Vísir - 15.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 15.05.1940, Blaðsíða 1
Rífótjóri: Kristján Guðíaugsson Ckrifstofur: Pélagsprentsrniðjan (3. hæð). 30. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Augiýsingar 1660 GjaSdkeri 5 Hnur Afgreiðsla 109. tbl. Bretar segja að Þjóðverjar ætli að gera tilraun til þess að brjótast í gegnum varnarvirkin á vestur- vígstdðvimum nú hvað sem það kostar. Ítórkostlegar lofíái'iísir á f^iigiand ^íii'vofitBidi. Hollendingar neyddust til uppgjafap eftip að náðu E EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Iftir uppgjöf Hollenska hersins er iitið svo á í Englandi, að Þjóðverjar muni nú beita öllum kröftum sínum á vesturvígstöðvunum til þess að brjótast í gegn bvað sem það kostar — þeir verði að ná skjótum úrslitum. Orustan mikla, sem iiú er hafin við Meusefljót í Belgíu og Frakklandi og þegar befir staðið i tvo daga, er að áliti Breta, upphaf hinnár miklu sóknar Þjóðverja. Mest er barist á svæðinu frá Liége í Belgíu um Namur og Dinant til Sedan i Fraldc- landi, skamt þar frá sem landamæri Belgíu, furstadæmisins Luxembourg og Frakk- lands mætast. Borgin Sedan, sem fræg er úr fransk-þýska stríðinu og heimsstyrjöld- inni, er rétt fyrir framan Maginotvirkin frægu. Frakkar yfirgáfu bæinn, að því er fregn- ir hermdu í gær, en viðurkenna ekki, að Þjóðverjum hafi tekist að reka fleyg í sjálfar yíggirðingarnar. Bardagar standa þarna enn yfir í fullum krafti. Þjóðverjar hafa víðar gert álilaup a Maginotlínuna, en hún nær eftir endilöngum landamærum Frakklands frá Belgíu til Svisslands, og önnur áhna gengur til vesturs meðfram Belgíu-landamærum. Þessi virki eru hin ramgerustu, sem nokkuru sinni hafa verið gerð, og hafa Frakkar falið þau óvinnandi. Víst er, að ekki verður brotist í gegnmn þau, neina með því að ieggja lmndruð þúsundir mannslifa í sölurnar. Þj óðverj ar Moerdij k - brúnni Styrjöldin milli Ilollands og ■ Þýikaland§ lielfliai* áfram. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. I Belgíu eru einnig ramger virki, en eins og áður hefir 'verið getið hafa Þjóðverjarbrotist i ,Tegn hjá Maastricht. Eftir fregnuin í gærkveldi að dæma liafa hersveitir þeirra, sem þar brutust í gegn verið stöðvaðar við Tirle- mont, um það bil miðja vega milíi Brussel og Liege. Bandamenn hafa sent ógrynni liðs til Belgíu og einnig jþar er búist við hinum stórkostlegustu átökum. Vegna aðstöðu þeirrar, sem Þjóðverjar hafa fengið með töku Hollands, er búist við, að þeir lief ji nú brátt stórkostlegar loftárásir á Bretland, og fer fram mikill viðbúnaður i Bretlandi, til þess að taka á móti loftflotúm Þjóðverja. Þjóðverjar fara heldur ekki dult með livað þeir ætla sér fyrir. í Berlín er bent á það, að Þjóðverjar fái nú aðstöðu til þess að hafa flugstöðvar í um 300 kílómetra f jarlægð að eins frá Englandsströndmn. Segir í fregnum þessum, að lofthernaðurinn sé i þann veginn að hcf jast í fullum krafti — með árásum stórra flugflota á Eng- land. í fregnum frá Frakklandi í morgun segir, að orustan við Meuse haldi áfram og tefli Þjóð- verjar fram ógrynni liðs. Á- hlaupum Þjóðverja á Maginot- línuna hefir livarvetna verið hrundið. Miklir lofthardagar hafa verið háðir og hafa flug- menn Bandamanna unnið Þjóð- verjum mikið tjón, með því að gera stöðugar árásir á herflutn- 'ingalestir þeirra. Aðstaðan á vígstöðvunum í Frakklandi er óbreytt. í Ardennerhálendinu er enn barist af kappi og hafa Þjóðverj- ar þar mikið lið. Ennfremur reyna Þjóðverjar enn að sælcja fram fyrir sunnan Liege og í nánd við Namur, en þar liafa Bandamenn gert vel liepnaða gagnái’ás, og urðu Þjóðverjar fyrir miklu tjóni. Loftárásir hafa verið gerðar á Briissel, Namur, Antwerpen og fleiri bæi í Belgíu. Styrjöldin komin á lokastigifl. London, 15. maí. Morgunblöðin i London í morgun ljuka upp einum munni um það, að ófriðurinn hafi nú komist á lokastigið með innrás Þjóðverja í Niðurlönd. Er alment talið, að Hitler hafi nú spilað út sinu síðasla trompi en jafnframt er því fagnað, að Churchill hefir nu mvndað ör- ugga stríðsstjórn, sem muni liafa hæfileika og dugnað til að mæta öllum óvæntum árásum, sem Þjóðverjar kunni að reyna að gera. Stjórnmálafréttaritari „Tim- es“ skrifar í dag forystugrein um stríðið í Niðurlöndum og segir m. a.: „Þrátt fyrir hinar óljósu fregnir frá Niðurlöndum, er það augljóst mál, að Hitler og herráð lians leggja nú aíla orku sína i sumar-sókn á hendur Bandamönnum. í stríðsbyrjun var Hitier vongóður um, að tak- ast mætti að semja frið við Vesturveldin. Hann trúði full- yrðingnm Rihbenlrops um að Bandamenn væru ekki viðbún- ir stríði og myndu gripa fyrsta tækifæri til að semja frið. En þegar friðarsldlmálum þeim, sem hann setti fram eftir sigur sinn í Póllandi, var að makleg- leikum illa tekið i Bretlandi og Frakklandi, og eina svar, sem ann fékk, var það, að almeim- ingur krafðist öflugri liernaðar- aðgerða, sá hann, að striðið varð liann að vinna með stríði.“ Greinarhöfundurinn heldur áfram og ræðir um þau ráð, sem Hitler átti að velja á milli. Styrjöldin við Norðurlönd kostaði hann enn einar út- göngudyr. Lcngur var ekki hægt að sigla um, landhelgi Nor- egs. Hringuriiín þrengdist og hafnbann Bandamanna varð æ tilfinnanlegra með hverjum degi. Flutningar frá Rússlandi gengu milclu verr en húist var við í byrj'un. Rússnesku járn- brautirnar hafa ekld sömu spor- vídd og hinar þýsku og pólsku járnbrautir, svo að skifta varð um vagna á landamærunum. Þar að auki lamaði finska styrj- öldin Rússa og sú viðskifta- aukning, sem gert var ráð fyrir í verslunarsamningum Þjóð- verja og Rússa, tókst ekki, vegna þess, að Rússar hafa ekki getað aukið framleiðslu sína til- svarandi. Hafnbann Banda- manna tekur til ýmissa vara, sem Italir hafa skuldbundið sig til að endurflytja ekld til Þýslja- Iands, og fá Þjóðverjar þaðan lítið meir en ítalskar fram- leiðsluvörur. Dyrnar voru ekki lengur opnar, nema til Balkan- landa og Niðurlanda. Ilitler kaus að lialda opinni leiðinni til Ralkanlanda og ráðast á Niður- lönd til þess að komast þar í návigi við Bandamenn. Hann hafði ekki bolmagn til að stand- ast hafnbannið deginum, lengur. Fréttaritarinn Iieldur áfram: „í hinni snöggu, óvæntu og vel undirbúnu árás sinni á Nið- urlönd, fylgir þýska herstjórn- in gamalli, þýskrí hernaðar- venju, og er ekkert betra til samanburðar en innrásin í Frh. á 2. síðu. Eftir að Þjóðverjum tókst að komast yfir Moerdijk-brúna fengu þeir aðstöðu til þess að slíta samgöngum milli Norður- og Suður-Hollands, og Bandamenn gátu ekki haldið áfram að senda Hollendingum liðsafla, sem þeim mátti að gagni koma. Bardag- ar miklir stóðu yfir í Rotterdam í gær og er Þjóðverjar höfðu náð helstu iðnaðarhverf- unum á sitt vald bilaði vörn Hollendinga. Náðu Þjóðverjar borginni allri. Þeir höfðu nú náð svo mikilvægum árangri, að segja mátti að þeir hefði alt Holland á valdi sinu. yafalaust hefði verið kleift að verja aðrar stórborgir Hollands enn um stund, en tu - þess að forða þeim frá eyðileggingu tók yfirherforingi Hollendinga ákvorðun um að gefast upp. Hafði hann fengið fult umboð frá Hollandsdrotmngu, til þess að gera það, sem hann áliti nauðsynlégt og rétt, Þótt Þjóðverjum sé enn veitt mótspyrna í Zeelandfyíki, er öll vörn í landinu sjálfu vitanlega þýðingarlítil. Það er leidd athygli að því í Londpn, að þótt vörn Hollendinga hafi ekki staðið lengiir en þetta, fimm daga, hafi luín reynst Bandamönnum mjög mikil- væg. Þjóðverjar hafa orðið að tefla fram miklum her í Hollandi og meðan Hollendingar vörðust gátu Bandamenn haldið uppi miklum liðflutningum til Belgíu. Það er harmað mjög hversu farið hefir fyrir Hollandi, en jafnframt bent á, að styrjöldin milli Hollands og Þýskalands stendur þar til fullnaðarúrslit eru fengin í styrjöldinni. Hið mikla pýlenduveídi HoIIendinga, með hráefni sín og mannafla, veitir Bandamönnum ómetanlegan stuðning, í þeirri miklu og hörðu baráttu, sem nú stendur fyrir dyrum. Hollenskir þegnar í Bretaveldi, Frakklandi og nýlendum HoIIands gefa sig fram í stórhópum sem sjálfboðaíiðar og þeg- ar er farið að æfa hollenska sjálfboðaliða í Englandi. Wilhelmina Hollandsdrotning, sem hefir tekið sér aðsetur í London, hefir ávarpað þjóð sína, hvatt hana til þolgæðis og bjartsýni í framtíðinni. Hún endaði ávarp sitt með sömu orðum og nýlendubúarnir, er þeir hétu henni hollustu: Lengi lifi föður- landið. í Bretlandi er það talið afar mikilvægt, að Winkelmann, yfir- herforinginn hollenski, undantók Zeeland-fyíki, svo og hollenska flotann, í uppgjafartilkynnigu sinni. Bardagar halda enn áfram i Zeeland, og meðan Þjóðverjar ekki ná fylkinu, er mildll hluti strandhéraða Hollands enn í höndum Hollendinga, og er það Bandamönnum mikils virði að þarna er enn varist. Fregnir frá nýlendum Hollendinga hera með sér, að menn liafa ekki látið hugfallast þar, þótt Þjöðverjar hafi náð miklum hlúta Hollands. Hollendingar í nýlendunum gefa sig fram sem sjálfboðaliðar í þúsundatali. Blaðakongnrinn breski, Beaverbrook lávarður fær yfirstjdrn flngvélafrani' leiðsluonar í sínar bendur. Þjóöstjópnin í Bretlandi íullskipud, Þjóðstjórn Churchills er nú fullskipuð. Hefir verið birtur listi með nöfnum 9 nýrra ráðherra, en 17 voru áður komnir. Mesta athygli vekur, að Churchill hefir stofnað nýtt ráðuneyti, flug- vélaframleiðslu-ráðuneyti, og hefir hann sett yfir það blaða- kónginn Beaverbrook lávarð, eiganda Daily Express í London og fleiri blaða. Er Beaverbrook heimsfrægur blaðamaður og hefir hann manna mest, að Churchill undanteknum, barist fyrir því, að Bretar kæmi sér upp sem öflugustum lofther. Loftárás! ★ Þegar loftárás er yfir- vofandi er það tilkynt með ójöfnu hljóði. Eiga þá þeir sem eru á ferli á götunum að fara í loft- varnabyrgi þau, sem ætl- uð eru almenningi, en þeir, sem eru í heimaMs- um fari ofan í kjallara húsanna. Öruggast er að halda sig við útveggi, en ekki alveg við glugga. Þegar hættan er liðin hjá er það tilkynt með löngu, sam- feldu hljóði. Hinir nýju ráðherra eru: Hugh Dalton (verkl.fi.) við- skiftaslríðsmálaráðherra. Ronald Cross siglingamála- ráðherra. Robert Hudson landhúnaðar- ÓEIPÐIR í RÓMABORG. LÖÆREGLAN TEKUR I •TAUMANA. Lögreglan í Rómaborg liefir séð sig tilneydda að koma i veg fyrir, að frekari andúð væri lát- in i Ijós í garð Bandamanna. Dreifði hún um 10.000 manns í morgun, sem safnast hafði sam- an fyrir framan Feneyjahöll. Voru það aðallega stúdentar, en undangengin dægur hafa þeir safnast þar saman iðulega, og látið í ljós andúð gegn Bretum og Frökkum, en það var látið af- skiftalaust, að öðru leyti en þvi, að lögreglan kom í veg fyrir, að mannfjöldinn færi til bústaða sendiherra Breta og Frakka, en þar eru hermenn stöðugt á verði. ráðherra. Caldecote lávarður samveld- ismálaráðherra. Sir John Reith samgöngu- málaráðherra. Ramsbotham lávarður menta- málaráðherra. Ernest Brown ráðherra Skot- landsmála. Hankey lávarður, kanslari Lancashiregreifadæmis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.