Vísir - 03.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 03.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Biaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Slmi: 1660 5 línur 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 3. júní 1940. 125. bl. TALIÐ VIST AÐITALIR FARI í STRÍÐIÐ MEÐ NOÐVERJUM ¦ . 8tórráð f ascista kemur sainan á mor^nn i>S: að fundi loknum er tmist við að ln§§o- lini skerist í leikinn. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Stjórnmálamenn í London eru þeirrar skoðunar, að líkindi séu til, að Mussolini birti tilkynningu um þátttöku ítalíu í styrjöldinni með Þjóðverjum þegar á morgun, er stórráð fascistaflokksins kemur saman á f und. Fascistaflokkurinn hefir þegar samþykt áskorun til Mussolini um að gæta hagsmuna ítalíu, með hverjum þeim meðulum, sem nauðsyn krefði. Lundúnablaðið Daily Herald gerir þetta mál að umtalsef ni í morgun, í grein eftir stjórnmálaf réttaritara sinn, og segir hann, að allar líkur bendi til þess, að nú ætli Mussolini að láta til skarar skriða, án f rekari taf a, og eftir nokkura daga verði ítalska þjóðin bandamenn Þjóðverja í styrjöldinni við Breta og Frakka. Afleiðing þess, að styrjöldin breiðist út til Miðjarðarhafs, eykur mjög hættuna að margar fFeiri þjóðir taki þátt í styrj- öldinni, einkanlega að Grikkir og Tyrkir gangi í lið með Bandamönnum, og það verður miklu hættara við því en áður, að Jugoslavar og Rúmenar geti ekki setið hjá öllu lengur. Þá verður afleiðingin fyrirsjáanlega sú, að styrjöldin f ærist til Af ríku. Frakkar haf a mikinn her í nýlendum sínum. Egiptar eru viðbúnir og hinn mikli her Bandamanna í hinum nálægari Austurlöndum, sem Weygand skipulagði, en ítalir haf a einnig mikinn her í Libyu oger flugher þeirraþar öflugur.____ ___^#%-:&,. ; liis m leri lávarð, I London leiða stjórnmálamenn athygli að því, að ef Italía fari í styr jöldina, beri Mussolini og stjórn hans «in ábyrgð á því gagnvart ítölsku þjóðinni. Það er sér- staklega tekið f ram, að milli Itala og Breta séu engin á- greiningsmál til, sem ekki sé auðið að leiða f riðsamlega til lykta. Það þurfi ekki að grípa til vopna þeirra vegna. Jafnframt er bent á það, að Reynaud hafi lýst yfir því fyrir hönd Frakka, að þeir séu fúsir til þess að ræða öll deiluatriði við Itali. Breskir stjórnmálamenn segja ennfremur, að Bretar og Frakkar harmi það, ef Italir færi í stríðið með Þjóð- verjum, en þeir taka það skýrt fram, að þeirt séu við því búnir, að taka afleiðingunum, ef Italir grípi til slíkra ráða. Afstaða Spánverja til Bandamanna vekur að sjálf- sögðu allmikla athygli um þessar mundir. Um nokk- urt skeið undanfarið hefir sambúð Spánverja og Breta stöðugt verið að færast i betra horf, og talið var, að Spánverjar myndi sitja hjá í styrjöldinni, og Bretar gera sér vonir um, að þeirri stefnu verði ekki breytt. Hinu er ekki leynt, að nokkurrar andúðar í garð Breta hefir gætt á Spáni seinustu daga, og kröfurnar um ao Spánver jar fái Gibraltar, vígi Breta við innsiglinguna til Miðjarðarhafsins, eru aftur bornar fram. .. Þá er það tekið fram í London og París, að þrátt fyrir það, að mikill f jöldi herskipa hafi undanfarna daga verið bundinn við aðstoð við flutninginn á her Bandamanna frá Norður-Flandern, hafi engin herskip sem send höfðu verið til austurhíuta Miðjarðarhafs, verið kölluð á aðrar slóðir, — heldur hafi fleiri her- skip verið send þangað. Sérstakar varúðarráðstafanir hafa alllengi verið i gildi á eyjunni Malta í Miðjarðarhafi, sem Bretar eiga, og Korsíku. Tyrkneski forsætisráðherrann hefir haldið útvarps- ræðu og endurtekið, að tyrkneska stjórnin muni hér eftir sem hingað til leitast við að forðast þátttöku i styr jöldinni, en verði ekki hjá því komist, að Tyrkir fari í stríð, muni þeir standa við allar skuldbihgingar sínar. settist Wilhelmina Hollands- drotning að í London, eftir að Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Holland, og hefir hún dvalist í Buckinghamhöll sem, gestur hresku konungshjónanna. Juli- ana prinsessa og börn hennar eru einnig í Bretlandi og hol- lenska rikisstjórnin. Þvi er opinberlega neitað í London, að hin þýska fregn hafi við nokkuð að styðjast. Þýskar flugvélar skotnar niður í Svíþjóð. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Þýskar flugvélar flugu yfir Norður-Sviþjóð í gær. Skotið var af loftvarnabyssum á flug- vélarnar og voru tvær þeirra skotnar niður. Önnur þeirra gereyðilagðist. Nokkrir flug- mannanna björguðust með því að varpa sér út í fallhlífum og voru þeir kyrrsettir. Meðal þeirra eru tveir yfirforingjar og fimm aðrir flugmenn., Einkask. frá United Press. London í morgun. Þjóðverjar hafa tilkynt, að þeir hafi sökt orustuskipinu H. M. S. Nelson, einu fræg- asta orustuskipi Breta. Breska flotamálaráðuneyt- ið hefir af þessu tilefni birt tilkynningu þess efnis, að fregnin sé gersamlega til- hæfulaus. 1 lil Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Þýska útvarpið hefir birt fregn um það, að Wilhelmina Hollandsdrotning telji sig ekki örugga í Bretlandi lengur, og ætli hún að flytja aðsetur sitt til hollensku Austur-Asíu ný- lendnanna. Eins og kunnugt er 1 >^**^ WS8Í it^iii? - *m~ ¦í1,-¦;'¦' fj 1 cS&aSy^^&í*- -"¦"tt?.- Eo ! ÍÉÉÉfcíí ^fV1 B mns Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í fegn frá Umeaa, sem birt er í sænska blaðinu Dagens nyhet- er, segir að heyrst hafi mikil skothríð i Banafjord i Noregi. Ætla menn, að bresk herskip hafi farið inn i f jörðinn og haf- ið skothrið á varnarstöðvar Þjóðverja i Mo-héraði. Strandvarnaflughðið breska hefir gert loftárás á Bergeri. Varpað var sprengikúlum á loftskeytastöðina, olíugeynia og flutningaskip Þjóðverja i Berg- ensfirði. Talið er, að tjónið hafi orðið mikið. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Times birtir grein um heim- komu Gorts lávarðs, breska yf- irherforingjans, og segir, að hann hafi komið heim með fullum heiðri eins og her hans. Hefði Gort lávarður í engu brugðist þeim vonunt, sem menn gerðu sér, er hann var gerður að yfirherforingja breska hersins i Frakklandi. Hann hafi sýnt afburða hæfi- leika og hin afburða góða stjórn hans á undanhaldinu sýni, að herinn beri hið besta traust til hans. Times géfur í skyn, að Gort sé í þann veginn að fara til Frakklands til þess að taka þar í sínar hendur yfirherstjórn breska hersins. Ummæli breskra blaða. Striðsfréttaritari „Daily Tele- graph" ritar grein um und- anhald bandamannahersins frá Flandern og getur þess, að auk þess sem tekist hafi að bjarga miklum hluta hersins frá tortímingu, þá séu ýms önnur atriði, sem auki bjartsýni manna, sem tök hafa á að gera Frh. á 2. síðu. VIÐBÚNIR ÖLLU- Ferhleypt Lewis-vélbyssa, til varnar gegn árásum þýskra flugvéla. Myndin er tekinum borð i „vélbáts"-tundurspilh, þ.e. a.s. einu af lúnum mörgu, smáu orustuskipum, sem Bretar hafa nú mjög í notkun, m. a. við liðflutningana frá Dunkerque. — Herflutningunum frá Norður-Fland- ern langt komið. l^O þýskai* flugvélai* skotnar nidiir á 3 dögrnm. EINKASKEYTI FRA UNITED PRESS. — London í mor^un. JJerflutningarnir frá Dunkerque halda stöðugt áfram, og fara flutningarnir fram undir sameiginlegri vernd herskipaflota Bandamanna, og annast þau skip einnig flutningana að nokkru leyti. Annars eru í rauninni öll fljótandi för notuð. til flutning- anna, svo sem skemtisnekkjur og Iystibátar, dráttarbátar og prammar, en þýski flugflotinn heldur uppi stöðugum árásum á f lutningaskipin. Herflútningum þessum er nú komið vel á veg og er að eins eftir að flytja síðustu herdeildirnar frá Dunkerque, en þær eru enskar, franskar og belgiskar, með því að nokkur hluti belgiska hersins neitaði að hlýðnast skipun konungs síns um að leggja niður vopn og hélt baráttunni sifram við hlið hersveita Frakka og Breta. Talið er að um þrjú hundruð þúsund manns hafi þegar verið fluttir til Englands, og er fullyrt að það, séu liðlega f jórir fimtu hlutar breska herliðsins, sem barðist í Belgíu. (Samkvæmt fyrri fregnum, sem borist hafa i skeytum var tahð að um hálf miljón manna hefði þegar verið flutt frá belg- isku herstöðvunum og Norður-Frakklandi til Bretlands, en sú fregn virðist samkvæmt ofanskráðu ekki hafa við full rök að styðjast, nema því að eins að þar hafi verið miðað við herlið og borgara, en hér við herliðið eitt, sem vel kann að vera). Það var tilkynt i London og París í gærkveldi, að tekist hefði að koma mestum hluta herhðs Bandamanna í Norður- Flandern yfir til Englands — um Dunkerque. — Engar tölur hafa enn verið birtar, af opin- berri hálfu, i sambandi við þessa herflutninga. Þegar her- stjórnin breska tók þá ákvörð- un, laust fyrir síðustu helgi, að kveðja heim Gort lávarð, yfir- hei-foringja Breta í Frakklandi og Belgiu, þótti augljóst, að herflutningunum hefði miðað svo vel áfram, að herstjórninni þættí örugt að kalla hann heim, til ráðagerða, áður en hann færi aftur tíl Frakklands á aðr- ar vígstöðvar. Gort lávarður gekk á konungsfund samdæg- urs og var sæmdur einu æðsta heíðursmerkinu, sem Bretar veita hermönnum sínum. Þrátt fyrir það, að Þjóðverjar hafi teflt fram ógrynni liðs og miklum sæg flugvéla, hefir þeim ekki tekist að hindra her- flutningana, og er það hvar-* vetna talið hið mesta hernaðar- legt þrekvirki, að teldst hefir að koma svo stórum her undan, við hina erfiðustu aðstöðu, á takmörkuðu svæði. Mótspyrna Bandamanna hefir, að því er fregnir frá hlutlausum löndum herma, vakið hina mestu undr- un i Berlín, þar sem menn bjuggust við, að þýska hernum mundi auðnast að króa inni eða tortíma yfir hálfrar miljón- ar her. Þá hefir það vakið feikna at- hygli, hversu frækilega breski hlugherinn berst gegn þýska flughernum, sem hefir margfalt fleiri flugvélum á að skipa. — Bretar voru seinni tíl að koma sér upp öflugum flugher en Þjóðverjar, en þann hag hafa þeir af því haft, að þeir hafa meira af nýjum flugvélum en Þjóðverjar. Allmikið af flug- Frh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.