Vísir - 10.05.1940, Blaðsíða 1
RÍtstjóri:
Kristján Gtsðlaugsson
Skri.sto.ur:
Fálagsprentsmiðjan (3. hæð).
Rttstjóri
Bfaöamenn Sími:
Áuglýsingar 1660
Gjaídkeri S tínur
Afgreiðsia J
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 10. maí 1940.
106. tbl.
Hollendingar og
Belgíumenn verjast
innrásarhernum vel
Hitler kominn til Vesturvígstöðvanna.
AUsher jarliervæðing í
Þjóðverjar réðust inn í Holland, Belgíu og Luxem-
bourg samtímis og tók f lugherinn þátt í innrásinni með
landhernum. Gerði flugherinn árásir á flugstöðvar og
borgir og einnig gerði hann tilraunir til þess að setja
hermenn á land á ýmsum stöðum. Svifu þeir til jarðar í
fallhlífum og hefir þegar komið í ljós, að margir þeirra
eru í hollenskum einkennisbúningum. Innrásinni var
þegar veitt mótspyrna bæði í Hollandi og Belgíu. Jaf n-
framt því, sem loftárásir voru gerðar á borgir og bæi í
Hoilandi, f lugu þýskar flugvélar inn yfir Frakkland og
gerðu tilraunir til loftárása á ýmsa staði, m. a. París og
Ðunquerque. Yfir París sáust nokkrar flugvélar, en
þær voru hraktar á brott. Mikil skothríð úr loftvarna-
byssum heyrðist um tíma. Þýskar flugvélar voru og yfir
Thems-árósum og víðar í Suður-Englandi og voru þær
hraktar á flótta.
Sendiherrar Hollands og Belgíu fóru í morgun
snemma á fund Halifax lávarðs í utanríkismálaráðu-
neytinu og gerðu honum aðvart um innrásina. Fóru
þeir fram á, að Bandamenn veitti Hollandi og Belgíu að-
stoð, og lýsti Halifax lávarður yfir því þegar í stað, að
Bandamenn myndi hjálpa Hollandi og Belgíu með öll-
um þeim meðulum, sem þeir hefði yfir að ráða, en
Bandamenn hafa verið við því búnir að hjálpa þessum
löndum, ef Þjóðverjar skerti hlutleysi þeirra með inn-
rás. Var þegar í stað gefin út fyrirskipan um að láta
koma til framkvæmda fyrirframgerða áætlun um skjóta
og mikla aðstoð fyrrnefndum löndum til handa, og
hjálpin er þegar farin að berast þangað.
Það er kunnugt orðið, að Hol-
lendingar hafa þegar veitt vatni
yfir land sitt, samkvæmt fyrir-
fram gerðri áætlun og gekk það
vel og skjótlega. Þjóðverjar réð-
ust inn í landíð á nokkurum
stöðum og munu hafa komist
lengst um 10 mílur enskar.
Landher og flugher Hollands
verjast innrásarhernum vask-
lega. Franski herinn er hvar-
vetna reiðubúinn. I Frakklandi
hafa menn trú á því, að Banda-
mönnum muni auðnast að verj-
ast innrásarhernum.
Hitler hefir ávarpað her-
inn og sagt, að örlög Þýska-
lands og framtíð um næstu
1000 ár séu undir því komin,
að bardagamir sem byrjuðu
í morgun, verði upphafið að
fullnaðarsigri Þjóðverja. Það
er engum vafa bundið, að
Þjóðver jar eru hér að gera til-
raun til úrslitasóknar, þar
sem eini möguleiki þeirra til
að sigra sé í leiftursókn. —
Hitler er sagður kominn til
vesturvígstöðvanna.
Um loftárásirnar á Frakkland
segir, að árásir hafi verið gerð-
ar á marga bæi, en margar ó-
vinaf lugvélar haf i verið skotnar
niður.
Á vesturvígstöðvunum í
Frakklandi hefir enn ekkert
gerst.
Þjóðverjar réðust inn í Belgíu
að minsta kosti á 4 stöðum.
Briissel hefir verið lýst óvíggirt
borg og verði enginn her hafður
þar. Er því óheimilt að alþjóða-
lögum, að gera árás á borgina. 1
lof tárásinni í morgun varð mik-
ið tjón í miðhluta borgarinnar,
en eldur kom upp á nokkurum
stöðum í úthverfunum. f Hol-
landi hafa brýr yfir stærstu
¦ ¦: •7\-íi_EJB_H
fljótin verið sprengdar í loft
"PP- ,
Það er talið mjög mikilvægt,
að japanska stjórnin hefir lýst
yfir, að hún íélji ástandið ó-
breytt í Hollensku Austur-Indíu,
og er það skilið svo, að Japanir
muni ekki gera neina tilraun til
þess að taka nýlendur Hollend-
inga austur þar. Er og vitað, að
Bandarík jamenn láta framtíð og
öryggi nýlendnanna sig miklu
skifta og hafa herskipaflota við
Hawai, til þess að sýna að þeim
er alvara.
HOLLAND í STYRJÖLD
VIÐ ÞÝSKALAND.
Þvi hefir verið opinberlega
lýst yfir í Haag, að Holland sé í
styrjöld við Þjóðverja. Wil-
lielmína drotning hefir i ávarpi
til þjóðarinnar fordæmt innrás-
ina, og hvatt þjóðina til eining-
ar og samheldni í hinum ör-
lagaþrungnu tímum, sem nú eru
i Hollandi. Hollendingar eru
staðráðnir i að berjast til hinsta
blóðdropa.
Varðmenn í anddyri Lands-
símastöðvarinnar.
Beitiskipið „Berwick" á ytri höfninni.
Adalbækistödvap
Breta í nágpenni
Rey kj avíkur ?
Ýmsar r&ðstafanir, sem gerðar
hafa verið eftir landgönguna.
Enska herliðið hefir unnið að þvi í dag að koma sér fyrir í bænum og í nágrenni
hans. Aðal bækistöð hef ir það haf t í Haf narhúsinu (ekki Mjóikurf élagshúsinu eins og
sagt var í aukaútgáfu blaðsins í morgun), og húsnæði hefir verið tekið á leígu hjá Eim-
skipafélagi fslands, og er þar geymdur farangur herliðsins, sem er æði mikill og marg-
víslegur.
Bifreiðar hafa stöðugt verið á ferð um bæinn og út úr bænum með farangur. Helstu
hús, sem hér haf a verið tekin til af nota, önnur en þau, sem talin voru í morgun, eru þau,
er hér greinir: Franski spítalinn, Iðnskólahúsið, Austurbæjarskólinn, K.R.-húsið, Í.R.-
húsið, en foringjar hafa aðsetur að Hótel Borg.
Mikill liðsflutningur hefir farið fram út úr bænum, og er auðsætt að herliðið mun
hafa aðalstöðvar utan bæjarins, og er getið til að það muni hafa aðsetur í nánd við
Sandskeið og í Hvalf irði, en það skal sérstaklega tekið fram að slíkt eru getgátur einar,
en engin vissa. .
BELGÍUMENN
ÁKVEDNIR.
Belgíumenn telja innrásina í
Belgíu enn glæpsamlegri en inn-
rásina 1914. Innrásin nú hafi
verið gerð fyrirvaralaust og eft-
ir að margendurtekin hafi verið
loforð um, að virða hlutleysi
landsins. I Belgíu er hernaðar-
ástand ríkjandi um alt land og
hervæðingin fer fram i fullum
kraf ti. Belgíska þjóðþingið kem-
ur saman á fund í dag. — í loft-
árásunum á f lugstöðina við Ant-
werpen og fleiri stöðvar og bæi
hafa tekið þátt 30—40 þýskar
flugvélar í hverri árás.
LOFTÁRÁSIRNAR
Á BRETLAND.
Breska flugmálaráðuneytið
tilkynnir, að þýskar flugvélar,
sem gerðu tilraunir til lof tárása
á bæi í Suður-Englandi, hafi ver-
ið hraktar á brott. Fimm þýskar
flugvélar voru skotnar niður.
Þýskar flugvélar höfðu sig og
mikið i frammi yfir Ermar-
sundi, að því er virðist til þess
Frh. á 3. siðu.
30—40 menn hafa verið sendir með Laxfossi til Akra-
ness, og mim það lið hafa aðsetur þar.
Þá hef ir heyrst, að herlið haf i verið sett á land á Akur-
eyri, og ef til vill víðar, en þar sem ekkert símasamband
er við Norðurland, verður ekkert um það sagt með vissu.
Ef sú verður raunin á að hið breska herlið hafi aðal-
stöðvar sínar utan bæjar, má telja liklegt að ástand það,
sem nú er ríkjandi í bænum standi ekki nema nokkura
daga.
Vísir hefir fengið nánari frásögn af handtöku Þjóð-
verja þeirra, sem hér hafa dvalið í bænum að undan-
förnu, til viðbótar því, sem frá var sagt í morgun. Að
Hótel Skjaldbreið bjuggu yfirmenn strandmanna
þeirra,, sem bjargað var af Bahia Blanca, og voru þeir
teknir til fanga og fluttir á brautu. Ýmsir Þjóðverjar,
sem hér hafa dvaíið undanfarin ár hafa verið teknir
til fanga og fluttir um borð í hin bresku skip. Eru þar
á meðal ýmsir kaupsýslumenn, sem vel eru kunnir hér,
og sumir kvongaðir íslenskum konum.
Mr. Howard Smith,
hinn nýkomni sendiherra Breta gekk á fund ríkis-
stjórnarinnar kl. 11 árdegis í morgun, ásamt ræðismanni
Breta hér í bæ, Mr. Shephard og formanni breska hluta
íslensk bresku viðskiftanefndarinnar, Mr. Harris
og tilkynti hann íslensku ríkisstjórninni komu sína,
og gerði grein fyrir aðförum Breta á svipaðan hátt og
gert var í tilkynningu þeirri er herstjórnin gaf út í nótt.
Atti hann hálfrar stundar viðræður við ríkisstjómina,
en gekk því næst á brautu. Bíkisstjórnin sat á fundi til
kl. 1 e. h. og ræddi málið. Mun svar hennar ekki væntan-
legt fyr en á morgun.
Miup breska
Lýst af sjónarvotti,
Gunnarí Signxðssyni
(frá Selalæk)
Eg var óvenju snemma á fót-
um, um fimmleytið i morgun,
og gekk niður á skrifstofu, sem
eg er að flytja i við Hafnar-
stræti 4. Gluggarnir blasa við
höfninni. Eg sá að fáir her-
nienn, 1—3, stóðu við, þau götu-
horn, er eg sá yfír. I>aí5 skifti nú
engum togum, að herskip rendi
að hafnargarðinum og þekti eg
þá brátt gunnfánann breska.
Þegar skipið var lagst að,
gengu allmargar smáherfylk-
ingar skipulega á land. Ein tók
sér stöðu við pósthúsið, önnur
við símastöðina, þriðja við lög-
reglustöðina, fjórða við Her-
Frh. á 2. síðu.
"**•**-" * ' .
1
Þýsku fangarnir á hafnarbakk-
anum.
Við bústað þýska ræðismanns-
ins.
Á verði við olíustöð B. P
KIöpp.
Létt hríðskotabyssa rétt hjá
Landssímastöðinni.
Skipað upp úr b.v. Sindra.
Fatapokar bornir upp í Hafn-
arhús.