Vísir - 20.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 20.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: ICristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 Iínur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvernig er oss stjórnað? J landafx-æðinni, sem við lás- um í skóla í gamla daga, var sagt frá því, að í tungu Austur- landaþjóðar einnar væru ekki til orð eins og æra og sannleikur. Þessi orð, sem vantaði í málið, gáfu meira til kynna um inn- ræti þessa fólks, en langar og skilmerkilegar lýsingar liefðu getað gert. Hvernig ætli heim- urinn væri, ef ekkert mál hefði orð yfir æru og sannleika, ef drengskapur, mannúð og við- fiýni væru óþekt hugþekt hug- tök, ef frelsi og réttlæti hefði aldrei rerið nefnt? Hvemig ætli heimurinn yrði, ef öll þessi hug- tök þektust ekki nema sem mál- fræðilegir forngripir úreltrar menningar? Málvenjurnar segja oft skýrt til um það, hvaða eig- inleikar reynslan hefir kenl mönnum að saman fari. Við tölum um „frelsi og réttlæti“, „mannúð og víðsýni“, „æru og sannleika“. Ranglætið á ekki samleið með frelsinu, þröngsýn- in ekki með mannúðinni, og lygin ekki með ærunni. Frá fornu fari hefir verið sagt um einn, að hann væri „vitur mað- ur og góðgjarn“ og um annan, að liann væri „heimskur mað- ur og illgjarn“. Þetta er gömul íslensk málvenja. Hún segir til um það, hvaða eiginleika við teljum fara saman. Á jjessum tímum leggja allar þjóðir áherslu iá sartiheldni. Öll- um er nauðsyn á að bestu mennirnir ráði. I einræðislönd- unum er hnúturinn auðveldlega leystur. Þar er það þegnskapar- skylda að trúa þvi, að einræðis- herrann viti best og vilji best og geri best. í lýðræðislöndunum er málið flóknara. Þörfin á samheldni er þar ekki siður rík. En þar verður að leita að mönn- unum, sem best séu til þess hæf- ir að sameina þjóðirnar. Við höfum séð það, meðal öndvegis- þjóða lýðræðisins á Vesturlönd- um, að þar er altaf verið að skifta um menn. í Frakldandi hafa spilin verið stokkuð upp hvað eftir annað. í Bretlandi eru nýir menn teknir við for- ustu. Þar er litið svo á, að ein- mitt á hættunnar stund sé meiri þörf að hafa holl ráð en nokkru sinni ella. Þessi þjóð, sem berst fyrir tilveru sinni og áhrifum út um allan heim, lief- ir ekki liikað við að skifta um menn, þangað til sú forusta er fengin, sem almenningsálitið sættir sig best við. Þar í landi hefir ekki verið gerð nein til- raun til þess að binda fyrir munninn á mönnum og kæfa gagnrýnina, þótt meira liggi við en nokkru sinni fyr. Þar er litið svo á, að þjóðin sé ekki vegna ríkisins, heldur ríkið vegna þjóðarinnar. Þess vegna á þjóðin að segja til um það, hvernig ríkinu skuli stjórnað. Það er engin vanþörf á því, að við íslendingar athugum, hvar við stöndum i þessum efn- um. Öllum hugsandi mönnum kemur saman um, að meiri þörf sé á samheldni nú en nokkru sinni fyr. En er þessi Dýrmætasto safogrip- ooom þarf að koma á öroggasta stað. Verðmæti, sem ekki verða bætt, ef þau glatast. samlieldni ekki meiri í orði en á borði? Er ekki tilhneiging inn- an stjórnarflokkanna til þess að ota flokkstotanum meira en alþjóð er liolt? Er ekki gert meira úr því en áslæða er til, að einungis bestu synir þjóðar- innar liafi valist til forustu? Er gagnrýninni ekki lialdið um of niðri? Ráða ekki gamlir hleypi- dómar og flokksstreita meira í daglegum athöfnum en sam- rýmanlegt er því að eitt gangi yfir alla? Verður það sagt um hvern og einn af þeim, sem hér fer með völd, að liann sé vitur maður og góðgjarn? Okkur er þörf á samheldni. En sú samheldni verður ekki nema í orði, ef þjóðin sannfær- ist ekki um að frelsi og réttlæti, mannúð og víðsýni, vit og drenglvndi eigi sér djúpar ræt- ur í fari bvers og eins af þeim mönnum, sem með völdin fara á hinum mestu háskatimum. Eigum við að telja þann einan vin, sem fljótar er að segja já og amen við því, sem háum herrum þóknast að vilja? Eða eigum við að trúa því eins og fyrrum, að sá sé vinur sem til vamms segir? Þjóðinni er þörf á forustu viturra manna og góðgjarnra. Hana mun ekki skorta samheldnina, þegar hún sannfærist um að hún hafi vitra og góðgjarna stjórn. a Á 5. hundrað þátttakenda í Sundviku Blaðamanna. Kensla hófst í morgun í nám- skeiðunum á Sundviku Blaða- mannafélagsins. Þátttakendur eru hátt á fimta hundrað og all- ir flokkar fullir nema björgun- arsundsflokkarnir og skrið- sundsflokkurinn kl. 5.45. Ekki þarf að efast um það, að styrjaldarástandið og at- vinnuástandið hefir áhrif í þá átt, að aðsókn er ekki eins mik- il og hefði orðið á eðlilegum tímum. En eins og nú standa sakir, er aðsóknin ágæt og værí vafalaust þjóðráð að Iialda slík sundnámskeið oftar. Þarf ekki að óttast um að nemendurna vanti. Þeir, sem ekki hafa enn á- kveðið þátttöku i námskeiðinu, geta komist i skiáðsundsflokk- inn kl. 5,45 eða síðari björgun- arsundsflokkinn, sem, er kl. 8.00 —8.50 síðd. «* »HIutverk skáta í loft- 1 árásum«. Skátablaðið kemur út á morgun og verður þá selt liér á götunum. Hefir það að þessu sinni sérstakt erindi til almenn- ings, með því að þar birtist grein, er leiðbeinir fólki í því efni, Iivernig það eigi að haga sér, ef loftárás ber að höndum. Þótt greinin sé skrifuð fyrir skátana sjálfa gefur hún marg- víslegar leiðbeiningar um hvaða viðbúnað þarf að liafa í hverju liúsi alt frá efsta lofti til kjall- ara, hvernig fólk eigi að haga sér, leita öruggs hælis, loka leiðslum í húsum sínum o. s. frv., hvaða sprengjur komi helst til greina í loftáráum, hvers eðlis þær séu og hvaða örygg- isráðstafanir megi gera, falli þær á hús eða við þau. Auk þessa flytur blaðið grein eftir Magnús Björnsson fugla- fræðing, er nefnist: Á náttúran nokkurn rétt á sér. — Margar fleiri greinar eru í ritinu. Fyrir röskri viku hafa með- limir háskólaráðsins og nokkr- ir aðrir íslenskir fræðimenn skorað á landsbókavörð, þjóð- minjavörð og þjóðskjalavörð, að koma burt úr bænum til geymslu handritasafni lands- bókasafnsins, helstu íslenskum f ornprentumum, öllu þjóð- minjasafninu og mest áríðandi skjölum, og skyldi þetta alt geymt utan bæjar á öruggum stað. Munu safnverðirnir hafa spurst fyrir um málið hjá rík- isstjórninni og leitað upplýs- inga hjá enskum foringjum, er töldu kjallara safnsins full- nægjandi geymslu, og mun öllu þessu verða komið fyrir þar. Sandpokar hafa verið settir fyrir kjallaraglugga liússins til Það má skifta ofangreindum viðfangsefnunx þjóðai'innar í þrjá höfuðflokka: 1. Að forðast styrjöldina. 2. Að styrkja aðstöðu sína í Litlu-Asíu og, ef hægt er, að skapa Dónár-ríkjasamsteypu, til þess að vera betur búin undir árás að vestan. 3. Að ráða fram úr fjár- hagsvandræðunum, sem oi-sak- ast af röskun á versluninni, víg- búnaðarþörfunum og greiða kostnaðinn við endurreisn þeirra héraða, sem lögð voru i auðn í landskjálftunum. Fyx’sta atriðið er langveiga- mest. Eins og oft hefir verið tekið fram, er Tyrkland ekki i neinum styrjaldar liugleiðing- um, hefir ekki neinar landa- kröfur fram að bera og er engri þjóð óvínveitt. Það þarf á friði að halda, til þess að geta unnið af krafti framvegis, sem hingað til, að endurfæðingu þjóðarinn- ar og sú barátta á varla nokk- urn sinn líka í veraldarsögunni. Þegar menn virða fyrir sér hætturnar iá því, að Tyrkland lendi í ófriði, verður fyrst að athuga landfræðilega afstöðu þess gagnvart nágrönnunum. Svo að Evrópa sé látin sitja i fyrirrúmi, ber fyrst að snúa sér að Grikklandi og Búlgaríu. Grikkir eru bandamenn Tyrkja, svo að þar er engin lxætta á ferð- um og sambúð Búlgara og Tyrkja hefir aldrei verið betri. Enda þótt Tyrkjum hafi ekki tekist að telja Búlgara á að ganga í lið með hinum ríkjum Balkanbandalagsins, hafa þó fortölur þeix'ra fengið miklu góðu til leiðar komið í sambúð Búlgara við Grikki og Rúmena. Sumir halda því fram, að hættan sé mest í Asíu, stafi frá þess að varna afleiðingum af loftþi’ýstingi. Ef þeir hlutir, sem hér unx ræðir, farast, eru þeir allir ó- bætanlegir. Það skal eklci efað, að meix'i trygging nxuni vera í þvi, að geynxa munina í kjall- ara hússins en á sínunx venju- legu stöðum, en vegna dýrmæt- is þeirra er skjddugt að geyixia þá á þeinx allra tryggasta stað og þai', sem minst likindi eru til að loftárásir vei'ði gerðar, en það hlýtur að vera utan- bæjar. Benda má á það, að sanr- kvæmt síðustu fréttunx hefir Egiptum þótt rétt að flytja dýr- nxætustu gripina úr hinu við- fræga forngi-ipasafni sínu i Cairo, burt úr borginni og koma þeinx fyrir á óhultuni slað og mættum við vel fara að dænxi þeirra. Rússum, sem vinna nú að þvi af kappi að víggii'ða Kákasus og hafa þar ógrynni liðs. Þessir sömu menn halda því fram, að Rússar ætli sér áður en langt unx líður að gera úrslitatilraunina til þess að ná valdi á Hellusundi og komast þannig að Miðjarð- arhafi, en það lxefir þá dreynxt Um öldum saman. Hinsvegar halda aðx’ir því franx, að Tyrkir liafi sjálfir mikið lið í Kákasus, senx eigi að nota til annars en varna. Samkvæmt opinberum yfir- lýsingum eru báðar þessar skoð- anir fjarri því að vera réttar. Hernaðarsérfræðingar telja, að í rússneska hernum í Kákasus, sem nota megi gegn Tyrkjunx, sé um 150 þús. manna. Þeir bæta þvi við, að þetta sé enginn styrk- ur til þess að hef ja sókn. Að vísu sé Rússar að víggirða landið þarna, en Tyrkir segja sjálfir að það sé eingöngu til varnar og kveðast ekki óttast neina árás af liálfu Rússa. Ef Tyrklandi er hætta búin, telur stjórnin þá hættu ekki vei’a af Rússa hálfu. Auk þess kröfðust Tyrkir þess, að það yrði tekið fram í sáttnxála þeirra við Breta og Frakka, að þeir — Tyrkir — væri ekki skyldir til þess að koma til liðs við bandamenn í striði við Rússa, því að þeir hefði engar kröfur á hendur þeim. Önnur Asíulönd, sem liggja að Tyi’klandi eru Iran (Persía), írak og Sýrland. Tvö þau fyrr- nefndu liafa gert griðasáttmála við Tyrki, sem kendur er við Saadabad, svo að þaðan stafar Tyrkjum engin hætta. Sama má segja um Sýrland. Það er að nokkuru leyti bandamaður Tjrkja, því að það er undii’ vernd Frakka. Þá er eftir að minnast á Dode- kanes-eyjarnai’, senx liggja und- an suðvestui’strönd Litlu-Asíu og eru eign ítala. Sambxið þeirra og Tyrkja er enganveginn lijart- anleg, en „kuldinn“ er þó ekki við „frostmark“. Til dæmis má geta þess, að þessar þjóðir hafa nýlega gert nxeð sér nýjan við- skiftasátlmála, seni eykur við- skiftin unx belming. Tyi’kir óttast ekki lieldur Þjóðvei’ja. Þeir voru bestu við- skiftavinir Tyrkja fyrir stríð, en nú er verslun ríkjanna orðin næstum því að engu. En Tyrkj- unx myndi ekki finnast sér standa nein liætta af Hitlei’, nema hann færi á kreik á Balk- anskaga. Þá myndi þeir láta til skarar ski-íða og það skjótlega. En Þjóðvei’jar segja, að sér sé enginn liagur i að styi'jöldin breiðist þangað suður, nxeðan þeir geti fengið þaðan þær nauð- synjar og hráefni, sem þeir þui’fa á að halda. Svarið við spui’ningunni, af hverjum Tyrkjum þykir sér hættan búin, verður þvi „Eigin- lega engum“. Hættan á að lenda í ófriði er því óbein. Hún stafar af sáttmála Tyrkja við Breta og Frakka. Lögfx’æðingar, senx hafa rannsakað sáttmálann, segja að hann sé fullur af „tundri“ fyrir Tyrki. Enda þótt þeir hefði ætlað að afla sér ör- yggis og verndar með honum, ef á þá yrði ráðist, hefir jxx liver sáttmáli tvær hliðar. Og þessi hefir slæma hlið fyrir Tyi’ki. Önnur grein hljóðar svo: „Ef árásarsti’íð einhverrar Evrópuþjóðar í Miðjax’ðarliafi, dregur Bretland og Frakldand inn í ófrið þar, eiga Tyrkir að stai’fa með þeinx og veita alla þá aðstoð, sem þeir geta í té látið.“ Koladeila ítala og Breta hefði getað farið svo, að Tyrkir lentu í ófriði. Og ef Bandamenn þurfa að fara til aðstoðar Grikkjum eða Rúmenum verða Tyrkir að gera það líka. Þeir geta því lent i styi-jöld, þótt þeir eigi enga sök á henni. Af þessu leiðir, að Tyrkir vinna af alefli fyrir að friður haldist í suðausturliluta Evrópu. Þeim hefir að vísu ekki tekist að ná settu marki, stofnun Balkan- bandalags með þátttöku Búlg- ara og Ungverja, en þeinx tókst að bæta sambúð sína við Búlg- aríu. En þeir hafa þó ekki látið hugfallast og í’óa öllum áx’um að bandalagi ríkjanna á Balk- anskaga. Stefnuna í utanríkisverslun- inni og fjárhagsvandx’æðin iná ræða unx leið, því að þau nxál eru svo náskyld. Viðskiftasamningurinn nxilli Tyrkja og Þjóðverja var xitrunn- inn í ágúst 1939 og var þá ekki endurnýjaðxu’. Eftir það liætti næstum því öll verslun milli ríkjanna. Tyrkir xirðxx þvi að finna aðra leið til þess að konia í verð sex tíxuxdxx hlutum afurða sinna. Það var erfitt og er enn- þá. Því að þótt Bretar og Frakk- ar liafi fallist á að kaupa tyrkn- eskar afurðir fyrir 10 milj. sterlingspunda — 52 m,ilj. tyrk- neskra punda — á þessu ári, nægir það alls ekki til þess að vinna upp tapið á þýska niai’k- aðinum, en árið 1939 nanx út- flutningui’inn þangað rúml. 127 milj. tyrkneskra punda. Það er því um 75 nxilj. tyrkneskra punda munur á þessu. Afleiðingin af þessu var því sú, að Tyrkir fóru strax að leita verslunarsamninga við aðrar þjóðii-.Þeir sömdu viðllali.Ung- verja, Svía, Norðmenn, Hollend- inga og Svisslendinga. Aulc þess reyndu þeir að auka verslun sína við liin Balkanlöndin, því að á síðasta fundi þeii’X’a var samþykt, að þau skyldu veita hverju öðru alla þá viðskifta- legu hjálp, senx lxægt væri. En því miður virðast þessir sanxningar ekki geta fylt það skai’ð, sem orsakast af að við- skifti hættu við Þjóðverja. Vegna minkaðra tolltekna rík- issjóðs hefir ríkið orðið að hex’ða á nxittisólinni, til þess að geta uppfylt kröfur landvanianna. Fjárhagsárið 1940—41 hefst 1. júní n. k. og fjárlög þess ei’U ekki niiklu hæiri, en fjárlög þess árs, senx er að líða. En við nánari athugun kemur í ljós, að mörg i’áðuneyti hafa oi’ðið að di-aga úr útgjöldum sínum, vegna skuldagreiðslna og auk- inna útgjalda til landvarna. Á þessu f jiárhagsári er ætlað að verja 50 milj. t. punda til að greiða opinberar skuldir, en 67 milj. á næsta ári. Til landvarna er ætlað að verja 150 milj. t. punda, en þar við bætast 130 milj., sem bandamenn lána og tæpl. 100 milj. aðx-ar, einnig fx*á banda- mönnum, sem eru í vörulán- inu. Auk þess nxá húast við að aukafjárveitingar verði veitt- ar hex-num. Yið Ixeinx má búast, ef hoi-furnar vei’ða elcki betri, er tekur að líða á árið. En þá hefir ekkert verið nxinst á það tjón, sem landið varð fyrir í landskjálftunum um áramótin. Að vísu liafa safnast 4.5 milj. t. punda til hjálparstai’fsins, en það er eins og dropi í hafinu. Sé litið á rnálið frá öllunx hlið- um, er ekki Iiægt að segja ann- að, en að erfiðleikar Tyi’kja sé afskaplegir. Ef þjóðin kenxst hjá styrjöld nxun viljafesta hennar og þrek bjarga henni yfir þá alla. En það er engin trygging fyx-ir því, að hún fái möguleika til þess. UMMÆLI BRESKRA BLAÐA. Frh. af 1. síðu. Auðvitað munu Þjóðverjar láta sér á sama standa unx öll slík mótmæli, en þau hafa sanxt sið- ferðilegt gildi og það er hinn siðferðilegi kraftur Banda- nxanna, sem fyr eða síðar hlýtur að fæi’a Ixeim heim sigurinn yfii’ villimenskunni og ruddaskapn- um.“ ★ Ríkisstjórnin breska hefir tekið yfii’stjórn nxargra einka- verksnxiðja í sínar hendur. Hafa sumar þessar verksniiðjur ekki verið notaðar til hei’gagnafi’am- leiðslu áður. Er þetta talið standa í sam- bandi við þau uinmæli Chur- chills í ræðu hans í gær, að stefna stjórnarinnar eigi for- gangsrétt á öllum sviðum og ekki beri að taka lillit til liags- muna einstakra nxanna, sem fara í bág við stefnu stjórnar- innar. Islandsmeistarar Reykjavíkurmótiö (Meistaraflokkur) f kvöld kL 8,30 keppa Reykjavíkurmeistarar Fram - Valur Hvop viimur? Allip út á völll Ef ítalir ganga í lið með Þjóðverjum, - - dragast Tyrkir inn í styrjöldina Eftir HUGO SPECK, fréttaritara U. P. í Istanbul. Undanfarin 10 ár hafa aldrei jafn mörg og erfið vandræði steðjað að Tyrkjum og á þessu ári. Vegna landfræðilegrar og pólitískrar afstöðu sinnar er Tyrklandi nú veitt mikil eftirtekt og ef það á að komast „með heila limi“ úr þeim vandræðum, sem það nú á í, krefst það mikilla átaka allrar þjóðarinnar. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.