Vísir - 24.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Biaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaidkeri 5 línur Afgreiðsia 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 24. maí 1940. 117. tbl. Eldspúandi aöartæki Þjóðverja. nýjasta hern- Skriðdrekar þessir hafa verið teknir ínotkun til aðstoðar vélahersveitum Þjóðverja, sem lengst eru komnar. hafa mist 1400 skriðdreka og önnur vél- á 10 dögum. i EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. fregnum frá París segir, að nýjasta hernaðartækið, sem Þjóðver jar hafi tekið í notkun, séu eldspúandi skriðdrekar. Voru þeir fyrst teknir í notkun i Norður- Frakklandi i gær, þar sem vélahersveitir Þjóðver ja hafa sött m.jög hratt fram - svo hratt, að ekki hefir verið unt að flytja þeim nægilegar bensín- og matarbirgðir jafnóðum og þær hafa sótt fram. Er hersveitunum mikil hætta búin af þessu, sem og yegna gagnáhlaupa Bandamanna beggja megin frá, sem gerð eru í þvi skyní, að slíta samgönguleiðir að baki vélahersveitanna. Það er talið, að skriðdrekar þessir geti spúð eldtungum 100 metra eða meira. Áhafn- jr skriðdrekanna eru klæddir eldtraustum klæðnaði (asbestos-klæðnaði). Hitinn af þessúm eldi, sem drekarnir sprauta, er svo mikill, að ekkert líf getur þrifist í nám- unda við hann, gras alt sviðnar og alt brennur, sem brunnið getur á annað borð. Eru þettá hin hættulegustu tæki að þvi leyti einnig, að mótstöðumennirnir veigra sér við að þurfa að koma of nærri þeim og óttast þá meira en vélbyssuskothríð. Slíkir skriðdrekar æddu gegnum þorpin í Flandern í gær og var það hin ógurlegasta sjón. Skriðdrekar þessir eru léttir og fljótir í förum. Tilgangurinn, segir í Par- ísarfregnunum, er að koma til aðstoðar vélahersveit- um Þjóðverja, er sækja fram til sjávar, en framsókn þeirra hafði stöðvast vegna bensínsskorts og vegna of- þreytu hermannanna, og að öllum líkindum einnig vegna þess, að of mikið hafði verið reynt á hreyflana í hinum vélknúðu hernaðarækjum. Frakkar halda því fram, að í sókninni hafi Þjóðverjar orðið fyrir gífurlegu hergagnatjóni — undanfarna 10 daga hafi verið eyðilagðir fyrir þeim 1400 skriðdrekar, brynvarðar bifreiðir og önnur vélknúin hernaðartæki. Er litið á það sem úrslitatilraun Þjóðverja til þess að sókn þeirri til sjávar mishepnist ekki, að þeir hafa tekið þessa eldspúandi skriðdreka i notkun. Winston Churchill forsætis- ráðherra Bretlands flutti stutta yfirlýsingu um styrjöldina í Frakklandi og Belgíu, á fundi í neðri málstofunni í gær. Skýrði hann frá því, að skriðdrekaher- sveitir og brynvagnalestir t>jóð- verja, sem ruðst hefði gegnum víggirðingar Frakka, hefði get- að haldið áfram sókn sinni til sjávar, en Weygand yfirherfor- ingi heíði fyrirskipað hernaðar- aðgerðir með það fyrir augum, að treysta og endurskipuleggja varnarlínur Bandamanna. Af þessu og öðrum fregnum varð énii ljósara en áður hversu alvariega horfir fyrir Banda- mönnuin, þar sem hafnarborg- irnar við Ermarsund eru í hinni mestu hættu og herafli Banda- manna í Belgíu, nema því að- cins að gagnáhlaup Banda- manna beggja megin frá á Þjóðverja hepnuðust. 1 tilkynningum Frakka í gær var sagt, að franskt herlið væri komið að úthverfum Cambrai og Amiens, og í breskum fregn- um, að mikið hafi verið barist í nánd við Arras, og hafi bresk- ar hersveitir ónýtt áform Þjóð- verja að færa út kvíarnar á þeim vígstöðvum. Á Scheldevígstöðvunum hafa Bretar haldið stöðvum sínum, nema á einum stað, þar sem, Þjóðverjar komust yfir fljótið, en voru svo hraktir yfir það aft- ur. Á Somme- og Aisnevígstöðv- unum hafa Bandamenn komið sér vel fyrir. Fregnir bárust um mikil átök i nánd við hafnarborgirnar við Ermarsund, en takist Banda- mönnum að slíta samband her- sveita Þjóðverja, sem lengst eru komnar, við herlið þeirra aftar — og að því miða Bandamenn — mun hin öra framsókn Þjóð- verja reynast þeim mjög hættu- leg. — Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. I dag er Samveldisdagur í Bretaveldi (Empire Day) og var tilkynt í London i gær, að Georg VI. Bretakonungur flytti ávarp til þegna sinna. Það er kunnugt, að ræða hans mun — s-jsifjalla um hina miklu styrjald arbaráttu, sem nú stendur í. breska þjóðin Hættan liðin hjá í Svíþjóð? Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í gærkveldi var tilkynt opin- berlega í Stokkhóimi, að ráð- stafanir þær, sem i gildi hafa verið að undanförnu, um að öll ljós skuli slökt í sænskum borg- jum, séu úr gildi feldar, þar til öðruvísi verður ákveðið. Hinar nýju fyrirskipanir ná yfir alla Sviþjóð. BRESKU KONUNGSHJÓNIN. Bandaríkin láta sig miklu varda, að óbreytt ástand (status quo) haldist í Græn- landi og nýlendum Hol- lendinga. Banda- ad um- Adstodaphepmálapádheppá píkjanna gepip þessi mál talsefni. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. I>að kemur æ skýrar fram, að Bandarikin láti sig miklu varða framtíð Grænlands oghollenskra nýlendna. Kemur þetta greinilega fram í ræðu, sem Johnson, að- stoðar-hermálaráðherra Bandaríkjanna flutti í gær. Johnson lýsti yfir því, að Bandaríkin teldi sig það mjög miklu skifta, ef gerð yrði nokkur tilraun til þess að sölsa undir sig Grænland og Hollensku Vestur-Jndíur og setja þar á stofn nýja stjórn. Hvatti Johnson eindregið til þess, að öll Vesturálfulýðveldin hefði samtök með sér um sameiginlega afstöðu í þessum málum. Vér eigum ekki að þola það, sagði hann, að „alþjóðasjóræn- ingjar" vaði uppi, grafi undan þeim stoðum, sem þjóðfélags- skipulag vort hvílir á, eða ræni eignum vorum. Bretar vilja koma sér vel við Spán- verja. Sir Samuel Hoare verður skipaður sendiherra í Madríd. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Að því er United Press hefir fregnað í London, stendur til, að Sir Samuel Hoare, verði skipaður sendiherra Breta í Madrid. Höfuðhlutverk hans verður að bæta sambúð Breta og Spánverja. Sir Samuel Hoare, sem var flugmálaráðherra í stjórn Chamberlains, er hún fór frá, fékk ekki sæti í þjóðstjórninni, sem Churchill myndaði á dög- unum. Vakti það allmikla undr- un, þótt Sir Samuel hefði sætt mikilli gagnrýni stjórnarand- stæðinga. ALLUR ER VARINN GÓÐUR Þessi ungi Svisslendingur, sem á heima i Bern, ætlar ekki að láta koma sér að óvörum, ef eitthvað skyldi koma fyrir. Hann er í slökkviliðssveit, sem stofnuð hefir verið vegna loftáriása- hættu og hefir hann öll föt sín hangandi tilbúin, ef aðvörunar- merki skyldi vera gefið. Breskir fascistar handteknir. Félög faseista og kommún- ista vepða bönnuð. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Breska lögreglan gerði húsrannsókn í aðalbækistöð breskra fascista (British Union of Fascists) í London í gær og voru sjö af helstu mönnum þeirra fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu, en mikið af skjölum og ritlingum var gert upptækt. Handtökurnar fóru fram sam- kvæmt reglugerð, er sett var í skyndi i samræmi við heimild- arlögin, er breska þingið sam- þykti i fyrradag, og er heimilt samkvæmt reglugerðinni að handtaka menn, sem hafa haft samband við óvinaþjóð eða ó- vinaþjóðafélagsskap eða menn, með þeim hætti, að hættulegt gæti talist öryggi Iandsins. Með- al leiðtoga fascista, sem hand- teknir voru, er Sir Oswald Mos- ley, aðalmaður fascista i Bret- landi. Félagsskapur þeirra hefir aldrei náð mikilli útbreiðslu. Innanrikismálaráðherrann, Sir John Anderson, gerði grein fyrir ráðstöfunum, sem ráðu- neyti hans hefir gera látið, til aukins öryggis. M. a. sagði hann, að víðtækar ráðstafanir hefði verið gerðar til þess að koma i veg fyrir, að þýskir njósnarar og aðstoðarmenn fallhlifai'her- manna kæmist inn í landið í hópum flóttafólks. Strangt eft- irlit verður haft með fascistum og kommúnistum og öllum þeim, sem grunur hvihr á, að kunna að veita óvinum Uð á ein- hvern hátt. Hafa f jölda margir titlendingar, flestir óvinaþjóða- menn, verið handteknir, og eru hafðir í sérstökum bækistöðv- um. Strangara eftirht er haft en áður með þeim óvinaþjóða- mönhum, sem enn ganga lausir, og verða þeir að hafa samband við lögregluna í hinum ýmsum borgum og héruðum landsins, og hlita settum reglum. Lögreglan í Bretlandi hefir fengið aukin vopn i hendur og aukið vald til þess að láta til skarar skríða gegn þeim, sem grunsamlegir þykja (frjálsari heimild til húsrannsóknar). Húsrannsókn var gerð ekki að eins í aðalbækistöð fascistanna, heldur og í bústað Sir Oswalds í I^ondon, og á sveitarsetri hans. BRESKUR ÞINGMAÖUR HANDTEKINN. t byrjun þingfundar i neðri málstofunni í gær skýrði forseti þingsins frá því, að breskur þingmaður Ramsay, kapteinn, hefði verið handtekinn. Þing- maður þessi er i Ihaldsflokknum Frh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.