Vísir - 23.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 23.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaug sson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn SSmi: Augl/singar 1660 Gjaldkeri 5 línur . Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 23. maí 1941. 116. tbl. OLL BRESKA ÞJÓÐIN SAMEINUÐ I BARÁTTUNNI GEGN " ÞJÓÐVERJUM. -oLJiM 11 Jj*— innar^ iiiaimafli bresku þjóðar- eigiiir ogr fyrirtæki imdii* y JLIJL ^IJ|OI II M MMÉlMí^MMM^^ ¦ EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Breska þingið samþykti í gær einhver hin merkilegustu lög, sem það hefir nokkuru sinni afgreitt — og var frumvarpið komið gegnum allar umræður i báðum deildum og búið að fá undirskrift konungs eftir hálfa þriðju klukkustund. Frumvarp þetta heim- ilar ríkisstjórn landsins alger yfirráð fólks, fyrírtækja og eigna í landinu, með öðrum orðum kröftum allrar þjóðarinnar verður beitt til þess að sigra i þeirri ógurlegu bar- áttu, sem hún á í, fyrir frelsi sínu og tilveru, og alt, sem hún á, verður tekið og notað eftir því, sem þurfa þykir, i sama augnamiði. Allir landsmenn, karlar, konur og böm, verða nú að hlíta boði og banni stjórnarinnar — hverrarstéttarsemmenneru,hvortsem menn eru auðugir eða snauðir, hvort sem um karl eða konu er að ræða, verða menn að inna þau skyldustörf af hendi, sem kraf ist er — alt i sama augnamiði: Að sigrc nazismann, uppræta þá hættu, sem af honum stafar. Umræðurnar og atkvæðagreiðslan stóð yfir í samtals 163 mínútur og er það metafgreiðsla þinssins á lagafrumvarpi. Bikisvaldið ákveður hver laun menn skuli fá og verður að jafnaði miðað við þá samninga, sem í gildi eru, milli atvinnu- rekenda og verkamanna, en annars verður það greitt sem sann- gjarnt er talið. Öll fyrirtæki í landinu verða tekin undir eftirlit og stjórn hins opinbera, ýmist þegar i stað eða seinna, sum fyr- irtæki verða lögð niður, önnur stofnuð o. s. frv. Allur ágóði sem umfram er það sem heimilað er (excess profit tax) rennur i rikissjóð (er skattlagður 100%). Bankarnir verða settir undir eina miðstjórn eða sérstakar stjórnir í hverjum landshluta. Það var Attlee, innsiglisvörður konungs, sem fylgdi frum- varpinu úr hlaði fyrir stjórnarinnar hönd, og flutti skörulega ræðu, við aðra umræðu frumvarpsins. Deildin hafði einróma leyft, að frumvarpið væri tekið fyrir. Attlee sagði, að markmiðið með frumvarpinu væri, áð allir ynni fyrir þjóðarheildina, ekki til hagsmuna fyrir sjálfa sig. Höuðtilgangurinn er að lier- væða alla þjóðina til fram- leiðslu vegna stríðsins. Skipað er sérstakt ráð, sem hefir aukn- ingu framleiðslunnar með höndum, óg er Arthur Green- wood forseti þess. Verkamála- ráðherrann stofnar til æfinga- námskeiða fyrir verkamenn, en Morrison skotfæraráðherra hef- ir fyrirskipað, að unnið skuh 24 klst. í öllum verksmiðjum, sem vinna fyrir ríkið. Til marks um eininguna á þingi, er frum- varp þetta var lagt fram, þing- heimi að óvörum, er það, að Ley Smith, foringi jafnaðar- manna, sem ekki eiga fulltrúa í stjórninni, lýsti sig fylgjandi frumvarpinu. Lögin — neyðarráðstafana landvarnalögin — sæta engri gagnrýni i breskum blöðum. öll blöð, hverjum flokki, sem þau tilheyra, télja það vel far- ið, að lögin voru sett, og segja, að þau og af greiðsla þeirra beri \itni því, að þjóðin hafi örugga forystú, nú sé við stjórn menn, sem séu skjótráðir og dugandi, og gerí sér Ijóst, að þjóðin verði öll að leggjast á sömu sveif 'og leggja sig alla fram til þess að sigra nasismann — og stjórnin ekki aðeins geri sér þetta ljóst, heldur framkvæmi í samræmi við það. Ekkert minna dugi en hervæðing allrar þjóðarinn fyr- ir frelsi hennar og framtíð. Daily Mail segir: Vér hyllum þá stjórnmála- menn, sem áttu frumkvæði að þessari lagasetningu, fyrir gáf- ur, víðsýni og hugrekki, og vér fögnum yfir þeirri þátttöku, er leiðtogar verkamanna áttu í, að koma lagafrumvarpinu áleiðis. Hér er um byltingu í sögu breskrar löggjafar að ræða — löggjöf slík, sem þessi hefir ald- rei verið sett fyrr i Bretlandi. Ummæli breskra blaða. Lundúnablöðin ræða mjög um lög þau um einræðisvald handa rikisstjórninni, sem náðu samþykt þingsins i gær og voru Undirskrifuð af konungi 2 klst. og 40 min. eftir að Attlee majór hafði öllum á óvænt bor- ið þau fram í neðri málstofunni. Blöðin fagna þessum ráðstöf- unum, og ljúka upp einum munni um að stjðrnin hafi með þessum lögum stigið áhrifaríkt spor, sem mjög vel muni verða tekið af almenningi, enda óski alþýða manna einskis frekar en að leggja alt sitt fram í þarfir rikisins. „Times" birtir forystugrein undir fyrirsögninni „Breska svarið", og segir þar að þingið hafi uppfylt heitustu óskir þjóð- ar, sem fús sé til að þola allar raunir, ef hún að eins sé sann- færð um að hver og einn geti lagt sinn skerf fram til varnar landinu. Blaðið heldur áfram á þessa leið: „Hið forna þjóðfrelsi vort er nú að veði fyrir sigrinum. Ekk- ert er fært um að innleysa þetta veð, annað en fullkomin eyði- legging nasismans. Þjóðin hefir í bili fórnað helgustu eign sinni með glöðu geði og trúnaðar- trausti, því að fórnin tryggir það, að hver einasti karl og kona er nú gengin í her þjóðar- innar." Blaðið þakkar Duff Cooper útbreiðslumálaráðherra fyrir á- vörp þau, sem hann hefir flutt þjóðinni, og bætir því við, að einmitt slikar ræður vilji þjóð- in heyra. En eins og kunnugt er, hefir Duff Cooper haldið því fram, að ef nú takist að stöðva framsókn Þjóðverja sé hálfur sigur unninn, en takist það ekki strax, sé þó langt frá að Banda- menn hafi beðið neinn ósigur. „Daily Telegraph" kemst svo að orði, að ekkert hafi verið heppilegra til að vekja þjóðina til samheldni og dugnaðar en hin nýju heimildarlög. „Nú höf- um vér loksins fengið áþreifan- lega sönnun fyrir því, hve þjóð- in nýtur kraftmikillar forystu, en það er þessi forysta, sem öll þjóðin hefir óskað sér. Hið breska lundarfar hefir svarað leiftursókn Hitlers." „Daily Mail": „Nú er þjóðarauður og ein- staklingseign sameinuð að einu marki: að yfirbuga Hitler. Þessi nýju heimildarlög eru bylting- arkendustu lög, sem breska þingið hefir samþykt á síðari öldum." „News Chronicle": „Vér höfum ástæðu til að ætla að öll þjóðin muni fagna þessari nýju löggjöf, vegna þess að heitasta óska hvers einasta borgara er að þjóna föðurlandi sínu á þann hátt, sem því má best að gagni koma." „Daily Herald": „Á fáeinum tímum hefir þingið samþykt þau lög, sem vér þörfnuðumst mest. Ef sigur vinst, og sigurinn skal vinnast, þá verður það ekki síst þessari löggjöf að þakka." „Daily Express": „Hitler hóf stríðið fyrir átta mánuðum. Vér hef jum stríðið i dag." Fielding Eliot majór, striðs- fréttaritari „New York Herald Tribúne" símar blaði sínu á þessa leið: „Þýska herstjórnin heldur því fram, að umkringdur hafi verið breskur, belgiskur og franskur her, sem sé meira en miljón manna að tölu. Sann- leikurinn er sá, að á þeim slóð- um, sem Þjóðverjar greina í tilkynningum sínum eru ekki nema 6—700 þúsund hermenn. Þennan her er ekki hægt að um- kringja með fáeinum hersveit- um, þó þær ráði yfir skriðdrek- um og vígvögnum. Umkringdur verður herinn ekki fyrr en Þjóðverjar hafa komið sér fyrir með sterkan liðsafla á þessum vígstöðvum og hafa náð algerð- um yfirráðum yfir Somme- dalnum. Það getur hugsast, að þeim takist það, en eftir þeim fregnum, sem nú eru fyrir hendi hefir þetta mistekist.HvaðBreta snertir, þá berjast þeir hraust- lega á syðri bökkum Schel- de-fljóts og í héruðunum um- hveris Valenciennes og Marne. Þar hefir þeim tekist að hindra aðflutninga Þjóðverja á þýðing- armiklum hergögnum og komíð i veg fyrir að þeir gætu fært út kvíarnar. Ef þessi her getur sótt i austvir eða suðaustur, er þýska hernum mikil hættá búin. Tollur á nýjum og iryst- um fiski feldur niflur i Englandi. Stórfeldap kjarabætur fyrir íslenskan útveg. Utanríkismálaráðuneytinu hefir borist svohljóðandi skeyti f rá Pétri Benediktssyni charge d'affaires í London, en skeytið var sent í gær: i „Prá því á morgun (23. þ. m.) fellur niður innflutn- ingstollur á nýjum fiski, hvort sem hann er frystur eða ekki. Þetta nær ekki til heilagfiskis, síldar, lax, þar með talinn sjóbirtingur, eða skelfisks." Eftir orðanna hljóðan virðist svo, sem allur nýr eða frystur fiskur falli þarna undir, aðrar en þær tegundir, sem upp eru taldar í skeytinu. Hraðfrystiflökin virðast þannig einnig vera undanþegin tólli þeim, sem gilt hef ir til þessa. InnflutningstoIIurinn í Englandi hefir undanfarið verið til- finnanlega hár, þar eð hann er talinn hafa gleypt 1/10—1/11 hluta af andvirði fiskjarins. og hefir íslenski hluti hinnar íslensk- bresku viðskiftanefndar lagt á það mikla áherslu frá upphafi, að fá tollákvæðunum breytt, eðá réttara sagt að tollurinn yrði feldur niður. Þetta fékst ekki fram í vetur, en nú er samningar voru teknir hér upp að nýju, hefir málið þannig náð fram að ganga. Er hér um að rœða stórvægilegar kjarabætur fyrir útgerðina, ef sala getur yfirleitt farið fram í Bretlandi á meðan styrjöld- inni stendur, vegna ófyrirsjáanlegra atburða. Góðar liorfur á ank- iniii sölu síldar og* síldarolíu til Ameríkn Viðtal við Bt. lí. Kuniholm, ræðis- mann Itaiiclaríkjjaiuia. B. E. Kuniholm, ræðismaður Bandaríkjanna fyrir íslands, var meðalfarþega áDettifoss,ásamt konu sinni, 2 börnum og einka- ritara. — Tíðindamaður Vísis fann Mr. Kuniholm að máli í morgun, en hann býr fyrst um sinn að Hótel Borg. Tíðindamað- urinn bauð Mr. Kuniholm velkominn og spurði hann þar næst ýmissa spurninga, sem sendiherrann svaraði vel og greiðlega. „Vakti það mikla athygli, að Bandaríkin tóku upp beint stjórnmálalegt samband við ís- land?" „Mjög mikla. Frá þvi var skýrt i öllum blöðum landsins og birtar itarlegar og fróðlegar frásagnir um Island, land og þjóð og menningu. Til marks um hversu mikla athygU þetta vakti er það, að kvikmynda- tökumenn blaðanna f óru á f und Boosevelts Bandaríkjaforseta í Hvita húsið i "Washington og tóku myndir af honum, er blaðamenn spúrðu hann um þessar ákvarðanir. Einnig voru sýndar fréttakvikmyndir, þar sem eg kom fram, sem fyrsti sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi. Hygg eg, að vart muni hafa verið skrifað eins mikið um Island i blöð Bandaríkj- anna og í tilefni af þessari á- kvörðun." „Hefir nokkuð annað orðið til þess að vekja athygli á Is- landi vestra um þessar mund- ir?" „Þátttaka Islands i Heimssýn- ingunni og 2—3 ágætar bækur um Island. Meðal þeirra er „Ice- land—the first American Bepu- blic", eftir Vilhjálm Stefánsson, sem hefir selst mikið um gjör- völl Bandaríkin." „Hvar hafið þér starfað áður sem stjómarfulltrúi Bandaríkj- anna?" „I Biga — og seinast i Sviss- landi." „Þér hafið komið hingað með f jölskyldu yðar?" „Já, kona min og tvö börn konvu með mér, og einkaritari, Miss Neegaard. Siðar kemur hingað aðstoðarmaður minn, Mr. Christiansen, og annar starfsmaður. Við erum öll af norrænum, ættum." „Af hvaða Norðurlandaþjóð- inni eruð þér kominn?" „Eg er af finskum ættum, eins og nafnið bendir til, fædd- ur i Massachusetts, U. S. Á. — Einkaritari minn er af dönsk- um ættum. Og aðrir starfsmenn minir, sem hingað koma, eru af norrænum ættum komnir." „Álitið þér skilyrði til mjög aukinna viðskifta Islendinga og Bandarík jamanna ?" „Eg tel horfurnar í þessu efni mjög góðar. Mun eg vissulega greiða fyrir þeim málum, eftir því sem i minu valdi stendur." „Hvaða afurðir geta helst komið til greina, sem hægt yæri að auka sölu á?" . ., . „Eg tel góðar horfur á, að hægt verði að selja meira af síld héðan til Bandaríkjanna en verið hefir, svo og ýmsar sjáyar- afurðir aðrar. Við getum tekið alla lýsisframleiðslu ykkar. Og eg vona, að við getum greitt fyr- ir sölu á síldarlýsi i Bandaríkj- unum. Mikilvægt i því efm er, að sildarolian fáist flokkuð sem, mat'arolía, og vona eg að það, sem þegar hefír verið gert í þessum efnum og gert yerði, beri góðan árangur." M|i\ Kuniholni lét í ljps á- nægju sína yfir ferðinni hingað og yfir því, að fá tækifæri tíl þess að starfa hér, og kynnast betur landi og þjóð. Þjódverjar sækja fram til Nordur-Noregs. Fpekapi adstoð Bandamanna þöpf. Fregnir frá Stokkhólmi herma, að Norðmenn þarfnist frekari aðstoðar Bandamanna til þess að stemma stigu við framsókn Þjóðverja til Norður-Noregs. Eftir að þeir tóku Mo sækja þefar fram þaðan norður til Narvikur. Þetta er haft eftir Fleischer herforingja sjötta norska her- fylkisins, sem verst einhversstaðar í Norður-Noregi. Fleischer hefir enn fremur skýrt frá því, að hernaðarlegar að- gerðir við Narvik haf i taf ist, þar sem nauðsynlegt haf i verið, að senda norskar hersveitir til móts við Þjóðverja. Áður höfðu borist fregnir um, að mótspyrna Þjóðverja í Narvik væri í þann veginn að vera brotin á bak aftur og væri setulið þeirra að hröklast þaðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.