Vísir - 24.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 24.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIU H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Leilcreglur blaðamanna. AÐ virðist vera kominn tími til þess, að islensku blöðin setji sér einhverjar leikreglur. Þessa dagana stendur yfir deila milli blaðanna út af fréttaflutn- ingi. Þessi deila er ósköp leiðin- leg og ómerkileg, engum til gagns né sóma og allra síst blaðinu, senx deiluna hóf. Sem betur fer er líklega ekki hægt að segja um neitt íslenskt blað, að það sé saurblað, í þeirri merkingu, sem annarsstaðar er lögð í það orð. En því miður er hér heldur ekki um nein ur- valsblöð að ræða. Ekkert blað skarar svo fram úr uni vöndun heimilda í fréttaflutningi, að það geti sett sig á háan hest og farið að kenna öðrum að lifa. Annars staðar er reynslan sú, að áreiðanlegustu blöðin eru sjaldan þau útbreiddustu. — Breska stórblaðið Times hefir t. d. margfalt minni úbreiðslu en víðlesnustu blöðin þar í landi. En engu að síður er jafn- an til þess vitnað, þegar rætt er um öryggi í fréttaflutningi. Þótt eitthvert blað hafi náð mikilli útbreiðslu, er það engin sönnun þess, að það sé áreiðan- legt fréttablað. Þetta á við hér á landi eins og annarsstaðar. Það stendur ekkert íslenskt blað svo að vígi, að l>að geti með höndina á hjartanu full- yrt, að það fari aldrei nema eft- ir sannprófuðum heimildum. Stærsta blaðjð birtir mest af fréttum, ekki aðeins sönnum fregnum og áreiðanlegum, held- ur lika lausafregnum og slúðri. Þetta vita allir lesendur blaðs- ins. Þetta á blaðið sjálft að við- urkenna. Það getur sagt: Eg flyt mestar fréttir. Það gelur ekki sagt: Eg flyt áreiðanlegastar fréttir. Vilji það vanda uin, eru hæg heimatökin. Það er skiljanlegt, að þvi sé ekki allskostar þakksamlega tekið, þegar eitt blaðið tekur sig út úr, og fer að setja ofan í við hin af miklum myndug- leik. En það er hægt að bregð- ast við á ýmsan hátt. Visir lét sér nægja, að benda mjög stutt- lega á það, að vandlætaranum færist ekki að hreykja kambi. Alþýðublaðið hljóp hinsvegar upp með miklum þjósti og hef- ir stðán flutt hinar ósæmileg- ustu ásakanir í garð vandlæt- arans. Þetta sýnir, að nauðsyn ber til þess, að blöðin setji sér einhverjar leikreglur. Blöðin hafa það hlutverk að visa almenningi til vegar. En til þess að verulegt mark verði á þeirri leiðsögn tekið, færi best á því, að þau gengju sjálf á undan með góðu eftirdæmi. Það samrýmist illa að vera sífelt að tala um sættir og bræðralag, en hlaupa svo upp með brígsl og illyrði, ef nokkuð ber út af. Al- þýðublaðið hefir þráfaldlega gert sig sekt um þetta. Þar sem nokkru meiri kyrð er nú um innanlandsmálin en verið liefir á undanfömum ár- um, ætti að vera tækifæri til þess, að blöðin kæmu sér sam- an um einhverjar leikreglur, sem þau skuldbindu sig til að hlíta. Þótt okkur sé öllum laus höndin, ættum við að geta sætt okkur við það, að baráttan sé ekki eintóm áflog, lieldur glíma, kappglíma eða fegurðarglíma, eftir atvikum, en altaf á liösluð- um velli og í þeim skorðum drengskapar í sókn og vörn, að bol og níð komist eklci að. Blaðamannafélag íslands hef- ir hér hlutverk að vinna. Það var fyrir skömmu ernlu rvakið til nýs lifs og ætti nú að lialda á sér andvara. Félagið ætti að gera tilraun til þess, að bæta tóninn í blöðunum. Því yrði á- reiðanlega vel tekið af almenn- ingi. Blöðin eru daglega að segja lesendum, hvernig þeir eigi að hegða sér. Lesendurnir mundu taka miklu meira mark á þvi, ef blöðin sýndu, að þau gengju altaf á undan með góðu eftirdæmi. íþróttafélögin setja keppendum ákveðnar reglur, sem þeir verða að fara eftir. Blaðamannafélagið á að gera drög að leikreglum blaðamanna og taka það mál sem fyrst á dagskrá. a Morgunblaðið ræðir í dag um þá „allmikilvægu frétt“, sem ýmsir fullyrða, að birst hafi í þýska útvarpinu, og Vísir leyfði sér að birta lesendum sínum til gamans, með því að fréttin varðaði ísland. Athygli Morgunblaðsins skal vakin á eftirfarandi: a) Vísir gat þess, að frétt þessi væri höfð eftir mönnum, sem sjálfir þættust hafa hlust- að á hana, og hafði ekki ástæðu til að ætla annað, en að þeir skýrðu rétt frá. b) Ritstjóri Vísis hefir reynt að komast til botns í því, hvað satt sé í þessu efni, hvort frétt- in hafi birst eða birst ekki, en árangurinn er sá, að þar stend- ur fullyrðing gegn fullyrðingu, og ekki unt að sanna að svo komnu máli hvað rétt er í þessu efni, um hina „mikilvægu frétt“ Morgunljlaðsins. Með því að Morgunblaðið reynir hinsvegar að nota þennan fréttaburð til þess að fylla upp í eyður verð- leikanna, skal því á það bent, að Vísir er eina blaðið hér á landi, sem fær fréttir sínar frá erlendri fréttastofu, sem nýtur trausts um heim allan. Hvort öruggara er, eyrun á Morgun- blaðsmönnunum eða skeyti Vís- is, verður almenningur um að dæma. Það er leitt, að Morgunblaðið skuli nota sér jafn lélega tylli- ástæðu til þess að blása út vind- belginn, og hefja opinbera á- reitni við Visi, og ýmsir dauð- legir menn eru nú þeirrar skoð- unar, að til séu ]>eir títuprjón- ar, sem vel gætu hleypt vindin- um út, ef vandlega væri leitað. Vísir vill sýna Morgunblaðinu þá miskunnsemi, að láta satt kyrt liggja i því efni, og lætur útrætt um þetta mál. Reykjavíkurmót fyrsta flokks. Reykjavikurmótið i fyrsta flokki, sem áður hét B-lið, hefst í kveld og fara þá fram tveir leikir. Fyrri leikurinn hefst kl. 8,30 og keppa þá Valur og K.R., en strax á eftir fer fram leikur milli Fram og Víkings. Það þótti jafnan litilsvirðing hér áður fyrr að vera í B-liðinu svokallaða og leikir þess voru lítið sóttir. Þetta var misskiln- ingur, sem spratt af grunn- ATVINNUMÁLIN: Trillobátaflotinn á veiflar vifl Norflnr- og Anstnrland Ríkisstjómin hefir falið Fiskifélagi Islands aðrannsakamögu- leikana á því að flytja trillubátaflotann frá Faxaflóa og Suðvest- urlandi til veiðistöðva á Norður- og Austurlandi yfir sumartím- ann. — Árið 1938, en frá því ári eru til nýjastar skýrslur, voru 233 trillubátar í Sunnlendingafjórðungi og eru þá talin með kauptúnin á norðanverðu Snæfellsnesi, Ólafsvík, Sandur og Stykkishólmur. Meirihluti þessara báta hefir ekki stundað veiðar yfir sumar- tímann og ef hægt er að útvega þeim aðstöðu til veiða á Norður- og Austuriandi, gæti það skap- að allverulega framleiðslu og at- vinnuaukningu. Fiskifélagið hefir nú þetta mál með höndum og hefir það l>egar hirt tilkynningu í útvarp- inu, þar sein það óskar eftir til- boðum frá veiðistöðum á Norð- ur- og Austurlandi, sem geta tekið bátana. Þarf þá fyrst og fremst að at- huga, hvort bátverjar geti búið í þéssum veiðistöðum, hvort þeir geti unnið að aflanum og hægt sé að geyma hann, ef ekki verður veitt í togara, sem nokkrir bátar taki að sér að fylla. Nú eru horfur miklu betri um hið siðarnefnda, l>ar sem toll- urinn af ísfiskinum hefir verið afnuminn. Fiskifélaginu hafa borist all- margar fyrirspurnir frá ýmsum veiðistöðvum, fyrir norðan og austan, og æskja þær frekari upplýsinga um l>essi mál og sýna áhuga fyrir því, að úr framkvæmd geti orðið. Enn er óvíst um það, hversu margir trillubátar hafa þessi „vistaskifti“, en varla þarf að efast um það, að eigendur þeirra munu fagna þessum auknu atvinnumöguleikum. — Bátunum verður fylgt héðan og norður, svo að engin hætta þarf að fylgja ferðalaginu og séð verður um að salt og annað, sein nauðsjmlegt er til útgerð- arinnar, verði flult á þá staði, þar sem trillubátarnir verða. reiðubúinn, og væri, til þess að neyta hans og gerði hann þær dómkröfur í málinu, að nefnd- ir kaupgerningar yrðu ógíltir og lionum heimilað að ganga inn í kaupiri. Kreppulánasjóður og Saurbæjarhreppur tölda hins- vegar að Magnús liefði ekld haft forkaupsrétt að jörðinni, þar sem ekki liefði verið um ábúð að ræða, heldur liafi þetta verið eyðijörð, en nytjar hennar að- eins leigðar Magnúsi. Héraðsdómarinn leit svo á, að Magnús hefði átt forkaups- rétt að jörðinni og ógilti liann framangreinda kaupgerninga og heimilaði Magnúsi kaupin. Var niðurstaða þessi staðfest í , hæstarétti og Magnúsi dæmdar 1 kr. 500,00 í málkostnað fyrir háðum réttum. Hrm. E. B. Guðmundsson flutti | málið af hálfu Kreppulánasjóðs, ‘ en hrm. Garðar Þorsteinsson af | hálfu Magnúsar. Frá hæstarétti Forkaupsréttur að jörð viðurkendur, í dag Var í hæstarétti kveð- inn upp dómur í máli milli Magnúsar bónda Kristjánssonar, Sauðhólum í Eyjafirði og Kreppulánasjóðs og Saurbæjar- hrepps. Eru málavextir l>eir, að þann 11. febr. 1938 afsalar Kreppu- lánasjóður jörðinni Seljahlíð til Saurbæjarhrepps, er svo aftur 30. apríl sama ár selur Pálma hreppsnefndaroddvita Þórðar- syni á Núpufelli nefnda jörð og syni hans Daníel. — Magnús taldi að sölur þessar hefðu far- ið í bága við forkaupsrétt hans, samltv. lögum nr. 55/1920, þar eð hann hefði verið löglegur á- búandi jarðarinnar þegar þær fóru fram, en honum hefði hins- vegar ekki verið boðinn for- kaupsréttur. Hann hefði verið hyggni þeirra, sem íþróttina stunduðu. Ekki gátu allir verið í besta liðinu, þegar einir ellefu komast þar að, en nú mun þetta vera mjög að breytast. í fyrra var 1. fl. hvergi nærri eins góð- ur og Meistaraflokkur, en að því er Vísi hefir verið tjáð, munu framfarirnar hafa vei’ið miklar í vetur og vor. Aðalfundur Varðarfélagsins í gærkveldi. TFarðarfélagið hélt aðalfund sinn í gærkveldi og var hann vel sóttur, þótt aðeins venjuleg aðalfundarstörf lægju fyrir, og menn lítt hneigðir til fundarsóknar, þegar svo er á- liðið vors. Guðmundur Benediktsson, sem verið hefir formaður fé- lagsins síðustu fimm árin, mælt- ist undan endurkosningu, *)g ennfremur þeir Jakob Möller, Valtýr Stefánsson og Sigurður Kristjánsson, sem allir liafa átt sæti í stjórninni sama árabil. Ber að þakka þeim öllum vel unnið starf, en þá elcki síst hinuin frá- farandi formanni, sem borið liefir hita og þunga dagsins og lagt hefir á sig mjög mikla vinnu í þágu félagsins, — ekki síst við kosningar þær, sem fram hafa farið í bænum á þess- um árum, og allan undirbúning þeirra og hinna, sem fara i hönd á næsta ári. Á fundinum var Guðmundi Benediktssyni þökk- uð störf hans sérstaklega. For- maður var kosinn Ámi Jónsson alþm. frá Múla, en meðstjórn- endur þeir, er hér greinir: Guð- mundur Benediktsson bæjar- gjaldkeri, Gunnar Thoroddsen lögfræðingur, Stefán A. Pálsson kaupmaður, Gunnar Benedikts- son hdm., Ragnar Lárusson fá- tækrafulltrúi og frú Ragnhildur Pétursdóttir. Varastjórn var öll endurkos- in, en hana skipa: Halldór Skaptason bókari, Andrés Þor- mar aðalgjaldkeri og Kristján Jóh. Kristjánsson trésmiður. Endurskoðendur voru einnig endurkosnir, þeir: Ásmundur Gestsson kennari og Ólafur Ól- afsson kolakaupmaður. Allmargir gengu í félagið á fundinum, og mun Vörður nú verafjölmennasta stjórnmálafé- lagið, sem starfandi er í bænum. Kyrðin við Rín. Hamagangurinn í N.-Frakklandi stingur mjög í stúf við kyrðína, sem verið hefir við Rín, frá því að ófriðurinn hófst og er órofin ennþá. En hvers vegna er þessi kyrð við Rín og yfirleitt á landa- mærum Frakklands og Þýskalands? !Höfundur þessarar grein- ar, danskur blaðamaður í Þýskalandi, telur sig vita orsökina, eða að minsta kosti nokkurn hluta hennar. RÍNARFLJÓT markar helm- ing landamæra Frakk- lands og Þýskalands — frá Sviss til Karlsruhe. Sá hluti ianda- mæranna er 170 km. á lengd, en á öllu því svæði hefir ekki ein einasta fallbyssukúla rofið kyrð- ina. Riffilkúla þýtur einstaka- sinnum ýlfrandi yfir óna, það er alt og sumt. Mér er boðið i ferðalag til þessara vígstöðva, ásamt með blaðamönnum frá fimm öðrum hlutlausum þjóðum. Það er 15 klukkustunda ferð með járn- braut frá Berlín. Lestin er troð- full. Síðustu klukkustundimar, um miðnætti, ókum við alveg á Rinarbökkum. Hvergi sjást geislar ljóskastara. Stjörnumar einar blika á himninum. í Frei- burg, 20 km. frá Rín, hefir aldrei verið gefið merki um loftárás. Við búum í gistihúsinu „Za- hringer Hof“, sem heitir eftir þjóðhöfðingjaættinni í Baden. Þar er hægt að fá heitt bað allan sólarhringinn, en slíkt var óþekt fyrirbrigði í Berlín. Við nálgumst landamærin. M morguninn fer að snjóa og við leggjum af stað í bílum. Þjóðvegurinn suður til Sviss hlykkjast við rætumar á skógarrönunum, sem teygja sig niður úr Schwartzwald. Þoi’pin bera merki velmegunar. Hinar óendanlegu vinekrur meðfram Rín hafa fylt pyngju íbúanna. Sterkleg steinhúsin eru þrifaleg og fyrir öllum gluggum eru þykkir lilerar, eins og til þess hafi verið ætlast í uppliafi, að þeir byrgði öll ljós inni. Snjókeðjur bilanna suða eins og saumavélar, sem stignar eru af fullum krafti. Kirsuberjatrén, sem framleiða árlega aðaldrykk héraðsins, Kirsch-Schnapps, eru hvít af snjó, en eftir mánuð verða þau ldædd i viðhafnar- skrúða blómanna. Börnin þramma áleiðis í skólann, póst- urinn kemur með tösku sína, konurnar liengja þvottinn til þerris, bændurnir aka mykjunni á akrana, plógförin breyta lín- hvítum ökrunum í röndóttar skákir og þegar sólin kemur upp tekur hún að Iiræða snjóinn og það rýkui’ úr honum. Það eina, sem minnir á styrj- öldina er gamall Ford-bíll, hjá- kátlega ellilegur. Hann hefir einhverju sinni verið strætis- vagn, en nú stendur letrað á hann Deutsche Feltpost. Rétt hjá sjáum við skilti, sem á stendur: Zollezirk. Við nálgumst landa- mærin: Breið gul ör ber áletrun- ina: „Nach Frankreich“. Þegar einir 300 m. eru til fljótsins, hanga sefmottur hægra megin vegarins. Þaér eru í tvöfaldri hæð, ná 3—4 metra uppfyrir vegarbrúnina. Mott- urnar eru svo gisnar, að við sjá- um franska fljótsbakkann, en þær liylja bifreiðarnar sjónum Frakka. Þar sem skot- grafirnar hefjast. Bbílarnir bruna niður bratta brekku og nema síðan stað- ar. Við stöndum við dyrnar á litlum kofa, heimatilbúnu her- mannahúsi þar sem skotgraf- irnar hefjast. Þær liggja i ótal hlykkjum og bugðum. Við er- um í skjóli, svo að við sjáumst ekki, en rúmið er nægilegt. Skotgrafahliðaniar eru þaktar með mottum, sem eru festar með mjóum stöfum. Alt ber þess merki, að við erum alveg við fljótið, sandur og möl. Skotgröfin liggur í gegnum jarðhús úr timbri. Það er lítið en lilýtt inni í því. Þar er bekk- ur og borð, en tveir hermenn sitja á bekknum og lesa. Við förum þvert í gegnum jarðhús- ið og þrengjum oklcur framhjá lítilli skriðdrekavarnabyssu og komum aftur út i skotgröfina. Við höfðum verið að rabba saman, en þegar við komum út úr jarðliúsinu heyrðum við skyndilega fljótsniðinn. Við göngum fimm skref áfram, og þá sjáum við Rín, 20 m. í burtu. Við hrökkvum við og ósjálfrátt verður okkur litið yfir að hin- um bakkanum. Það eru 250 m. yfir að honum og við hlustum eftir einhverju öðru hljóði, En alt er kyrt. Lax syndir við yfir- borðið, fasani kemur svifandi eins og sprengjuflugvél, en hvergi heyrist slcothvellur. — Þannig er styrjöldin við Efri- Rin. 250 m. frá stöðvum Frakka. r Abak við stíflugarðinn hinum megin, er lágvaxið kjarr, eins og hérna megin. Til hægri er einhver brún þústa. Það eru sefmottur, sem hylja franskt smávirki. Það eru e. t. v. 250 m. þangað. Frakkarnir geta komið auga á okkur með ber- um augum. Tíu mínútur stönd- um við í sömu sporum. Fyrst hissa yfir þessari undarlegu styrjöld, síðan forvitnir. Ætla Frakkarnir ekki að láta á sér bæra? En ekkert gerist og við liöld- um áfram göngu okkar eftir gröfunum. Á 100 m fresti eru gangar út að stíflugörðunum og þar er varðstaður. F.n á daginn er þar enginn þýskur varðmað- ur. Þeir eru aðeins á næturnar. Til þess að geta skoðað mig vel um, fer eg upp í varðstað- inn. Eg stend svo hátt, að ein- göngu fótleggir og læri eru í skjóli. Það er auðsjáanlega eng- ar ýkjur, sem sagt er um kyrð- ina við Rín. Enginn hirðir um mig. Eg reyni að koma auga á einhvern Frakkann i sjónauka. Árangurslaust. Skotgröfin heitir Rinargulls- vegur. Litlu virkin eru skírð eftir berjum. Frá hindberja- virkinu liggiir leið okkar til jarðarberjavirkisins. Við göng- um einn kílómetra eftir skot- Reykjavíkurmótíð (1. flokkur) ki.8.30 K. K. — l aliir ki. io Fram - Víkingur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.