Vísir - 09.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 09.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hækknn útsvars. g ÆJARRÁÐ liefir nýlega á- lcveöið, að leggja það til, að útsvör samkvæmt fjárhagsáætl- mi Reykjavíkurbæjar verði hækkuð um 500 þús. krónur, vegna fyrirsjáanlegs útgjalda- auka hæjarsjóðs af völdum stríðsins, og mun þá heildar- upphæð útsvaranna nema 5% miljón króna á árinu 1940. Það er vilað að aðslaða bæj- arráðs og bæjarstjómar hefir verið erfið að ýmsu leyti á und- anförnum árum, og svo virðist sem þing og stjórn hafi gert sér leik að því að þrengja kosli bæjarins í því augnamiði að koma honum á kné og „vinna grenið“. Þótt löggjafarvaldið hafi hlaðið nýjum og nýjum út- gjaldaliðum á bæina, hefir þeim ekki verið séð fyrir sam- svarandi auknuin tekjum, og hafa því stjórnir bæjarfélag- anna neyðst til að hækka stöð- ugt megintekjulið sinn — út- svörin. Þessi leið hefir verið valin frá ári til árs í Reykjavík eins og í öðrum bæjum. Þótt gjaldendur liafi þolað útsvarshækkun þessa frá ári til árs möglunarlítið, hlýtur svo að fara að þolinmæði þeirra reynist talcmörk sett og að getu þeirra verði ofboðið. Það hlýt- ur hinsvegar að leiða til þess, að ráðamenn bæjarfélaganna staldri við, og neyðist til að taka upp aðrar starfsaðferðir, þótt ó- vinsælli séu hjá vissum hópi manna. Á þessu ári er svo umhorfs hér í bænum, að dýrtíðin hefir aukist stórlega, en til þess að vega upp á móti henni verða menn að spara við sig alla hluti. Þegar af þessari áslæðu er gjaldgeta miklum mun rýrari en hún áður var. Þá ber þess að geta, að verslunin hefir dreg- ist stórlega saman, þannig að þeir gjaldendur, sem, að henni standa, gela ekki borið jafn þungar byrðar og áður. í at- vinnuleysingjahópinn hefir bæst mikill hluti gjaldenda á siðasta ári, en þar er átt við iðnaðarmenn, — einkum þá, sem að byggingariðnaði vinna, og yfirleitt hefir verið stórlega þrengt að kosti manna á öllum sviðum. Hið eina, sem farið hefir í vöxt hér í bae er fátækrabyrðin, sem hvílir líkt og farg á öllu bæjarlifinU, lamandi og se5g- drepandi allan þrótt og undan- látssemin gagnvart þurfamönn- unum hefir vegið salt gegn harðræðinu við gjaldendurna, cn reynst þyngri á metunum og haft alt ráð þeirra sér í liendi. Til fátækraframfærisins eins hefir verið vai’ið stórmiklu fé á ári hverju, og munu slik gjöld hafa numið á síðasta ári senv- reikningar liggja fyrir lím, þ. e. árið 1938, kr. 1.476.501.—, og er það styrkur greiddur til utan- og innansveitarstyrkþega, sem ekki njóta elli- né örorkubóta, og heldur ekki eiga við lang- varandi sjúkdóma að stríða. ÖIl þessi upphæð fer lil full- vinnufærs fólks. Kostnaður bæj- arins vegna stjórnar þessara mála nemur kr. 95.306,—, og auk þess er varið til ráðningar- stofu og skráningar atvinnu- leysingja kr. 40 þús. Til elli- og örorkubóta liefir bæjarsjóður varið kr. 427.411, lil slysa- og sjúkratrygginga kr. 227.391,—, til ýmsrar styrktarstarfsemi kr. 50 þús., og að lokum nema hrein útgjöld vegna langvarandi sjúkdóma kr. 81.791.—. Af framanrituðu er auðsætt, að það er ekki elli, örorka né Iangvarandi sjúkdómar, sem baka bæjarsjóði mest útgjöld, heldur framfæri fullvinnandi fólks, sem gjaldendurnir verða i að bera á örmum sér, og stöð- , ugt bætast fleiri og fleiri í ó- i magahópinn. Byrðarnar þyng- j jast, — útsvörin hækka, — en j gjaldgetan minkar, og hlýlur \ hver maður að sjá, að þannig j getur þetta ekki gengið til lengdar. Bæjarstjórn og ríkis- stjórn verða að taka höndum saman að Ieysa málið á þann liátt að viðunandi sé, og öll við- leilni þeirra verður að beinast að því, að útrýma þessari fá- dæma sóun vinnuafls, sem ó- nota er, og fjármuna, sem var- ið er til þess að halda þessu á- standi við lýði. í þessu efni er hægar að kenna heilræðin en halda þau. Þurfamennirnir kvarta vegna of lítils framlags, gjaldendurn- ir kvarta yfir því, að þurfa að inna það af hendi. En liggur þá ekki beinast við að bærinn ann- ist framkvæmd þessara mála með því að taka hana á annan hátt sér í hendur, en tíðkast lief- ir. Mælir nokkuð því í gegn, að hér yrði stofnsett almennings- eldhús, sem sæi áforsvaranlegan hátt fyrir daglegu viðurværi styrkþeganna, en sparaði bæjar- félaginu samt mikinn fram- færslukostnað, og yrði ekki unt með þessu móti eða öðru að fylgjast betur með hinum mikla hóp þurfamanna en nú er gert. Verði eldci gripið til annara ráða en þeirra, að íþyngja gjald- endunum ár eftir ár með stöð- ugt auknum útsvörum, er bæj- arstjórnin ekki fær um að inna það hlutverk af liendi, sem henni er ætlað. Stjórn bæjai’- málefnanna verður að taka upp nýjar starfsaðferðir, sem byggj- ast á nauðsyn alls þorra al- mennings, en ekki á nauðsyn þröngs hóps, sem stöðugt fer þó stækkandi, — þurfalinganna. æjop fréffír I.0.0.F.5^12259872 =9.i Næturakstur. Bst. Islands, Hafnarstræti, sími 1540, hefir opið í nótt. Bókasafn Svíþjóðar er opið til útlána hvern fimtudag kl. 5.30—6.30 i Mjólkurfélagshús- inu, herlrergi 47-»—49. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður i Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Dansskóli Báru Sigurjóns. Nemenda danssýning og loka- dansleikur verður haldinn að Hótel Borg í kvöld. Danssýningin hefst kh 8. AðgöngumiSar verða seldir á Hótel Borg kl. 4—6 sama dag og við innganginn og kosta kr. 2.50. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin Kristinn Frið- finnsson múrarameistari og kona hans, Agnes Eggertsdóttir, Skóla- vörðustíg 29. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.50 Enskukensla, 1. fl. 19.15 Hljómplötur : Polkar og mas- úrkar. 19.45 Fréttir. 20.15 Frá út- löndum. 20.35 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): Lög eftir Si- belius. 20.50 Garðyrkjuerindi, III. (Stefán Þorsteinsson garðyrkju- kennari). 21.15 Útvarpshljómsveit- in: Syrpa af lögum eftir Chopin. BJÖRN OLfiFSSON STORKAUPMAÐUR: Camkomulag þaÖ sem ^ náðst hefir milli þing- flokkanna í gjaldeyrismál- unum er ekki líklegt til að draga úr tortryggni, auka ör- yggi né skapa frið. En þ jóð- in þarf að fá frið í þessum málum, frið sem bygður er á réttlæti og gagnkvæmum velvilja. Sá friður skapast ekki með því að bera fyrir borð réttmætar kröfur ann- ars aðiljans og ía honum steina fyrir brauð. Þetta mál er þannig vaxið aS það verður ekki þaggað niður og meðan ekki fæst réttlát og viturleg lausn á því, slendur það öllu skynsamlegu og nauðsyn- Iegu samstarfi fyrir þrifum. Þetta er ekki einkamál verslun- arstéttarinnar. Það er mál allra sem ekki hafa skap til að beygja sig undir ok pólitískrar hlut- drægni. Menn finna að þeir eru beittir kúgun. Þetta er því mál allra þeirra, sem geta ekki sætt sig við neinskonar kúgun, i hvaða mynd sem hún kemur fram. Gjaldeyrismálin eru einhver mestu hagsmunamál þjóðarinn- ar og varðar miklu fyrir afkomu landsmanna hvernig fram- kvæmd þeirra fer úr hendi. Hér er ekki að eins Um að ræða rétt- láta og sanngjarna framkvæmd gagnvart aðilum verslunarinn- ar, kaupmönnum og kaupfélög- um, lieldur einnig skipulag er tryggi fjárreiður landsins út á við. Það ætti því að vera skylda þess ráðherra, sem fer með þessi mál, og einnig bankanna, ef þeir mega nokkuru ráða, að breyta um framkvæmd gjaldeyrismál- anna jafnskjótt og það kemur í ljós að framkvæmdin skapar víðtæka tortrygni og gagnrýni innanlands og algert öryggis- Ieysi á viðskiftum utanlands. Þetta virðist augljóst, en þó hef- ir um margra ára skeið verið Iátið haldast ástand sem gerl hefir gjaldeyrismálin að ein- hverju heitasta deilumáli þjóð- arinnar, ásland, sem leitt hefir af sér mikla og vansæmandi skuldasöfnun erlendis. Er næsta furðulegt að margir eru enn blindir fyrir þeirri hættu sem þjóðinni stafar af steingerfings- afstöðu fárra manna, sem vilja halda öllu í sömu skorðum þótt staðreyndirnar hrópi á róttæka breytingu. Níu ára reynsla af fram- kvæmd gjaldeyris- og innflutn- ingshaftanna, hefir sannað, að skipulag það sem verið hefir og enn er, hefir ekki náð lilgangi sínum. Ef framkvæmd hins op- inbera í þessum málum hefði frá öndverðu trygt sér samstarf og velvilja allra innflytjenda með réttlæti og sanngimi, hefði ekki verið vonlaust um þann árangur sem búist var við. En framkvæmdarvaldið í þessum málum tók strax hlutdræga af- stöðu og jafnvel fjandsamlega gagnvart meiri hluta innflytj- enda. Árangurinn þekkir allur landslýður. Innflutningshöftin, eins og þau hafa verið fram- kvæmd, hafa sýnt sig vanmegn- ug þess, að reisa skorður við því að meira væri flutt lil Iandsins en hægt væri að greiða. En til þess voru þau sett. Þau hafa þvi aldrei verið þjóðinni nein trygg- ing fyrir því, að ekki skapist óreiðuskuldir i útlöndum svo miljónum skiftir. Ef það væri rétt sem framsóknarmenn hamra jafnan á, að óreiðuskuld- irnar stafi af því, að kaupmenn liafi „beitt sér fyrir skefjalaus- um innflutningi“, þá væri fróð- legt að vita af livaða orsökum óreiðuskuldir verslana ríkisins slafa, en þær skuldir hafa skift: miljónum króna. Annars hljóta flestir að verða forviða á þeim almenna vel- sæmisskorti sumra pólitískra forystumanna, er bera sakir á innflytjendur í kaupmanna- ; stétt fyrir vanskil vegna vöru- kaupa erlendis, þegar öllum landslýð er Ijóst, að ekki hafa ! verið fluttar vörur til landsins | síðustu árin nema samkvæmt i leyfi hins opinbera og með skrif- | legu samþykki bankanna, ritað á hverja einstaka umsókn, sem afgreidd hefir verið. Erlendu óreiðuskuldirnar, sem eru í senn hætlulegar ogniðrandi fyrir þjóðina, eru skilgetin afkvæmi haftaskipulagsins. Þær eru hróp- andi vitni um að framkvæmd og skipulagi gjaldeyrismálanna hér á landi er stórkostlega ábóta- vant, þótt sumir framsóknar- menn berji enn höfðinu við steininn og neiti að sjá þetta. jþ egar stríðið hófst, gerbreytt- ist ástandið i verslun og viðskiftum. Þá átti þegar í stað að gerbreyta liinni þunglama- legu, óvinsælu og ótryggu fram- kvæmd haftanna. Á þetta var margsinnis bent í blöðum Sjálf- stæðisfl., en því var ekki sint. Hinni gömlu gæfuleysis slefnu var haldið, ekki af hyggindum, heldur af fastheldni við það boð- orð, að alt sé heimska og fjar- slæða sem andstæðingarnir halda fram. Leyfisveitingar gjaldeyris- nefndar fyrstu mánuði ófriðar- ins voru af liandahófi, enda var alt í óvissu um hvaða vörur væri hægt að fá, hvar væri hægt að fá þær, livað þær mundu kosta og hvernig'tækist að greiða þær. Alt var í óvissu um hvert við mundum geta selt afurðirnar. Þegar svona var komið, átli að byrja á því að færa framkvæmd- ina í annað horf. Nokkru eftir ófriðarbyrjun var sjáanlegt að við mundum komast í jafnvirð- isviðskifti við flestar þjóðir, sökum þess að erfitt mundi reynast að fá peninga færða milli landa. Af þeim sökum þurfti að beina kaupunum þang- að sem afurðirnar voru seldar. Það varð ekki gert fyrirfram með neinni vissu. Okkur var þvi nauðugur einn kostur að hefja undirbúning þess að laka upp þann erfiða en heilnæma bú- skap, að gera innkaupin í sam- ræmi við handbæran gjaldeyri ])jóðarinnar á hverjum tíma. Mér er Ijóst að þetta var ekki laust við erfiðleika fyrst í slað. En að því Iilaut að draga. Það gat aldrei orðið sársaukalaUst að hverfa fiá þeirri óhollu stefnu sem bankarnir hafa fylgt mörg undanfarin ár í gjaldeyi'- isnefnd, að neyða innflytjendur lil að kaupa flestar vörur með 3—12 mánaða gjaldfresti. Það er erfitt að snúa við þegar kom- ið er inn á slika braut. En hefðu bankarnir frá öndverðu tekið þá stefnu, að draga sem mest úr vörulánum erlendis í stað þess að örva þau af öllum mætti og lengja frestinn frá ári til árs, væri nú öðruvísi umhorfs í g jaldeyrismálunum. —o— Árangurinn af því, að fram- kvæmd haftanna hefir verið haldið í hinum fyrri skorðum þrátt fyrir gerbreytt viðliorf, er þessa dagana að koma í ljós. Meðan gjaldeyrisnefndiu er önn- um kafin að veita leyfi langt fram í tímann, gerbreytist á svipstundu enn á ný viðhorfið um Ieið og Norðurlöndin sogast inn í ófriðinn. Gjaldeyris- og innflulningsleyfi í þúsundatali eru send út án þess að nokkur viti hvar mikill liluti hinna leyfðu vara verður keyptur eða með livaða mynt liægt er að greiða þær. Af því að auðveldast er nú að festa kaup á vörum í Ameríku, streyma nú héðan pantanir þangað án þess að nokkur geti gert sér grein fyrir því með vissu hvernig liægt verður að borga vörurnar. Inn- flytjendunum eru fengin inn- flutnings- og gjaldeyi’isleyfi og þeir panta vörumar i trausti þess að stjórnarvöldin og bank- arnir geri eklci slikar ráðstafan- ir alveg út í bláinn. íslendingar áttu lítil viðskifti við Ameríku áður en ófriðurinn hófst. Þeir skulduðu þar eklcert og voru því eklci stimplaðir þar fyrir neina óreiðu. Af þessu leiddi að útflytjendur í Amer- iku’sýndu mörgum strax það traust að senda hingað vörur gegn greiðslu við móttöku. Nú er svo komið að mjög erfðilega hefir gengið undanfarið að fá að greiða innheimtur frá Amer- íku hér í bönkum vegna skorts á dollurum. Pund fáum við ekki yfirfærð til Ameríku. Nú eru þrjú skip að hlaða vörur vestan hafs. Má búast við að til vand- ræða horfi með greiðslu á þeim vörum, sem nú eru þar í pöntun. Hverjir bera ábyrgðina á því ef við Icomumst í vansæmandi van- slcil við Bandaríkin og milcla örðugleilca þar af leiðandi, fjár- hagslega og stjórnmálalega? Eru það þeir sem leyfin fá og nota sér þau á löglegan hátt? Eða eru það þeir sem ábyrgð bera á innflutnings- og gjald- eyrismálunum ? Fáum mun reynast erfitt að finna svar við þessu. —o—• í ^JæfuIeysinu í gjaldeyrismál- | unum hafa valdið tvö höf- uðatriði, er verða að skrifast á syndaskrá núverandi viðslcifta- málaráðlierra, vegna þess að hann liafði valdið og bar ábyrgð- ina síðustu árin. í fjrrsta lagi, að Iáta það viðgangast árum sam- an, að innflytjendur hefði á- stæðu til að tortryggja sterk- lega gerðir gjaldeyrisnefndar sökum pólitískrar hlutdrægni, og á þann hátt skapa andstöðu og óvild sem á allan hátt torveld- aði skynsamlegt og lieilbrigt samstarf í gjaldeyrismálunum. í öðru lagi að gefa út gjaldeyris- Ieyfi fyrir tugum miljóna á hverju ári, sem gefa enga trygg- ingu fyrir greiðslu og þess vegna urðu orsök stórfeldrar skuldasöfnunar erlendis. Þetta er kjarni málsins. Um hann hafa deilurnar staðið og standa enn. Yerslunarstéttin heimtar breytingu á þessu. Hún berst fyrir þvi að framkvæmd gjaldeyrismálanna komist i það horf að verá hlutdrægnis- laus og ópólitísk og að það ábyrgðai'Ieysi hverfi sem und- anfarin ár hefir vei'ið þjóðinni til skaða og háðupgar á þessu sviði. Það er ömurleg staðreynd á þeim lima er viðskiftaþjóðir okkar lokast inni hver af ann- B.TÖRN ÓLAFSSON. ari og viðslciftaörðugleikarnir fylkja sér í kringum olckur, að liarðar deilur skuli háðar um jafn sjálfsagðar kröfur og að of- an greinir. Þessar kröfur eru grundvöllurinn fyrir því að gjaldeyrismálin geti lcomist í heilbrigt horf en það er aftur einn hornsteinninn að fjárhags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Innflutningurinn til landsins verður að byggjast á tvennu. Hann verður að byggjast á gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar og á réttlátri og skynsamlegri framkvæmd. Fálmið og örygg- islpysið í þessum málum verð- ur að liverfa. Við getum elcki flutt neitt til Iandsins nema það sem hægt er að greiða. Og sú ákvörðun verður að færast yfir til bankanna. Það getur ekki lengur gengið að þeir séu jafn ábyrgðarlausir í þessum málum og þeir hafa verið til þessa. Ef menn vildu að eins fara eftir því, sem þjóðinni er fyrir bestu, þá væri auðvelt að leysa þessi mál fljótt og giftusam- lega. Snæfellsnessför Ferðafélagsins á hvítasunnunni. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara skemtiför til Snæfellsness um Hvítasunnuna, eins og undanfarin ár, ef þátttaka og veSur lcyfir. Far- ið verður me'ð m.s. Laxfoss síðdeg- is á laugardag 11. mai og siglt til Arnarstapa. Til baka verður farið seinni hluta annars hvítasunnu- dags. Það er ríiargt fjölbreytt og sérkennilegt að sjá á Snæfells- nesi, og þetta er ágætt tækifæri til að kynnast því. Austan i jöklin- um eru með afbrigðum góðar slcíða- Ijrekkur, jökullinn er enn sprungu- laus. Liggur snjór niður undir Stapafell og er aðeins stundar gang- ur frá Stapa upp í snjó, eftir það má ganga á skíðum á hæstu tinda jökulsins. Tjöld, viðleguútbúnað og mat þarf fóllc að hafa með sér. — Áskriftarlisti liggur frammi í bóka- verslun Isafoldarprentsmiðju og sé þátttakendur búnir að skrifa sig á listann fyrir kl. 6 í lcvöld. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjóna- band af sira Árna Sigurðssyni ung- frú GuðbjörgHjartardóttir, Smiðju- stig 4 og Jón Lárusson, bryti á b.v. Reykjaborg. Heimili þeirra verður i Ingólfsstræti 4. Oardíoi 1. flokks og Relaskin til sölu. Uppl. í síma 2036.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.