Vísir - 01.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR I iii g:roðnr§etiiing:u kál§in§ og: fleira. Eftir Stefán Þorsteinsson, gapðyrkjukentiara. Að undanförnu hafa bæjarbúar verið önnum kafnir við undir- búningsstörf í matjurtagörðunum og sáningu á bersvæði. Eg vil benda þeim, sem enn eiga eftir að sá matjurtafræi, á töfluna fyrir ræktun grænmetis, sem birtist hér í blaðinu 4. þ. m. Þar ta menn m. a. gott yfirlit yfir ræktun þeirra matjurta, sem sáð er til á bersvæði, en það er fyrst og fremst gulrófur, næpur, gulræt- ur, raúðrófur, hreðkur, salat og spínat. Eru þar nefnd afbrigði þau, sem einkum er ástæða til að mæla með hér á landi. Þá er tekið fram um þá jarðvegstegund, sem best hentar hverri teg- und grænmetis fyrir sig. Ennfremur gefur taflan upplýsingar um hæfilegt millibil milli raða og í röðum, sáðtíma o. fl. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gcngið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 Iínur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sjómanna- dagurinn. jþ AÐ væri erfitt að hugsa sér lífið á íslandi, ef hér væri engir sjómenn. Við búum á eyju „út í reginhafi, langt frá öðrum löndum“, eins og það var orðað í Morten Hansens landafræði. Allir flutningar að og frá landinu verða að fara sjóleiðis. Og við húum við ein- hver auðugustu fiskimið heims- ins. Ef siglingar okkar og fisk- veiðar legðust niður, yrði hér fábreytt líf og ólikt því, sem við höfum yanist. Menningarkröf- um nútímans hefir því aðeins orðið fullnægt, svo sem raun er á, að við höfum stundað sjó- inn af kappi. Hinar hraðstígu framfarir síðustu mannsaldra verða að mestu Ieyti raktar til þeirrar eflingar sjávarútvegsins, sem orðið hefir. Þegar í ' það var ráðist í byrjun þessarar ald- ar, að breyta sjávarútveginum til nútíma horfs, hófst eitthvert mérkilegasta viðreisnartímahil- ið í sögu okkar. Þær breytingar, sem orðið hafa, eru vitanlega eklci allar til hóta. Fólkið hefir streymt úr sveitum landsins ör- ar en holt hefir verið. Sú ný- menning, sem risið hefir, er ekki öll til liins hetra vegar. En við megum ekki gleyma því, að flóttinn úr sveitunum var hyrj- aður löngu áður en viðreisn sjávarútvegsins hófst. Þúsundir Islendinga höfðu yfirgefið ætt- land sitt og gerst landnáms- menn í annari heimsálfu. Þessi landflótti hætti, eftir að nýtísku sjávarútvegur reis á legg. Land- námið hófst hér heima fyrir. Sjórinn um strendur landsins er oft nefndur gullkistan. Þessi gullkista hefir verið til frá því Iand bj'gðist. En til skamms tima höfum við ekki k'amist upp á að hagnýta okkur þessi auðæfi sem skyldi. Nú höfum við fundið lykil að þessari kistu. En það kemur í ljós, að fjár- sjóðirnir eru ekki altaf í sömu hólfunum ár eftir ár. Þessvegna verða fiskveiðarnar altaf leit að nýjum hólfum, nýjum fjársjóð- um. Þessi leit hefir verið stund- uð af því kappi, að við erum að tiltölu við fólksfjölda mesta fiskframleiðsluþjóð heimsins. Þótt fiskimiðin séu auðug, hefði eftirtekjan ekki getað orðið sú sem reynst hefir, nema því að- eins að við eigum á að skLpa dugmikilli og harðfengri sjó- mannastétt. Á morgun er hátíðisdagur sjómanna. Tvö undanfarin ár hefir sjómannadagur veiúð haldinn. Aðrar stéttir liöfðu orðið fyrri til að helga sér sér- staka daga á árinu. Sjómanna- dagurinn hefir ekki verið gerð- ur að kröfudegi. Starfs sjó- manna er minst, afreka þeirra, hættu og sigra. Öll þjóðin getur tekið þátt í þessum fögnuði, þvi sjómannastéttin nýtur almenn- ari viðurkenningar og vinsælda en nokkur önnur stélt í þjóðfé- laginu. Þótt skugga beri á allan [ mannfagnað um þessar mundir, þá taka allir íslendingar þátt í sjómannadeginum, beint eða ó- beint. Sjómennirnir ráðast í meiri hættur en nokkurir aðrir. Hvert skifti, sem þeir kveðja heimili sín, getur brugðist til heggja vona um endurfundi. Of- an á þá daglegu hættu,semstarfi þeirra er samfara, hefir bæst hin aukna siglingahætta vegna styrjaldarinnar. Þótt millilanda- ferðunum liafi reitt blessunar- lega af til þessa, hefir liættan engu að siður verið yfirgnæf- andi. Sjómennirnir eru sjálfir fáorðir, en við vitum hvernig aðstandendur þeirra hafa lifað milli vonar og ótta, liverja hættuför, sem farin hefir verið. Þau verðmæti, sem íslenskar sjómannshendur hafa aflað, hafa orðið öruggasta undirstað- an undir menningarlífi íslensku þjóðarinnar. Alþjóð stendur hér í þakkarskuld. A sjómannadag- inn gefst okkur öllum tækifæri til að votta sjómannastéttinni viðurkenningu okkar, þakkir og samúð. « Umdæmisstúkan nr. 1 50 ára í gær. Gengst fyrlr stofnnn drykkjumannahælis. Þing Umdæmisstúkunnar nr. 1 var haldið hér í bænum dag- ana 25. og 26. maí. Á þinginu voru mættir auk gesta 121 kosn- ir fulltrúar. Á þinginu voru samþyktar til- lögur um að hrinda í fram- kvæmd fjársöfnun til stofnun- ar heilsuhælis fyrir drykkju- menn. I framkvæmdanefnd fyrir næsta ár voru kosnir: Umdæm- dæmistemplar Guðgeir Jónsson, umdæmiskanslari Gísli Sigur- geirsson, umdæmisvaratempl- ar Sigríður Halldórsdóttir, um- dæmisritari Gunnar Árnason, umdæmisgjaldkeri Jón Hafliða- son, umdæmisgæslumaður ung- templara Sv. F . Johansen, um- d.gæslumaður löggjafarstarfs Henrik J. S. Ottósson, umd. fræðuslustjóri Kristinn Magnús- son, umd. skrásetjari Jón Þor- steinsson, umd. kapellán Pétur Ingjaldsson, fyrv. umd.templar Felix Guðmundsson. í sambandi við þingið var þ. 25. maí samsæti í Goodtempl- arahúsinu í tilefni af 50 ára af- mæli umdæmisstúkunnar, en hún var stofnuð 31. maí 1890. I samsætinu fóru fram ræðu- höld, upplestur, söngur og sam- söngur. Nokkru af dagskránni var útvarpað. Undirbúningsnefnd stúdenta- mótsins, sem halda átti 17. júní í sambandi við vígslu háskólans, ákvað á fundi, er hún hélt í fyrradag, að fresta mótinu um óákveðinn tíma, vegna þess á- stands, sem nú er ríkjandi í landinu. Að því er Vísir hefir frétt, fer vígsla háskólans þó fram eins og til stóð, og er nú unnið af kappi að því, að leggja síðustu hönd á verkið innanhúss, og ganga frá smíði á stólum og öðrum munum, sem í húsinu verða og öðru þess liáttar. Til vígslunnar mun fjölda manns verða boðið, og mun allur und- irbúningur að henni vera hafinn fyrir nokkru. GARMiÆKT IV. Það er vert að minna á það hér að rauðrófunum ættu menn ekki að sá fyr en í fyrsta lagi um næstu helgi. Það er hnött- ótta egypska afbrigðið, seni einkum er mælt með. Rauðróf- um er sáð í raðir og er hæfilegt að liafa 30 cm. hil milli raða, en 20 cm. millihil í röðum. Að sáningu lokinni liggur næst fyrir að gróðursetja kálið á hersvæði. Hvenær gróðursett er, fer að sjálfsögðu mjög eftir tíðarfari og staðháttum. Hér sunnanlands getum við i hestu vorum farið að gróðursetja á bersvæði upp úr 20. maí. Venju- lega er þó ekki varlegt að setja káljurtirnar fyrr en í fyrrihlut- anum í júní. Þetta fer að vísu eftir tegundum og afbrigðum. Það má gróðursetja blómkálið ofurlítið fyr en t. d. hvítkálið, og einkum skulu menn varast að gróðursetja hvítkálsafhrigð- ið Ditmarsker of snemma. Aðalatriðið er þó að plönt- urnar liafi verið vel undirhún- ar undir gróðursetningu, og einkum verður að gæta þess, að smá auka við þær loftið, eftir því sem tíðarfar og þroski þeirra leyfir, þannig að þær séu vel hertar, þegar að gróðursetn- ingu kemur. Siðustu sólahringana fyrir gróðursetningu skyldi taka gluggana alveg af reitunum. — Jarðvegur sá, sem best hentar kálinu, er myldinn <og góður moldarjarðvegur. Þó getur lítið eitt sendinn moldarjarðvegur verið vel fallinn fyrir hina fljót- vaxnari toppkáls- og hvítkáls- aflirigði, eins og t. d. afbrigðin: Erstling og Difmarsker. Kálið skal, undir venjulegum kringumstæðum gróðursetjast í raðir og er hæfilegt að hafa 50 cm. á milli þeirra. Bilið i röðun- um getur aftur á móti verið nokkuð mismunandi fyrir hinar einstöku tegundir, venjulega eru hafðir 45 cm. mllli hvítkáls- plantnanna, en 40 cm. fyrir grænkál og hlómkál i röðum. Þegar gróðursett er, má moldin ekki vera mjög þur. Helst ætti að gróðursetja l>egar útlit er fyrir rigningu, en sé það ekki hægt, er hest að gróður- setja að kvöldinu. Áður en plönturnar eru teknar upp úr reitnum, þarf að vökva þær vel og sé ekki sterkt sólskin, getur verið einna heppilegast að vökva þær vel kvöldið áður. Það þarf að gæta þess vel, að skadda ekki ræturnar, þegar plönturnar eru teknar upp úr reitnum. Best er að nota sem mest hendumar við það, en það má einnig nota svokallaða plöntuskeið. Þá er mikils um vert, að sem mest mold fylgi með rótunum, eða loði við þær þegar kiálið er gróðursett. Við sjálfa gróðursetninguna er notaður svokallaður plöntu- pinni eða plöntustingur. Er það hæll, mjórri í annan endann, sem hver og einn getur búið sér til sjálfur. Þegar gróðursett er þá eru plöntumar teknar í vinstri hendi, en plöntustingur- inn í þá hægri. Með plöntu- stingnum gerir maður holu, hæfilega djúpa og þannig að ræturnar séu beinar og eins og þeim er eðlilegast. Þá er gerð hola með plöntustingnum til hliðar við plöntuna og á ská að rótunum og þrýst svo að rótum liennar, að plantan sitji föst í moldinni. Moldin á að falla fast að rótinni, efst sem neðst. Plantan á að sitja svo föst, að þótt tekið sé í eitt blaðið, þá slitni liún frekar, en dragist upp úr moldinni. Þegar gróðursett hefir verið í dálítið stykki, er vökvað, þann- ig að fylla vatni i allar holurn- ar, sem myndast til hliðar við plönturnar, þegar gróðursett er. Holurnar eru fyltar með vatni ■pPLIN KOMIN! Það var ný- stárlegt götulífið hér í höf- uðstaðnum daginn, sem ávext- irnir komu. Böm og fullorðnir gæddu sér á eplum á götum úti, eða voru á leið heim til sín með eplapoka í höndunum. Tilefnið til þess, að epli komu á markað- inn var hjákátlegt, eftir því sem innflutningsnefndin skýrði frá í blöðunum: Það var sem sé olíu- leysið, og sannast hér sem oftar, að fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Sænskt flutningaskip, sem hér var statt, sá aumur á olíulausum Islend- ingum, og hjálpaði þeim um olíu, gegn því, að keyptar væru af Svíum nokkrar smálestir af eplum. Spurningin er nú, hve lengi þessi dýrð stendnr. Það er leyfi- legt að efast, því ráðamenn landsins hafa síðari árin ekki lalið nauðsynlegt að gefa lands- mönnum kost á ávöxtum — nýjum eða þurkuðum — í dag- legt fæði. Og engu hefir það um þokað þó þeir, sem kunnugir eru næringarfræði, hafi leyft sér að henda á, að áyaxtabannið væri gagnstætt vísindalegum nútíma hugmyndum um matar- hæfi. Sumar málpipur stjórn- arvaldanna liafa svarað skæt- ingi eða hrópyrðum. Á sama tíma, sem sett er inn- flutningsbann á þessi heil- næmu matvæli, eru lagðar út stórkostlegar fjárhæðir i er- lendri mynt fyrir lyf. Væri eklci takandi í mál, að flytja heldur inn lieilnæman mat, og sjá til hvort ekki mætti færa lyfja- kostnaðinn eittlivað niður? Fjöldi manns hefir erfiða melt- ingu, en gelur lialdið henni í lagi með því að neyta ávaxta, sem koma þá í stað lyfja; en eru matur, með sínu næringar- gildi, að auki. Fjörefnagildi á- vaxtanna er mikið og eftirsókn- arvert. Það má ekki taka til þess, þó einstöku liálf-mentaðir og moldinni jafnað kringum plönturnar á eftir. Það verður að gæta þess, að gróðursetja í heinar raðir, t. d. eftir snúru, og rétt er að láta plönturnar í annari hvorri röð standast á. Þegar liðnir eru tíu dagar frá gróðursetningu, er komið i ljós, hvernig hún hefir lánast. Er þá rétt, ef eitthvað af plönt- unum hefir dáið, að gróðursetja grænkálsplöntur í staðinn, þar sem þessi káltegund gerir minstar kröfur til vaxtartím- ans. Eg vil að síðustu minna þá, sem kaupa plöntur á, að það er ekki sama hvaða afbrigði er valið, einkum þegar um hvít- kál og blómkál er að ræða. Af snemmvöxnum hvítkálsafbrigð- um eru það afbrigðin: Erstling (sem er toppkál) og Ditmarsk- er, sem reynast hest, en af sein- vöxnu hvítkáli Jötun og Trönd- er. — > Af þeim blómkálsafbrigðum, sem hér hafa verið ræktuð, er einkum ástæða til }>ess að mæla með þeim, Erfurter Dverg og Snebold. nienn trúi ekki á nauðsyn fjör- efna. Það voru líka til menn hér á árunum, sem trúðu ekki, að bakteríur væru til. Fjökli manns er vantrúaður á vísinda- legar nýjungar, og má eklci kippa sér upp við það. íhalds- semi er víðar en í pólitík. „Læknirinn leitar fyrst að or- sök sjúkdómsins, en reynir svo að lækna hann með viðeigandi fæði. Ef það mistekst, ráðlegg- ur hann lyf.“ Þetta voru hug- myndir Kínverja á 6. öld f. Kr., og eru það enn í dag. Það er oft gott, sem gamlir kveða. Margir íslendingar — m. a. ýmsir ráða- menn þjóðarinnar — hugsa öf- ugt — liafa oftrú á lyfjum, en leggja minna upp úr heppilegu matarhæfi. Má álykta það af hinni þrálátu fyrirtekt, að taka fyrir frjálsan innflutning á nýj- um og þurkuðum ávöxtum. Aldrei hefir verið færð fram nein skynsamleg ástæða til þess að hefta innflutning á þessum heilnæmu, og jafnframt ljúf- fengu matvælum. Ekki er hægt að bera því við, að hér hafi rikt eða ríki, hallærisástand, því fram að ófriðnum var engin skömtun á kaffi og hveiti, en áfengi og tóbak getur hver maður keypt eins og hann vill, og hefir peninga til. Það er reyndar gömul reynsla, að í síð- ustu lög er gripið til takmark- ana á víni og tóbaki — vitan- lega vegna þess, að það gefur ríkissjóðnum feikna tekjur. Svo var það og fyrr á tímum, þegar útlend einokun rikti hér á Iandi. Og það er eins enn í dag. Munurinn aðeins sá, að nú hafa íslendingar sjálfir gert sig ófrjálsa, með allskonar höml- um á athafnalífi landsmanna. Blöðin fluttu þá fregn fyrir fám dögum, að flutt hefði verið æði mikið af þurkuðum ávöxt- um á land í höfuðstaðnum. En það var ekki til glaðnings fyrir íslenskar húsmæður, sem .hafa mikil óþægindi af að geta ekki fengið rúsínur, sveskjur, þurk- uð epli o. fl. til matar. Ávext- irnir voru sem sé fluttir í land um stundarsakir, til geymslu. Borgarbúum var sýnd gæs, en ekki gefin. Þjóðstjórnin, sem vill vera allra vinur, ætti nú að bæta fornar syndir, og leyfa frjálsa verslun með ávexti — nýja og þurkaða. Samviskunnar vegna er það alveg óhætt, því ávextir hafa margt gott til að bera: Þeir gleðja augað og smekkinn, og flytja ilm og fegurð á heimilin; þeir bæta skaplyndi og melt- ingu, hafa í sér kærkomin fjör- efni og næringu, og gera hús- mæðrunum auðveldara fyrir um nauðsynlega tilbreytni í daglegu fæði. Það eru útlagðir peningar, sem koma aftur — óbeinar Ieiðir — með minna sælgætisáti barnanna, minna af lcaffi og kökum, og minni lyfja- köstnaði, en betri lieilsu og glaðari lund fólksins. G. CI. Sambandsþingi ungra Sjálfstæöismanna frestaö til hausts. Svo sem tilkynt hefir verið í blöðum og útvarpi, hafði stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna ákveðið að halda lands- mót að Þingvöllum um 20. þ. m., og var í ráði að efna auk þess til sérstakra hátíðahalda, með því að á þessu sumri eru 10 ár liðin frá því er samband- ið var stofnað, og var tilætlunin að halda almennan æskulýðs- fund samhliða sambandsþingi. Vegna þess ástands, sem síð- ar hefir skapast, og nú er ríkj- andi liér í landi, telur sam- bandsstjórnin elcki ástæðu til að efna til sérstakra gleðifunda, né boða fjölda ungra nianna og kvenna hingað til bæjarins, og hefir því ákveðið að láta há- tíðahöld vegna 10 ára afmælis- ins falla niður að þessu sinni, og fresta sambandsþinginu sjálfu til hausts. Verður það haldið í lok september eða £ byrjun októbermánaðar, eftir því hvort betur hentar. Telur sambandsstjórnin brýna nauð- syn bera til, að vel sé staðið á verði um sjálfstæði lands og þjóðar, þrátt fyrir þá atburði, sem skeð hafa, og raunar ekki síst þeirra vegna. Reynir þar á hin íslensku stjórnarvöld um að gæta þess réttar, sem enn hefir ekki verið fyrir borð bor- inn, sem og að sýna enga óþarfa undanlátssemi í viðskiftum #ín- um við aðrar þjóðir. Þessi mál verður auðveldara að taka til athugunar og um- ræðu í haust, en nú í þessum mánuði, og telur því sambands- stjórnin eðlilegt og sjálfsagt a‘ð fresta þinginu. Sundknattleiks- mót íslands. Sundknattleiksmót íslands hófst í Sundhöllinni síðastliðinn mánudag. Þátttakendur í mót- inu eru Ármann, K. R. og Æg- ir. Sendir Ægir fram tvö lið. Á mánudag kepti A-lið Ægis við B-lið sama félags og sigraði með 7 mörkum gegn einu. strax á eftir keptu Ármenning- ar við K.R.-inga og sigruðu með 9 mörkum gegn einu. í fyrrakveld hélt mótið áfram og keptu þá Ármenningar við B-lið Ægis. Fóru svo leilcar að Ármann vann 'með 7:0, en A-lið Ægis sigraði K.R.-inga með 5:0. Á miðvikudagskvöld verður kept til úrslita. Þá eigast við Alið Ægis og Ármenningar og K.R.-ingar og B-Iið Ægis. Dr. med. Gunnlaugur Claessen: Epli og olía. (Der Mensch ist was er iszt)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.