Vísir - 28.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 28.05.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjórs: Kristi * án Guðlaug sson Skrifstofur: Félagspi -entsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, þirðjudaginn 28. maí 1940. Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 línur 120. tbl. LE0P0LD BELGÍUKONUNGUR HEFIR FYRIRSKIPAÐ HERNUM AÐ GEFAST UPP, en ftelgiustjorii stof nar nýjaii lier. Bresk blöð viðurkenna, að horfurnar séu alvar- legri en nokkuru sinni. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Iútvarpsræðu, sem Reynaud forsætisráðherra Frakklands flutti síðastliðna nótt, og hlustað var á í London, skýrði hann frá því, að Leopold Belgíukonungur hefði fyrirskipað hernum að gefast upp. Fregnin vekur feikna athygli, þótt menn biði enn, er þetta er símað, opinberrar stað- festingar. Það er að vísu viðurkent af öllum, að aðstaða Bandamanna í Belgíu sé hin erfiðasta, en fregnin hefir komið mönnum mjög á óvart, þar sem belgiska stjórnin kom saman á fund í gærkveldi, og var samþykt, að halda áfram styrjöldinni við Þ jóðverja, foar til yfir lyki. 1 útvarpsræðu, sem Pierlot forsætisráðherra flutti, lofaði hann Leopold Jtonung mikið fyrir hetjulega forystu hans.. Pierlot og fleiri belgiskir ráðherrar voru \im siðastliðna helgi í London og ræddu við bresku stjórnma, og var ákvörðunin, sem tekin var um að halda styrjöldinni áfram, tekin í samráði við ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands. Bresk blöð viðurkenna i morgun, að horfurnar i Flandem séu hinar alvarlegustu. Ef fréttatilkynningar Þjóðverja eru réttar, segir Daily Herald, horfir sannarlega al- yarlega fyrir Bandamönnum, og enn alvarlegar en mátt hefir ætla af tilkynningum Breta og Frakka. Miðar blaðið þessi ummæli sín við þær fregnir, sem borist hafa frá' Flandern i morgun. Daily Mail telur horfurnar einnig mjög alvarlegar. Birtir það ritst jórnargrein, þar sem svo er að orði komist, að aðstaða Bandamanna sé stórhættu- leg. lliai* er best aö fara? Eftir að ofannef nt skeytijbarst hefir f regnin um uppgjöf f est í frönsku og þýsku útvarpi. 1 fréttum þeim, sem bárust frá Frakklandi í gær, var sagt, aö heiftarlegast væri barist við Tournai og Menin í Belgíu, en Belgíumenn voru til varnar nyrst á vígstöðvunum, og höfðu varist mjög vasklega, að því er hermt var í þessum fregnum. Með uppgjöf belgiska hersins versnar að sjálfsögðu aðstaða Banda- mannahersins, sem til varnar er sunnar, að stórmiklum mun. Af fregnunum í gær mátti sjá, að breski herinn hafði orðið að veita belgisku hersveitunum fyrir norðan sig stuðning, en eftir ofannefndum fregnum að dæma, hefir sá stuðningur ekki kom- ið að því gagni, að Leopold konungi þætti fært að halda áfram vörninni. Ákvörðun Belgíukonungs varð fyrst kunn í Bretlandi, eins og vikið er að í skeytinu hér að framan, af útvarpsræðu Reynaud forsætisráðh. Frakka. Böfuðefni ræðu hans var: Að Leopold Belgíukonungur hefði tekið ákvörðun sína gegn öskum ríkisstjórnar sinnar, hers og þjóðar, og án þess að bera hana undir Bandamenn. Slíkt framferði ætti sér ekkert fordæmi í sögunni. Að Bandamenn héldi áfram stríðinu — ekkert gæti breytt þeirri ákvörðun. Að nýr belgiskur her yrði stofnaður í Frakklandi og væri þegar farið að æfa unga Belgíu- menn til herþjónustu. Að belgiska stjórnin hefði ekki breytt afstöðu sinní til Bandamanna og vildi vinna á- fram með henni að fullum sigri. Reynaud sagði, að næstum því upp á mínútu 18 dögum eftir að Þjóðverjar réðust inn í Belgíu, hefði Leopold konung- ur fyrirskipað her sínuín að gefast upp, sami 'konungurinn, •sem í uppliafi Iimrásarinnar leitaði til Bandamanna og bað þá um aðstoð. Nú væri svo komið, að Frakkar og banda- menn þeirra, Bretar, gæti ekki lengur reitt sig á stuðning belgiska hersins. Bretar og Frakkar berjist einir á víg- stöðvunum á Belgíu. Að svo búnu gerði hann nokkura grein fyrir því, hversu viðhorfið hefði breyst eftir að Þjóðverjar rufu víglínu Frakka Bandamannaherinn i Belgíu liefði þá verið fráskilinn hern- Urií í Norður-Frakklandi. í Belgiu hefði her Bandamanna tekið sér stöðu til varnar þann- ig,að Belgíumenn voru nyrst,en sunnan megin við þá Bretar og Frakkar, en Bandamenn sendu mikinn her inn í Belgíu Belgíu- mönnum til hjálpar; væriþarnú mikill hluti meginlandshers Breta og franskt herfylki. ¦— Birgðastöð þess hers var Dun- querqe og með uppgjöf belgiska hersins hefir Þjóðverjum opn- ast leið þangað. Sunnan skarðs- ins, sem Þjóðverjar hafa rofið í herlínu Frakka væri franskur lier lil varnar og hefði hann bú- ist vel uni milli Aisne og belgiska hersins verið stað- Somme. Varnarlínan í Belgíu var seinast milli Norðursjávar til Menin og Caurtrai, og á þess- um slóðum hefir mikið verið barist undanfarna daga, og s.I. sunnudag var belgiski lierinn svo aðþrengdur, að breskt fót- göngulið var sent honum til að- stoðar og franskar skriðdreka- hersveitir. Reynaud lauk miklu lofsorði á hetjulega vörn Belgíumanna. Þeir, eins og Bretar og Frakkar, sem berjast i Belgiu, hefði getið sér hinn mesta orðstír með vörn sinni. Nú hefir belgiski herinn lagt niður vopnin, að fyrirskipun konungs síns, sagði Reynaud, hins sama konungs, sem leitaði til Bandamanna um hjálp, hins sama konungs, sem í desember síðastliðnum neitaði að fallast á, að herforingjaráð Belgíu og Bandamanna ræddust við, hins sama konungs, sem til þess 10. mai s.l. kvaðst ekki bera meira traust til orðheldni Banda- manna en Þjóðverja. Ákvörð- un sína tók konungurinn gegn óskum ríkisstjórnar sinnar og hers. Hin belgiska ríkisstjóm hefir ekki breytt afstöðu sinni í garð Bandamanna og vinnur að því, að nýr belgiskur her kómist á fót í Frakklandi, til þess að aðstoða Bandamenn í vörninni. Heiður belgisku rikisstjórnar- innar, hersins og þjóðarinnar er óskertur. Ávörðun konungsins hefir bakað oss nýja erfiðleika og Iiættur. En Bandamenn halda Myndin er frá bækistöð sprengjuflugvéla á Bretlandi. Eiga flugmennirnir að fara i leiðangur inn yfir vigstöðvar Þjóðverja og athuga áður á kortinu, hvar sé best að fara, til þess að lenda síst í kasti við þýska flugmenn. Óttinn við íhlutun ítala í styrjöldina magnast. Viðskiftasamkomulags-umleitanir ítala og Breta. Bretar og Italir eiga í samningum um aukin viðskif ti um þess- ar mundir og er talið, að samkomulagsgrundvöllur sé fenginn. Sir Wilfred Green, formaður sendinefndarinnar bresku í Róma- borg, er nýlega kominn aftur til London, til frekari viðræðna við ríkisstjórnina, en í Rómaborg vinna nú breskir og ítalskir sérfræðingar að því að gera uppkast að samningum, eftir að ít- alska ríkisstjórnin hafði lagt fram tillögur, sem Bretar telja við- unandi samningsgrundvöll. Horfurnar um, að takast muni að gera bresk-ítalskan viðskiftasamning, sem báðar þjóðirnar séu ánægðar með, hafa vakið ánægju í Bretlandi, en jafnframt og blöðin láta í ljósi ánægju yfir þessu, kemur það mjög fram, að menn furða sig á því, að stöðugt er látin í ljós andúð gegn Banda- mönnum á ftalíu, og að Italir halda áfram stríðsundirbúningi, að því er flestum virðist með það fyrir augum, að fara í stríðið með Þjóðverjum. styrjöldinni áfram — hersveitir Breta og Frakka, munu þrátt fyrir alt, sem á riíoti blæs halda láfram hetjulegri vörn sinni, og Frakkar slíðra ekki sverðið fyrr en sigur er unninn. Franska þjóðin hefir aldrei verið eins samhuga og nú og hún gengur ótrauð út í nýjar orustur, með nýjum vopnum, með tifalt meira þreki og áhuga en áður, og fullu trausti á Weygand og Petain — vér höfum þraukað og höldum áfram að gera það — Frh. á 3. síðu. Meðal þeirra blaða, sem gera þetta að umtalsefni er Times, sem segir að Bretar hafi áður viðurkent hversu mikilvægra hagsmuna, að því er siglingamál og viðskifti snertir, ítalir eigi að gæta í Miðjarðarhafi, og á þessu hafi engin breyting orðið, og sé Itölum það vel kunnugt. Kvartar blaðið og fleiri bresk blöð undan því, að um leið og setið sé með Bretum við samn- ingaborð, sé haldið uppi áróðri gegn Bandamönnum, og spilli það horfunum fyrir fullnaðar- samningum. En það er raunar í garð Þeir óttast njósnara og fallhlífahermenn. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. I Egiptalandi er stöðugt hald- ið áfram að grípa til æ víðtæk- ari varúðarráðstafana. Öll ljós eru nú slökt að næturlagi i öll- um borgum og bæjum landsins og stöðugt er unnið að því að leita uppi njosnara og stuðn- ingsmenn þeirra. Unnið er að stofnun sveita um land alt, til þess að berjast við fallhlífar- hermenn. Byrjað er að gera húsrann- sóknir á ýmsum stöðum. Fjöru- tíu ungverskar, pólskar, spænskar og rússneskar dans- meyjar hafa verið gerðar land- rækar, segir í fregn fr3 Alex- andría. Yfirheyrslur hafa farið fram í skólum og bækistöðvum fé- laga. Yfirheyrslur nemenda fóru m. a. fram í breskum, ít- ölskum og egipskum skólum, en þær yfirheyrslur báru engan árangur. Foringi setuliðsins í Alexand- ria hefir stungið upp á því við rikisstjórnina, að stofnaðar verð vopnaðar sveitir sjálfboða- liða til þess að berjast gegn fallhlífarhermönnum og elta uppi njósnara. Er gert ráð fyr- ir, að í þessum, sveitum verði námsmenn, án tillits til af hvaða þjóð þeir eru. Frakka, sem mestrar andúðar gætir í Italíu um þessar mundir. Kröfur Itala, sem bornar eru fram af allmiklum hávaða, um Nizza og Korsíku og jafnvel Tunis, eru aftur fram bornar. Eru þessar kröfur nú ræddar í blöðunum daglega. Mesta at- hygli vekur þó, að Farinacci, einn af hclstu foringjum fasista, hefir sagt hreinskilnislega í ræðu, sem hann flutti í gær, að ítalir ætli að standa hlið við hlið Þjóðverjum í yfirstandandi styrjöld. Ræðu sína flutti hann í Flórenz. Hinsvegar er einnig bent á það, að það sé ekki ný bóla, að kröfur slíkar sem þessar séu fram bornar, án þess að afleið- ingin hafi orðið,\ð til stórtíð- inda drægi, og svo kunni enn að fara. Hinu verður ekki leynt, að óttinn við, að Italir f ari í stríðið með Þjóðverjum, hefir enn magnast. Mussolini hefir þó ekki s jálf ur komið með neina yf irlýs- ingu, sem bendir til þess, að ít- alir ætli í stríðið, og vaf asamt er, að tekist hafi að vekja nokkura styrjaldarhrifni meðal almenn- ings. Bretar og Frakkar fullyrða, að Italir vilji frið, hvað sem fas- istaforingjarnir segja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.