Vísir - 29.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 29.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 29. maí 1940. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Augiýsingar 1660 Gjaidkeri 5 iínur Afgreiðsia 121. tbl. Ástandið nokkuru miklu alvarlegra, en það var sinni í heimsstyrj öldinni, Times. Lítil líkindi talin á því ad hersveitum Bandamanna í Belgíu og Norðup-Frakk- landi veröi undankomu auðið — Þýski hepinn sækir að Zeebrtigge, Ostende og Dunquerque og hefip þá allar meginlands- bafnir við Ermarsund á sínu valdi. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Svo er alment litið á í London, og kemur greinilega í ljós í blaðaskrifum í morgun, að nú verði breska þjóðin að taka á öllu því, sem hún á til, með því að vænta megi bráðlega, að Þjóð- verjar einbeiti öllum kröftum sínum, að því að valda Bretlandi beinu tjóni frá stöðvum sín- um við Ermarsund. Þýski herinn sækir nú sem óðast fram í suðvesturátt frá vígstöðvunum í Belg- íu, en með uppgjöf sinni hefir Leopold Belgíukonungur svift Bandamenn herafla, sem nemur meira en fimm hundruð þúsund manns, og opnað leiðina til Zeebriigge og Ostende og jafnvel einnig til Dunquerque, en þetta eru þrjár aðalhafnimar, sem. Bandamenn hafa enn umráð yfir í Belgíu og Norður-Frakklandi. Þýski herinn heldur áfram sókn sinni í áttina tíl ofangreindra borga, og telur herstjómin, að hern- um verði vel ágengt, og muni honum takast að koma í veg fyrir að Bandamenn flytji her sinn á brott frá vígstöðvum þessum. Bandamenn telja hinsvegar að nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar í því efni, og mun þá breski flotinn og flugfloti Bandamanna vinna að brottflutninginum. Áreiðanlegar fregnir um framsókn Þjóðverja í Belgíu og Norður-Frakkland hafa ekki verið gefnar út í Bretlandi, en að því er best verður vitað eru allar ofangreindar hafnarborgir enn í höndum Bandamanna. . .Takist Þjóðverjum að ná öllum hafnarborgunum á meginlandinu við Ermarsund, telja bresku blöðin að London verði gersamlega einangrað hernaðarsvæði Bandamanna, en af því leiði að öllum siglingum og flutningum verði að beina til hafnarborganna á suðvesturströnd Bretlands, með því að þýskar fallbyssur geri siglingar ófærar um Ermasund gegnt Dover. Þýskar flugvélar geti einnig gert siglingar um sundið ótryggar eða ófærar, þar eð þær geti beitt sér til fullnustu með því að hafa bækistöðvar sínar við sundið á meginlandinu, hjá hafnarborgum Belgíu og Frakklands. Auk alls þessa bætist sú hætta við að Þjóðverjar hyggi til innrásar á Suður-England, en af því leiðir aftur hitt að Bretur muni neyðast til að leggja tundurduflum meðfram allri suðausturströnd Eng- iands, en þá leggist allar siglingar niður til London og annara hafnarborga á suður- og suðaustur- ströndinni. Veldur alt þetta gerbyltingu í breskri verslun og siglingum og eykur mjög á öll þau vandkvæði, sem leitt hafa í Bretlandi af styrjaldarástandinu. The Times leggur mikinn þunga á þá fullyrðingu sína að horfurnar séu svo ískyggilegar, að þær hafi aldrei nokkuru sinni verið jafn svartar á styrjaldarárunum 1914—1918 og hafi þó útlitið þá verið mjög ilt oft og einatt. í svipaðan streng taka önnur blöð í Eng'landi, og allur almenningur skil- ur þá miklu hættu, sem yfirvofandi er, sem og ráðstafanir þær, sem nauðsyn ber til að gerðar verði af þessum sökum. Morgunblöðin í Lundúnum gera sér enn tíðrætt um aðgerðir Leopolds Belgíukonungs og uppgjöf hans. Kemst Daily Mail m. a. svo að orði, að athæfi hans hljóti að verða fordæmt af hverjum manni, hvað sem honum verði sagt til afsökunar. Uppgjöf belgiska hersins að fyrirskipan Leopolds konungs, hefir valdið því, að uniræður um gervallan heim snúasl livað niest um þetta tvent: Hvað veldur þvi, að konungurinn tók ákvörðun sina — og án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórn sina, herforingja Banda- manna á vígstöðvunum í Belgíu eða ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands? Verður afleiðing þess, að belgiski herinn gefst upp, til þess að bresk-franski herinn í Belgiu gerir liið sama — eða tekst honum að komast á brott í skjóli breska flotans? Að því er fyrra atriðið snertir “vekur það mikla athygli, að breskir áhrifamenn liver á fæt- ur öðrum lýsa yfir því, að þeir vilji ekki að svo stöddu kveða upp neinn áfellisdóm yfir Leo- pold konungi. Þetta stingur mjög i stúf við það álit, sem koin fram í ræðu Reynauds og Pierlot, og yfirleitt virðist fram- koma konungsins hafa vakið feikna gremju i Frakklandi. Af breskum stjórnmálamönn- um varð Duff-Cooper út- breiðslumálaráðherra fyrstur til þess að lýsa yfir þvi, að hann vildi ekki kveða upp neinn áfell- isdóm yfir Leopold konungi að svo vöxnu máli. Winston Churchill tók í sama streng í ræðu sinni í neðri málstofunni í gær, og loks lagði Sir Roger Keyes, breski aðmírállinn á- herslu á ummæli forsætisráð- herra Bretlands hér að lútandi, að dæma konunginn fyrri en öll málsatvik væri kunn. Þessi um- mæli vekja að sjálfsögðu alveg sérstaka athygli, þar sem Sir Roger var ráðunautur Leopolds konungs i flotamálum, og var með honum þar til seint um lcvöldið i fyrradag — (þ. e. liann skildi við liann aðeins nokkur- um klukkustundum áður en vopnaviðskifti Belgíumanna og Þjóðverja hættu ld. 4 um morg- uninn). Má því vel vera, að Sir Roger viti meira um málið en hann getur látið Uppi. CHURCHILL TALAR. Winston Cliurchill flutti, sem fyrr var að vikið, ræðu í neðri málstofunni um uppgjöf belg- iska hersins. Ilann kvað deild- j inni kunnugt, að Leopold kon- ! ungur befði sent sérstakan er- indreka með fullu umboði til jiess að ræða við Þjóðverja, og afleiðing þess orðið, að belgiski lierinn hefði gefist upp að fyr- irskipan konungs. Ennfremur lýsti hann yfir þvi, að belgiska stjórnin hefði birt yfirlýsingu þess efnis, að bún væri ekki þátt- takandi i þessu, og liún styddi Bandamenn áfram. (Nánari grein fyrir afstöðu belgisku stjórnarinnar gerði Pierlot í út- varpsræðu, sem hann flutti). Churcliill lauk miklu lofsorði á belgiska herinn fyrir vasldega vörn hans. Hann ræddi bina hættulegu afstöðu bresk-franska hersins, sem að væri sótt frá þremur hliðum og úr lofti, en hann gæti ekki sagt neitt um hvað breski flotinn og fluglier- inn áformuðu hernum til að- stoðar. Benda unimæli þessi til, að tilraun verði gerð til þess að koma liðinu undan í skjóli flot- ans. Það er, eins og áður hefir verið vikið að, mikill liluti breska hersins, sem sendur var til Frakklands, sem nú er í Belg- iu, og þar er einnig allstór frakk- neskur her, sennilega a. m. k. 20.000 menn. Churcliill kvaðst vona að geta greint nánara frá gangi hinna miklu viðureigna, sem nú eiga sér stað í Belgíu og Norður- Frakklandi, áður langt liði, ef til vill í byrjun næstu viku, en liann bað þingmenn vera undir það búna, að mikil og örlagarík tíð- indi gerðust. En það, sem gerst liefir og gerast mun, sagði Churchill, mun í engu leysa oss fná þeirri skyldu, að halda áfram óbreyttri styrjaldarstefnu, og vér munum lialda áfram að settu marki, þrátt fyrir alla erf- iðleika. PIERLOT ÁSAKAR BELGÍU- KONUNG. Þungamiðjan í ræðu Pierlot MYND ÞESSI er af belgiskri liersveit, sem biður þess á járnbrautarstöð í Brussel, að lestin komi, sem á að flytja hana til landamæranna. Nú hefir þessi hersveit lagt niður vopnin, eins og aðrar belgiskar liersveitir, samkvæmt skipun Leopolds konungs. Bandaríkin auka vígbúnað sinn sem mest má verða. Fulltrúadeild þjóðþingsins hefir áamþykt fjárveitingar til flugvélakaupa handa flotanum. Fær hann 10.000 flugvélar. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar. Margar aðrar styrjaldarundirbúningsráðstafanir liggja nú fyrir þinginu, og eru allar líkur til, að þær fljúgi gegnum þingið. Roosevelt forseti hefir skipað sérstaka landvarnanefnd til þess að hafa með höndum vfirstjórn vígbúnaðarstarfseminnar og framleiðslunnar í þágu landvarnanna. Nefnd þessi fær mjög víð- tækt vald og raunverulega verður iðnaðurinn tekinn í þágu landvarnanna eftir því, sem nauðsyn krefur. Það kemur mjög fram í Þýskalandi, að menn telja þær ráð- stafanir sem verið er að gera vestra, benda til, áð Bandaríkin rnuni fara í stríðið, og kenna Bretum um þær breytingar, sem eru að verða í styrjaldarmálunum vestra. var sú ásökun, að Leopold kon- ungur hafi með því að ganga ti! samninga við óvlnaþjóð upp á eigin spýtur, brotið stjórnarskrá landsins, sem hann hefir unnið eið að, en samkvæmt henni er engin stjórnarathöfn konungs gild, nema því að eins, að ráð- lierra sé meðundirskrifandi. Konungurinn hafi þvi farið út fvrir valdsvið sitt og slitið tengslin milli sin og þjóðarinn- ar, en samkvæmt stjórnar- skránni væri það vald, sem kon- ungurinn hefði, frá þjóðinni komið. Fulltrúar þjóðarinnar, þing og rikisstjórn, hefði engan þátt átt i því, sem konungurinn gerði, og gæti hann, vegna frain- komu sinnar, ekki lengur farið með völd, en er svo væri, bæri ríkisstjórn landsins að fara með völdin að öllu leyti Leysti ríkis- stjórnin embættismenn, her og þjóð því undan hlýðniskyldu við konung. KEMST BRESK-FRANSKI HERINN í BELGÍU UNDAN? Eins og vikið var að í ræðu Churchills og áður i skeyti, er aðstaða bresk-franska liersins í Belgíu mjög erfið. Birgðastöð þessa liers, að þvi er Reynaud upplýsti, er Dunkerque — hafnarborg í Frakklandi skamt frá belgisku landmærunum. Yegna uppgjafar belgiska liers- ins stendur Þjóðverjum opin leið þangað, og það mesta, sem virðist vera liægt að gera sér vonir um, er að framsókn lians þangað tefjist svo, að unt verði að koma hinum breslc-franska her undan þessa leið, og það kom fram í ræðu Duff-Coopers i gærkveldi, að þetta verður reynt, þótt vafasamt sé, að unt verði að koma öllu liðinu á brott. Duff-Cooper lagði áherslu á, að breski lierinn væri ósigrað- ur, hann hefði ekki beðið ósig- ur, int alt af hendi með ágæt- um, sem honum var skipað, og hann færi úr Belgíu ósigraður. Bretar treysta mjög á lofther sinn, við þetta hlutverk, að koma hernum á brott. Duff-Cooper fór ekki dult með þá skoðun sína, að Þjóð- verjar ætti eftir að greiða þung högg og stór í yfirstandandi styrjöld, en lét í ljós bjargfasta trú á sigri Bandamanna um það er lyki. Síðustu fregnir. Samkv. tilkynningum Breta og Frakka í dag hafa Þjóðverj- ar gert harðari árásir en nokk- uru sinni á her Bandamanna í Belgíu, sem enn verst af fá- dæma frækni og harðfengi. Bandamenn liafa á valdi sínu yfir 50 kílómetra spildu á ströndum Frakklands og Belg- íu og meðan svo er, er enn von um, að takast megi að koma hersveitum Bandamanna i Belgíu undan. Að því er best vérður vitað, eru Ostende og Zeebrugge enn í höndum Bandamanna, en í nánd við Dunkerque er barist, og er jafnvel sagt, að þar séu byrj- aðir bardagar á götunum. Á Sonime, Aisne og Montmedy- vigstöðvunum hafa engin stór- líðindi gerst. Við Somme og Aisne búa Bandamenn sig und- ir að stemma stigu við fram- sókn Þjóðverja, og enn rikir sú von, að hersveitir Banda- manna, sem svo mjög kreppir að í Belgíu, komist undan og eigi eftir að taka þátt • vörn- inni þar. 1 Bretlandi og Frakklandi keníur hvarvetna fram sterkari (áhugi en nokkuru sinni fyrri að halda styrjöldinni til streitu, leggja fram krafta hvers manns í þessu augnamiði, og þetta kemur greinilega fram hvar- vetna í breskum og frönskum löndum. í Kanada verður 50.000 mönnun\ bætt í herinn og flug- berinn aukinn um 5000 manns. Sennilega verður komið á her- skyldu í Kanada mjög bráðlega, þar sem krafan um það verður æ háværari. Unnið verður allan sólarbringinn i kanadiskum vopnaverksmiðjum. Fregnir um aukinn styrjald- arundirbúning berast einnig frá Ástraliu, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.