Vísir - 16.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 16.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Krist/án Guðia Skrifstofur Félagsprentsmiðjan - sson hæð). iug (3. Ritstjori Blaðamenn Sími: Augíýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Áfgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 16. maí 1940. 110. tbl. EIN MIUON MANNA Skotdrunurnar frá Belgíu heyrasf alla SEDAN lands Bandamenn liafa lirakið Þjóð- werja ÍO km. aftur ii|á Nedan. Ægilegt mannfall á báða bóga. tilrnun ill tes ið kliln, il i IMIIflil AHir Bandarikjalieg'nar hverfa á hrott úr V-Cvrcinu. Italir fara þá ©g; þegar í stríðið, scgrir Times. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Seinustu fregnir frá París herma, að yfir miljón hermanna taki þátt í orustunni miklu við Sedan. Er orustan hin ógurlegasta og tefla báðir styrjaldaraðilar fram miklum f jölda skriðdreka, en flugvélar í hundraðatali taka þátt i árás- unum. Þjóðverjum hafði tekist (sbr. annað skeyti), að reka fleyg inn í víggirðingar Frakka víð Sedan, en Frökkum hefir nú tekist að hrekja Þjóðverja úr nokkurum virkj- anna, sem þeir voru búnir að ná fótfestu i. í hinum öflugu gagnárásum hafa Frakkar þegar náð miklum árangri. Hafa þeir hrakið Þ jóðver ja til baka tæpa 10 kílómetra. Frá aðalbækistöð breska hersins hefir borist tilkynning um að eftir harðar orustur i gær hafi framsókn Þjóðverja verið stöðvuð. ' Skothriðin á þessum hluta vígstöðvanna var svo mikil, að alt lék á reiðiskjálfi í borg- um og bæjum í suðurhluta Belgíu. Gluggarúður brotnuðu í f jölda mörgum húsum. Skothríðin heyrðist alt til Suður-Englands eins og í mestu orustum heimsstyrjaldar- innar. Bardagarnir um Sedan, sem er fyrir framan Maginotlínuna, hafa verið mjög harðir. Á vígstöðvunum milli Liége í Belgíu og Sedan hefir einnig mikið verið harist. Þjóðverjar segjast hafa tekið Dinant og Givet, sem eru við Meuse-fljót, en ekki er það viðurkent i hernaðartilkynningu Belgíumanna. Svæði það, sem Þjóðverjar gera tilraunir til þess að sækja fram á, er tæplega 500 kílómetrar, en á þessu svæði hafa bardagarnir verið einna harðastir við Sedan. Einnig þar fyrir norðan, þar sem Þjóðverj- um tókst að komast yfir fljótið, en voru hraktir til baka yfir það. í breskum og frönskum tilkynningum er talað um þessa sókn Þjóðverja, sem upphaf mestu orustunnar, sem háð hefir verið, og takist Bretum og Frökkum að hefta framsókn Þjóð- verja nú, getur það haft hin mikilvægustu áhrif á allan gang styrjaldarinnar eftir þetta. Breskar hersveitir erU nú komnar i viglínuna i Belgiu. Hafa þær gert gagnárásir á Þjóðverja við Louvain í Belgíu og stöðvað framsókn þeirra þar. í lilkynningum Frakka er lögð áhersla á það i dag, að bar- dagarnir standi yfir á opnu svæði,> þar sem, auðvelt sé að koma við vélahersveitum — bardagarnir standi ekki um Maginotvirkin heldur fyrir austan þau. Maginotvirkin eru hvarvetna órofin, segir í hínni frönsku tilkynriingu. TSíánarí upplýsingar eru ekki gefnar um hernaðaraðgerðirnar, en sam- kvæmt fregnum frá fréttarit- íiirum, harðnar viðureignin stöðugt, báðir aðiljar tefla fram æ meira liði og framsókn Þjóðverja hefir verið stöðvuð, að minsta kosti i bili, á sumum mikilvægustu stöðvum víg- slöðvanna. Það er ekki aðeins við Sedan, sem Þjóðverjar hafa orðið að hörfa undan, heldur hefir framsókn þeirra til Briiss- el einnig sföðvast í bili. Flugherinn breski hefir veitt Frökkum og Belgíumönnum hinn mesta stuðning. Sumar flugvélasveitirnar hafa flogið mjög lágt og varpað sprengi- kúlum yfir herflutningalestir Þjóðverja, og flugmennirnir hafa skotið af flugvélum á her- menn Þjóðverja. Þjóðverjar hafa reynt að gera loftárásir á flugstöðvar Breta, en þær hafa ekki borið árangur. I morgun voru tvær Heinkel-sprengju- flugvélar skotnar niður og ein bresk hrapaði til jarðar í ljós- um loga, en flugmennirnir björguðust á land i fállhlífum. í loftárásum Breta undangengin 2 dægur hafa þeir mist tæplega 40 flugvélar, en flugvélatjón Þjóðverja er mikið meira. SJÓNARVOTTUR RITAR VIÐUREIGNIRNAR. UM Stríðsfréttaritari ,Daily Mail' skrifar blaði sínu á þessa leið: Hingað til hefir sókn þýska hersins gengið eftir atvikum vel, en sókninni má likja við það, að spilamaður spili út ásn- um fyrst. Bandamenn virðast halda betur á sínum trompum og gera sér það ljóst, að það er síðasta orustan, sem úrslit- ur ræður, hvernig svo sem hin- ar fyrstu hafa gengið. Það er reynsla fyrir því, að vélaárásir, eins og þær, sem Þjóðverjar nota, hljóta að linast af sjálfu sér, hvað sem allri mótstöðu líður. Þannig var það í pólska stríðinu, að skriðdrekasveitir urðu oft að halda kyrru fyrir dögum saman, þó að þeim væri engin mótstaða veitt. Þess verð- ur að gæta, að enginn maður endisl til að aka skriðdreka nema takmarkaðan tima, auk þess sem gæta verður þess að hafa jafnan á reiðum höndum Frh. á 2. síðu. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir gert enn eina tilraun til þess að koma í veg fyrir, að styrjöldin breiðist út, Hefir sendiherra Bandaríkjanna i Rómaborg verið falið, að leggja tilmæli Roosevelts i þessa átt fyrir Mussolini, en Roosevelt fer þess á leit við hann, að hann beiti áhrifum sínum í framannefndu augnamiði. Það er ekki kUnnugt nánara um þetta, en það vekur sérstaka at- hygli, að Roosevelt skuli snúa sér til Mussolini, þar sem viða kemur fram ótti við, að ítalir leggi út í styrjöldina þá og þeg- ar. Það er þó á það bent af ýms- um, að þessi hætta hafi iðulega verið talin yfirvofandi, og vona margir enn, að Italir haldi hlut- leysisstefnu sinni, þrátt fyrir fregnir þær, sem frá ítalíu hafa borist í seinni tíð. Það er talið góðs viti, að it- ölsku yfirvöldin hafa nú tekið sig fram um að koma í veg fyrir, að fólk væri æst upp til andúðar gegn Bandamönnum. Hefir kröfugöngumönnum, sem söfn- uðust saman fyrir utan Fen- eyjahöll verið dreift. Skip þau, sem.nú láta úr ít- ölskum höfnum og Ieggja leið sína vestur yfir haf, hafa hvert farþegarúm fullskipað, aðallega eru það Bandaríkjamenn, sem dvalist hafa í Hollandi, Belgíu, LEIFTURSÓKN. — Mynd þessi er að visu tekhi i Póllandi, en hún gæti alveg eins verið tekin í sókn Þjóðverja í Hollandi. Hún sýnir þýska hermenn hraða sér með létta loftvarnabyssu á eftir fót- gönguliðinu, til þess að verja það fyrir flugvélaárásum fjandmannanna. Bandameon hafa hafið ðflagar gagn- sóknir til þess að stððva Þjóðverja. Bardagar á 500 km. svæði. Takist ad stððva sókn Þjóðverja nú lieflr það mikilvæg álirif á allan gang styrjaldarinnar hér á eftir. EINKASKEYTI FRA UNITED PRESS. — London í morgun. Frakkar hafa hafið öfluga gagnsókn hjá Sedan og neytt Þjóðverja til þess að hörfa nokkuð undan. Þjóðverjum hafði tekist að komast inn í virki Frakka á þessum slóðum, en það er tekið fram í París, að þessi virki séu ekki hluti Maginotlínunnar, og hafi Þjóðverjum hvergi tekist að komast inn í hana. Þjóðverjar hafa þegar verið hraktir úr nokkurum hluta virkja þeirra, sem þeir tóku. Báðir aðilar tefla nú fram miklu liði og orustunum er haldjð áfram í fullum krafti. Alla síðastliðna nótt héldu breskar og franskar sprengjuflugvélar uppi grimmilegum árásum á hersveitir Þjóðverja og birgða- stoðvar þeirra. Var mörgum hersveitum tvístrað, skotfærabirgðir sprengdar í loft upp, brýr eyði^ lagðar, þar sem' Þjóðverjar voru að gera tilraunir til þess að komast yfir Mevise o. s. frv. „Times" birtir i morgun grein um orustuna við Meuse og kemst að eftirfarandi niður- stöðu: Að öllu samanlögðu er það augljóst, að herstjórn vor er nú i töluverðum vanda stödd. Ó- vinirnir hafa gert mjög hörku- lega árás og virðast ákveðnir i að fylgja henni eftir með öll- um ráðum, sem þeir hafa og berjast til úrslita. Herstjórn vor verður að ákveða, hvort hún á að biða með að gera gagnárás, þar til mesti hitinn er horfinn úr sókn óvinanna, eða gera snögga gagnárás þeg- ar i stað. í fyrra tilfellinu hafa óvinirnir haft tíma til að búa um sig bak við herlínur sinar, en í seinna tilfellinu verður að berjast við óþreyttar hersveit- ir, sem eru i hálfgerðri vimu ítalíu og fleiri löndum, sem vestur fara. Bandaríkjamönnlim á Italíu, en þeir eru um 20.000 talsins, hefir verið ráðlagt að halda heimleiðis, undir eins og þ»ir f á tækifæri til þess. út af þeim sigrum, sem Þjóð- verjar geta þegar hrósað sér af. Það hefir mikil áhrif á þá ákvörðun, sem tekin verður, hvernig á stendur með loft- hernað. Nú er það vitað, að enn sem komið er, standa óvinir vorir mun betur að vígi í þessu efni. Það væri rangt, að gera sér ekki fulla grein fyrir því, en það er hinsvegar engin á- stæða til að örvænta um horf- urnar. I annari grein segir blaðið svo frá um þátttöku samveldis- landanna í styrjöldinni: Þátttaka samveldislandanna er þegar orðin svo mikil, að bandamönnum er orðinn veru- legur styrkur að henni. Er hún áreiðanlega orðin miklu meiri en Hitler hefir nokkurn tíma gert sér í hugarlund. Þetta hefir hann gert sér Ijóst, og það er ein af ástæðunum til þess, að hann hefir nú fyrir- skipað svo hroðalega sókn. Ætlun hans er án efa að þvinga fram úrslit, áður en hið mikla varalið bandamanna frá samveldislöndunum kemur á vettvang. En þetta lið er m. a. hið fullkomna fluglið, sem ver- ið er að æfa í Kanada, Ástralíu og víðar, en það tekur m. a. við þeim flugvélum, sem pant- aðar hafa verið í Bandaríkjun- um. Þessi tilraun hlýtur að mis- takast, því að mótstaða banda- manna í Belgíu er miklu öfl- ugri en hann hefir nokkru sinni reiknað með og það mun áreið- anlega takast að hindra fram- sókn þýzka hersins, þangað til nægilegur mannafli hefir verið fluttur á vettvang til þess að vinna á Þjóðverjum. HOLLENDINGAR VERJAST ENN. Hollendingar i Zeeland-fylki verjast enn. Wilhelmina drotn- ing hefir skipað nýjan herfor- ingja til þess að stjórna vörn- inni þar. 1 London er Ieidd athygli að því, að nú hafi Bandamönnum bæst allur hinn mikli kaupskipa- floti Hollendinga, en það meira en vegur upp á móti því tapi, sem Bretar hafa orðið fyrir i styrjöldinni af völdum kafbáta- hernaðarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.