Vísir


Vísir - 22.05.1940, Qupperneq 1

Vísir - 22.05.1940, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 115. tbl. BRESKI HERINN I FRAKKLANDI, ÓTVÍSTRAÐUR OG ÓSIGRAÐUR - - - bíður fp*ir§ki|ranar nm að liefjn ga^n§ðkn, en slíkri fpir* skipnn er búist við á hverjn au^nabiiki, til þe§§ að koma í veg fpir að ÞJoðverjar taki Ermarsnndsborgirnar. Bandamenn hafa náð Arras aftur. ♦ EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Breski Frakklandsherinn hefir beðið reiðubúinn til sóknar dögum saman. Hann er ótvístraður og ósigraður og hefir haldið öllum þeim vígstöðvum í Frakk- landi, sem honum var falið að verja. Á hverju augnabliki er búist við, að hann fái fyrirskipun um að hef ja gagnsókn, til þess að verja hafnarborgirnar við Ermar- sund, og berjast til seinasta manns, heldur en láta Þjóðverja hertaka þessar borgir. Bretar eru undir það búnir að tefla fram öllum vélahersveitum sínum í Norður- Frakklandi, skriðdrekum, brynvörðum bifreiðum, með öllum þeim stuðningi sem flug- her þeirra getur í té látið. Jafnframt munu Frakkar hef ja gagnsókn á Þjóðverja að sunnanverðu frá. Ef Þjóðverjum tekst að ná Ermarsunds-hafnarborg- unum, vofir hin mesta hætta yfir breska hernum í Norð- ur-Frakklandi. Hermálasérfræðingar Breta og Frakka viðurkenna, að horfurnar séu alvarlegar, en eru enn all-bjartsýnir, og byggja bjartsýni sína á því, að herir Breta og Frakka eru ósigraðir, og þeir geta teflt fram ógrynni liðs, vel útbúnu, til þess að hef ja hina stórkost- legustu gagnsókn. Bretar og Frakkar hafa og allmikinn her í Belgíu. Þar sem Þjóðverjum hefir nú orðið svo mikið ágengt í sókn sinni, að þeir hafa komist til Ermarsunds, verður lið þetta sennilega ann- aðhvort flutt burtu, en það er fyrirfram vitað, að Þjóðverjar munu gera alt, sem þeir geta, til þess að hindra slíka herflutn- inga, með ógurlegum loftárásum, — eða Bandamenn tefla þessu liði einnig fram til árása á hægri arm Þjóðverja. Alt, sem Bandamenn gera nú, miðast við þáð, að stemma stigu við framsókn Þjóðverja til hafnarborganna, þótt þeir jafnframt geri alt sem auðið verður, París til vamar, því að það er einnig hætt við því, að Þjóðverjar haldi áfram sókn sinni þangað. Einn- ig getur verið, áð Bandamenn neyðist til þess að halda þessu liði í Belgíu, til vamar gegn Þjóðverjum þar meðan auðið er. YON REICHENAU HERFORINGI SJÖTTA ÞÝSKA HERSINS UM HORFURNAR. Von Reichenau, herforingi 6. þýska hersins, sem hefir aðal- bækistöð fyrir utan Briissel, hefir sagt í viðtali við erlenda blaða- menn, að enn sem komið er hafi að eins verið um „forleik“ að ræða að hinum ógurlegustu átökum. Vér höfum unnið fyrstu leikina í þessu tafli, en meginorustan hefir enn ekki verið háð. Von Reichenau sagði, að Bretar og Belgíumenn hefði tvö her- fylki „andspænis 6. hernum“. Um manntjón Þjóðverja sagði hann, að það væri ekki 1/10 af tölu þeirra fanga, sem þeir hefði tekið, eða um 11.000, og hafa því Þjóðverjar tekið til fanga yfir 100.000 menn. Weygand má búast við hörðum bardögum næstu daga og hann mun vafalaust skipa hverjum hermanni sínum, að hopa hvergi — sigra eða falla. Vér horfum með trausti til framtíðar- innar, sagði von Reichenau. Viðtal við Mr. Howard Smith, sendiherra Breta. Ekki má gleyma því fyrir öðrum atburðum, hver viðurkenn- ing felst í því um réttarstöðu lands vors, að Bretar hafa sent hingað sendiherra. Við höfum enga ástæðu til að ætla, að sendi- herra hefði ekki komið hingað frá Bretum, þótt ekki hefði verið um hernám að ræða. Bandaríkin hafa viðurkent réttarstöðu vora á sama hátt og Bretar og mun von á fulltrúa þaðan einhvern næstu daga. Um hernám af þeirra hálfu er auðvitað ekki að ræða. Þess vegna megum við ekki blanda þessu tvennu saman, hernáminu og réttarviðurkenningunni. Hemáminu verður af- létt að ófriðnum loknum. En réttarviðurkenningin verður við lýði, svo lengi sem réttarstaða okkar breytist ekki. För breska sendiherrans til Islands var ákveðin áður en ráðið var að senda hingað herlið. Bandamenn tilkynna, að þeir hafi náð aftur borginni Arras úr höndum Þjóðverja. Styður þessi fregn það, sem bandamenn hafa haldið fram, að það séu að eins vélahersveitir Þjóðverja, sem komist hafi til Amiens og Arras, Ef Þjóðverjar hefði haft mikið lið í Arras, er álitið ólíklegt, að Bandamenn hefði náð borginni aftur jafnfljótt og reynd ber vitni. Með töku borgarinnar eykst hættan fyrir Þjóðverja, að það lið, sem lengra er komið, missi sambandið algerlega við liðið, sem á eftir fer. Virðist það aðallega hafa vakað fyrir Þjóð- verjum, að æða fram til strand- ar, en þangað eru þeir ókomn- ir enn — að því er Bandamenn segja — og valda eins miklum truflunum og auðið er hvar sem þeir fara, til þess að veikja vörn- ina, er til úrslitabardaga kemur. Bardagamir um Arras virðast hafa verið allsnarpir. Breskir fréttaritarar segja, að barist hafi verið á götunum í návígi. Eldur kom upp í jámbrautar- stöðvunum í Amiens og Arras í gær og er talið, að þýskir fall- hlífarhermenn hafi kveikt í þeim. Undanfarna daga hefir verið heiðríkt veður og góð flugskil- yrði, en nú hefir brugðið til úr- komu, og versnar því sóknar- skilyrði Þjóðverja. Breskir flugmenn hafa haldið uppi ákafri skothríð á stöðvar Þjóðverja meðfram landamær- um Belgíu og Frakklands og hefir hver skotfærabirgðastöðin á fætur annari verið sprengd í loft upp. í einni fregn er talað um, að á landamærunum standi alt í ljósum loga eftir árásirnar, sem stóðu yfir án þess nokkurt lát yrði á í fullar f jórar klukku- stundir. Þýskar flugvélar hafa gert til- raunir til árása á skip við strend- ur Suður- og Austur-Englands og einnig hafa nokkurar flug- vélar flogið inn yfir England, en allar þessar flugvélar voru hraktar á flótta. í einu þorpi varð þó nokkurt tjón — í hænsnagarði. breskra Maða. Lonuon, miðvikudagsmorgun. Blöðin í London líta mjög al- varlegum augum á ástand það, sem skapast hefir á vesturvíg- stöðvunum, en þó eru flest þeirra mjög vongóð um úrslit- in. „Daily Telegraph“ segir m. a. í ritstjórnargrein: „Vér skulum aldrei gefast upp. Hvað sem á dynur skal andstæðingunum sýnt, að vér erum þjóð, sem alt af vinnur síðustu viðureign, hversu erfitt sem það kann að vera, að halda velli. Hin karlmannlega ræða M. Reynaud’s i gær er oss ekki síð- ur hvatning heldur en Frökk- um. Aldrei hafa þessar tvær vinaþjóðir staðið fastar saman en nú á stund hættunnar. Þess- ar tvær miklu bandaþjóðir og heimsveldi þau, sem að þeim standa, verða ekki sigraðar með einni leifturárás, hversu hörð og liversu skelfileg sem hún kann að verða. Það er ástæða til að minnast þess, sem Foch sagði 1918, þegar hann tók við yfir- herstjórninni: „Þér fáið mér i hendur vonlausa orustu og seg- ið mér að vinna hana“. Það var ekki síður Weygand hershöfð- ingja að þakka, að glæsilegur sigur vannst 1918. Hann stjórn- ar nú her bandamanna, og hann hefir áður horfst í augu v ið „tapaða orustu“ og unnið liana.“ „Times“ segir m. a.: „Vér skulum gera oss hið al- vai'lega ástand fyllilega ljóst, en það er engin ástæða til að gefa upp vonina. Vonina þarf Enginn efi er á því, að breska Sendiherranum, Mr. Howard Smith, liefði verið kærara, að koma liingað án þess að lier- menn hefðu tekið hér land samtímis. Enda liefir hann lát- ið það i ljósi. Tíðindamaður Vísis fór ný- lega á fund Mr. HoWard Smiths. Það þurfti engar seremoníur eða umstang til að ná tali af sendiherranum. Hann býr á Hótel Borg. Þegar barið er að dyrum kemur þar enginn gull- gallóneraður herbergisþjónn með silfurbakka til þess að taka á móti nafnspjaldinu. — Sendiherrann kemur sjálfur til aldrei að gefa upp i striði, með- an nokkur hermaður lifir. Það var þessi þrjóskulega hugsun Foch’s, sem bjargaði sigri bandamanna 1918, M. Reynaud hefir nú skýrt hreinskilnislega og af fullri ein- lægni frá mistökum þeim, sem urðu við Meuse-fljót, þegar Þjóðverjar komust yfir það. — Hin ögrandi hreinskilni hins franska forsætisráðherra sýnir oss betur en alt annað, hve fjar- stætt það er, að bandamenn geti beðið ósigur að lokum. Hvenær mundi Hitler þora að segja þjóð sinni jafn afdráttarlausan sann- leika?“ „News Chronicle": „Á slíkum tímum er ekki til nema ein dygð: Hugrekki, og ekki nema ein ódygð: kjark- leysi. Frakkland er ekki sigr- að. Níunda herfylkið hefir gold- ið nokkuð afhroð, en megin- hluti þess er eftir og á eftir að berjast við óvinina. Óvinirnir liafa ekki á valdi sínu nema tæpan 30. hluta alls Frakk- lands.“ „Daily Herald": „Ef einhverjum hefir dottið það í hug, að vér gætum sigrast á nasismanum án þess að beita öllum kröftum og öllum ráðum, þá veit hann það nú, að það er ekki hægt.“ dyranna og heilsar alúðlega. Mr. Howard Smith er 47 ára að aldri. Hann er hár maður vexti, grannvaxinn, ofurlítið liæruskotinn. Um þjóðernið er ekki að villast, þótt ekki hefði verið vitað fyrir. Sendilierrann er framúrskarandi blátt áfram og yfirlætislaus. Viljið þér ekki segja okkur eitthvað um yður sjálfan, spyi- tiðindamaður. Ja, hvað er um mig að segja. Eg hefi starfað 27 ár í breska utanríkisráðuneytinu. Síðast- liðið liaust var ég skipaður sendiherra í Kaupmannahöfn. Eg kom þangað 8. október. Dvöl mín þar var nákvæmlega 1 misseri. Hinn 9. apríl komu Þjóðverjar. Eg hafði lilakkað til að fá að skoða liið fagra og frjósama land með vorinu. En þetta fórst fyrir. Veturinn var kaldur, snjóar og ísalög. Mér blöskraði hvað kolareikningur- inn í sendiherrabústaðnum var hár. Eg fór hryggur i huga frá Danmörku. Alt, sem eg kyntist þar, bar vott um háa menningu friðsamrar og atorkusamrar þjóðar. Mér fanst mikið til um hinar fögru byggingar borgar- innar og ekki síður hitt, hversu Kaupmannahöfn kemst hjá ýmsum lakari einkennum hafn arborganna, þótt skipin liggi ekki steinsnar frá sumum merkustu stöðum borgarinnar. Búist þér við að fjölskylda yðar komi hingað? Nei, líklega ekki, fyrst um sinn að minsta kosti. Dóttir mín hefir sennilega nú fengið atvinnu í London. Önnur dótt- ir mín er i skóla. Svo konan á tæplega heiman gengt. Viljið þér segja okkur nokk- uð frá viðskiftasamningum þeim, sem nú standa yfir.“ Því miður get eg ekkert sagt um það, fram yfir það, sem áður er kunnugt. Mér er það fyllilega ljóst, að þið hafið orð- ið fyrir geysilegum viðskifta- Iinekki af völdum styrjaldar- innar. Við munum reyna að bæta ykkur upji markaðsskell- ina, svo sem við verður komið. Er það rétt, að hér verði í suraar reist hús yfir breska lierliðið ? Já, hjá því verður ekki kom- ist. Við verðum að reisa her- mannaskála handa liðinu. Er ekki hugsanlegt, að ein- hverjir Islendingar geti fengið vinnu við það? Jú, það þykir mér sénnilegt. Eg hefi heyrt mn atvinnuvand- ræði ykkar. Og eftir reynsluna sem eg fékk af vetrarkuldun- um í Danmörku, skil eg vel hvílíkt áhyggjuefni ykkur hlýt- ur að vera ef hitaveitan þyrfti að stöðvast. Mér væri ljúft að geta stuðlað að því að nauðsyn- legt efni til hitaveitunnar gæti komist hingað, ef þess væri nokkur kostur. Hvernig líst yður á landið? Eg get eiginlega ekki sagt mikið um það. Eg hefi til þessa ekki séð annað en liöfuðborg- ina, aðeins skroppið til Hafn- arfjarðar sem snöggvast. Ef tími vinst til, vona eg að geta ferðast eitthvað um landið í sumar. Að endingu segir Mr. Ho- ward Smith: Eg skil fyllilega hvílíkum vonbrigðum það lief- ir valdið ykkur, að geta ekki verið alveg lausir við alla í- hlutun hernaðaraðilja. En mér skilst, að almenningur hafi átt- að sig á því, að það sem hér hefir gerst, er ekki annað en það, sem nauðsynin hefir kraf- ist. Eg hef gert rikisstjórn yð- ar grein fyrir því, hvað það var, sem leiddi til þeirra at- burða, sem hér gerðust 10. mai. Mér finst framkoma fólks bera það með sér,.að það skilji af- stöðu okkar. Við höfum enga ástæðu til að kvarta yfir fram- komu ykkar. Og það er min heitasta ósk, að landar mínir komi þannig fram í stóru og smáu, að þeir atburðir, sem rás viðburðanna hefir knúið fram, þurfi ekki að varpa neinum skugga á vináttu þeirrar þjóð- ar, sem hefir sent mig og hinn- ar, sem hefir tekið á móti mér. íslandsgliman verður háð 10. júní. Islandsglíman verður háð hér í Reykjavik 10. júni n. k. Þátt- taka í glímunni nú mun verða meiri en um mörg undanfarin ár. -— Meðal annara keppenda koma tveir Þingeyingar, þeir Sverrir Sigurðsson frá Arnar- vatni í Mývatnssveit og Geir- finnur Þorláksson frá Skútu- stöðurn í sömu sveit. Þátttak- endur eiga að gefa sig fram við formann Glímufélagsins Ár- mann, Jens Guðbjörnsson, fyr- ir 3. júní.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.