Vísir - 22.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 22.05.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Viðskifta- ástandið. yiÐ vitum ekki hvaöa ný vandamál ófriðurinn kann að hafa lagt okkur á herðar áð- ur en lýkur. Um úrslit þeirrar baráttu verður ekki sagt, og best að hafa þar um fæst orð fyrir þá, sem ekkert geta lagt af mörkum nema getgátur og spádóma. Við skulum heldur ekki spá neinu um það, hvernig viðskiftaástandið verður að ó- friðnum loknum. í síðustu styrjöld varð reynslan sú, að sum ófriðarárin voru mestu veltiár. Einnig fyrsta árið eftir að ófriðnum lauk. En siðan tók við eitt hið erfiðasta verslunar- árferði, sem yfir okkur hefir komið. En nú er margt ólikt því sem var í siðustu styrjöld. Þá fengu Danmörk og Noregur að halda hlutleysi sínu. Þótt við- skifti við þessi lönd væri tor- velduð mjög seinni liluta þeirr- ar styrjaldar, var aldrei um að ræða þau algeru viðskiftaslit, sem n ú eru orðin. Þótt við þurfum ekki að kvarta yfir hlutskifti okkar samanborið við þau lönd, sem harðast verða úti, þá hefir jieg- ar sú röskun orðið á öllum við- skiftum okkar út á við, að eng- an hefði órað fyrir. Við höfum mist markaði fyrir helminginn af framleiðsluvöru okkar og auk þess fyrir helminginn af þeim vörum, sem við þurfum að flytja til landsins eða vel það. Nú liggur þess vegna fyrir það tvent, að reyna að tryggja vörusölu til annara landa en þeirra, sem keypt hafa fram- leiðsluvöru okkar og jafnframt að reyna að tryggja vörukaup frá öðrum löndum en þeim, sem við höfum hingað til feng- ið vörurnar frá. Á síðástliðnu ári nam út- flutningur okkar alls 70 miljón- um króna. Þar af fluttum við út fyrir rúmar 30 miljónir til Danmerkur, Noregs, Sviþjóðar, Þýskalands og Póllands. Ot- flutningurinn til Danmerkur, nam hátt á 8. miljón eða um 11% af heildarútflutningnum, til Noregs tæpar 7 miljónir eða 9.7% af heildarútflutningnum, til Sviþjóðar 8% miljón eða. 12.2% af heildarútflutningnum og til Þýskalands 7% miljón eða 10.8% af heildarútflutningnum. Til Póllands varð. útflutningur- inn mildu minni en verið hafði að undanförnu, aðeins um % miljón, eða 0.3% af heildarút- flutningnum. Þannig tóku þessi lönd af okkur síðastliðið ár 44% af heildarútflutningnum, eða 44 aura af hverju krónu- verðmæti, sem út var flutt. Nú eru þessi lönd öll lokuð okkur. Og auk þess hafa bæst við Hol- land og Belgía, sem samtals keyptu af okkur útflutnings- vöru fyrir miljónir króna. Þannig hefir markaður fyrir helming útflutningsins farið forgörðum. Sé litið á innflutninginn frá þessum löndum síðasthðið ár verður röskunin ennþáauðsærri. Frá Danmörku fluttum við inn vörur fyrir rúmlega 12% mil- jón, eða 20.5% af heildarinn- flutningnum, frá Noregi rún> lega 5% miljón, eða 9.1% af heildarinnflutningnum, frá Sví- þjóð rúmlega 4% miljón, eða 7.5% af heildarinnflutningnum. Frá Þýskalandi rúmar 10 mil- jónir, eða 16.4% af heildarinn- flutningnum. Auk þess lítilræði frá Póllandi og Finnlandi. Nið- urstaðan verður þannig sú, að frá þessum löndum, sem nú erú lokuð, höfum við flutt inn á sið- astliðnu ári 54.7 af Iiéildarinn- flutningi okkar. Þegar Holland og Belgía bætast við, verður út- koman sú, að við höfum flutt inn kringum % af öllum vör- um okkar frá löndum, sem í bili eru úr sögunni sem. við- skiftalönd. Af þessu, sem hér hefir verið talið, má öllum vera það ljóst, að það er eitt liið mesta vanda- mál, sem nú bíður úrlausnar, hvernig við eigum að fá mark- aði fyrir þær vörur, sem við framleiðum og jafnframt hvernig við eigum að fylla Jiað skarð, sem orðið er í þau við- skiftalönd, sem við höfum keypt meirihlutann af innflutn- ingsvörum okkar frá. í þessu efni standa vonir okkar fyrst og fremst til þess, að hægt verði að komast að hagkvæmum samningum við Breta. En auk þess verður að leggja höfuðá- herslu á viðskifti okkar við Ameriku. Sendimaður Banda- ríkjanna er rétt ókomiun. Við megum lieldur ekki láta það dragast, að senda þangað hæfan mann, sem fær sé til þess að greiða fyrir hagsmunum okkar þar í landi. a Siprðir Kristjánsson skipaiur íorstjóri saiábyriiariflnar. Tíminn og'Alþýðublaðið liafa bæði fundið hvöt hjá sér til þess að víta það, að Sigurður Kristjánsson alþingismaður hefir verið skipaður forstjóri Samábyrgðarinnar. Þeim er það svo nýtt þessum mönnum, að nokkur maður sé skipaður í opinbert starf utan þeirra eigin flokka, að það er eins og slikt megi ekki lcoma fyrir. Það er alþjóð manna kunnugl, hvernig ráðið hefir verið í störf á undanförnum árum. Það hef- ir altaf fyrst og fremst verið spurt eftir flokksfylgi, en ekki hinu, hvort viðkomandi maður væri þeim liæfileikum búinn, sem starfið útheimti. Mætti vel rifja upp eittlivað af þeim hneykslisferli, ef þurfa þætti. Það er ástæðulaust að halda uppi vörnum fyrir Sigurð Krist jánsson. Allir sem hann þekkja vita, að hann er óvenjulega vel gefinn maður og starfliæfur. Hann hefir látið málefni sjávar- útvegsins til sín taka flestum mönnum fremur og hefir ó- venjumikinn áhuga og þekk- ingu i þeim efnum. Það mun því mælast vel fyrir hjá öllum, sem til þekkja, að honum skyldi falið einmitt það starf, sem hér er um að ræða. Rev.yaw 1940. Athygli skal vakin á því, aÖ sýn- ingin á Forðum í Flosaporti hefst í kvöld kl. 8%, en ekki kl. 8, eins og áður. Er þetta gert til þess að fólk geti hlýtt á fréttir að kvöldinu. Þjóðræknisfélag fslendinga gengst fyrir hádegisverðarborð- haldi að Hótel Borg á laugardag- inn kemur kl. 12%. Þar verður full- trúum V estur-1 slendinga fagnað. Áskriftarlisti liggur frammi á skrif- stofu Hótel Borg til hádegis á föstu- dag. Næturakstur. B. S. R. Sími 1720. Islendingar vestan hafs fluttu með sér auð gulli betri. Vlðtal við Zoplionia§ Thorkcl§§ou vcrk^iuiðlucigaiitla. Einn af hinum gömlu og góðu Vestur-íslendingum hefir ný- lega sótt okkur heim. og dvelur nú hér í bænum. Er það Zop- honias Thorkelsson verksmiðjueigandi frá Winnipeg, einhver stærsti iðjuhöldur og framkvæmdarmaður þar í borg. Nokkru áður en hann lagði í þessa íslandsför sína, fól hann sonum sín- um aðalstjórn fyrirtækja sinna, og var í því sambandi efnt til veislu mikillar fyrir starfsfólk verksmiðjanna. Gátu bæði Vest- urheimsblöðin um þennan veislufagnað og íslandsför Zophon- iasar, og luku upp einum munni um, að þar væri um að ræða einhvern ágætasta og vinsælasta íslending Winnipeg-borgar. — Af ýmsum ástæðum hefir það dregist að ná tali af þessum mæta landa vorum, þar til í gær er tíðindamaður Vísis hitti hann að máli að Ilótel Borg, þar sem hann hefir dvalið að und- anförnu. Zophonias er hinn tigulegasti maður að vallarsýn, góðmannlegur skapfestumaður, grár fyrir hærum, en að öðru leyti unglegur, sem best má verða. Er tíðindamaðurinn hafði borið fram erindið, sem var að sjálfsögðu í því falið að fá nokkra frásögn Zophoniasar af högum hans og annara landa vorra vestra, leit hann upp frá störfum sínum og sagði ósköp vinalega, að um sjálfan hann væri ekkert að segja, — hann hefði baslast þetta áfram eins og aðrir og ekki væri orð á þvi gerandi. Þrátt fyrir þessar und- irrtektir tók hann tíðindamann- inurn sem góðum gesti og ræddi við hann um marga hluti, sem lesendur Vísis munu liafa gam- an af að kynnast, og fer hér á eftir útdráttur. úr viðtalinu, en stytt er það mjög. Hvenær fóruð þér til Vestur- heims og hvernig bar það að? „Eg fór til Vesturheims árið 1898 þá 22 ára að aldri. Eg er fæddur og uppalinn í Svarfað- ardal, en fór til Akureyrar i því augnamiði að forframast, og tók að læra járnsmíði hjá Sig- urði Sigurðssyni jámsmið þar í bæ. Lauk eg því námi, en hélt því næst af stað til Canada, en þangað var bróðir minn einn kominn á undan mér. Hann hafði skrifað mér og skýrt mér frá live gott væri að dvelja í Canada, en hinsvegar hvatti hann mig aldrei til fararinnar. Eg var unglingur, fullur af æf- intýraþrá, og það dugði, sem bróðir minn hafði skýrt mér frá — eg lagði af stað út i.æfin- týrið.“ Hvernig var koman vestur? „Eg kom úr fábýli og er vest- ur kom, fanst mér alt mikil- fenglegt og furðulega gott. Eg tók strax að svipast um eftir vinnu, og fyrstu misserin vann eg að landbúnaðarstörfum, en fluttist þvi næst til Winnipeg og þar hefi eg dvalið síðan, og lagt á margt gjörva hönd. Alt hef- ir það gengið misjafnlega. Söltu beitti eg, en aldrei varð eg þó konungur á vötnunum, en best hefi eg komist af við kassa- gerðina. Þótt misjafnlega hafi gengið, má með sanni segja, að Amerika hefir verið mér góð. Komið hefi eg þar upp fjöl- mennum barnalióp, sem er hinn mannvænlegasti að öllu leyti, og börn mín stjórna nú fyrir- tækjum mínum að mestu, en þau eru öll eingöngu eign mín og barna minna.“ Hvenær réðust þér í kassa- gerðina ? „Það gerði eg árið 1920, og var það í fyrstu í mjög smáum og ófullkomnum stíl, og það merkilegasla við þetta alt var, að Við kunnum ekkert að þessu. Fjársterkur maður fékk mig út í þetta, eg festi það fé, sem eg átli, í kaupum nauðsynja, en þá hrást hann, en eg gat ekki snú- ið við úr því, sem þá var komið. Okkur vantaði alt í senn í byrj- un —- fé og þekkingu -— og fjölskylda mín var of ung til að veita mér hjálp, nema elsti drengurinn minn. -— Allur mannskapurinn við þetta fyrir- tæki vorum við tveir í byrjun, og við rekstur fyrirtækisins hef- ir sonur minn, Páll, veitt mér ómetanlegan stuðning og styrk. Með tímanum blómgaðist þetta fyrirtæki umfram allar vonir og þótt mótsagnakent þyki græddi eg á því að vera fátæk- ur, með því að þá gat eg ekki tapað eins og hinir, sem rót- grónir voru í þessari sömu grein. Á þessum árum, 1921—1922, skall á stórkostlegt verðhrun. Stóru verksmiðjurnar lágu með geysimiklar birgðir af viði, en við urðum að kaupa efnið frá degi til dags. Við nutum þann- ig þeirrar verðlækkunar, sem á markaðnum varð, hinir töpuðu á birgðum sínum, eða m. ö. o. á því að vera ríkir. En með tímanum blómgaðist þetta reifabarn okkar umfram allar vonir, og eg get elcki annað sagt, en að baslið hafi gengið blessunarlega. Við höfum nú langsamlega fullkomnustu verksmiðju þessarar tegund- ar í Winnipeg, en þær eru þar 7, og við höfum bestu og mestu framleiðsluna, sem þar um ræðir, og allar eru á- stæður okkur hinar ágætustu. Birgðir verksmiðjunnar eru 50 —90 þús. dollara virði að stað- aldri, og 70 fastamenn vinna ZOPHONIAS THORKELSSON. þar, en stundum eru þeir fleiri.“ Hvað segið þér um afkomu manna vestra? „Þótt Ameríka hafi verið mér góð, hafa þar stöðugt verið erf- iðir tímar frá þvi árið 1914, að fyrri lieimsshTjöldin skall á. Þó rétti atvinnulífið nokkuð við á árinu 1929 í Canada, en hið geipilega verðlirun, sem varð ái’ið 1930 gerði á þetta skjótan endi. Árið 1937 var enn kom- inn sýnilegur bati í viðskifta- lifið og árin 1938—39 máttu kallast sæmileg ár, en þessi styrjöld, sem þjóðin stendur nú i, hlýtur að hafa mjög lamandi áhrif á alt athafnalíf og við- skifti. Um líðan Islendinga vil eg segja það, að öll þessi ár, sem eg liefi dvalið vestra og haft af þeirn náinn kunnugleika, hygg eg að óhætt sé að fullyrða, að afkoma þeirra liefir verið til- tölulega betri, en annara þjóð- arbrota þar. Stafar það af þvi, að þeir hafa notið meira trausts, og sýnt meiri dugnað en aðrir. Þegar aðrir tala í flimtingi og skimti um hversdagslegustu dægurmál, tala Islendingar um bókmentir og listir. Þeir hugsa dýpra og leggja sig meira fram. en aðrir, og aldrei hefi eg orðið þess var, að neinar dyr væru lokaðar fyrir mér, þótt eg væri íslendingur. Eg hygg að það sé talin fullgóð meðmæli nú hverri konu og manni, bæði í atvinnu- eftirspurn og í félagslífinu, að hún eða hann sé íslendingur. Við fluttum að vísu ekki með okkur gull né silfur til Vestur- heims, með því að ísland er fá- tækl land og nakið, og gat ekki veitt okkur mikið i þeim. efn- um, en það veitti okkur annað gulli betra, — verðmætara og öruggara, — en það er andlegt og líkamlegt þrek. Sá arfur hef- ir dugað okkur hið besta, og þess vegna eigum við Islending- ar vestra framúrskarandi dugn- aðarmenn í visindum, listum og verklegum framkvæmdum, sem hverri þjóð má vera sómi að.“ Þettta var nú aðalinnihald viðtalsins, en svo fórum við að ræða um viðskiftamál, m. a. um bréfaskriftir og frágang á bréfum. Zoplionias hefir látið islenskar stúlkur afgreiða bréf sin meðan hann hefir dvalið hér, og hælir þeim. fvrir dugn- að. Sýndi hann mér í svip eitt slíkt bréf. Eg átti ekki að lesa það, en þó — stalst eg til að lita á nokkrar línur: „Hér líður mér betur en mér hefir nokkru Verksmiðjurnar — skrifstofubygging — saggeymsla og timburhlaðar. sinni liðið án vina og áiStvina, því að hér eru mér allir \anir og ástvinir. Eg finn það, að hér á eg heima við brjóst fósturjarð- arinnar, þótt liún eigi ekki jafn- ríkan yl og suðlægari dvalar- staðir. Eg þekki sjálfau mig aftur eins og eg var, eins og eg er og eins og eg mun altaf verða“. Afsakið, Zophonias Thor- kellsson, að eg birti kafla úr bréfi, sem eg rétt átli að sjá að frágangi til, en ekki að lesa og því síður að birta, en eg stalst til þess alls. — Þökk fyrir kynn- inguna og viðtalið. P Móritz V. Ölafsson. | Móritz Vilhelm Ólafsson verslunarmaður, sem borinn er til liinstu hvíldar í dag, var fæddur í Reykjavík 5. des. 1896, og var hann því að eins á 44. aldursári, er liann lést. Hann , var sonur Ólafs Ámundasonar faktors og síðar kaupmanns og konu hans, Maríu Ámundason, fæddrar Finsen, systur Ölafs læknis á Akranesi, Carls Finsens framkvæmdastjóra, Vilhj. Fin- sens sendisveitarfulltrúa í Osló, fi’k. Hendrikke Finsen og frú Soffíu Hjaltested, f. Finsen, er öll eru börn Óla póstmeistara Finsens. Móritz var þvi vel ætt- aður. Hann kom kornungur til Hafnarfjarðar með föður sín- um, en þá tók þar við faktors- stöðu við Brydesverslun. En þegar í æsku fluttist liann aftur til Reykjavíkur, er faðir hans setti þar nýlenduvöruverslun á stofn, og átti Móritz hér heima alla tið síðan til æfilolca. Að föður sínum látnum tók Móritz við verslun lians og rak hana um tíma, en hætti henni síðan og gerðist skönnnu eftir það starfsmaður við heildversl- un H. Benediktssonar & Co. Þar starfaði hann það sem eftir var æfinnar. Hann lést 16. þ. m. úr illkynjuðum nýrnasjúkdómi. Siðustu árin átti hann lengst af heima í Veltusundi, þar sem hann bjó með frænda sínum, Gísla Finsen, syni Ólafs læknis móðurbróður síns. Móritz kvæntist ekki og dó barnlaus. Margir munu sakna Móritzar,. því að hann hafði ýmsa þá kosti til að bera, sem gerðu hann vin- sælan og Vel látinn: kurteisi í framkomu, samviskusemi við störf sín, viðkunnanlegt fas, mikið glaðlyndi og dæmafáan vilja til að verða öðrum að liði og aðstoða þá á ýmsan hátt. Það væri synd að segja, að menn hafi ekki fært sér þetta í nyt. Óspart var Móritz beðinn að hjálpa til með ýmislegt, og altaf var hann fús til þess — þótti meira að segja vænt um það — og lét aldrei í Ijós, að hann vildi vera laus við kvabb, hvað þá heldur að hann kvartaði nokk- umtíma um áníðslu. Hann átti þvi inni hjá mörgum, og mega þeir vel minnast hans með hlýju, enda efast eg ekki um, að það geri fjöldi manna. Heilsa Móritzar var lengi góð, en tvö síðustu árin fór henni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.