnum, sem þeim mundi að gagni koma.
Af hálfu stjórnarinnar töluðu
m. a., auk Chamberlains, Sir
Samuel Hoare flugmálaráð-
herra og Winston Churchill
flotamálaráðherra, og var ræðu
hins síðarnefnda beðið með
einna mestri athygli.
Varði Churlhill gerðir flota-
málastjórnarinnar og bar ým-
islegt til sönnunar því, að gagn-
rýni sú, sem fram hefði komið,
hefði ekki við rök að styðjast.
Benti hann á hið sama sem
Chamberlain hafði gert, að
Þjóðverjar væri öflugri loft-
hernaðarlega en Bretar, og staf-
aði það af því, að Bretar hefði
um mörg ár, þrátt fyrir ítrekað-
ar aðvaranir hans og annara,
vanrækt að efla flugher sinn.
Hefði það verið hið mesta óráð,
að senda herskipaflotann til
þess að að hindra siglingar
Þjóðverja um Skagerak og
Kattegat, vegna loftárásahætl-
unnar'og var ákveðið að ráði
færustu og reyndustu flola-
fræðinga landsins, að senda kaf-
báta á þessar siglingaleiðir, til
þess að sökkva eins mörgum
flutninga- og herskipum Þjóð-
verja og unt væri. Þetta hefði
borið mikinn árangur, sem
kunnugt væri. Þjóðverjar hefði
mist mörg herskip og flutninga-
skip, og beðið mildð manntjón,
og taldi Churchill að þeir hefði
mist 7000—8000 menn.
Churchill kvað flotann hafa
verið reiðubúinn til þess að
vernda herflutningaskip, ef lið
væri sett á land í Niðarósi, og
enginn þyrfti að efa að flotinn
hefði verið þess megnugur, að
inna þetta hlutverk, þótt á-
hættusamt væri, af hendi, en að
ráði yfirherforingjanna og
ráðunauta þeirra hefði verið
horfið frá þessu, þar sem sókn-
in frá Namsos og Andalsnesi
liefði virst ætla að bera góðan
árangur, þótt öðruvísi hefði
farið,vegna hraðrar framsókn-
ar Þjóðverja, sem höfðu miklu
HALIFAX.
meira lið, og taldi Churchill að
þeir hefði alls um 120.000
manna lið í Noregi, og nyti það
verndar mikils flugliðs, en Bret-
ar höfðu ekki aðstöðu til þess
að vernda landher sinn í Mið-
Noregi. i ;
Taldi Churchill töku Niðar-
óss ekki mundu hafa haft úr-
slitaáhrif um hver sigraði að
lokum í Noregi og sagði, að
réttmætt hefði verið að taka
þær ákvarðanir, sem reyndin
varð.
Breska þing-
inu fpestad.
Breska þingið kom saman á
stuttan fund í morgun og var
svarað nokkurum fyrirspurn-
um. Þar næst var þinginu frest-
að fram yfir hvítasunnu.
Dauðahegning við njósnum.
Sir John Anderson innanríkis-
ráðherra upplýsti, að lagt yrði
fyrir þingið frumvarp um
dauðahegningu við alvarlegum
njósnum og hermdarverkum.
Báðstafanir verða gerðar til
þess að kyrrsetja útlendinga.
sem ekki eru tök á að senda
heim.
BRETAR KVEDJA Vi MILJÓN
MENN TIL VOPNA.
Á fundi í konungsráðinu
breska i morgun undirskrifaði
Georg konungur tilskipun um að
kveðja 2% milj. manna til
vopna.
l'.
3,2 milj. h. á liiii
Einkaskeyti frá United Press.
Það er opinberlega tilkynt, að
flugvélar breska strandvarna-
liðsins fljúgi nú að jafnaði um
2.000.000 enskar milur (3.200.-
000 km.) á mánuði meðfram
ströndum Englands og Skot-
lands. í fyrsta mánuði striðsins
flugu vélarnar samanlagt ekki
nema um 200.000 mílur, en f lug-
vegalengdin hefir aukist jafnt
og þétt með mánuði hverjum. í
tilkynningu flugmálaráðuneyt-
isins er a það bent, að árásir
Þjóðverja á Norður-Skotland og
Orkneyjar gerist nú æ minni og
lítilfjörlegri, en mesta árás
þeirra á Scapa-flóa var gerð með
að eins 30 flugvélum, sem flugu
í flokkum og gerðu árásir úr
mikiili hpep,
Hlutverk strandvarnaliðsins
er þrent: 1) að verjast loftárás-
um á strendur landsins, 2) að
vernda fiskiskip, sem oft verða
að leita langt a haf út og verða
þá of t fyrir árásum þýskra flug-
véla, og 3) að berjast við þýskar
flugvélar, sem leitast við að
leggja tundurduflum að nóttu !
til. |
Flugliðið héfir skotið niður j
að minsta kosti 50 árásarflug-
vélar, en sjö flugvélar hefir loft-
varnalið strandvirkjanna skotið
niður. Flugliðið hefir að eins
mist eina flugvél.
Lv. Jökull í
Slippnum. Á 1
myndinni sést
greinilega bilið
milli fram- og
afturhluta
skipsins.
Línnveiðarion Jökull
lengdur ism 4 metra.
L.v. Fróði verður einnig lengdur,
og ef til vill L. v. Gullfoss.
í Slippnum hér í Reykjavík fer nú fram mjög merkilegt verk
á sviði skipabygginga okkar Islendinga — járnskip er í fyrsta
skifti lengt hér á landi. Ér þetta bv. Jökull, RE 55, sem lengdur
verður um 4 metra. — Stærsta sklp, sem áÖur hafSi vériS IéngC
í>4r á ]andi var m. s. Fagranes, frá Akranesi, sem lengt var í
fyrra. Var það verk unnið á Akranesi og birti Vísir þá myndir
af því. »
I veri
Mn Piii yflr-
l -
segir Times.
London í morgun.
„Alt bendir til þess, að stór-
kostlegt verðfall peninga sé í að-
sigi í Þýskalandi", segir frétta-
ritari „Times" í Rotterdam í
skeyti til blaðs sins. „Síðustu
vikuna í apríl jókst seðlaveltan
um 946.928.000 ríkismörk og
var þá orðin alls 12.479.837.000
mörk. Þessi aukning seðlavelt-
unnar er svo há, að ekki eru
dæmi til slikrar hækkunar, síðan
í verðhruninu eftir síðasta ófrið.
Auk þessarar seðlaveltu, verður
ur að taka tillit til 1.100.000.000
ríkismarka, sem í umferð eru í
svo kölluðum rentu-bankaseðl-
um, e'n samtals nemur upphæð
seðlaveltunnar meira en f jórum
sinnum meðal-seðlaveltu ársins
1933. Aukning síðustu 12 mán-
aða nemur alls 5.061.256.000
mörkum, eða meira en allri
meðal-seðlaveltu áranna 1933—
37."
Áður höfðu verið kvaddir til
vopna árgangar alt að 27 ára
aldri, en nú alt að 36 ára aldri.
Eru það átta árgangar, sem
kvaddir eru til vopna, og kemur
eiin árgangur til heræfinga á
mánuði, nema ástæða þyki til
þess að heræfingar fari fram af
enn meiri hraða.
L.v. Jökull var tekinn upp i
Slipp i vikunni sem leið, og er
nú búið að taka hann í sundur
við vatnsþétta skilrúmið fyrir
framan kolaboxin. Var fremri
hluti skipsins siðan dreginn 4
metra frá afturhlutanum.
Myndast þarna ný lest og
verða bæði skilrúm hennar
vatnsþétt, svo að eftir stækkun-
ina verða tvö vatnsþétt skilrúm
í skipinu, í stað eins, sem áð-
ur var. Verður skipið styrkara
við þetta.
Gert er ráð fyrir, að þessi
nýja lest taki um 40 smál. af ís-
fiski, en 40—50 smál. af kolum.
Verða í henni átta stíur, fjórar
hvoru megin.
Stálsmiðjan og Slippfélagið
framkvæma þessa breytingu,
sem gert er ráð fyrir að taki um
mánuð. Mun óhætt að segja, að
verkið marki tímamót, eða
jafnvel upphaf íslenskrar skipa-'
Svíar senda viðskifta-
séríxæðinga til
Moskva. ~«r
Binkaskeyti frá United Press.
London í gærkveldi.
í simfregn frá Moskva segir,
samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum, að sænska ríkisstjórnin
hafi þreifað fyrir sér um skil-
yrði fyrir því, að Svíar og Rúss-
ar geri með sér viðskiftasamn-
ing.
Er búist við því, að Svíar sendi
bráðlega nefnd viðskiftasér-
fræðinga til Moskva, til þess að
ræða þessi mál við sovétstjórn-
ina.
AUKNAR VARUÐARRÁÐ-
STAFANIR ENN 1 HOLLANDI
Auknar varúðarráðstafanir
hafa enn verið gerðar í Hollandi.
Þannig er erlendum flugvélum
bönnuð notkun nýja flugvallar-
ins við Amsterdam. Ráðstafanir
hafa verið gerðar til þess að
hindra að erlendar f lugvélar geti
lent á flugvöllum Hollands.
smíði, þvi, eins og getur i upp-
hafi þessarar greinar, er þetta
stærsta „aðgei'ð", sem fer fram
á járnskipi á þessu landi og
fyrsta skifti, sem járnskip hefir
verið lengt.
Þessi sömu fyrirtæki hafa
undanfarið framkvæmt margar
yiðgerðir á járnskipum, bæði
innlendum og erlendum og far-
ist það vel úr hendi, svo að ekki
þarf að efast um að eins mun
fara að þessu sinni.
Benedikt Gröndal, verkfræð-
ingur, framkvæmdastjóri h.f.
Hamars, hefir gert teikningarn-
ar af stækkuninni, en hún er
framkvæmd undir eftirliti Þor-
steins Árnasonar, umboðs-
manns Germanische Lloyd.
Jökull er smíðaður í Bremer-
haven 1904 og hét áður Ár-
mann. Hann var 33.10 m. á
lengd, en verður að breyting-
unni lokinni 37,10 m.
í ráði er einnig að stækka l.v.
Fróða, ÍS. 454, sem er eign Þor-
steins J. Eyfirðings skipstjóra,
og fleiri. Hann er 98 smál.
brúttó og er 26.09 m. á lengd.
Verður hann lengdur um tæpa
f jóra metra og er verið að bíð*
eftir efni frá Bretlandi.
Þá hefir einnig komið til
orða að lengja l.v. Gullfoss, sem
er eign Landsbankans. Hann
er 214 smál. brúttó og 38.93 m.
á lengd.
L/ík finist \iö
Viðey-
Skömmu eftir hádegið i gæif
fanst lík af karlmanni út við
Viðey. Voru tveir lögregluþjón-
ar sendir á bát út í eyjuna og
fluttu þeir líkið hingað-
Lík þetta er af karlmanni og
hefir legið svo lengi í sjó, að
það er óþekkjanlegt. nema af
fötum og er vonast til þess að
hægt verði að upplýsa um hvaða
mann sé hér að ræða, af þeim.
Þegar Vísir fór í pressuna var
þó ekki búið að ganga úr skugga
um hvaða mann væri hér að
ræða.